Morgunblaðið - 04.03.1967, Page 14

Morgunblaðið - 04.03.1967, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967. Um frönsku kosnmgarnur MICHEL Sallé er franskur stúdent, sem leggur stund á stjórnvísindi. Hann hefur dvalið á íslandi í hálft annað ár, nemur við háskólann, og er aðallega að viða að sér efni um félags- og stjórnmál á ís- landi fyrir doktorsgráðu sína í stjórnvísindum við franskan háskóla. Michel Sallé vann um skeið hjá fréttastofunni Agence France Press og skrif aði greinar um stjórnmál. Mbl. birtir hér grein eftir hann, upplýsandi grein um frönsk stjórnmál og frönsku kosningarnar, sem hefjast á 1 morgun. „Ég held að Frakkar standi *ig í öllum kjördæmum, nú þeg- ar þeir eru kallaðir til kosninga og standa andspænis jafn ein- llöld'U og augljósu vali sem hugs- azt gebur: Það er að kjósa ann- aðhvort þá frambjóðendur, sem ótvírætt hafa sameinazt og skuldbinda sig til að gera það áfram til að þjóna saman V. lýð- veldinu, eða þá að kjósa aðra og eiga þar með á hættu að steypa Frakklandi að nýju, að þessu sinni í verra ástand en nokkru linni, í sömu ringulreiðina sem var áður fyrr, er flokkadrættir ríktu“ (De Gaulle, á blaðamanna fundi 28. október síðastliðinn). Síðan árið 1958 hafa Frakkar tvisvar verið kallaðir að kjör- borðinu til þingkosninga, fjór- um sinnum verið kvaddir ráða af „leiðsögumanni sínum“ í stór- i»m vandamálum og eiga nú enn að gefa stjórnarforminu sam- þykki sitt. Þann 5. og þann 12. marz verða f meiriíhlutakosningum með tveimur atkvæðagreiðslum kosn ir 487 þingmenn, einn fyrir hvert kjördæmi. Með fyrri at- kvæðagreiðslunni eru kjörnir að eins þeir frambjóðendur, sem hafa fengið 50% greiddra at- kvæða. Milli atkvæðagreiðslanna eru kosningasamningar gerðir, þannig að eftir verða aðeins tveir eða þrír frambjóðendur. Hinir hafa verið útidokaðir, þar sem þeir hafa fengið við fyrri at- kvæðagreiðsluna minna en 10% atkvæða eða þeir (hafa dregið sig í hlé eftir að hafa ráðslagað við kjósendur um að kjósa ein- hvern ákveðinn framhjóðanda. Þá verða kjörnir þeir framtojóð- endur, sem fá fleiri atkvæði. Þetta kjörfyrirkomulag hefur þann kost í landi, þar sem eru margar stjórnmálastefnur, að það veitir möguleika til myndun- ar meiríhluta, sem fær er um að styðja ríkisstjórn í nokkurn tíma. En það er óréttlátt að því leyti' að það veitir ekki þeim hópum, sem erm lengst til vinstri (komm únistum) eða lengst til hægri 'g venjulega eru einangraðir, rétt hlutfall atkvæða, nema með kosn mgasamninguim. Eru hinar nýju leiðir kommúnistaflokksins í þessu sambandi athyglisverðar. Samkvæmt ummælum de Gaulles er valið einfalt: um er að ræða val milli framtojóðenda hans og annarra, milli framtiðar- innar og fortíðariiinar, milli góðs og il'ls, milli stjórnarforms og glundroða. Þessi einfalda stað- hæfing sýnir hið stöðuga drama í stjórnmálalífi Frakklands. Á fslandi er stjórnarskrá, sem ákvarðar um stjórnmálalegt skipulag, sem engum dytti í hug að draga í efa, jafnvel ekki kommúnistum. Það, að þeir ásaka ríkisstjórnina stöku sinn- um um að virða ekki stjórnar- skrána, sannar, að þeir viður- kenna hana sjálfir sem grundvöll hins íslenzka stjórnmálalífs. Eftir frönsku stjórnartoylting- una hefur stjórnarandstaða ver- ið tvennskonar: andstaða gegn ríkisstjórninni sjálfri, andstaða gegn stjórnarformi, sem ríkis- stjórnin er fulltrúi fyrir. Sú fyrri hefur reyndar ekki alltaf verið til staðar og sú síðari oft verið tvenns konar: hægri- og vinstri sinnuð. Eftir hið algera einræði, sem að visu var liðið undir lok þó nokkru fyrir'1789, hefur aldrei verið ftjórnskipulag í Frakk- landi, sem allir Frakkar hafa viðurkennt. Andstæðingar ein- veldisins (Lúðvíks Filipusar) voru lýðveldissinnar og fylgis- menn Bonapartes, andstæðingar keisaraveldisins (Napóleons in.) voru lýðveldissinnar og einveld- issinnar, og andstaða gegn hinu nýja lýðveldi einveldissinnuð. Síðan hefur komið fram hin kommúnistiska andstaða, sem leiddi sjálf til þess að myndaðist nokkurs konar fasista-andstaða úr einveldisstefnunni. Við frels- un Frakklands, árið 1944, studdi eintover hugájónatolær, tilorðinn í neðanjarðaitoreyfingunni gegn nazismanum, samstarf jafnaðar- manna, kommúnista og kristi- legra demókrata, olli það síðar gremju de Gaulles. Er toann var farinn af sjónarsviðinu gat þessi tougsjónablær ekki staðizt and- stöðu hans, hið nýbyrjaða stríð í Indó-Kína og fjártoagslega erfið- leika. Árið 1948 mynduðu gaul- istar og kommúnistar, sem aldrei hafa átt eins gott samstarf og þá, andstöðuna við stjórnarform- ið, sem þá var aðeins tveggja ára. En sjálft stjórnarformið reyndi án árangurs að samrýma hagsmuni jafnaðarmanna, rót- tækra (sem þá koma aftur fram eftir tonignun, er varð vegna þátttöku sumra þeirra í Vichy- stjórninni), og kristilegra demó- krata, en kjarni þessara flokka reyndu hver fyrir sig af öllum mætti að fela hina miklu klofn- ingu innan þeirra. Afleiðingin af þessu varð ástand, sem gaullist- ar kalla sætleika stjórnarforms- ins, það er að hver franskur stjórnmálamaður hafði mögu- leika á að verða ráðherra í nokkr ar vikur. Áð vísu voru um það toil tutbugu forsætisráðtoerrar á tólf árum, en þó að ný stjórn væri mynduð, skipti ekki alltaf um ráðherra og ekki skipti oft um flokk. Hins vegar gátu ekki allir gaullistar staðizt þennan sætleika og ef talið er frá árunum 1953- 54 urðu fjölmargir Gaullista- ráðlherrar. De Gaulle hélt, að ekki yrði framair til sín leið héð- an af. Hann hóf að semja ævi- minningar sínar. Hann er samt kominn aftur. Stjórnmálalíf Frakklands komst á ringulreið, en samt varð ekki bylting, _ sem hugsjónamenn væntu. Ósfeeikult merki um verk leika strjórnarformsins var að franska lögreglan, sem nú var orðin ófær um að greina í sund- ur tovað væri að toalda uppi reglu og hvað að skapa óreglu, verður stöðugt ruddalegrL Þegar andstæðingar hans í dag (og þá fremstur í hópi Guy Mollet forseti jafnaðarmanna- flokksins S.F.I.O.) fóru á fund die Gaulle herghöfðingja, krafð- ist hann þess að £á að gera stjórn arskrá, sem sniðin væri fyrir hann. Hann fékk það, en áleit engu að síður nauðsynlegt bæði að breyta henni og brjóta gegn henni. Þetta studdi að sam- runa mannsins sjálfs og stjórnar formsins. Erfitt er að ímynda sér V. lýðveldið án de Gaulle, og því síður að hugsa sér það sem hann tilkynnir fyrir toverjar kosningar (nú síðast 9. febrúar) Frökkum, sem sitja við sjón- varpið: „Það sem um er að tefla, er V. lýðveldið .... Það er það stjórnarform, sem Frakkland þarfnast" Þetta kemur á óvart, þegar um er að ræða mann, sem skilgreinir sig sem dómsforseta yfir stjórnmálastefnum í land- inu. Mitterand hefur sagt í þessu samtoandi: „Áður fyrr var de Gaulle de Gaulle, nú er hann að- eins gaulisti". Að kjósa gegn de Gaulle og fulltrúum hans, það er að kjósa gegn stjórnarforminu. Ef de Gaulle toverfur, hlýtur stjórnar- formið að hverfa um leið og stuðningsmenn hans. Þeir sem segjast styðja hann, með Pomp- idou í broddi fylkingar, hafa séð hættuna og reyna að vinna að því að gaullisminn lifi lengur en de Gaulle, en þó ekki ákafar en virðing þeirra fyrir „karlinum" 1 Elysée-ihöll leyfir. Kosningar þær, sem eru undir búnar nú, eru tækifæri, sem Pompiduo lætur sér efeki ganga úr greipum. Enginn efast lengur um að hann sé ríkisarfinn. Vanda málið er það, að hann hefur aldrei fram til þessa dags látið í ljós nokkrar persónulegar skoð anir aðrar en tryggð sína við de Gaulle forseta. Til að tryggja stjórnarforminu lífdaga, toafa gaullistar gert geysimikla breyt- ingu á forustumönnum í hverju héraði, og það er áreiðanlega já- fevæðasta hliðin í þeirri baráttu, sem nú er háð. Meðal framtojóð- enda gaullista er áberandi sveit ungra háttsettra embættismanna, „ungu úlfanna“ svokölluðu, sem eru þróttmiklir, stjórnmálasinn- aðir tæknimenn (technocrates), sem gaullistar eru nógu kjark- aðir til að kasta út í bardagann í staðinn fyrir eða á móti þeim forustumönnum, sem fyrir voru og njóta fremur virðingar fyrir hæfileika. Það er nokkuð aug- ljóst, að þessir ungu úlfar vonast til að lifa de Gaulle. Andstaðan, vel að merkja sú sem fylgir Mitterand (en hann hvíslaði samt einu sinni í minni álheyrn: „Jafnaðarmannaflokkux- inn S.F.I.O. er orðinn allryk- fallinn".) toefur ekki getað eða ekki viljað leggja slíkt á sig. í flestum tilfellum hefur toún sjálf krafa leitt fram á nýjan leik hina gömlu, útvöldu, en rekið þá ungu í útlegð í vonlausum fejördæmum. Þetta er ástæðan fyrir því, hve auðvelt er fyrir Frakka að trúa de Gaulle hershöfðingja, þegar hann segir, að kjósi þeir gegn sér, kjósi þeir afturtovarf til for- tíðarinnar. Þeir hafa ekki gleymt IV. lýðveldinu, þó gleymnir séu. Því veldur hin ríkjandi tilfinn- ing þeirra fyrir því að þeir séu hlægilegir í augum útlendinga, en Frakkar eru menn mjög spé- hræddir, og einnig hinn sterki áróður gaullista eftir að þeir náðu völdum. En hver eru nöfn forustu- manna andstöðunnar? Það eru nöfn þeirra manna, sem frægir eru af þátttöku sinni í fyrrnefnd- um sætleika, og fremst í flokki nafn Guy Mollets. Hann er sá forsætisnáðherra, sem varpaði Frakklandi út í hið heimskulega Súez-ævintýri, formaður flokks, sem f augum Frakka er tákn- rænn fyrir IV. lýðveldið, og þess vegna persónugervingur hins forna stjórnarforms. Pierre Mendes-France, forsætisráðlherra árið 1954 hefur aldrei verið vin- sæll, þrátt fyrir óvéfengjanlega persónulega kosti sina, nema meðal blaðamanna og stjórnfræð inga. Það er attoyglisvert, að Mitter- and, sem var ráðtoerra því nær óslitið frá 1946-1958 (en nafn hans hefur verið tengt réttilega eða ranglega ýmsum hneykslis- sögum), toefur ekki lent í þessari óvirðingu. Það hefur ef til vill hjálpað toonum að hann hefur aldrei verið forsætisráðtoerra (er það „tilviljun" eins og hann hefur sjálfur sagt) og að hann hefur alltaf verið á öndvarðum meiði við de Gaulle forseta. Nafn toans er ekki óþekkt, eins og nafn Lecanuebs árið 1965, sem var þá nýr maður og er enn eini maðurinn meðal andstæðinga ! stjórnmálalifi Frakklands. Það er því efeki rangt að segja, að meðal andstöðunnar sé viss hópur manna, sem tóku þátt í stjórnarformi, sem allir Frakk- ar hafa skömm á, og að meðal þeirra séu menn, sem virðast ekki hafa lært mikið á átta ár- um. Það kemur fyrir að þeir reyna að réttlæta sig, en enginn þeirra hefur lagt til að horfið yrði aftur til hins forna stjórnar formis. Hafa þeir samt viðurkennt nú- verandi stjórnarskrá, það er að segja, aðgreint stjórnarform frá forsetanum og gaullismanum? Slíka aðgreiningu gebur de Gaulle sjálfur ekki gert en gaullistar gera það meira og meira. Þetta er hið mikla vanda- mál. En athyglisvert er að and- stæðingunum virðist ekkert Hggja á með að láta í ljós skoð- anir sínar í þessu samtoandi. Ástæðan fyrir því er sú, að þeir eru mjög klofnir varðandi þetta mál. Sumir afneita stjórnar- skránni, aðrir eru aðeins á móti vali forseta með almennum kosningum. Loks vilja enn aðrir nota stjórnarskrána eins og hún er. Hvaða stjórnmálabandalög taka þá þátt í þessum kosning- um? Þau eru I stórum dráttum þrjú: gaullistar, miðflokksmenn og vinstrimenn. Samt sem áður eru fleiri en einn flokkuir gaullista. Undir hinu almenna merki „V. lýðveldi" eru fjölmargar undir- stefnur. Það er ekki einn gaull- ismi heldur fjöldinn allur a£ þeim, mismunandi eftir mönn- um og eftir tímabilum. Gaullismi frá því 1940 er ekki sá sami og frá 1944 eða 1958. Þessar þrjár fyrrnefndu stefnur eiga ekkert sameiginlegt með gaullismanum 1967 nema einn mann. Gaullismi CJhaban-Delmass er ekki sami og Debrés né Pompidous. Samt greina menn nú ekki lengur 1 sundur nema hina sönnu gaull- ista (,,já“) og aðra gaullista („já, en“) undir stjórn Giscard Framhald á bls. 19 Hús við Hverfisgötu Tvær hæðir ca. 70 ferm. hvor hæð, til leigu. Hent- ugt sem verzlunar- og iðnaðarhúsnæði eða sem lag- erpláss þar sem góð aðstaða er á aðgirtri lóð. Húsið stendur á gatnamótum og hefur tvo innganga. Tilbúin til leigu innan skamms eða jafnvel um næstu mámaðamót. Vörulyfta er í húsinu. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir þriðjudagskvöld 7. þ. m. merkt: „Gatnamót — 8919.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.