Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 3
BJARMI II liggur nú í Baug- staðafjöru eins og áður hefur komið fram í fréttum. Gera á tilraun á stórstreymsflóði um páskana til þess að koma bátnum út fyrir skerjagarð- inn, sem er utan við þann stað, er skipið liggur á. Blaða maður og ljósmyndari Mbl. brugðu sér austur á strand- stað í gær og komust um borð í skipið, þar sem það liggur og hallast á stjórnborða. Ekki var unnt að skoða skemmd- irnar á skipinu, því að þær eru stjómborðsmegin og í sjó. Þar sem skipið liggur, hall- ast það um 35 gráður og er erfitt að fóta sig á dekki. því að snjóað hafði og var dekkið glerhált. Aðfall var og komst blaðamaðurinn þurrum fót- um um borð, en fór frá borði í björgumarstól. Um borð hittum við Hrein Hreinsson, skipstjóra á Sand- ey, skjpi Björgunar h.f., en hann stjórnar björgunarað- ■ Sjórinn gekk inn á þilfarið. í fjarska brýtur á skerjagarðinum. Á háflæði gengur úthafsald- an yfir skerin og skellur með öllum sínum þúnga á skipið. (Ljósm. Sv. I>orm.) Tvær vinkilbeygjur á leið Bjarma út fyrir brimgarðinn Heímsokn á strandstað gerðum á strandstað. Hreinn sagði: — Ég veit ekki, hvort skip- tvær leiðir að ræða. Áður fyrr var hér útróðrastöð í Baug- staðaósinum, með rennu út, en sú sem við höfum ákveðið að reyna við er dýpri, þótt hún sé þrengri. — Hvernig við náðum skip inu af rifinu? — Við settum um mitt skipið svokallaða Einn íbúa I Gaulverjabæjarhreppl dreglnn í land í björgunarstól, en íbúarnir í sveitinni hafa fært björgunarmönnnunum ýmist góðgæti á hverjum degi, m.a. rjómapönnukökur. ið verður selt, þar sem það er hér á staðnum, en ætlunin er að reyna að bjarga því á næista stórstraumsflóði sem er um páskaleytið. — Já okkur tókst að koma Skipinu af rifinu hér fyrir utan á fimmtudagsnóttina. Þetta hefur verið ströng vinna en með mér er áhöfndn á Sandey. Strákarnir voru svo vinsamlegir að koma með mér, þegar ákveðið var að ég færi hingað austur. Við lögðum Sandey á meðan. — Skipið liggur hér á botn inum. Við höldum nú til hér í því, þvi að ófært er nú til Stokkseyrar vegna snjóalaga. en þar höfðum við búið okkur náttstað. — Við ætlum á næsta stór- streymi að reyna að koma skipinu út á milli skerjanna. Munum við gera það með aðstoð smœrri báta, því að Skipið þarf að taka vinkil- beygju tvisvar sinnum, eigi það að komast út. I>að er um brók — þ.e. vír — híifðum hann síðan og drógum það inn fyrir skerjagarðinn. Síðan höfum við sett sjókæl- ingu á ljósavélina og fyllt olíutank af sjó til þess að sandur stífli ekki dælurnar. Einnig höfum við sett sjó i eina lestina til að kæla aðal- vélina. Kæling vélanna undir venjulegum kringumstæðum er þannig, að sjór er tekinn inn um botn skipsins og vél- arnar kældar með honum. Hefðum við hins vegar haft sama hátt á, hefði sandur komist í dœlurnar og skemmt þær. — Jú þetta er mjög gott skip. ekki nema 4ra ára. Ný- búið var að lengja skipið um 3,5 metra og segja má að það sé búið öllum fullkomnustu nýsköpunartækjum. — Með mér vinna hér nfu manns. Hlutverk okkar nú er að verja skipið fyrir brim- öldunum. Við höldum við skipið þegar gefur á það á flóði, svo að báran berji það ekki um of. f>ess á milli hvíl- um við okkur, þegar færi gefst. Kostnaður við þetta? — Ég mundi gizka á að kostnaður- inn yfir daginn sé svona 50 til 75 þúsund krónur með öllum þeim tækjum, sem nota þarf. Þegar skipið var dregið upp í sandinn fyrir skömmu var töluverð alda. Einn björgunar-' manna, Halldór Jónsson frá Grindavík stakkst þá í sjóinn, er alda reið yfir skipið. Sögðu félagar hans um borð og gerðu Framhald á bls. 19. STAKSTtlMAR Um borð í Bjarna II. Aldan brotnar í skut skipsins, sem hallar um 35 gráður á stjórnborða. (Ljósm. Bragi Sveinsson). Sjálfstiaust f Þór, blaði Sjálfstæðismannm á Austurlandi, sem út kom í byrjun marz birtist forustu- grein með ofangreindri fyrir- sögn, en þar segir: „Einn dýr- mætasti eiginleiki hvers manns er að bera traust til sjálfs sín. Ekki á þann veg að þykjast um allt færari en aðrir, né heldur það, að hafa ekki þörf fyrir a* ráðgast við aðra, slíkt heyrlr fremur undir hroka en sjálfs- traust. Einstaklingurinn er minnsta heild, sem myndar þjóðfélagið. Srðan koma stærrl heildir, heimilin, sveitarfélög, héruð. Einstaklingarnir myndm allar heildir og kostir einstakV- inganna verða kostir heildannm, bæði minni og stærri. Eins og sjálfstraust er ómetanlegt ein- staklingnum er það einnig ó- metanlegt fyrir félagsheildir.** Frumvarp um Austurlandsvirk jun Og síðan segir I»ór: „En hvers vegna að velta þessu fyrir sér nú? Jú, það er vegna þess, að þetta kemur mjög upp í hug- ann, þegar ljósi er varpað á frumvarp Jónasar Péturssonar um Austurlandsvirkjun. Þær raddir er snúizt hafa gegn því, vilja gera mikið úr því að byrði sé lögð á herðar heimabyggðar og því auðveldara að láta rík- inu eftir veg og vanda af raf- orkumálunum. Slíkum hugsun- arhætti eigum við Sjálfstæðis- menn að segja stríð á hendur. Því aðeins vegnar okkur vel, að við treystum á okkur sjálf, að við hikum ekki við t.d. í raf- orkumálunum að axla nokkrm byrði í byrjun því, að síðar snú- ist dæmið við að í stað halla- reksturs í byrjun komi innan fárra ára ágóði og öryggið. Fyr- ir trúna á hæfileika okkar að valda viðfangsefnum slíkum, sem t.d. raforkumálin eru. Síð- ustu árin hafa sannað það á fjölmörgum sviðum, að hér skortir ekki áræði og framtak, að hér á fólkið trúna á sjálft sig byggðarlög sín og náttúru- gæði. Ríkisvaldið hefur á mörg um sviðum veitt örvandi hönd. Þessari sókn síðustu ára þarf að halda áfram og við megum sízt af öllu leggja eyrun við röddum, sem telja kjark úr Aust firðingum, sem reyna að stækka viðfangscfnin en smækka okk- ur. Slíkar raddir eru í ætt við rödd förumannsins, er segir frá í gamalli sögu, sem kom ttl bóndans er sló á teig í breyskju hita og sagði: „Hvildu þig, hvíld er góð!“ Sögulokin segja frá afleiðingunum. Við skulum gjalda varhug við úrtölunum og vantrúnni á getu og samstill- ingu Austfirðinga. Hugmyndin um Austurlandsvirkjun, er ekki sízt prófsteinn á þessá atriöL" Félagsleg átök Og í lok forustugreinar Þórs segir: „Ungu fólki er í blóð bor- in athafnaþrá, kjarkur til að glíma við erfið viðfangsefni, jafn vel drauga. Ætla má, að ekkl sízt í hugum unga fólksins á Austurlandi svelli nú móður til að fást við félagsleg átök, sem eru byggðarlögum okkar mik- ilvægust. Þar verða raforkumál in í fyrstu röð. Austurlands- virkjun í anda fumvarps Jón- asar Péturssonar um heimafyr- irtæki, sem krefur átaka en gef ur líka fyrirheit um stóra sigra, er kjörið stefnumál ungs fólks, Austfirðinga, sem trúa á fram- tíð byggðarlaganna, fslending- anna sem vita að Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.