Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 13
MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1967. 13 islenzkir skurölæknar heiöra kunnan brezkan lækni ÍSLENZKIR skurðlæknar, sem hafa með sér félagsskap, hafa kíörið fyrsta erlenda heiðursfé- laga sinn, einn kunnasta skurð- lækni Breta, Sir. John Bruce sem er yfirlæknir handlækn- ingadeildar Royal Infirmary í Edinborg og prófessor í klin- inskri handlæknisfræði við há- skólann þar í borg. Einnig er læknirinn varaforseti í alþjóð- legum samtökum skurðlækna, sem telur aðildarfélög í 35 löndum heims. Sir John Bruce prófessor hélt hér fyrirlestra við háskólann, enda gestur hans, og fjölluðu þeir um krabbamein í brjósti og skurðaaðgerðir vegna maga- sjúkdóma. Síðdegis á sunnudaginn náði Mbl. sem snöggvast tali af lækninum en hann fór heim- leiðis í gær. Lét hann mjög vel yfir komunni hingað og þeim heiðri sem sér hefði verið sýnd- ur af íslenzkum collegum. Hann kvað hin alþjóðlegu samtök skurðlækna hafa miklu og merkilegu hlutverki að gegna., og taldi hann þar einna mikilvægust læknaþing sem haldin eru á vegum samtakanna í hinum ýmsu aðildarlöndum. Er það venja okkar að taka þar fyrir sérstök læknisfræðileg viðfangsefni að sjálfsögðu með fyrirlestrahaldi. Má geta þess hér, sagði hann, að á næsta læknaþingi skurðlækna sem haldið verður í Vínarborg á þessu ári, mun verða fjallað um krabbamein í maga. Það mál er mjög ofarlega á baugi hér á ís- landi og fleiri löndum þar sem það fer vaxandi. Kvað Sir John ástæðu til að ætla að margt at- hyglisverðra upplýsinga mundi koma fram á þessu læknaþingi. Það kom fram í hinu stutta spjalli við Sir John, að í sam- bandi við vísindalegar athug- anir á sviði læknisfræðinnar, færi notkun tölva mjög vaxandi1 og væri tækið nú orðið ómiss- andi í sambandi við ýmsa mikil væga þætti læknavísindanna. Þegar talið barst að ýmsum heimskunnum sjúkrahúsum, sagði yfirlæknirinn að á Norð- urlöndunum væri að finna lækna og sjúkrahús, sem væru sambærileg við hinar fremstu stofnanir stórþjóðanna, og væri margt frábærra lækna á Norð- urlöndum. Hann kvaðst hafa skoðað handlækningadeild Lands spítalans hér og kynnt sér starfsemi læknadeildarinnar. Sú spurning er að sjálfsögðu efst í huga margra hér, þar eem krabbamein fer vaxandi, sagði tíðindamaður Mbl.: Álítið þér læknir, að sá dagur nálgist að læknavísindunum takist að sigrast á krabbameini í maga. Sá dagur nálgast óðfluga svar aði Sir John — og á því er ekki hinn minnsti vafi. Það er gífur- legum verðmætum og tima til þess varið af fjölda lækna um víða veröld, að sigrast á þess- Tveir ungir norskir matsveinar óska eftir dcemmti legu sumarstarfi á íslandi, gjarnan í sambandi við hótel, frá á að giz.ka 24. júní til 1. ágúst. Tala ensku og þýzku. Norskt ökuskírteini. Skrifið til Morten Calmeyer, Boks 81, Blommenholm, Norge. vanderveíl) ^^Vélalegur^y Dodge Chevrolet, flestar tegundir Bedford, disel Ford, enskur. Ford Taunus GMC Bedford, di«l Thames Trader BMC — Austin Gipsy De Soto Chrysler Buick Mercedes Benz, flestar teg. Gaz ’59. Pobeda Opel, flestar gerðir Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine Þ. Jónsson & Co. Brautarholti 6 Simi 15362 og 19215. Hverfisgötu 42. I ludson sokkar pví ég veit hvað ég vil SVISSNESKU DAMAS ÚRIN DAMAS BÉGUELIN & CO. S. A. TRAMELAN (SUlSSE) tilvalin fermingjargjöf 17 & 21 steina, vatnsþétt, högg- varin, með eða án daga- tals. SÖLUSTAÐIR: Magnús Benjamínsson& Co. Veltu- sundi. Garðar Ólafsson, Lækjartorgi. Björn & Ingvar, Laugavegi 25. Hermann Jónsson, Lækjargötu 2. Franch Michelsen h.f. Laugavegi 39. Kornelíus Jonsson, Skólavörðustíg 8. Eggert Hannah, Barónstíg. Magnús Guðlaugsson, Hafnarfirði. um sjúkdómi. Það mun takast áður en langt um líður. — Jafn- vel munum við báðir lifa þann dag. Það gafst ekki öllu lengri tími til að ræða við þennan mikilsvirta skurðlækni. Fram- koma hans var öll mjög látlaus. Ferill hans sem læknis er orð- inn langur. Segja má að hann hafi staðið við skurðaðgerðír fimm sinnum í viku hverri síðan árið 1927. Hendur hans eru ákaflega traustvekjandi og mað- urinn allur hinn virðulegasti. 1 síðustu heimstyrjöld var lækn- irinn með brezka hernum I Noregi og einnig austur í Burma. Hann var aðlaður fyrir störf sín að læknavísindunum 1963. ELDHÆTTAN er alls staðar Jafnvel í nýjustu steinhúsum getið þér ekki verið öruggur. Bezta lausnin er eldtraustur skjalaskáp- ur frá okkur. Við útvegum yður hvaða stærð sem er af viðurkenndum eldtraustum skápum frá Englandi, Svíþjóð eða Noregi. Hafið samband við okknr strax í dag Mjög stuttur afgreiSsluiími E. TH. Mathiesen hf. Vonarstræti 4, sími 36570 og 12578.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.