Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 32
Lang stærsta
og fjölbreyttasta
blað landsins
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1967
Banaslys í Grindavík
Tveggja ára drengur bíður bana
TVEGGJA ára drengur beið bana
í bílslysi í Grindavík í gærmorg
nn. Hafði hann fengið að fara út
um 10 leytið um morguninn og
varð slysið á Víkurbrautinni rétt
við dyrnar heima hjá honum.
Sorpbíll staðarins var þarna
á ferðinni og rmin litli drengur-
inn hafa hlaupið á hann miðj-
an og orðið undir afturhjóli.
Hann beið samstundis bana.
í>ar eð óvíst var hvort náðst
hefði í alla ættingja gaf lögregl-
an ekki upp nafnið í gær.
Sjómaður slasast á
Grundarfjarðarbáti
Erfitt að fá lækni vegna ófærðar
Lárus Sigurjónsson, skáld
Lúrus Sigur-
jónsson, skoid,
lútinn
LÁRUS Sigurjónsson, skáld, lézt
í Landakotsspítala þann 9. marz
el. Hann fæddist 14. ágúst 1874
{ Húsavik í Borgarfjarðarhreppi
eystra, sonur hjónanna Jóhönnu
Jóhannesdóttur frá Brekku í
Mjóafirði og Sigurjóns Jónsson-
ar, bónda.
Lárus lauk stúdentsprófi í
Reykjavik 1903 og guðfræðiprófi
við Prestaskólann 1906.
Hann fór til Kanada 1907 og
dvaldist þar við ýmis störf til
1920 er hann fluttist til Banda-
ríkjanna. Bjó hann lengst af í
Chieago. Árið 1920 kvæntist
hann Mabel N. Eyers.
Árið 1943 kom Lárus til ís-
lands og skömmu síðar fluttust
þau hjón, hingað alkomin.
Lárus var þekkt skáld og hef-
ur ort fjölda kvæða. Árið 1946
kom út ljóðabók hans, Stefja-
mál.
^GRUNDARFIRÐI, 14. marz. —
1 gær vildi það slys til á mb.
Gnýfara frá Grundarfirði að einn
skipverja, Jóhannes Sigurðsson,
slasaðist á sjónum með þeim
hætti að netasteinn slóst í andlit
hans og óttuðust félagar hans um
að maðurinn væri stórslasaður,
því allmikill áverki var að sjá á
andliti hans. Var þegar haldið til
lands og gert aðvart gegnum tal-
stöð hvernig komið væri. Hér er
enginn læknir og sækja þarf alla
læknishjálp til Stykkishólms.
Hér hefur snjóað talsvert að
undanförnu og vegurinn til
Stykkishólms verið mjög þung-
fær og stundum ófær >með öllu.
Þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæð-
ur, brauzt læknirinn hingað út
eftir og flutti hinn slasaða mann
með sér á sjúkrahúsið í Stykkis-
Framh. á bls. 31
Myndin er tekin í gær er Vínlandskortið hafði verið sett í sýningarkassann í anddyri Þjóð
minjasafnsins. Á myndinni eru (frá vinstri): Jón Jóhannesson lögregluþjónn, Árni Gunn
arsson, sem sótti kortið til ósló, Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, Birgir Thorlacius, ráðu
neytisstjóri, og Raymond Steinsson, lögregluþjónn. Ljósm.: úl. K. M.
Leifur Eiríksson kom me)
Vínlandskortið heim
Sýning á því verður opnuð i dag
í anddyri Þjéðminjasafnsins
VÍNLANDSKORTH) kom til
Islands í gærmorgun með
Leifi Eiríkssyni, flugvél Loft-
leiða. Kl. 4 síðdegis í dag verð
ur opnuð sýning á kortinu í
anddyri Þjóðminjasafnsins.
Lýkur henni hinn 30. marz
Að undanförnu hefur kort-
ið verið sýnt í háskólahóka-
safninu í Ósló og var það tek
ið af sýningunni þar kl. 4
síðdegis á mánudag til að flytj
ast til íslands. Árni Gunnars-
son, fulltrúi í menntamálaráðu
neytinu fór til ósló til að
sækja kortið, en það er eign
Yale háskólans í Bandaríkj-
unum sem kunnugt er.
Yale háskóli krafðist þess
að menntamálaráðuneytið
tryggði kortið, en ekki má
gefa upp tryggingarupphæð-
ina. Kortið er tryggt hjá
Lloyds í London fyrir milli-
göngu Sjóvátryggingarfélags
Framhald á bls. 19.
Kosningabaráttan er bafin:
Framboð Sjálfstæðisflokksins í Rvík
Samþykkt einróma á fulltruaráðstundi í gær
I „KOSNINGABARÁTTAN er
' hafin. Ég heiti ykkur ekki
sigri en ég heiti ykkur því,
| að ég mun leggja mig allan
fram í baráttunni og vona að
þið gerið það sama.“ Þetta
' voru lokaorð Bjarna Bene-
diktssonar, forsætisráðherra,
|á fjölmennum fundi Full-
trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna
I í Reykjavík, sem samþykkti
I einróma tillögu kjörnefndar
um framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík við al-
Iþingiskosningarnar í vor.
Baldvin Tryggvason, for-
maður fulltrúaráðsins sagði í
lok ræðu sinnar er hann hafði
gert grein fyrir tillögum kjör
nefndar:
„Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur nú um 8 ára skeið haft for-
ustu í ríkisstjórn landsins og
á þessu stutta tímabili hafa
orðið stórstígari framfarir hér
á landi og lífskjör þjóðarinn-
ar batnað meira en á nokkru
öðru tímabili í allri sögu henn
ar. Nú er svo komið, að við
íslendingar búum við meiri
Lœknir og yfirsetukona
brutust áfram í snjónum
á bil, dráttarvel og skíðum
Bæ í A-Skagafirði, 14. marz. —
Tíðarfar að undanförnu hefur
verið mjög risjótt og sam-
göngur viða í héraðinu reynzt
mjög torveldar. Mjólkurflutning-
ar hafa verið mjög erfiðir, og
mjólkurbílarnir brotnað hvað
eftir annað. Vegagerðin hefur þó
hjálpað bilum svolítið. En næst-
am daglega hriðar og skefur í
1 slóðir, svo hjálpin er ekki nægi-
leg.
I Mjög hefur verið erfitt um
alla læknisþjónustu, sérstaklega
í úthéruðum. í gær kom héraðs-
læknirinn í Hofsosi út í Fljót og
yfirsetukonan var með honum.
Hann komst nokkuð áleiðis, en
þá bilaði bíllinn. Eftir það kom-
i ust þau með hjálp ýtu, dráttar-
| vélar og bíls langleiðis, en síð-
asta áfangann varð læknirinn
| að ganga á skíðum. Yfirsetukon-
an hafði snúizt um öklann og
| beið í bílnum meðan læknirinn
hjálpaði konunni. Þetta sýnir
okkur hve mikil þörf er á snjó-
bíl á þessar slóðir. Getur þarna
örugglega riðið á mannslífum,
þegar svona viðrar.
Bátar á Hofsósi eru að byrja
með þorskanetaveiðar, en fiskur
, virðist sama og enginn. — Björn.
hagsæld og velferð en flestar
aðrar þjóðir. Kosningarnar í
vor snúast um það hvort á-
fram verði haldið á þessari
framfaraleið. En ef svo á að
verða, sem við öll óskum, þarf
Sjálfstæðisflokkurinn að
vinna glæsilegan sigur í þess-
um kosningum. Það er undir
okkur komið að svo verði.
Því að ef við öll snúum bök-
um saman og berjumst ein-
huga og sameinuð fyrir frelsi
og farsæld íslenzku þjóðar-
innar, þá munum við sigra.“
Baldvin Trygigvason setti full-
trúaráðefundinn og skipaði
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra, fundarstjóra, en fundarrit
ari var skipaður Jón Magnúa-
son, menntaskólanemi.
Baldvin Tryggvason gerði síð-
an grein fyrir störfuim kjörnefnd
ar en hana skipuðu: Baldvin
Tryggvason, Höskuldur Ólafsson,
Gróa Pétursdóttir, Guðmundur
Guðmundsson, Ólafur B. T'hors,
Framh. á bls. 31
Mjólkurflutn
ingar erfiðir
SELJATUNGU, 14. marz — Enn
er snjógangur hér og ill færð á
vegum. Þó var sótt mjólk hing-
að í sveitina í dag. Vegheflai
fylgdu mjólkurbílunum um aðal
| veginn frá SelfossL Víða eru
erfiðleikar nokkrir á að koma
! mjólkinni á aðalveginn, en drátt
arvélar eru það eina, er helzt
dugar tii þess að kiomast í gegn-
um ófærðma. Annars situr hér
allt fast og mjólkurflutningar
eru lítið auðveldari heldur en var
fyrir tveimur áratugum, þrátt
| fyrir alla tækni og há fluitnings-
I gjöld hjá Mjólkur búi Flóamanna.
Og enn er veðurútllt slæim og
ekki að sjá neitt lát á snjókom-
unni. — Gunnar.
Blaðamenn Mlbl. reyndu í gær
að aka niður á Eyrarbakka og
Stokkseyri eftir veginum vestan
megin Ölfusáir, en urðu frá að
hverfa vegna ófærðar. Aftur á
móti komust þeir eftir veginum
gegnum Gaulverj abæjarhrepp-
inn, sem hafði verið ruddur, fyr-
ir Injólkurbílana, eins og fram
kemur í fréttinni hér að ofan.
Að sögn bílstjóra, siem var a8
koma að ausitan, var þung færð
í Flóanum, en samt fært alla
leið austur í Vik.