Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1967.
23
AUKIÐ SJÚKRARÝMI
KBRRA ritstjórit
Ör fjölgun þjóðarinnar á und-
•nförnum áratugum með breytt-
um lífsháttum, vaxandi þéttbýli,
og ekki sízt aukinni vélvæðingu
á öllum sviðum, kallar stöðugt á
avrkið sjúkrarými.
Læknar hafa ekki verið á eitt
tóttir um, hvernig snúast skyldi
við þeim vanda, enda hefur enn
ekki tekizt að leysa þá þraut.
Margir þeirra hafa haldið því
fram, að sjúkrahúsin ætti fyrst
og fremst að byggja í Reykjavík,
og þá á Akureyri, og helzt ekki
á öðrum stöðum. Þessa skoðun
hafa fyrst og fremst borið uppi
ýmsir af leiðandi sjúkrahús-
læknum í Reykjavík, og hafa
þeir haldið þvi fram, og það með
réttu, að aðeins stór sjúkrahús
og vel búin tækjum, með lang-
menntaða sérfræðinga í öllum
greinum læknisfræðinnar, geti
leyst af hendi erfiðari þrautir
læknislistarinnar, svo viðhlít-
andi öryggi sé fyrir hina sjúku.
Þessu skal ekki móti mælt, þegar
um erfiðari læknisaðgerðir og
rannsóknir er að ræða. Og þá
minnist ég þess, að þegar ég var
kandidat á Landspítalanum árið
1950, sagði við mig góður sjúkra-
húslæknir hér: „Þið eigið ekki
að hvetja til sjúkrahúsabygginga
úti á landi, heldur skuluð þið
beita ykkur fyrir samgöngum ut-
an af landsbyggðinni og senda
okkur svo sjúklingana hingað".
lÉg hafði þá starfað sem settur
héraðslæknir úti á landi um eins
árs skeið og gaf það mér tæki-
færi til xxrohugsunar um þessi
mál. Nokkru síðar fluttist ég að
Selfossi og hóf læknisstörf þar.
Sunnlendingar höfðu þá um
mörg ár borið von í brjósti um
sjúkrahús austan heiðar, enda
langt komnir með sjúkrahúsbygg
ingu, sem svo var tekin til ann-
arra nota, og skal sú saga ekki
rakin hér, enda öllum kunn, sem
eitthvað þekkja til þessara mála.
En nú var aftur tekið að skara
að þeim glæðum, sem aldrei
höfðu kulnað um sjúkrahús í
Árnessýslu, og stóðu þar í farar-
broddi sem og annars staðar á
landinu, kvenfélagssamtök og
svo læknar í Árnessýslu, og voru
þessi mál þá rædd í blaðinu
„Suðurland".
Ýmsum leiðandi mönnum þar
fannst þessi hugmynd fráleit og
voru þeirrar skoðunar, að vegna
nágrennis við Reykjávík, ættum
við að leita þangað með sjúkra-
húsvist fyrir veikt fólk.
f apríl 1956 birtist svo í blað-
inu „Suðurland" grein eftir
þekktan sjúkrahúslækni í Reykja
vík um þessi mál. Hvetur hann
þar til, að Sunnlendingar byggi
sjúkrahús í Reykjavík, en reki
sjúkraskýli á Selfossi, sem í senn
væri heilsuverndarstöð, hjúkrun-
ar- og fæðingarheimili. Hann
segir í nefndri grein meðal ann-
ars:
„Vissulega eiga sýslur Suður-
landsundirlendis að reisa og
starfrækja spítala, en þær eiga
að byggja hann í Reykjavík, þar
sem mestar eru líkur til að þær
geti átt fyrsta flokks spítala“.
Ég get ekki séð neitt því til
fyrirstöðu, að Suðurlandsundir-
lendið og Reykjavik rækju spít-
ala í sameiningu, enda hefur
þessi háttur samvinnu stórra
bæja og sveitarfélaga þar í kring
komið miklu góðu til leiðar ann-
ars staðar, svo sem t.d. í Noregi
og Danmörku. — Sameiginlegur
rekstur spítala myndi sennilega
spara meira fé en þyrfti til
kaupa og starfrækslu sjúkraflug-
vélar og þyrilvængju“.
Þessi mæti læknir átti þá og
á sjálfsagt ennþá marga fylgj-
endur, en ég vil þó fullyrða, að
það er mikið happ, að önnur
stefna hefur verið tekin í þess-
um málum, og nú hafa verið sett
lög um fjórðungssjúkrahús. —
Mörg héruð landsins byggðu á
þessum árum, og þá fyrst og
fremst fyrir ötula forustu lækna
viðkomandi byggðarlaga, mynd-
arleg sjúkrahús, sem nú leysa
aðkallandi þörf sjúklinga sinna,
má þar til nefna Akureyri,
Blönduós, Sauðárkrók, Akranes,
Keflavík og Norðfjörð. En ég
veit með vissu, að margar af
þessum framkvæmdum voru litn-
ar hornauga af þeim sem að-
hyllast kenninguna um „central-
isation".
En nú kunna lesendur mínir
að spyrja: hversvegna er þetta
rifjað upp hér? í>ví er til að
svara, að öll vandamál líðandi
stundar eiga sér forsögu, og svo
er með sjúkrahúsmál Stór-
Reykjavíkur. Ég spyr: Hvar vær
um við stödd, hefði verið horfið
að því ráði að láta Reykjavík og
Akureyri annast alla sjúkranima
þörf landsmanna? Það skal þó
tekið fram, að vissulega taka
sjúkrahúsin í Reykjavík alltaf á
móti mjög mörgum sjúklingum
utan af landsbyggðinni, enda
hlýtur það alltaf svo að verða,
að hingað verður að sækja með
erfiðustu tilfellL
En svo er nú komið, að
Reykjavík með sínu stóra byggð
arlagi í kring, Kópavogi og öðru
nágrenni, getur ekki annað
þeirri þörf sjúkrarúma, sem kall-
að er eftir. Sjálfsagt hefur eng-
an grunað, að hingað sogaðist
slíkur fólkstraumur sem nú er
orðið. Vissulega eru í byggingu
hér stór sjúkrahús á vegum
ríkis og borgar, en þau hafa
verið mörg ár í byggingu, og
ennþá lítið af þeim tekið í notk-
un. Og því vil ég fullyrða, að
það er neyðarástand hjá mörgu
sjúku fólki í Reykjavík. — Af
reynslu minnL sem praktiser-
andi læknir hér í Reykjavík sl.
tvö ár, finn ég mig knúinn til
þess að upplýsa, að hér ríkir
mjög alvarlegt ástand, og hugsa
ég þá fyrst og fremst um sjúkl-
inga með langvarandi sjúkdóma
og sjúk gamalmenni. Allir lækn-
ar, sem ganga vaktir í borginni
og nágrenni, reka sig þráfald-
lega á það, að ekki er hægt að
koma sjúklingi á sjúkrahús, ef
hann er ekki haldinn sjúkdómi,
sem talinn er bráður, þ.e. þarfn-
ast þegar læknishjálpar á sjúkra
húsi, og því verða margir sjúkl-
ingar að liggja langtímum
heima, oft við erfiðar aðstæður,
þótt þeir ættu skilyrðislaust und-
ir eðlilegum kringumstæðum að
komast þegar á sjúkrahús. Ég
vil því fullyrða, að hvergi sem
ég þekki til, eða hef heyrt um,
mun ástandið vera jafn alvar-
legt fyrir þessa sjúklinga og hér.
Það var t.d. mun betra í Ámes-
sýslu, þótt á Selfossi sé aðeins
lítið sjúkrahús, sem rúmar um
30 sjúklinga. Hér skipta þeir
vissulega mörgum tugum sjúkl-
ingarnir með alvarlega, langvar-
andi sjúkdóma, sem bíða heima
eða sendir eru heim af sjúkra-
húsum alltof snemma, til þess að
heyja sitt sjúkdómsstríð, viða við
erfiðar heimilisaðstæður, eru þá
ótalin gamalmenni sem eru ófá
heima, sum ein, sem nauðsyn-
lega þurfa að vera á hjúkrunar-
heimilum. Á læknafundi fyrir
nokkrum dögum hreyfði ég
þessu máli og kom fram með þá
hugmynd, að ef ekki er hægt nú
þegar að leysa vandræði þessara
sjúklinga í þeim nýju bygging-
um, sem ríkið og Reykjavíkur-
borg eru að byggja hér, þá sé til
bráðabirgða útvegað húsnæði,
sem gæti verið sjúkraskýli fyrir
að minnsta kosti 50—70 sjúkra-
rúm, sem svo mætti leggja niður,
ef nýju sjúkrahúsin geta leyst
vandann. Ég vil ætla, að allir
þeir læknar, sem að staðaldri
ganga hér bæjarvaktir og vitja
sjúkra í heimahúsum, séu mér
sammála um, að hér sé með rétt
mál farið, og því er það krafa,
sem okkur ber að koma fram
með, að ekki sé daufheyrzt um
hjálp til þessara sjúklinga.
Ef til vill verður því svarað
til, að þetta leysist eftir nokkra
mánuði, þegar nýjar deildir taki
til starfa, en þeir, sem hafa séð
neyð margra þessara sjúklinga,
geta ekki sætt sig við slíkt. Brú,
sem í byggingu er, bjargar ekki
því fólki, sem er að drukkna I
ánni. Margir þessara sjúklinga
geta ekki beðið í nokkra mán-
uði. Vilja ekki ráðamenn Reykja
yíkurborgar og nágrannabyggða
taka höndum saman um að
hjálpa þesum sjúklingum, veita
þeim læknishjálp, hjúkrun og
aðhlynningu, sem talizt getur í
samræmi við þau kjör, sem þjóð-
in býr við í dag?
Reykjavik, 10. 3. ’67.
Jón Gunnlaugsson,
læknir.
Postulinsveggflísar
Enskar postulínsveggflísar.
Stærð 7%xl5 og 15x15 cm. — Gott verð.
LITAVER
Grehsásvegi 22 og 24. — Símar 30280 og 32262.
4
LESBÓK BARNANNA
Hroinhellssaga Freysgoða
Ágúst Sigurð sson teiknaði.
19. Hrafnkell tók Sám ok
setti honum kostl.
Hrafnkell reið helm ok
sagði tíðendi þessL Hann
etr mat, ok eftir þat safn-
ar hann mönnum at sér,
gvá at hann fær sjau
tigi manna, ok ríðr með
þetta lið vestr yfir heiði
ok kemr á óvart til Aðal-
bóls, tekr Sám í rekkju
ok leiðir han-n út.
Hrafnkell mæltl þá:
„Nú er svá komit kosti
þínum, Sámr, at þér
mundi ólikligt þykkja
fyrir stundu, at ek á nú
vald á lífi þínu. Skal ek
nú eigi vera þér verri
drengr en þú varst mér.
Mun ek bjóða þér tvá
kosti, at vera drepinn,
hinn er annarr, at ek skal
skera ok skapa okkar í
milli“.
Sámr kvaðst heldr
kjósa at lifa, en kivaðst
þó hyggja, at hvárr-
tveggi myndi harðr.
Hrafnkell kvað hann
þat ætla mega, — „því at
vér eigum þér þat at
launa, ok skylda ek
hálfu betr við þik gera,
*f þess væri vert. Þú
skalt fara burt af Aðal-
bóli ofan til Leikskála ok
sezt þar í bú þitt. Skaltu
hafa með þér auðæifi þau,
sem Eyvindr hefir átt.
Þú skalt ekki héðan fleira
hafa í fémunum útan þa*,
er þú hefir hingat haft.
Þat skaltu allt í burtu
hafa. Ek vil taka við goð-
orði mínu svá ok við búi
ok staðfestu. Sé ek, at
mikill ávöxtur hefir á
orðit á gózi miínu, ok
Skrýtlur
Kaupandi: „Eruð þér
nú viss um að þessi regn
frakki sé vatnsheldur'*.
Kaupmaðurinn: „Skipt
ir ekki roáli. Ég hefi
einnig hér til sölu þessar
líka ágætis regnhlíifar".
skaltu ekki þess njóta.
Pyrir Eyvind, bróður
þinn, skulu engar bætr
koma fyrir því, at þú
mæltir herfiliga eftir inn
fyrra frænda þinn, ok
hafið þér ærnar bætr þó
eftir Einar, frænda yðv-
arn, þar er þú hefir haft
ríki ok fé sex vetrL En
eigi þykkir mér meira
vert dráp Eyvindar ok
manna hans en meiðsl við
mik ok mína menn. Þú
gerðir mik sveitarrækan,
an ek læt mér líka, at
þú sitir á Leikskálum, ok
mun þat duga, ef þú ofs-
ar þér eigi til vansa.
Minn undirmaðr skaltu
vera, meðan vit lifum
báðir. Máttu ok til þesa
ætla, at þú munt því verr
fara sem vit eigum fleira
illt við“.
Sámr ferr nú brott með
lið sitt ofan til Leikskála
ok sezt þar í bú sitt.
Á hlutaveltu höfðu ver
ið gefin nokkur alidýr,
sem happdrættisvinning-
ar Hlutaveltustjórinn
las upp vinningsnúmer-
in:
— Nr. 213. Feitt svín!
Þá gellur við tvíbreið
slátrarafrú og hrópar
fagnandi: „Það er ég“.
11. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 15. marz 1967.
RÉTTLÁTUR DÓMARI
EINU sinni var konung-
ur í Alsír, sem hét
Baukas. í einni af borg-
unum í ríki hans var
dómarf sem mikið orð
fór aif vegna vizku hans.
Sagt var, að hann yrði
þess strax vísari, ef logið
væri að homxm og eng-
irn þjófur eða þorpari
gæti nokkru sinni sloppið
við refsingu.
Baukas konungur
ákvað að komast sjálfur
að raun um, h/vort þetta
væri satt. Hann dulbjó
sig sem kaupmann og
reið til borgarinnar, þar
sem dómarinn bjó.
Skammt frá borgarhlið-
inu kom krypþlingur til
hans og baðst beininga.
Baukas gaf honum
nokkra skildinga og ætl-
aði svo að halda áfram
ferð sinnf en betlarinn
hélt föstu taki í kápu
hans.
„Hvað gengur að þér?“
spurði Baukas, „hefi ég
ekki gefið þér ölmusu?“
„Vissuiega", svaraði
krypplingurinn, „en þú
gætir gert ennþá meira
góðverk með því að leyfa
mér að sitja á hestinum
mður á tor.gið, því ég ótt
ast að verða troðinn und-
ir í allri þessari þvögu af
hestum og úlföldum“.
Baukas hjálpaði kryppl
ingnum á bak og teymdi
hestinn undir honum
niður á torgið. Þar nam
hann staðar, en betlar-
inn gerði sig ekki líkleg-
an til að stíga af baki.
Þá sagði Baukas:
, Hvers vegna ferðu ekki
af baki? Ég á hestinn og
ef þú sleppir honum
ekki við mig með góðu,
er bezt að við förum
saman til dómarans".
Þröng hafði nú mynd-
ast kring um þá til að
hlusta á deilu þeirra og
rnenn sögðu, að bezt væri
fyrir þá að láta dómar-
ann skera úr þessu, hann