Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 31
MOKUUNBLiAtííö, ÞKltíJUDAGUR 14. FEBRUAR 1967. 31 Bækur eftir Magnús Hjalta Magn ússon á uppboði Sig. Ben. í dag f DAG heldur Sigurður Bene diktsson bókauppboð í Þjóð- leikhúskjallaranum og hefst það kl. 5. Verða margar eigulegar baekur boðnar upp á upp- boðinu, þó að þessu sinni sé fátt mjög verðmætra bóka. Sagði Sigurður að á uppboð- um þeim er hann hélt fyrir jólin hefði hann selt bækur úr söfnum einstaklinga og hefðu þessar bækur er nú væru boðnar upp safnazt iyr- ir hjá sér á meðan. Meðal fágætra bóka er seld ar verða í dag má nefna tvær bækur eftir Magnús Hjalta Magnússon, fyrirmynd Lax- ness af Ólafi Kárasyni ljós- víking og ennfremur hefur Gunnar M. Magnúss ritað ævisögu Magnúsar, er hann nefnir „Skáldið á >röm.“ — Bækurnar tvær eftir Magnús nefnast Rímur af Fjalla Ey- vindi, gefin út á ísafirði 1914 og Rímur af Angantýr og Hjálmar, gefin út á ísafirði 1908. >á verða á uppboðinu 7 rímnabækur eftir Sigurð Breiðfjörð allar í frumútgáfu. Eru bækumar: Rímur af Gísla Súrssyni, Indriða il- breiða, Núma kongi, Ásmundi og Rósu, Gústaf Adolf, Aristó menesi og Gorgi og Gunnari á Hlíðarenda. >á veröur boðið upp sér- staklega fallegt eintak af Húss-Tabla Jóns Guðmunds- sonar, prentuð í Hrappsey 1774, sjö smárit Jóns >orkels- sonar rektors, Verkamanna- blaðið 1.—23., eða blaðið allt., Skólablaðið I,—III. árg. 1907 —1909, Almanak >jóðvinafé- lagsins 1892—1962, Lesbók Morgunblaðsins 1933—1961 bundin í skinn, Óðinn, allt verkið, allt bundið í skinn, Almenn Landaskipunarfræði, fyrri og síðari partur, prent- uð í Kaupmannahöfn 1821— 27, Grágás I—II, prentuð I Kaupmannahöfn 1829 og Her- foringjaráðskortið af íslandi bundið í íallegt band. Ennfremur verða á uppboð inu seldar margar ágætar ferðabækur á erlendum mál- um, er fjalla um ísland. Má nefna sem dæmi Journal of Tour in Iceland eftir W. J. Hooker, prentuð í London 1811 og Travels in the Island of Iceland eftir G. S. Mac- kenzie, prentuð í Edinborg 1811. Sjúkur fálki send ur frá Akureyri VEIKUR fálki var i gær sendur flugleiðis frá Akureyri til Reykja vikur, og átti hér að rannsaka hann. En þegar hingað kom var fálkinn dauður. Finnur Guðmundsson, fugla- fræðingpr, sagði í samtali við Mbl. í gær. að fálki þessi hefði I verið frá Ólafsfirði, og hann verið með sýki, sem gert hefur vart við sig í fálkastofninum. Kvað finnur þetta vera veiki, er aldrei áður hefði þekkzt meðal ránfugla, og væri að rannsaka þetta núna. Hefðu sérfræðingar í Bandaríkjunum fengið send gögn héðan til rannsóknar, en sjálfur kvaðst hann halda að sýki þessi stafaði af þráðormum, sem lifðu 1 blóðrásarkerfinu. Sagði Finnur að vitað hefði verið um þessa sýki 1 fálkastofninum mörg undanfarin ár, og töluvert Mikill fiskur er við Fœreyjar — en óveður hamlar veiðum MIKILL fiskur er nú við Fær- eyjar, að því er Niels Arge, fréttaritari Morgunblaðsins í >órshöfn, skýrði frá í gær. En vegna ógæfta hafa bátarnir lítið getað verið á sjó. Arge sagði, að færeysku bát- •rnir sigli yfirleitt með aflann til Englands og selji hann þar. >eir leggi lítið upp af aflanum til vinnslu í Færeyjum, enda fá þeir gott verð í Englandi. Nokkrir bátanna hafi verið að veiðum við ísland. Arge sagði, að talsvert væri um síld á Sandeyjarbanka og væri veiði sæmileg, þegar gæfi á sjó. Hann sagði, að 10 færeysk- ir bátar stunduðu síldveiðar og hefði afli þeirra verið sæmileg- ur, þótt hann væri ekki eins mik ill og íslenzku bátanna, sem eru við Færeyjar. „Nú er íslenzki báturinn Héð- Inn að landa hér í >órshöfn,“ sagði Arge, „hann fékk 250 tonn sl. nótt. Sildin er flökuð og fryst.“ — Enska knattsf>. Framhald af bls. 30 W.B.A. — Sheffield U. 1-2 West Ham — Sunderland 2-2 2. deild: Birmingham — Milwall 2-0 Blackburn — Bristol City 1-0 1-1 2-0 >á gat Arge þess, að Jón Kjart ansson myndi ekki hafa fengið neinn afla þessa nótt, en um Snæfugl var honum ekki kunn- ugt 150 m. skíðastökk HIN nýja stökkstjarna Norð- manna, 22 ára bílasali, Lars Grini setti heimsmet í skíða- flugi í risastökkbrautinni í Oberstdorf á laugardag. Hann stökk 150 m. Hann átti einnig 149 m. stökk. Heimsmetið var tvívegis sleg- ið á sama móti — keppni fyrri dags — á föstudaginn og Sví- inn Sjöberg átti lengsta stökk 148 m. þann dag. Síðari dag- inn var Lars Grini í sérflokki og vann keppnina með yfirburð um 647.3 stigum, en næsti mað- ur Lesser A->ýzkal. hlaut 180.9 stig. Líðan eftir atvikum £Óð Stjórnlaus bsll slasaði lögreglumann Samkvæmt upplýsingum, er Mbl. aflaði sér í Landakots- spítala er líðan litla drengsins, sem slasaðist alvarlega í umferð arslysi á Laugarnesvegi á laug- ardag sl. eftir atvikum góð. Hann heitir Emil Karl Bjarnason, átta ára til heimilis að Laugarnes- vegi 102 STEFÁN Jóhannsson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni, var að koma á lögreglustöðina á laugar- dagsmorgun og var staddur á stæðinu hjá Ellingsen, er stjórn- laus bíll kom eftir stæðinu og lenti á honum. Bílstjórinn var flogaveik kona, sem hafði fengið aðsvif. Meiddist Stefán á báðum fótuin. 15 gamalmenni farast í eldsvoöa Bolton — Ipswioh Carlisle — Bury Charlton — Wolverhampton 1-3 Coventry — Preston 2-1 Crystal Palace — Huddersf. 1-1 Derby — Cardiff 1-1 Hull — Plymouth 4-2 Norwidh — Rotherham 1-0 Portsmoutíh — Northompton 3-2 Staðan er >á þessi: 1. deild: 1. Liverpool 40 stig 2. Manchester U. 39 — 3. N. Forest 36 4. Tottenham 34 — 5. Leeds 34 — 2. deild: 1. Coventry 39 — 2. Wolverhampfcon 37 — 3. Carlisle 35 — 4. Huddersfield 3S — 5. Crystal Palace 34 — í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Celtic — Ayr 5-0 Dundee U. — Hibernian 1-3 Kilmarnock — Rangers 1-2 Motherwell — Dundee 5-3 St. Mirren — Stirling 4-0 t DAG kom upp eldur í elli- heimili í Itterbeck í Belgíu og munu ura 15 heimilismanna hafa farizt af völdum hans. Tveggja gamalmennanna er enn saknað í kvöld, en alls bjuggu 96 manns á elliheimilinu. Þessi atburður hefur vakið mikla reiði almenn- ings í Belgiu, þar sem slökkvi- lið bæjarins hefur upplýst, að ekkert slökkvitæki var í elli- heimilinu, og þar að auki aðeins einn útgangur. Félagsmálaráðherra Belgíu, Raphael Hulpiau, upplýsti og í — Árekstur Framhald af bls. 32. inn yfir á syðri kant. Svo sem áður er sagt var mikil hálka á veginum, en utan við hann ofarlega í hæðinni var tunna með hálkueyði frá FÍB. og Slysavarnafélaginu. Er ætl- azt til, að fólk kasti eyðinum á hálkuna og skömmu eftir að áreksturinn varð, og menn út Flugbjörgunarsveitinni komu á slysstað, tóku þeir að dreifa hálkueyðinum á veginn. >egar lögreglan var að ljúka mælingum sínum á árekstrinum kom Volvo-bifreið að austan og ók niður í brekkuna. Var bif- reiðin á keðjum. Ökumaður bif- reiðarinnar sagði blaðamanni Mbl., sem kom á staðinn, að eigi hefði verið neitt aðvörun- armerki ofan við brekkuna, sem bent hefði til þess, að slys hefði orðið í brekkunni og því hefði hann ekið niður í hana, en hægt á sér og „skipt niður". >egar hann hefði hins vegar komið auga á árekstursbifreiðina hefði hann ætlað að hemla en sér hefði orðið ljóst að það var eigi unnt og þar sem önnur bifreið hafi verið á nyrðri kanti vegarins á móts við bifreiðarnar, var eigi unnt að komast framhjá og hafi af fálkum hér hefði drepizt af hennar völdum. — Kosygin Framhald af bls. 1. upp, því friðleiðin væri áfram opin. í sameiginlegri yfirlýsingu for sætisráðherranno er komið víða við, og lofa þeir að beita sér fyrir nánari samvinnu ríkjanna í framtíðinni. Hefur Wilson þegið boð Kosygins um að koma i þriðju opinberu heimsókn sína til Sovétríkjanna, en ekki er ákveðið hvenær úr henni verður. Hins vegar mun George Brown, utanríkisráðherra, heimsækja Sovétríkin dagana 19.—25. mai n. k. — Til að auðvelda nánari sam- vinnu Breta og Rússa er ákveð- ið að koma á beinu fjarskipta- sambandi milli Kreml og brezka forsætisráðherrabústaðarins að Downing Street 10. Verður þetta samskonar fjarskiptasam- band og verið hefur að undan- fömu milli Kreml og Hvíta húss ins í Washington. Forsætisráðherramir eru sam mála um að efna til ráðstefnu um öryggismál Evrópu, og að öll Evrópuríki eigi þar fulltrúa. f þessu sambandi er haft eftir opinberum aðilum í London að öðrum ríkisstjórnum í Vestur- Evrópu hafi verið tilkynnt fyr- irfram um að þótt Wilson féll- ist á að boða til ráðstefnunnar, breytti það í engu afstöðu Breta til Austur->ýzkalands. Einnig er tekið fram að þótt talað sé um Evrópuráðstefnu, þýði það ekki að Bandaríkjunum verði ekki boðið að senda fulltrúa. >eir Kosygin og Wilson lofa að beita sér fyrir alþjóðasamn- ingi um bann við frekari út- breiðslu kjarnorkuvopna. Er talið að drög að þeim samningi verði lögð fyrir alþjóða afvopn- unarráðstefnuna, sem hefst í Genf hinn 21. þ.m. hann séð sér þann kost vænstan. að aka bifreiðinni út af syðri kanti vegarins. Rann bifreiðin spölkorn utan við veginn, stöðv- aðist á stórgrýti og seig hægt á hliðina. Skemmdist bifreiðin mikið og segir ökumaðurinn að eigi hafi sér verið unnt að gera annað, því að mannsöfnuður hafi verið á árekstursstaðnum og hann ekki getað forðað slysi á annan hátt. >rettán ára gamall sonur ökumanns Volvobifreiðar- innar sat í framsæti hjá honum, en þeim feðgum varð eigi meint af. Mbl. hafði tal af lögregluþjóni, sem var á slysstað og sagði hann, að lögreglan hefði þegar gert Vegagerðinni viðvart. Hann sagði að bílveltan hefði litið mjög illa út í fyrstu og hefðu sjónarvottar vart ímyndað sér annað en að þarna hefði orðið stórslys, en betur hefði farið, en áhorfðist í fyrstu. Lögregluþjónninn sagði að aldrei væri nógsamlega brýnt fyrir fólki að aka gætilega og miðað við aðstæður. Nauðsyn- legt væri að fólk sýndi tillitssemi i umferðinni og þá sérstaklega þegar hálka væri, ekki sízt á vegum úti á landi. Ökumenn mættu eigi treysta um of á keðj- ur og naglahjólbarða. sjónvarpsviðtali í kvöld, að elli- heimilið hafi verið yfirfullt. Heimilið brann á skömmum tíma og hafa sjónarvottar sagt frá því, að fólk hafi skyndilega staðið í ljósum logum fyrir fram an þá, er kviknaði í klæðum þess. Sum gamalmennanna, sem ekki höfðu fótavist, varð að bjarga út um glugga á efri hæð- um hússins, eða út um hinn eina útgang þess. >egar eldurinn brauzt út var einungis ein hjúkrunarkona á stofugangi Hljóp hún milli her bergja og aðvaraði gamla fólkið um brunann, — siðar um daginn fékk hún taugaáfall og gat ekki skýrt frá því, sem gerst hafði. Harmleikur svipaður þessum varð fyrir tveimur árum, og fór- ust þá 17 manns í eldirmm. Erfiðleikar í norskum niður- suouiðnaoi f NORSKA blaðinu Fiskaren var nýlega rætt um norskan niður- suðuiðnað í sambandi við betrl nýtingu makríls. en makrilveiði Norðmanna hefir aukizt gífur- lega í Norðursjónum undanfar- ið. Hefir meginhluti aflans, hátt á fimmta hundruð þúsund lest- ir árið 1966, farið í verksmiðj- ur til mjöl- og lýsisvinnsiu. Hafa raddir komið fram um að auka niðursuðu makríls en í þeim umræðum hefir einnig komið fram, að niðursuðuiðnað- urinn norski hefir átt við vax- andi erfiðleika að striða og er sagt frá því í fyrrgreindu blaði að síðan árið 1964 hafi helming- ur af niðursuðuverksmiðjum í Noregi, eða 80 talsins, orðið að hætta rekstri. — 14 drepnir Framhald af bls. 1. s-vietnamskir hermenn hana, en 9 særðust. Önnur sprengj- an kom niður tveimur metr- um frá aðalinnsrangi fhixðar- húss brezks diplómats. Fóru sprengjubrotin í gegnum vegsri hú"íns, en enginn fjöl- skyldumeðlima særðist. Þriðja sprengjan féll gegnum þak húss í grennd. en mun ekki hafa sprunsrið. Ekkert tjón varð á höfuðstöðvum hersins. sem árásinni var sýnilega beint gegn. Sprengjuárásin er brot & hinu sjö daga langa vopnahléi, sem Viet Cong lýsti yfir vegna ný- árshátíðahaldanna í Vietnam. Er skæruliðarnir höfðu varp- að sprengjunum flúðu þeir i einkabifreið, en settu áður tíma sprengju á meðal skotfæranna, sem þeir ekki gátu notað. >eg- ar sprengjan og skotfærin sprungu í loft upp biðu tveir lögreglubjónar bana og 31 borg- ari særðist. Yfirmaður hersveita Banda- ríkjanna i Vietnam, West-more- land hershöfðingi var staddur I höfuðstöðvunum, er árásin var gerð, en eins og fyrr segir lösk- uðust þær ekkert. Brezi diplómatinn Adrian Buxton var staddur ásamt konu sinni á annarri hæð húss þeirra, er sprengjan sprakk rétt fyrir utan dyrnar. Synir þeirra þrír á aldrinum 4-7 ára voru að leik í garðinum bak við húsið. Árás þessi er hin mesta, sem gerð hefur verið í Saigon síðan 1. nóv. sl., er skæruliðarnir Viet I Cong drápu átta manns og særðu I 26 í miðborginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.