Morgunblaðið - 04.03.1967, Side 30

Morgunblaðið - 04.03.1967, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, UAUGARDAGUR 4. MARZ 1967. Valsmenn unnu íslands- meist.tign og 10 önnur mót Korfuknattlelkur um helgina; Bikarkeppni — skólamót Ægir Ferdinandsson Ægir Ferdinandsson kjörinn formaftur félagsins AÐALFUNDUR knattspyrnufé- lagsins Vals var haldinn í félags- heimilinu að Hlíðarenda 7. febrú- ar sl. Páll Guðnason formaður setti fundinn með stuttu ávarpi og stakk upp á Frímanni Helga- syni sem fundarstjóra og Gísla Sigurðssyni fundarritara. Flutti formaðurinn skýrslu stjórnarinn- ar sem var hin ítarlegasta og vitnaði um margþætt störf deilda félagsins og félagsins í heild. Á knattspyrnusviðinu unnust alls 11 mót, en Valur tók þátt í öllum kappmótum sumarsins, en svipmestur var auðvitað sigurinn í Islandsmótinu, en auk þess unnust margir góðir ög kær- komnir sigrar í yngri flokkunum, sem þera vitni mikilli grósku í knattspyrnustörfum félagsins í heild á árinu og ágætri stjórn þeirra. Aðalþjálfari félagsins var óii.^ B. Jónsson, sem er þjóðkunnur knattspyrnuþjálfari. Mun Óli þjálfa Val næsta keppnistímabil. Alls voru skoruð af Vals hálfu 403 mörk gegn 195, en stig sam- aiilögð urðu 191. Á sviði handknattleiksins var og mikið líf og fjör og fjöldi flokka, yngri og eldri stóðu í eldinum. En þar bar hæst kvennaflokk félagsins (meistara- flokk). En sá flokkur vann það einstæða afrek, að færa félaginu þrjá bikara, kjörgripi mikla, til eignar, eftir að hafa unnið þá álla þrjú ár í röð. En þessir glæsilegu verðlaunagripir eru Islandsbikarinn inni og úti og Reykjavíkurbikarinn. Munu nú glæsigripir þessir prýða félags- heimili Vals, um aldur og ævi, og vitna um dugnað, þrótt og þrek kvennaflokks félagsins á árinu 1966, jafnframt þvi að vera fyrirmynd komandi handbolta- kynslóða Vals til sóknar og sigra. í sambandi við sigra þessa, er ekki um neina heppni að ræða eða tilviljun, sem stundum getur ráðið úrslitum keppni. Hér giltu hreinir yfirburðir, eins og eftir- farandi tölur sanna, því af 37 leikjum sigraði flokkurinn í 36 skipti og skoraði 426 mörk gegn 207. í>á varð 2. flokkur kvenna A sigurvegari í sírrum flokki í Reykjavíkur- og íslandsmóti. — Aðrir flokkar handboltans stóðu sig yfirleitt vel og m. a. varð meistaraflokkur karla annar í röðinni í Reykjavíkurmótinu. var hann hylltur af fundarmönn- um. Aðrir í stjórninni næsta ár eru þeir Þórður Þorkelsson, Ein- ar Björnsson, Friðjón Friðjóns- son og Jón Kristjánsson. Auk þess eiga formenn deildanna sæti í aðalstjórninni, en þeir eru: Elías Hergeirsson formaður knattspyrnudeildar, Garðar Jó- hannsson formaður handknatt- leiksdeildar og Matt'hías Stein- grímsson formaður skíðadeildar. Varamenn: Björn Carlsson og Örn Ingólfsson. Endurskoðendur voru kjörnir Jón Bergmann og Guðmundur Ingimundarson. Á fundinum var 4. fl. afhentur „Jóns bikarinn“ sem verðlauna- bikar fyrir bezta frammistöðu á árinu og þann flokk félagsins sem hlotið hefir flest stig. For- maður knattspyrnudeildar Elías Hergeirsson afhenti bikarinn. Fundurinn var mjög fjölsóttur og einkenndist af samhug og sóknarvilja Valsmanna. Þórarinn Eyþórsson hefir verið og er aðalþjálfari Vals í hand- bolta jafnframt því sem hann var formaður deildarinnar undanfar- in ár, lét af því starfi á árinu. Hið mikla forystu- og þjálfara- starf Þórarins á þessu sviði, inn- an Vals, verður seint fullþakkað. Þá las gjaldkeri upp reikninga félagsins og Sigurður Ólafsson flutti skýrslu um Hlíðarenda- eignina og las upp reikninga hennar. >á voru fluttar skýrslur og reikningar um félagsheimilið og Valsblaðið, en blaðið kom út fyrir jólin, stórt og vandað, þar sem m. a. var sérstaklega minnzt 55 ára afmælisins. Miklar umræður urðu um skýrslurnar og reikningana. Páll Guðnason, sem verið hef- ur formaður Vals undanfarin 4 ár lét nú af formennsku, en við tó'k Ægir Ferdinandsson. Voru Páli þökkuð ágæt störf í þágu íélagsins bæði fyrr og síðar, og Víðavangshlaup með á 2. þús. þátttakendum 44. SAMBANDSMNG Ung- mennasambands Kjalarnesþings var haldið að Ásgarði í Kjós þann 20. nóv. síðastliðinn. 3'5 fulltrúar sóttu þingið auk gesta. Forsetar þingsins voru Jón M. Guðmundsson, Pálmi Gislason og Ól. Þór Ólafsson. Úlfar Ár- mannsson flu/tti skýrslu stjórnar, sem nú í fyrsta skipti lá fyrir fjölrituð ásamt reikningum og úrslitum af mótum. Gjaldkeri Sigurður Skarphéðinsson gerði grein fyrir reikningum sambands ins. Stairfsemi innan samibands er með miklum blóma. Sambandið hélt mörg Jþrótta- mót og tók þátt í flestum íþrótta- mótum sem haldin voru í Reykja vík á síðasta sumri, með Umf. Breiðablik í broddi fylkingar. Einnig stóð sambandið að viða- vangshlaupi milli skóla á Sam- bandssvæðinu með hátt á annað þúsund þátttakendum, ef taldir eru allir sem tóku þátt í undan- rásunum. Þingið tók fyrir mörg mál og gerði margar ályktanir, m.a. til eflingar íþrótta- og æsku lýðsmálum á svæðinu, stækkun sambandsins og ráðning fram- kvæmdastjóra. Innan sambands- ins eru nú sex félög: Umf. Dreng ur, Kjós; Umf. Kjalarnes, Kjalar- nesi; Umf. Afturelding Mos- fellssveit; Umf. Breiðblik Kópa- vogi; Umf. Stjarnan, Garða- hreppi og Umf. Bessastaða- hrepps, með sanjtals 867 féia^a. Fráfarandi formaður, Úlfar Ar- mannsson baðst umdian endur- kjöri eftir tveggja ára for- mennsku. 1 stjórn voru kosnir, Gestur Guðmundsson form., Kópavogi; Þórir Hermansson varfbrm., Kjós, Sigurður Skarphéðinsson, Birgir Guðmundsson, Gísli Snorrason og Hallgrímur Sigurðs Sektaður um 1200 krónuir fyrir mótmæli CAN BARTU heitir ein s'kærasta stjarnan í knattspyrnu í Tyrk- landi. En hann er auk annars mjög skapstór. Aganefnd tyrkn- eska knattspyrnusam'bandsins hefur nú sektað hann um sem svarar 1200 ísl. kr. fyrir mót- mæli við dómara á velli. Um- ræddum leik lauk án þess að mark væri skorað. Víkverjar sigruðu / sveitaglímu KR ÖNNUR sveitaglíma K.R. fór fram að Hálogalandi 28. febrúar. Einar Sæmundsson form. K.R. setti mótið. Glímustjórar voru Guðmundur Ágústsson og Ey- steinn Þorvaldsson. Yfirdómarar Grétar Sigurðsson og Sigurður Sigurjónsson. Úrslit milli ein- stakra sveita urðu þessi: K.R.a — Ármann 22— 3 U.V. — K.R.b. 22— 3 K.R.a. — K.R.b. 22— 3 U. V. — Ármann 17— 8 U.V. — K.R.a. 14—11 K.R.b. — Ármann 13—12 f sigursveit Víkverja voru: Iiigvi Guðmundsson sveitarfor- ingi, Ágúst Bjarnason, Gunnar R. Ingvarsson, Hannes Þorkels- son og Hjálmar Sigurðsson. Sigtryggur Sigurðsson K.R. skjaldarhafi var eini keppand- inn, er sigraði alla andstæðinga sína í þeim fimmtán glímum, sem hver keppandi glímdi. UM helgina verður mikið um að vera í heimi körfuknattleiks- manna. Úrslit skólamóts ÍFRN í körfuknattleik verða ráðin í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 20.15, en þá leika eftirtalin lið til úrslita: í kvennafl.: Kennarask. — Kvennask. I III. fl. karla: Langholtssk. — Vogask. í II. fl. karla: MR, Lækjarg. — MR, Hamrahlíð. I I. fl. karla: Háskólinn — MR. Öll þessi lið eru taplaus í mót- inu, sem er með úrsláttarfyrir- komulagi. og eykur það mjög á spennuna. Er ekki að efa að um mjög harða keppni verður að ræða í kvöld, því í ofantöldum skólum eru margir fremstu leik- menn landsins í dag. Bikarkeppni Hin árlega bikarkeppni milli Bandarikjamanna á Keflavíkur- flugvelli og Reykjavífcurúrval* hefst á morgun sunnudag kl, 20.15, einnig í Laugardalshöll- inni. Keppt er um nýjan verð- launagrip sem hinn fráfarandt ambassador Bandaríkjanna á í»- landi James K. Penfield gaf til keppninnar. Leikirnir í þessari keppni undanfarin ár hafa yfir- leitt verið mjög spennandi og er ekki ástæða til þess að ætla ann- að en að svo verði einnig að þessu sinni, en íslenzkir körfu- knattleiksmenn búast nú undir átökin við Dani um næstu mán- aðamót og er þessi leikur liður í þeim undirbúningi. Á undan bikarleiknoim verður forleikur í I. flokki íslandsmóts- ins. Sigtryggur Sigurðsson sigraði FYRIR stuttu héldu K.R.-ingar iinnanfélagsglímumót, er tókst ágætlega. Glímustjóri var Kjart- an Bergmann Guðjónsson form. Glímusambands íslands. Yfir- dómari Þorsteinn Kristjánsson, landsiþjálfari Glímusambandsins, meðdómarar Kristmundur J. Sigurðsson fyrrv. glímukóngur íslands og ívar Jónsson form. glímudeildar Breiðabliks í Kópa- vogi. Þátttakendur voru tíu. Sig- tryggur Sigurðsson sigraði og lagði alla sína andstæðinga. ÚRSLIT: 1. Sigtryggur Sigurðsson 9 2. Garðar Erlendsson 7 Vá 3. Ómar Úlfarsson 6% 4. Elías Árnason 6 5. Einar Kristinsson 5 6. Ólafur Sigurgeirsson 4 7.—8. Bragi Björnsson 3 7.—8. Sigurbjöm Svavarsson 3 9. Ingi Sverrisson 1 10. Rögnvaldur Ólafsson 0 Stríðsyfirlýs- ing gegn áhoriendum FORSETI ítalska knattspyrnu- sambandsins hefur lýst yfir stríði gegn þeim sem reyna með ólátum, og öðrum miður æski- legum athöfnum að eyðileggja knattspyrnuleiki. Nær stríðsyfir lýsingin jafnt gegn leikmönnum og áhorfendum. Segir formaður- inn að tekið verði mjög fast á slíkum hlutum og menn látnir sæta þungri ábyrgð ef út af ber. Forsetinn sagði á fundi með forráðamönnum félaga á Ítalíu: „Það er nóg um slysin á vellin- um. Verið vissir um að hart verð ur gengið móti þeim sem vilj- andi stpfna til slíks og brjóta aðrar reglur." NORSKA stökkmanninum B. Wirkola hefur gengið afar illa upp á síkastið en fyrr í vetur var hann gersamlega ósigrandi. Á móti I Villmans- strand í Noregi í gær datt hann í báðum tilraunum sín- um og komst þvi ekki á blað í keppninni. Æskulýðs- samkoma í Garðakirkfu í TILEFNI af æskulýðsdegi Þjóð- kirkjunar efnir Æskulýðsfélag Garðakirkju til sérstakrar sam- komu í Airkjunni klukkan fimm síðdegis á morgun (sunnudagþ. Félagar munu annast helgisturw^ söngflokkur Vogaskóla undir stjórn Helga Þorlákssonar, söng- flokkur safnaðarins á Keflavík- urflugvelli syngur, Gísli Ferdin- andsson og dóttir hans Guðríður munu leika á flautur, ávarp flytja Valgeir Ástráðsson og Ævar Kvaran, leikari og frum- fluttur verður þáttur fyrir fram- sögn eftir Unni Eríksdóttur, sen» nefnist Leitin, nemendur úr leik- skóla Ævars Kvaran, flytja. Allir eru velkomnir á þessa samnkomu, Æskulýðskvold vaka í Keflavík Á ÆSKULÝÐSDEGI þjóðkirkj- unnar verða mikil hátíðahöld i Keflavíkurprestakalli svo sem verið hefur undanfarin ár. Þar eð Keflavíkurkirkja er ekki full- búin til endurvígslu fara hátíða- höldin fram að þessu sinni i félagsheimilinu Stapa. KL 2 síðdegis verðúr æsku- lýðsþjónusta, þar sem ungmenm aðstoða. Um kvöldið kl. 8:30 hefst svo kvöldvaka á sama staði Dagskrá hennar verður mjög fjöi breytt, flutt verða ávörp, Hreina Líndal tenórsöngvari syngur einsöng, tvær ungar stúlkur, EIV en Mooney og Elisabet Guð- mundsdóttir, leika einleik á píanó og fiðlu, nokkrar stúlfcur úir G.K. syngja með gítarundirleik og æsfculýðskór Njarðvíkur syngur nokkur lög. í sambandi við æskulýðsguðs- þjónustuna og kvöldvökuna fara áætlunarbílar frá SBK í Kefla- vík 20 mínútum fyrr. Moskvu, 28. febrúar. NTB—AP. HAILE Selassie, Eþiópiukeisari, hélt áfram viðræðum sínum í dag við sovézka leiðtoga, milli þess sem hann fór í könnunarferðir og heimsóknir í Moskvu og ná- grenni. Á fimmtudag fer hann tll Ankara í Tyrklandi í opinber* heimsókn og dvelzt þar nokkra daga. /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.