Morgunblaðið - 17.02.1967, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1967.
19 \
ENN UM HINA MARG-
UMTÖLUÐU BÓK
Nýtt ósætti kemur stöðugt
fram vegna frásagnar Williams
Manchesters af atburðum
tengdum morði John F. Kenn-
edys forseta.
Þetta er bókin — „Dauði
forseta“ — sem var „staðfest“
af Kennedyfjölskyldunni,
snemma árs 1964, „ í þágu
sagnfræðilegs sannleika."
Manchester skýrir frá skoð-
unum sínum á viðskiptunum
við Kennedy-fólkið í viðtölum,
sem birtust 23. janúar í „The
New York Times“, „The Wash-
ington Post“, og öðrum blöð-
um.
Höfundurinn segir, að ágrein
ingsatriði hans og Kennedy
fjölskyldunnar séu í frumatrið-
um deila um peninga, engu síð-
ur en deila um hinar pólitísku
viðbendlanir bókarinnar, sem
gætu haft áhrif á Johnson for-
seta, Robert F. Kennedy öld-
ungadeildarþingmann frá New
York og Demókrataflokkinn í
heild.
Viðhorf höfundar. Eftirfar-
andi var haft eftir Manchester:
Robert Kennedy er „um-
kringdur fólki, sem hefur
ákveðið að fylgja stjörnu
hans.“ „Það leggur . framtíð
sína að veði fyrir aðra Kenn-
edy stjórn“, það er „fúst til
að gera hvað, sem er.“
Frú Jacqueline Kennedy
minnti hann á „Maríu Aantoin-
ettu. algerlega einangraða frá
heiminum af hirðráðgjöfum
sínum.“ Manchester sagði: „f
fyrsta skipti veit ég, hvernig
var að búa í kóngsríki."
Frú Kennedy mat stöðuna
þannig, að óvinsælt yrði fyrir
nokkurn að mæla gegn henni.
Höfundurinn kvað hana hafa
sagt: „Nema því aðeins, að ég
hlaupist á brott með Eddie
Fisher, mun fólk telja hvern
þann, sem berst gegn mér,
skepnu.“
Samband höfundarins við
Kennedy-fjölskylduna var
gott, þangað til í ágúst 1966,
þegar frú Kennedy komst að
því, að „Look“ hafði samþykkt
að greiða 665.000 dali fyrir rétt
til að birta í blaðinu styttingu
á bókinni. Fjölskyldan var
„mjög hlynnt bókinni — en
engar greinar í tímaritum.“
Eftir það „var Bobby svo
óskynsamlegur. Nú hafði hann
peningana í huga.“ Einnig
vildi öldungadeildarþingmaður
mn „leiðrétta og draga úr
handritinu, „aðallega af stjórn
málaástæðum", að sögn Manc-
hesters.
Manchester lýsti fundi með
Robert Kennedy á landssetri
þingmannsins á Hickory-hæð
í Virginíufylki: „Það var svalt
en Bobby, sjálfum sér líkur,
varð að f?jra í sundbuxur og
synda. Hann spurði mig spurn-
ingar og dýfði sér því næst í
vatnið, og ég varð að bíða
svarsins, unz hann kom aftur
upp á yfirborð laugarinnar.
Frú Kennedy sagði útgefanda
höfundar, að þær breytingar,
sem hún óskaði eftir, væru
„persónulegs eðlis.“ Engu að
siður „snertu sex fyrstu breyt-
ingarnar, sem ég rakst á, LBJ,
en voru henni og börnum henn
ar að öllu leyti óviðkomandi“,
sagði Manchester.
Höfundur hélt því fram, að
bók sín væri ekki „sjúklega
andvíg L.B.J.“ en í bréfi til
frú Kennedy sagði hann: þótt
ég reyndi ákaft að bæla niður
hlutdrægni mína gegn vissum
háttsettum stjórnmálamanni,
sem alltaf hefur minnt mig á
einhvarn í D-eráðu mynd í
sjónvarpinu, skinu fordómarn-
ir í gegn.
f „fjóra afgerandi daga“
eftir morðið, sagði Manchester,
,var frú Kennedy raunverulega
stjórn þessa lands og hélt því
saman.“ Með þessari yfirlýs-
ingu lætur hinn 44 ára gamli,
óháði, (free-lance), fréttamað-
ur og fyrrum blaðamaður í
ljós einkennilega hugmynd um
hið bandaríska stjórnmála-
kerfi.
Raunin er sú, að ekkert er
það í stjórnarsiirá eða lögum
Bandaríkjanna, sem veitir for-
setafrú vald yfir stjórnartaum-
unum. Lyndon B. Johnson
vann embættiseiðinn tveimur
stundum eftir morðið á Kenn-
edy forseta og fór með völd
ar athugasemdir frá talsmðnn-
um Kennedy-anna. Robert
Kennedy sagði: „Þegar allt
kemur til alls lofaði Manchest-
er, en gekk á bak orða sinna.“
Richard Goodwin, fyrrum
aðstoðarmaður í Hvíta húsinu,
er kom fram sem einn af sendi
mönnum frú Kennedy, fullyrti,
að frásögn Manchesters „ætti
ekkert skylt við það“, sem raun
verulega gerðist.
Mr. Goodwin vitnaði í bréf
til frú Kennedy frá útgefend-
um bókarinnar, Harper &
Row, en í því stóð, að Manc-
hester hefði gert „harmleikinn
að ævintýri."
Manchester sagði, að Minn-
ingarbókasafnið um John F.
Kennedy við Harvard háskól-
hluta hinnar umdeildu bókar
styttrar. Hann fjaliar um at-
burði dagsins, sem morðið var
framið, — '22. nóv. 1963.
Manchester frásögnin skýrir
frá því, að Robert Kennedy,
þáverandi dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, hafi þennan
föstudagseftirmiðdag dvalið
við sundlaugina á landsetri
sínu í Virginíu ásamt tveim
ónafngreindum gestum, þegar
honum bárust fyrst fréttir af
harmleiknum, kl. 1:5 e.h.
Símahringing kom frá yfir-
manni Alríkislögreglunnar, J.
Edgar Hoover. Fyrst svaraði
Robert Kennedy og mágkona hans, frú Jacqueline Kennedy,
sem Manchester likir við Ma ríu Antoinette.
og skyldur forsetaembættisins
frá þeirri stundu.
Kennedy-fjölskyldan lét
Manchester finnast hann væri
„sagnaritari á mála hjá þeim“
jafnvel þótt ekkert væri lagt
fram honum til fjárhagslegs
stuðnings, meðan hann vann
að bókinni, að sögn höfundar.
Samt sem áður „trúði Kenn-
edy-fjölskyldan mér fyrir ýms
um leyndarmálum", viður-
kenndi Manchester. Einnig
skráði hann sig í „Hver er
hver í Ameríku" sem „sagn-
ritara Kennedy-morðsins, út-
nefndan af frú Kennedy. í
marz 1964.“ Embættismaður
sagði, að stjórnin sæi honum
fyrir afnotum af skrifborði og
síma í Þjóðskjaiasafninu, með-
an hann starfaði að bókinni.
Ummæli Manchesters við
dagblöðin hafa orsakað hvass-
ann í Cambridge, Massachuss-
etts-fylki muni hagnast um 5
milljónir dollara á verki hans.
Einn Kennedy-anna áætlaði,
að hlutur Manchesters yrði
2.75 millj. dollara auk þessa.
Höfundurinn sagði, að heild-
artekjur sínar mundu verða
„um það bil 1.5 milljónir doll-
ara“; að frádregnum sköttum
og kostnaði kynni hann að fá
„um það bil $500.000.“ Hann
kvað þetta vira „mikið fé“,
en taldi það ekki óhóflegt,
„þegar litið er á þriggja ára
taugaspennu mína.“
ANNAR HLUTI.
Á meðan birti „Look“ annan
William Manchester
frú Ethel Kennedy: „Dóms-
málaráðherrann er að borða
hádegisverð.“ Þegar símastúlk-
an sagði samtalið vera „mjög
áríðandi", gaf hún samband við
síma hjá sundlauginni.
„Það fyrsta, sem Robert
Kennedy kom í hug, var að
fljúga til að finna hinn særða
bróður sinn.“ Hann gerði varn
armálaráðherranum Robert S.
McNamara, aðvart og bað hann
að útvega herflugvél til að
flytja sig þegar í stað. Seinna
frétti hann, að forsetinn væri
látinn.
Á meðan átti Lyndon B.
Johnson í Dallas í talsverðum
erfiðleikum við að ná sam-
bandi við dómsmálaráðherrann
til að ræða væntanlega eiðtöku
sína sem forseti. Fjarskipta-
deild hersins gaf að lokum sam
bandi við símaborð Hvíta húss-
ins.
Manchester er sammála
Warren-nefndinni, sem sá um
opinbera rannsókn morðsins
um, að Lee Harvey Oswald
hafi verið „eini aðilinn að
morðinu.“ Samt dregur hann
það ekki skýrt fram í öðrum
hluta blaðafrásagnar sinnar —
enn einu sinni, — að Oswald
var yfirlýstur Marxistí, lesandi
byltingarbókmennta, sem bjó í
2% ár í Sovétríkjunum og
sótti eftir að komast aftur til
Rússlands via hina kommún-
istísku Kúbu.
HINAR MISMUNANDI
SKŒÐANIR. Að öðru leyti ar
frásögn Manchesters, sem a<5
mestu er byggð einkaviðtölum
við frú Kennedy og aðstoðar-
menn Kennedys, ósammála i
mörgum mikilvægum atriðum
hinum eiðfesta framburði vitna
í opinberri skýrslu Warrea
nefndarinnar.
Þessi atriði skera sig úr:
FORT WORTH. Að morgni
dagsins, sem morðið var fratn-
ið, tók Kennedy forseti, eftir
„óhugnanlegri auglýsingu“ 1
hótelherbergi þeirra í Fort
Worbh. Hún var í einu dagblað
Dallas-borgar „í ógnandi svört
um ramma“ og sagði hann
bera ábyrgð á hinni misheppn
uðu innrás í Kúbu og stríðinu
í Vietnam. Kennedy sagði: „f
dag stefnum við inn í land geð
sjúklinga."
Manchester heldur því fram,
að nefndin, sem setti þessa aug
lýsingu í dagblaðið, hafi haft
innan sinna vébanda meðlim
úr John Birch félagsskapnum á
staðnum. (John Biroh Society
er félag öfgamanna til hægri).
Höfundurinn dregur ekki skýrt
fram, að hafi „geðsjúklingur“
verið banamaðut Kennedys for
seta, var það „geðbilaður Marx
isti“, en ekki úr John Birch-
félagsskapnum. Warren-nefnd-
in fann ekkert samband milli
þessarar auglýsingar og dauða
forsetans.
Síðan þá hafa margar aug-
lýsingar verið settar í blóð, þar
sem menntaskólakennarar og
,gáfumenn‘, sem nota sér stjórn
arskrárákvæði um málfrelst og
ritfrelsi, kenna Johnson for-
seta um stríðið í Vietnam.
DALLAS. Manohester reyn-
ir að láta líta svo út sem Dall-
as hafi verið borg, þar sem
fólk „var hrætt við“ að fagna
Kennedy forseba. Aðstoðar-
menn Kennedys, Kenneth
0‘Donnell og David Powers,
sögðu Warren nefndinnL að
„stórkostlegur mannfjöldi *
hefði fagnað Kennedy forseta í
Dallas. Þeir sögðu, að fólkið
hefði verið „mjög prúðmatin-
legt“ og „mjög vinsamlegt.“
MORÐIÐ. Frásögn Manohest
ers af viðbrögðum hinna helztu
persóna, þegar skobhríðin átti
sér stað, er þveröfugt við fram
burð vitna Warren nefndarinn
ar.
Sagnaritari Kennedy-anna
dregur upp þá mynd af Joiha
B. Connally fylkisstjóra Texas,
sem særðist um leið og Kenne-
dy var drepinn, að hann nafi
hrópað „hvað eftir annað 1
angist; í ofsaskelfingu.“ Kona
hans, Nellie, „byrjaði einnig að
æpa.“
Framhald á bls. 20
KixntGr’s
Tegundir 631.
Stærðir 62—86.
Litir skintone.
Ath. Rennilás á hlið.
KJÖRCARÐUR
Félagsheimiii lygltnuáoilar
Opið hús í kvöld.
(Sjónvarp o. fl.)
HEIMDALLUR F.U.S.
Sunnudagur 12. febr,
Þriðjudagur 14. febr.
Miðvikudagur 15. febr.
Föstudagur 17. febr.
Laugardagur 18. febr.
Vikan 12.—18. febrúar 1967.
Opið hús.
Kvikmyndasýning Launþegaklúbbs
Heimdallar.
Opið hús (sjónvarp o. fl.)
Opið hús (sjónvarp o. fl.)
Fjörutíu ára afmælishátíð Heimdallar,
haldin í Lidó og hefst með borðhaldi
kl. 18,15.