Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1967. Handknattleikur hér á borð við það bezta á alþjdöavettvangi HINN öruggi sigur íslandsmeistara FH yfir Honved, meistaraliði Ungverjalands í handknattleik, kom flest- um þægilega á óvart. Flestir eru sammála um að þetta sé einhver bezta frammistaða, sem íslenzkt félagslíf hef- ur sýnt í þessari grein, og hafa þó handknattleiksmenn oft glatt döpur hjörtu íþróttaunnenda hér á landi með góðri frammistöðu. í tilefni sigursins leitaði Mbl. álits nokkurra manna um leikinn og íslenzkan handknattleik yfirleitt. Fara svör þeirra hér á eftir: Antal Ikker, fararstjóri Ungverjanna sagði : Frammistaða íslendinganna í þessum leik var mjög góð. Þeir léku 100 sinnum betur í dag en þeir gerðu í leikn- um fyrra sunnodag í Buda- pest. Framkoma þeirra í dag var mjög íþróttamannsleg og áherzla lögð á góðan og falleg- an leik, en þá sögu er ekki hægt að segja frá leik þeirra í UngverjalandL Ásbjörn Sigurjónsson for- maður H.S.f. sagði: Leikurinn var í heild vel leikinn af báðum aðiljum, jafn fjörugur og spennandi allan tímann. Áberandi styrk ur Honved var hraði framan við vörnina með stuttum leik- fléttum (taktik), sem var beitt eftir ruðning leikmanna, sérstaklega Fenyö no. 5, en Örn tók hann úr umferð að mestu, eins og rétt hefur verið ákveðið hjá F.H. að gera. Kovacs er sterkasti mað ur Honved í leik og virtist stjórna leiðinu á leikvelli. Út- hald og hraði þessa liðs er mikill og spái ég því góðu gengi í bikarkeppninni. Mátti þó heita vel sloppið að kom- ast áfram úr höndum F.H. F.H. liðið var mjög gott í gær og er sérstaklega ánægju- legt að vita til þess að Kristó- Axel Einarsson, lögfræð- ingur svaraði: — Leikurinn á sunnudag- inn var vel leikinn, sérstak- lega af hálfu FH og með því bezta, sem ég hef séð hjá ísL handknattleiksliði. Það var mjög ánægjulegt að sjá, að íslenzka liðið var sterkari að- ilinn á vellinum allan leikinn, þannig að maður hafði það á tilfinningunni, að spurningin stæði aðeins um það, hvort þeim, tækist að vinna upp 7 marka tapið í Ungverjalandi. Það undrar mig mjög, að þetta ungverska lið skuli hafa unnið FH-liðið í leiknum í Budapest með svo miklum mun, sem raun varð á. Mér finnst FH-liðinu hafa farið mjög mikið fram á þessu keppnistímabili og eru þeir greinilega í góðri úthalds- þjálfun og eru liðsmenn farn- ir að nýta völlinn betur en áður. Axel Einarsson fer er eins góður og raun bar vitni um í gær, eftir að hafa hætt um árabil. Ég álít Kristó- fer hafa verið bezta mann vallarins í gær, en Örn, Geir og Ragnar bera þó af í hinu jafna vallarliði F.H. Dómarinn var ágætur að mínu áliti, hélt niðri öllum æsing og pústrum og gerði enga stórskissu. Slíkir leikir eins og í gær- kvöldi eru það, sem við í handknattleiks-forustunni álít um það bezta til að auglýsa okkar íþrótt. Fjörugur, vel leikinn leikur, áhorfendur skemmtu sér vel allan tím- ann, og sáu handknattleik eins og hann á að vera. Ég óska Hafnfirðingum innilega til hamingju með þennan glæsilega sigur í gær. um og eins í leikjum félaga. árangur okkar liða hefur að mínu áliti verið mjög góður og höfum við sennilega aldrei staðið framar en nú í sam- anburði við þessar þjóðir. Af þeim 8 liðum sem lengst kom- ust í HM í Svíþjóð á dögun- um, höfum við mætt öllum nema Júgóslövum í landsleik á undanförnum árum. Og ár- angurinn hefur verið mjög góður t.d. og má sérstaklega minna á leikina við heims- meistara Rúmena og Sovét- ríkin hér á íslandi. Eitt langar mig sérstaklega til að komi fram, en það er hve þýðingarmikill þáttur það er í samvinnu við erlend lið, að fulltrúar okkar taka nú árlega þátt í Evrópukeppni meistaraliða. Hefur þetta að sjálfsögðu mikið að segja fyr- Gunnlaugur J. Briem Það er erfitt að gera upp á milli einstakakra leikmanna í liðinu, þar sem þeir sýndu allir góðan leik á sunnudag- inn. Sérstaklega ánægjulegt var þó að verða vitni að góðri frammistöðu Kristófers Magn- ússonar í markinu. — Hvað finnst þér um v.ig- verska liðið? — Mér finnst leikir liða frá A-Evrópu skemmtilegri og í þeim meiri spenna en þegar lið frá t.d. Norðurlöndum leika hér. Ég get ekki neitað því að ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum með ungverska liðið, og eftir frammistöðu þeirra hér einkennilegt að þeir skuli hafa unnið fyrri ieikinn með svo miklum mun. Höfuðgallinn fannst mér vera að liðið virtist lamast við það að FH-ingar settu örn til höfuðs Feyö, og einkennilegt að þeir skuli ekki hafa mót- leik við slíkum aðgerðum, þar sem alltaf má búast við að svo sé gert. —En hvað um skipti ísl. handknattleiksmanna við er- lend lið yfirleitt? — Við höfum á undanförn- um árum mætt mörgum af sterkustu handknattleiksþjóð- um heims bæði í landsleikj- ' — En um handknattleikinn yfirleitt? — Mér finnst hann kom- inn á alþjóðlegt stig. Það vantar þó t. d. að leika hreyf- anlegra línuspiL Hið kyrr- stæða er dautt og án árang- urs. Við reyndum þetta hreyf- anlega og það tókst nokkuð vel. Annars er ég mjög ánægð- ur með leikinn. FH-ingar Hallsteinn Hinriksson ir meistarana hverju sinni, eins og bezt sért á FH liðinu í dag. Hinu er ekki að leyna að fjárhagsgrundvöllur slíkrar þátttöku er enn óviss. Munu FH-ingar alls ekki of sælir af sínum hlut og sennilega óvíst, hvort liðið hefði haft fjárhagslega efni á því að komast í næstu umferð. En þátttakan hefur alltaf í för með sér dálítið happdrættL Nú fengu FH-ingar lengstu ferð sem hægt var að fara — ef Moskva er undanskilin. Hallsteinn Hinriksson, þjálf ari, sagði: Þetta var ágætur leikur. Ungverjunum heppnaðist nú ekki eins vel og úti — eink- um 1 hraðupphlaupunum. Gerði það að sjálfsögðu sitt að þar úti sitja áhorfendur að baki markanna og eru því net strengd við endamörk. Knötturinn fellur því ætíð dauður til jarðar og er mark- vörður fljótur að ná honum og senda fram á fría menn. Það kom okkur í opna skjöldu ytra. Vi® eyðilögðum mikið fyrir þeim með því að taka Fenyö „úr umferð". Það heppnaðist mjög vel hjá Erni og að þeirra sögn eftirá hefur það aldrei tekizt jafn vel, þó reynt hafi verið. En við þetta magnaðist Varga og fékk fleiri tækifæri en vant er. Að mínum dómi var það verst fyrir okkur að missa menn útaf á örlagaríkum augnablikum. Annars voru flestir góðir en Érni tókst einkar vel upp sitt hlutverk og það sögðu Ungverjar mér eftirá að þeirra álit væri að hann hefði verið sá er mest gagn gerði í vörn og beztur í sókn. Stefán Jónsson gerðu skyssur en það henti þá líka og hendir víst flesta. Dómarinn slapp vel frá leikn- um. Stefán Jónsson bæjarfull- trúi í Hafnarfirði. — Ég kom ekki inn í Laug- ardalshöll fyrr en fyrri hólf- leikur var í þann veginn að enda. Það sem ég sá af leikn- um veitti mér mikla ánægju og ekki get ég sagt annað en FH-ingar hafi staðið sig með miklum sóma. Þeir gáfu Ung- verjunum hvergi eftir, þrátt fyrir að stærðarmunur virtist mikill og þeir virtust þrek- meiri. — Fannst þér að FH hefði átt að sigra með meiri mun? — Ég er ekki viss um það. Ég held að þetta hafi verið sómasamleg og sanngjörn út- koma. Það má náttúrlega segja að þeir hafi verið óheppnir þegar leið að lokum leiksins. Þeir fengu nokkur vítaköst á sig sem gerði út- komuna lakari heldur en efni stóðu til. Munurinn hefði getað verið svona einu marki meiri eftir gangi leiksins. — Hvernig kom þér ung- verska liðið fyrir sjónir? — Mér fannst þetta mynd- arlegt og kröftugt lið. Hins- vegar sá ég ekki nein sérstök tilþrif til þeirra, sem réttlætt geta þá útkomu sem var þegar FH-ingarnir kepptu við þá úti. FH hafði að ýmsu leiti yfirburði fram yfir Ungverj- ana. — Telur þú að það sé æski- legt að íslenzkir handknatt- leiksmenn háfi samskipti við erlenda kollega sína? ym/f Ný sending stuttir og síðir kjólar, perlusaum- aðar blússur, silfurhanzkar, gylltir hanzkar, gylltar samkvæmistöskur, silfursamkvæmis- töskur, herðasjöl, fjölbreytt úrval, eyrnalokkar nýjasta tizka. Ásbjörn Sigurjónsson — Tvímælalaust. Það hefur sýnt sig á undanförnum árum að eftir að samskipti við er- lendar þjóðir hófust hafa ís- lendingar alltaf sótt sig meira og meira, og eru nú orðnir, sennileg meðfram af því að keppa við erlend lið, fyllilega sambærilegir við það sem bezt gerir erlendis. Gunnlaugur J. Briem. ■— Mér fannst leikurinn mjög skemmtilegur, þegar á heildina er litið. Maður bjóst nú við meiri hörku af hálfu Ungverjanna, — það var búið að tala svo mikið um hana í sambandi við fyrri leik fé- laganna úti í Ungverjalandi, en dómarinn stóð sérstaklega vel fyrir sínum í þessum leik og hélt honum vel niðrL — Mér fannst tveir Ung- verjana bera af, bæði hvað hörku og hraða snerti en Örn Hallsteinsson gætti þeirra svo vel, að þeir nutu sín sýnilega ekki. — Mér fannst leikurinn engan veginn jafn. Okkar menn voru greinilega betri, — það mikið betri að maður skilur ekki hvernig þeir hafa tapað svo stórt úti. Beztu mennirnir í FH-liðinu, sem annars er mjög jafnt, tel ég hafa verið þá Hallsteinssyni Geir og Örn. — Annars eru FH og Hon- ved mjög ólík lið. Ungverj- arnir eru mjög hraustir og sterkir, en Hafnfirðingarnir léttari og um leið liprari, þó að þeir hafi nú sýnt það að þeir geta verið nógu harðir í horn að taka. — Það er tvímælalaust nauðsynlegt fyrir íslenzka íþróttamenn, hvaða grein iþrótta sem þeir stunda, að hafa samskipti við erlenda íþróttamenn. Það hefur verið nokkuð vel fyrir séð, að hand knattleiksmenn fái erlend lið til að keppa við, og vafalaust verður einnig svo í framtíð- innL enda sýna úrslit leika þeirra við erlendu liðin að þeir standa þeim fyllilega á porði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.