Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÖJUUAGUK 14. FJSBKUAK 11*87.
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæm dastj óri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: SiguríSur Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innaniands.____________
Málefni aldraðra
að má furðu gegna, að blöð
Framsóknarmanna og
kommúnista fara ítrekað með
hrein ósannindi um útsvhrs-
áílagningu á aldrað fólk,
þótt margoft hafi verið sýnt
fram á, að þar er um hreinar
rangfærslur að ræða. Þannig
er því haldið fram í forustu-
grein Framsóknarblaðsins
sL sunnudag, að útsvör séu
lögð á elli- og örorkulífeyri.
Þetta er rangt og hefur Mbl.
áður vakið atihygli á því.
Áður en útsvar er lagt á,
eru allar bætur almanna-
trygginga dregnar frá skatt-
Skyldum tekjum, að undan-
Skildum fjölskyldubótum,
ekkjubótum og ekkjulífeyri.
Við þá álagningu, sem nú er
að hefjast, verða ekkjubætur
og ekkjulífeyrir dregin frá
skattskýldum tekjum og
verða þá útsvör einungis lögð
á fjölskyldubætur og mæðra-
Laun. sem eru raunar svipaðs
eðlis og f jölsk y ld u b ætur. Er
þess að vænta, að Framsókn-
armenn og kommúnistar
leggi framvegis niður þann
Jeiða sið, að fara með ósann-
kidi um þessi mál. Reykja-
víkurborg hefur á síðustu ár-
um lagt vaxandi áherzlu á
málefni aldraðra. Má í því
•ambandi benda á, að sér-
staklega er farið yfir skatta-
framtöl aldraðra af framtals-
nefnd og ef ástæða þykir til
eru veittar frekari Skatta-
ívilnanir en að framan grein-
ir.
Árið 1963 var samþykkt í
borgarstjórn, að frumfevæði
Sjálfstæðismanna, áætlun
um málefni aldraðra. Skv.
henni hefur þegar verið
byggt háhýsi fyrir aldraða,
öryrkja og einstæðar mæður
með 64 fbúðum og hefur rúm
léga 20 þeirra verið úthlutað
tii aldraðs fólfes.
Á næsta ári mun hefjast
bygging hjúkrunarheimilis
fyrir aldraða, sem þurfa sér-
staferaT umönnunar við og
þá verður ennfremur hafizt
handa um byggingu fjöl-
býlishúsa fyrir aldraða. Sett
hefur verið á stcfn við skrif-
stofu félags- og framfræslu-
máia, eliimáladeild og ráðinn
eilimálafulltrúi, sem þegar
hefur unnið mifeið starf í
þágu aidraðra. Ennfremur er
starfandi ráðgefandi nefnd á
vegum borgarinnar, velferð-
arnefnd aldraðra, sem próf.
Þórir Kr. Þórðarson, borgar-
fúHtrúi, er formaðor fyrir og
fjallar sú nefnd stöðugt um
þau málefni, sem aldraða
skiota.
Það er því aiveg lióst. að
rfk áherzla hefur verið lögð
á að búa vel í haginn fyrir
gamla fólkið bæði með skatta
ívilnunum og aðgerðum til
þess að útvega því hentugt
húsnæði og hjúkrun, sem á
henni þurfa að halda.
SAMKOMUHÚS
FYRIR
ÆSKULÝÐ
¥ Tm njökkurt sfeeið hafa tölu-
verðir erfiðleifear verið á
því að skapa ungu fólki á
aldrinum 16—21 árs heppi-
lega aðstöðu til heilbrigðs
skemmtanahalds. Þetta
vandamál er ekfei sízt erfitt
viðfangs vegna þess, að
reynslan sýnir, að ungt fólk
á þessu aldursskeiði á ekki
alils kostar samleið, þannig að
yngri aldursflokkarnir í þess-
um hópi vilja vera út af fyrir
sig og hinir eldri raunar lífea.
Nú bendir aMt til þess, að
heldur fari að rakna úr þessu
vandamáli. Næsta haust mun
væntanlega tafea til starfa í
Templarahöl'linni nýju, mynd
arlegur samkomustaður fyrir
ungt fólfe og hefur templur-
um verið gert kleift að ljúka
þessari mifelu framfevæmd
með stórauknum fjárframlög
um rífeis og Reykj avíkurborg
ar. Þá hefur Reykjavífeur-
borg ennfremur áfeveðið að
rísa skuli við Tjarnargötu
æskulýðshús, sem verði mið-
stöð æskulýðsstarfsemi í
borginni og er þar einnig fyr-
irhuguð aðstaða til heil-
brigðra dansskemmtana svo
og annarrar tómstundaiðju.
Áfeveðið hefur verið að
efna til samfeeppni um teikn-
ingu þessa æskulýðshúss og
er dómnefnd nú starfandi
að undirbúningi hennar.
Af þessu er ljóst, að af
hál'fu borgaryfirvalda og
ríkisstjórnar er fuj'lur skiln-
ingur á þessum vandamálum
unga fólksins og nokfeur úr-
lausn er nú í sjónmáli.
SÉRSTÆÐ
LANDKYNNING
unnur Íslendingur, sem nú
starfar erlendis, hefur
tekið að sér að vera aðal-
fréttaritari nokkurra Norður
landablaða um ísland og ís-
lenzk málefni. Fróðlegt er
fyrir íslendinga að fylgjast
með því, með hverjum hætti
þessi maður kynnir þjóð sína
og land á erlendum vettvangi
og er full ástæða til að eftir
bví sé tekið. í dönsku blaði
birtist nýlega grein eftir
mann þennan og þar segir:
Vilja staðreyndir
— ckki skoðanir
AP-grein
FRAMKVÆMDASTJÖRI
Associatcd Press fréttastof-
unnar, Wes Gallagher, hlaut í
ár , blaðamennskuverSlaun
W.A. White stofnunarinnar,
sem veitir fjölmiðluharstofn-
unum í Bandaríkjunum við-
urkenningu fyrir áreiðanleg-
an fréttaflutning ár hvert.
Gallagher flutti við þetta
tækifæri ræðu í háskólanum
í Kansas, þar sem hann sagði,
að fram væri komið nýtt og
vel upplýst samfélag, sem
væri gagnrýnið og efagjarnt,
og það væri einungis hægt
að hafa áhrif á skoðanir þess
með stöðugum straumi trú-
verðugra frétta, en ekki skoð
unum þeirra, sem fréttirnar
rita.
Gallagher sagði: „Þetta
samfélag dregur allt 1 efa og
er ónæmt fyrir táli í frétta-
flutningi. Staðreyndir, sem
rökraent eru settar fram og
hafa á sér líkindayfirbragð,
fullvissa með tímanum mik-
inn meirihluta þessara les-
enda, hversu efagjarnir sem
þeir eru“.
Gallag/her sagði um Viet-
namstríðið, að það æbti lík-
lega mestan þátt í því með
hversu miklum efa Banda-
ríkjamenn fylgdust með frétt
um utan úr heimi. Hann
nefndi máli sínu til stuðnings
fjölmargar opinberar yfir-
lýsingar, sem atvikin sönnuðu
að voru rangar. Gallagher
sagði ennfremur:
„Bf lestandinn finnur, að
höfðað er til trúgirni hans,
hefur hann ríka tiJhneig.ingu
til að tengja hina ósönnu fu;l
yrðingu í staðinn, sem bútir
hana. Lesendur blaðamanns-
ins nú á döguim eru ungir,
51% þeirra undir þrítugs-
aldri og meðal þeirra 10
milljónir stúdentar. Þetta er
ólþolinmóður lesendahópur —
of óþolinmóður til að eyða
tíma sínum í eitthvað. sem
vafi leikur á Hann gleypir
gífurlegt magn upplýsinga og
skemmtiefnis, en hungirar eft
ir kjarnanum, því sem þýð-
ingu hefur. Hann hungrar eft
ir innsýni. Hann hungrar
eftir skilningi.
í nútímanum ætti að
leggja megináherzluna á
könnunarblaðamensku og
það, sem ég vil kalla fjar-
víddarblaðamennsku.
Könnunarblaðamennskan
er vissulega ekki nýtt fyrir-
bæri, en við getum ekki beitt
henni eins og gert var fyrir
fáeinum árum. Þá var sú sí-
gilda aðferð, að sanka að sér
nokkrum staðreyndum, og
síðan var þjarmað að illvirkj
unum í ritstjórnargreinum.
Vandamálin í dag eru flókn-
ari og könnun þeirra tekur
lengri tíma og krefst meira
erfiðiis. Við getum aðeins full
vissað fólk með nákvæmum
staðreyndaflutningi, skoðanir
okkar koma málinu ekki
við.
Gallaglher nefndi sem dæmi
könnun New York Times
á leyniþjónustu Bandaríkj-
anna (CIA), og könnun
Associated Press fréttastof-
unnar á striðinu í Vietnam.
Síðan sagði hann:
„Það er hinn stöðugi
straumur staðreyndanna, sem
hefur á'hrif. Ef blaðamenn í
Vietnam skrifa dag eftir dag,
eins og gert var fyrst á þess
um áratug, að í S-Vietnam
stríðinu blási ekki byrlega
fyrir vietnömsku ríkisstjórn-
ina, þá trúir fólk því. Ef
sömu hundruð og þúsundir
dagblaða benda á það, að við
séum að minnsta kosti toomn-
ir í bobba í Vietnam hernað-
arlega séð, þá trúir fólk því.
Það þarf að vinna úr stað-
reyndunum með kaldri rök-
hyggju. Það varf að eltast
við staðreyndirnar, þar til
blaðamaðurinn er þess full-
visis, að hann hafi aflað alls
þess, sem hann mögulega get
ur náð í. Staðreyndirnar þarf
að setja fram á skipulegan
hátt, í rökrænu samhengi, og
forðast að álykta eða gefa til
finningunum lausan tauminn.
Ef þessu er fylgt, finnur les-
andinn — hversu efagjarn og
gagnrýninn, sem hann kann
að vera — að hér er fa,-ið
með rétt mál. Greinin hefur
einnig á sér áreiðanleikayfir-
bragð, þegar fréttamaðurinn
viðurkennir, að honum hafi
ekki tekizt að afla sér stað-
reynda I vissri aðstöðu. Ríkis
stjórnin væri að vissu Ieyti
betur sett, ef hún viðui-
kenndi stöku sinnum, að
henni yrðu á mistök. Þannig
fær lesandinn einnig meira
traust á áreiðanleika þess,
sem fullyrt er.“
KVÖLDVAKA var haldin 1
Hlíðardalsskóla í Ölfusi hinn
1. febrúar sl., en sá dagur er
sem kunnugt er bindindis-
dagur í skólum. Var á þess-
ari kvöldvöku m.a. efnt til
samkeppni meðal nemenda
um bindindismál. Samkeppn-
in fólst í teikningum, ræðum
og ritgerðum.
Hlutskörpust urðu þau Sig-
fríður V. Ásbjörnsdóttir 4.
bekk, Elín Árnadóttir, 3.
bekk og Guðlaugur Guð-
mundsson, 2. bekk. Lengst til
vinstri á myndinni er Ólafur
Jónsson, fulltrúi Áfengis-
varnarráðs, sem flutti at-
hyglisvert erindi, en við hlið
hans er Sigurður Bjarnason,
kennari, sem annaðist undir-
búning kvöldvökunnar. —
Myndina tók Björgvin
Snorrason, kennari.
„Hefði íslendingur yfirgef-
ið land sitt árið 1900 og snú-
ið síðan aftur heim á þessu
ári, hefði hann að sjálfsögðu
bekkt aftur Iandslagið, en
honum mundi reynast erfitt
að þekkja aftur þjóðlífið.
Hann hefði yfirgefið fátækt
en heiðarlegt bændaþjóðfé-
lag. Við heimkomuna mundi
hann finna velefnað fólfe, þar
sem svindlarar lifa hátt á ein
feldni hinna og Ilítt virku
réttarfari. Við brottförina
hefði íslendingurinn þekfet
nofekuð hrokafull en áreiðan-
Ieg yfirvöld, sem með tím-
anum höfðu orðið fyrir áhrif-
um af dönskum embættis-
mönnum. Meðan hann var í
burtu höfðu jafnvel ráðherra
loforð fal'lið í gildi, niður í
það, að þau táfena ekki neitt,
ef þau ekki eru skrifleg og
embættismenn höfðu aðeins
tekið hrokann með sór í hið
nýja samfélag."