Morgunblaðið - 04.03.1967, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967.
23
- UTAN ÍJR HEIMI
Fram'hald af bls. 16.
að fyrst hann talaði móður-
mál þeirra yrði honum ekkert
mein gert en með hann farið
sem heiðursgest og honum
sýndur allur sómi. Hélt prest-
ur síðan heim og fara ekki
sögur af honum úr því.
í>á er getið Mandana, Indí-
ánanna bláeygu á bökkum
Míssoutí, sem um ótal margt
voru frá'brugðnir öðrum Indí-
ánum. >eir voru ljósir yfirlit-
um og bláeygir eins og áður
sagði, en stundum með grá
augu og oft skeggpnúðir, sem
fátítt var um Indíána. Líka
urðu þeir hvítihaerðir með
aldrinum og eru þess fá eða
engin dæmi um Indíána ann-
ars. Þá var og það að þeir
notuðu til fiskveiða smábáta,
sem minna á ekkert meir en
báta þá er Walesbúar og írar
notuðu um aldur og nota viða
enn á ám og vötnum. Báta
sína. sem gerðir eru úr viðar-
grind, sem skinn eða annað
vatnslþétt efni er strengt yfir,
kalla Walsbúar „corwyg"
(cwrwgl eða cwrwg) en írar
„curach“. Mandanir kölluðu
fleytur sínar „koorig". Far-
kostum þessum var róið og
kölluðu Mandanir árina „Ree“
en það á'hald kalla Walesbúar
„R!hwf“ (frb. rfb). Önnur orð
úr tungu Mandana eru tilfaerð
er svipar ókennilega mikið til
walísku s.s. gamall — her
(waL hen), blár — glas (wal.
glas), brauð — bara (wal.
barra), akurhæna — cluga
(wal. clugjar).
>eir sem telja kenningu
Deacons ranga og leggja eng-
an trúnað á sögurnar um sjó-
ferðir walíska furstans segja
að um Madoc sé ekkert rætt
eða ritað fram eftir öldum, —
ekki fyrr en Kólumbus kom
til sögunnar. Madocs sé að
vísu getið í gömlum þjóðkvæð
um walískum og þar talin
hetja sem haldið hafði að
heiman en gerizt mikill sæ-
fari, en síðan sé hans að engu
getið fyrr en Kólumbus fann
Ameríku. >á réði fyrir Bret-
landi Tudor-ættin, er upp-
runnin var í Wales og elti
grátt silfur við Spánverja um
yfirráð á heimghöfunum.
Telja þessir andstæðingar
Deacons að sögurnar um
Madoc hafi þá verið grafnar
úr gleymsku til þess að renna
stoðum undir landakröfur
Breta vestanhafs, með því að
Madoc þessi hefði verið þegn
Bretaveldis og auk þess kon-
ungsættar og ái Tudora og þvi
bæri Blísabetu I. réttur til
landa þeirra er hann hefði
uppgötvað.
iHvað Mandönum víðvíkur
minna gagnrýnendurnir á að
1792, þegar risið hafði mikil
walísk þjóðernisvakning í
Bretlandi hafi þeir gert út af
örkinni mann nokkurn, John
Evans, og sent vestur um haf
að leita Mandana og ganga
úr skugga um það hvort satt
væri sem fleygt væri að þeir
töluðu walísku. Bvans fór
vestur og kom aftur heim og'
kvað Mandani ekki mæla á
walíska tungu.
Deacon anzar því til, að I
bók sinni færi hann sönr.ur á
ætt Madocs og beri fyrir því
heimildir miklu eldri Kólum-
busi að furstinn hafi verið af
konungaættum og tengsl hans
við Tudora því staðfest löngu
áður en hagkvæmt þótti að
hampa þeim. Einnig hefur
Deaeon það eftir lærdóms-
manni við hirð Spánarkon-
ungs að Kólumlbus hafi heim-
kominn úr fyrstu vesturför
sinni sagt að í Virginiu og
Guatemala haifi menn í heiðri
hetju eina forna er heiti Mat-
ec, og sé engan veginn fjarri
lagi að álykta, að Matec sé af-
bökun á Madoc.
Deacon ber miklar brigður
á sannleiksgildi frásagnar
Johns Evans þess er áður gat
og telur miklar líkur á að
hann hafi verið borinn fé tii
þess að halla réttu máli. Seg-
ir Deacon að Spánverjar, sem
þá réðu fjrrir löndum Mand-
ana, hafi hneppt Evans í fang
elsi en síðan hafi til hans
frétzt með Mandönum þar
sem hann lofaði Spán á alla
lund og færði Indíánum gjaf-
ir í nafni Spánarkonungs. „Ev
ans kunni engin skil á tungum
Indíána en- dvaldist þó með
Mandönum í sex mánuði", seg
ir Deaeon, „og þykir mér sem
mér sé tæpast láandi að mér
bjóði í grun að eittlhvað hafi
verið skylt með báðum, að
þeirra skipti skyldu vera svo
mikil og Evans að því er sög-
ur herma, fá framgengt því er
hann vildi“.
Deacon tilfærir einnig til
stuðnings kenningu sinni um
svik Evans tilskipan spánska
landstjórans í New Orleans
frá þessum tíma þar sem seg-
ir að það sé „í hag hans há-
tignar, Spánarkonungs að
kveðinn verði niður fyrir fuilt
og allt kvitturinn um brezka
Indíána í löndum Mandana“.
Síðast tilfærir Deacon það, að
Evans settist seinna að i
Bandarikjunum og lézt þar 29
ára gamall að því er hermir,
af ofnautn víns og kvenna og
hafði þá lifað í velllystingum
praktuglega á fé er hann fékk
greitt af fuiltrúum spönsku
stjórnarinnar og hafði einnig
hlotið veitingu fyrir embætti
Iand'mælingamanns á hennar
vegum og skyldi hann halda
embættinu til æviloka. „>að
er því ekki fjarri lagi að
álykta", segir Deacon, „með
tilliti til alls þessa að Evans
hafi verið borinn fé til þess
að rangfæra staðreyndir þær
er honum urðu kunnar um
uppruna Mandana og tungu-
tak".
Enn segir Deacon frá Mand-
önum að franskir ferðamenn
á slóðum þeirra á átjándu
öld hafi skrifað um hugsanleg
legan uppruna þeirra frá Wal
es og hafi Frakkar þó haft
manna minnstar ástæður til
að renna nokkrum stoðum
undir kröfur Breta til land-
svæðis þessa, sem Mandanir
byggðu. Segja Frakkar Mand-
ani „ihvíta menn sem búa i
þorpum með skipulegum göt-
um“ og hrósa mjög konum þar
og segja þær kvenna fegurst-
ar, bláeygar yfirleitt og ljós-
ar yfirlitum með ljósbrúnt
hár.
Fleiri hafa orðið hugfangn-
ir af konum Mandana og má
þar til nefna m'álara einn
bandarískan, George Catlin,
sem átti heima í Philadelphiu.
>angað komu eitt sinn árið
1832 nokkrir Indíánar af ætt-
flokki Mandana og varð Cat-
lin þá svo hugfanginn af sið-
um þeirra og háttum — og
konum þeirra — að hann yfir
gaf ættborg sína, eiginkonu og
börn og fór á burt með Mand-
önum og dvaidist með þeim í
átta ár. Málverk eru til eftir
hann af Mandönum og kon-
um þeirra og staðfesta fylli-
lega framburð hans og ann-
arra um litaraft þeirra og önn
ur einkenni.
Catlin getur einnig báta
Mandana og áralags þeirra,
sem kemur heim og saman
við það sem tíðkast hefur
lengi með Walesbúum, þ.e. að
standa í stafni bátsins og
leggja árina fram og draga að
bátnum en ekki beita henni
á hlið bátnum.
Mandanir voru kunnir fyr-
ir glerperlugerð og þóttu gera
einkar vel bláar glerperlur
og voru frægir fyrir meðal
annarra ættflokka Indíána.
Deacon getur þess I því sam-
bandi að bláar glerperlur hafi
verið gerðar á eynni Lundy,
sem tengd mun vera sögu
Mad'ocs fursta.
Eins og sjá má af þvi sem
hér er sagt, er tilgáta sú er
Deacon sagnfræðingur setur
fram hin forvitnilegasta og
gaman að því hvernig hann
ver skoðanir sínar og hverjar
heimiidir hann tilfærir máli
sínu til stuðnings. Ekki hefur
hann þó getað leitað á náðir
mannfræðinga eða málfræð-
inga í þem efnum, því rann-
sóknir allar á háttum og
tungu Mandana stranda á því
að þeir eru engir ofan moldar
nú. Bólusótt herjaði á þá 1838
og þeir sem eftir voru gengu
í lið með öðrum ættflokkum
Indíána í stríðunum gegn
Sioux-Indíánum og biðu þar
flestir bana en margir frömdu
sjálfsmorð. Síðasti ættarhöfð-
ingi Mandana svelti sig til
bana að fjölskyldu sinni lát-
inni.
Kvikmyndasýn-
ing Varðbergs
Kvikmyndasýning fyrir al-
menning verður í Nýja bíó 1
dag, laugardaginn 4. marz kl. 2
e.h. á vegum Varðbergs og Sam
taka um vestræna samvinnu
(SVS).
Þar verða m.a. sýndar tvær
mjög athyglisverðar litmyndir,
önnur um Atlantshafið, hin um
Tyrkland. Sú fyrri nefnist „Haf-
ið mikla“ og er tekin bæði ofan-
sjávar og peðan. Lýsir hún vel
margháttaðri þýðingu þessa
mikla hafflæmis, m.a. frá sjón-
armiði öryggismála þeirra ríkja,
sem að því liggja. Myndin er
með íslenzku tali Bjarna Guð-
mundssonar blaðafulltrúa. Lan-
kynningarmyndin um Tyrkland
bregður upp mjög góðri svip-
mynd af þjóðháttum og lands-
högum, en hvort tveggja er á
margan hátt sérstætt í augum
okkar íslendinga. >á verður
sýnd hin fróðlega kvikmynd,
„Endurreisn Evrópu", sem skýr-
ir vel sögu Norðurálfu frá lok-
um síðari heimsstyrjaldar.
Myndir þessar eru framleidd-
ar á vegum upplýsingadeildar
Atlantshafsbandalagsins.
Öllum er heimilli ókeypis að-
gangur að sýningunni meðan
húsrúm leyfir.
4
LESBÓK BARNANNA
Hrainkellssaga FreysgoSa
18. Hrankell felldi Eyvind
og bar nndan.
Þá váru þeir Eyvindr
komnir upp á heiðina.
Eyvindr riðr, þar til er
bann kom vestr á miðja
heiðina. >ar heita Bersa-
götur. >ar er svarðlaus
mýrr, ok er sem ríði í
efju eina fram, ok tók
jafnan í kné eða miðjan
legg, stundum í kvið. Þá
er undir svá hart sem
höikn. >á er hraun stórt
fyrir vestan.
Ok er þeir koma á
braunit, þá litr sveinn-
inn aftr ok mælti til Ey-
vindar: „Menn ríða þar
eítir oss“, segir hann,
„ei færi en átján. Er þar
mikill maðr á baki í blám
klæðum ok sýnist mér
líkt Hrafnkeli goða. >ó
hefi ek nú lengi eigi sét
hann“.
Eyvindr svarar: „Hvat
mun oss skipta? Veit ek
mér engis ótta ván af
reiði Hrafnkells. Ek hefi
honum eigi í móti gert.
Mun hann eiga erendi
vestr til dals at hitta vini
sína".
©veinninn svarar: „>at
býðr mér hugr, at hann
muni þik hitta vilja".
„Ekki veit ek“, segir Ey
vindr, „til hafa orðit með
þeim Sámi Bróður mín-
um, síðan þeir sættust".
Sveinninn svara: „>at
vildi ek, at þú riðir und-
an vestr ti ldals. Muntu
þá geymdr. Ek kann
skapi Hrafnkels, at hann
bleytur, svá at náliga er
cfært yfir. Af því lagði
Hallfreðr karl innar eftir
götur, þó at þær væri
lengri Eyvindr ríðr
vestr á mýrina. Lá þá
drjúgum í fyrir þeim.
Dvalðist þá mjök fyrir
þeim. Hina bar skjótt
eftir, er laugu riðu. Ríða
þeir Hrafnkell nú leið
sína á mýrina. Þeir Ey-
vindr eru þá komnir af
mýrinni. Sjá þeir þá
Hrafnkel ok sonu hans
báða.
>eir báðu Eyvind und-
an at riða. „Eru nú af all-
ar torfærur. Muntu ná til
Aðalbóls, meðan mýrrin
er á millum“.
Eyvindr svarar: „Eigi
munu ekki gera oss, ef
hann náir þér eigi. Er
þá alls gætt, ef þín er, en
þá er eigi dýr í festi, ok
er veL hvat sem af oss
verðr“.
Eyvindr sagðist eigi
rnundu brátt undan ríða,
— „því at ek veit eigi,
hverir þessir eru. Myndi
þat mörgum manni hlægi
iigt þykkja, ef ég renn
at öllu óreyndu".
>eir ríða nú vestr af
hrauninu. >á er fyrir
þeim önnur mýrr, er
beitir Oxamýrr. Hon er
grösug mjök. >ar eru
mun ek flýja undan
þeim mönnum, er ek hefi
ekki til miska gert“.
Ráðningar úr
síðasta blaði
Kettirnir eru 19.
Þríhyrningarnir eru 16.
Skrýtlur
Drengurinn: „Dýra-
læknirinn er kominn að
skoða nautið".
Bóndinn: „Já, ég kem
strax".
11. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 7. febrúar 1967
Ensk Molbúasaga:
Jói grasasni
Á OKKAR gamla, góða
Englandi eru ekki aðeins
til flón, heldur líka gras-
asnar. En hvað er þá
grasasni? Satt að segja
treysti ég mér nú varla
til að gera nokkurn veru
legan mun á flóni og gras
asna.
Ég þekkti einu sinni
enskan hermann, sem
sagði mér margar sögur
af slíkum náungum og
nú ætla ég að segja ykk-
ur eina af þeim.
Einu sinni var riddara
liðsmaður, sem var
reglulegur grasasni. Oft-
ast gleymdi hann öllu,
sem honurn var sagt að
gera, og það sem ihann
mundi, gerði hann öfugt.
Allir kölluðu hann Jóa
grasasna.
Dag nokkurn sagði lið-
þjálfinn: „Jói, farðu og
leggðu hnakkinn á hest-
inn minn og komdu svo
með hann niður að her-
mannaskálanum".
Jói fór til hesthússins,
náði í hest liðþjálfans og
baslaði langa lengi við
að leggja á hann hnakk-
inn. Þegar því loks var
lokið sneri hann öfugt,
það sem aftur átti að vera
vissi fram. Hann teymdi
nú hestinn niður að her-
mannaskálanum og þeg-
ar herdeíldin sá, hvers
kyns var, fóru allir að
skellihlægja.
„Hvernig í ósköpunum
hefur þú lagt hnakkinn
á hestinn?“ spurði lið-
þjálfinn.
,.Ég setti hann ofan á
bakið“, svaraði Jói gras-
asni.
„Já, en hvers vegna
léztu það snúa fram,
sem á að snúa aftur?“
„Skiptir engu máli,
liðþjálfi“, sagði Jói bros-
aridi, „það er ekki annar
vandinn en að snúa hest-
inum við, eftir að þér er-
uð kominn á bak“.
Þá urðu allir orðlaus-
ir.
Nokkru eftir þetta var
Jói grasasni á hergöngu
og bar þungan bakpoka
fullan af þeim færum,
sem hermaður verður i5
hafa tiltækar. Pokinn var
erfið byrði og Jóa fannst
h&nn skerast inn í herða-
blöðin á sér.
„Æ, æ, mér finnst
pokaskömmin verða
þyhgri við hvért skerf,
sem ég tek“, sagði hann
við náungann, er næstur
honum gekk.
Allir þekktu Jóa gras-
asna og hermaðurinn var
fljótur að hugsa ráð sitt.
„Byrðin væri ekki
svona þung á bakinu á
þér, ef jafnt væri á báð-
um öxlum“, sagði hann.
„En er þá ekki jafnit á
háðum öxlum?"
„Nei, það er nú ein-
rnitt þar, sem hundurinn
liggur grafinn. Pokinn
skerst ofan í herðablöðin
á þér, einmitt þar sem