Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1967. Engra breytinga von á frönsku stjórninni París, 14. marz, NTB, AP GEORGES Pompidou, forsætis- ráðherra Frakka, gekk í dag á fund de Gaulle Frakklandsfor- seta og ræddust þeir við í rúma klukkustund. Að viðræðunum loknum tjáði Pompidou frétta- mönnum að forsetinn hefði ekk> í hygrgju neinar brey tingar á stjórninni þrátt fyrir hinn nauma meirihluta gaullista í þingkosn- Ingunum sl. sunnudag. Aðspurð- nr sagði Pompidou ennfremur að sjálfur hefði hann hreint ekki hugsað sér að biðjast lausnar. Hið nýkjörna þing á að koma taman 2. apríl n,k. og hafa gaull istar þar 224 þingsæti, en höfðu éður 282. Margir höfðu gert sér ▼onir um að gaullistar bættu við sig einu þingsæti til viðbót- ar n,k. sunnudag er kosið yrði um síðasta þingsætið, fulltrúa Polynesíu, en sú von varð að engu í dag er frambjóðandi gauR ista þar tilkynnti að hann tæki framboð sitt aftur. Eigast þá við í Polynesíu frambjóðandi lýð- ræðislega miðsambandsins og frambjóðandi óháðra. Fyrsta verk hins nýkjörna þings Frakka er það kemur sam an í apríl verður að kjósa þing- forseta og er búizt við að vinstri flokkarnir bjóði fram Gaston De ferre, borgarstjóra Marseille gegn gaullistanum Jacques Cha- ban-Delmas, sem verið hefur þingforseti undanfarið. Ekki hef- ur þetta þó verið staðfest. 100 þúsund manns a fjöldafundi í Peking ' Peking, 14. marz, NTB. FJÖLDAFUNDUR mikill var haldinn á Torgi Hins Himneska Friðar í Peking í dag og sóttu hann að talið er um 100 þúsund manna og hefur ekki annar •undur svo fjölsóttur staðið þar í borg síðan í fyrra mánuði er Rauðu varðliðamir sátu um aovézka sendiráðið. Farið var fcrlktu liði um götur borgarinn- *r eftir fundinn á torginu og m. a. komið við hjá sendiráði Sovétríkjanna og þar gerð hróp Sð sovézku leiðtogunum Bresh- nev og Kosygin og brenndar brúður í mynd þeirra. Mótmæla- Endurfundir eftir 44 úr New York, 14. marz — AP f»AÐ var fagnaðarfundur hjá bræðrunum Idel Garnitz frá Jóhannesarborg og Murrey Garnett frá New York, er þeir hittust 1 New York í gær eftir 44 ára aðskilnað. Að- dragandinn að þessum endur- fundum var að Garnitz sendi mynd af sér og konu sinni til félags er leitar týndra ætt- ingja. Garnett þekkti þegar mynd ina af bróður sínum, sendi honum skeyti og bauð honum að sitja brúðkaup dóttur sinnar 26. marz n.k. Svar- skeyti kom um hæl: „Kom- um“, og i gær hittust bræð- urnir eftir að Garnitz hafði ferðast 16.000 km frá Jóhann- esarborg til New York. aðgerðir þessar voru mjög skipu legar að sögn og ekkert virtist benda til þess að annað umsátur væri £ aðsigi. Á fundinum á Torgi Hins Himneska Friðar sættu hörðum ákúrum Liu Shao Chi forseti, Teng Hsiao-ping, aðalritari flokksins og Tao Chu varafor- sætisráðherra og var svo að sjá sem til þess hefði leikurinn verið gerður, því ekki bar þar annað til tíðinda. Fundur þessi og mótmælaaðgerðirnar sem á eftir fóru komu nokkuð flatt upp á erlenda fréttamenn í Pe- king, því þar í borg hefur nú allt verið með kyrrum kjörum að kalla má um nokkurt skeið og í blöðum hefur verið lögð áherzla á nauðsyn einingar og aga. HoUenzki þjöð- bankinn lækkoi forvexti Amsterdam, 14. marz — NTB HOLLEINZKI þjóðbankinn til- kynnti i dag að hann hefði frá og með þessum degi lækkað for vexti sína úr 5% í 4.5%. Forvextir þjóðbankans hafa verið 5% síðan í maí í fyrra er þeir voru hækkaðir um hálft %. Fyrr í ár hafa Bretland, Sví- þjóð og Belgía lækkað forvexti sína og haft var eftir áreiðan- legum heimildum í Brússel í dag að búizt væri við frekari lækk- un forvaxta í Bretlandi — jafn- vel þegar á fimmtudag n.k. s 4' ,, s/s mt-ý.-i Benedikta Danaprinsessa Benedikta Dana- prinsessa Khöfn 14. marz - NTB. TILKYNNT var við dönsku hirðina í dag að Benedikta Danaprinsessa muni opinbera trúlofun sína með þýzka prinsinum Richard Sayn- Wittenstein-Berleburg. Bene- dikta, sem er 22 ára að aldri, er næst elzta dóttir dönsku konungshjónanna, en sem kunnugt er mun Margrét rík- isarfi ganga að eiga franska greifann Henry de Monpezat í sumar, en yngsta dóttirin Anne Marie er gift Konstant- ín Grikkjakonungi. Heitmaður Benediktu er 33 ára að aldri sonur Margrétar prinsessu, sem er fædd í Sví- þjóð, en hún og Ingrid Dana- drottning eru góðar vinkonur. Benedikta og Richard bafa þekkzt um eins árs skeið og SÞ fjalli um mál Svetlönu Bandarískur blaðaútgefandi býðst til að trúlofast hefur prinsinn mörgum sinn- um komið í heimsókn til Kaupmannahafnar, en alltaf með mestu leynd. Er hann kom til Kaupmannahafnar í gær tók herskari blaðamanna og ljósmyndara á móti hon- um. En hefur ekki verið skýrt frá hvenær trúlofunin verður tilkynnt opinberlega, en Bene dikta gengur næst Margréti sem ríkisarfi og ná því ríkis- arfalögin yfir hana, en þau segja til um að konungur og ríkisráð verði að gefa sam- þykki sitt fyrir hjúskapnum. Vitað er að Jens Otto Kragh forsætisráðherra Danmerkur hefur haft vitneskju um sam- band prinsessunnar og heit- manns hennar. kosta komu hennar til Bandaríkjanna Washington og Mandhester, New Hampshire, 14. marz, AP „HÚN verður sjálf að fá að ráða hverja ákvörðun hún tekur í málinu", sagði Dean Rusk, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, er hann var spurður í dag hversu fara myndi um tilraunir Svetl- önu dóttur Stalíns, til að fá land vistarleyfi í Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaður. Lét Rusk svo ummælt á fundi með fréttamönnum, að réttast væri að málið yrði tekið upp á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, en bar þó á móti þvi að Sovét- ríkin og Bandaríkin hefðu sam- ið um neitt slíkt sín í milli. Umsókn Svetlönu staðfest Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið staðfesti síðar í dag að Svetl- ana Stalin hefði beðið um hæli í Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaður. Sagði talsmaður ráðuneytisins að Bandaríkja- stjórn hlefði hvorki neitað henni um landvistarleyfi né veitt það og bætti því við að hún hefði sótt um landvistarleyfi í fleiri löndum. Ekki vildi talsmaðurinn segja hvenær beiðnin um land- vistarleyfi hefði borizt utanrík- Framleiðendur thalidomide-lyfsins í V-Þýzkalandi Sakaöir um manndráp af gáleysi FRAMLEIÐENDUR svefnlyfsins Mhalidomide í V-Þýzkalandi voru ( dag sakaðir um manndráp af gáleysi og fyrir að hafa valdið Kkamlegri sköddun að yfirlögðu ráði að því er segir í ákæruskjali því er ríkissaksóknarinn 1 Aachen lagði fram í dag gegn níu forstjórum og tæknifræðing um lyfjaverksmiðjanna „Chemie Grúnenthal", sem hófu sölu thalidomide-lyfsins fyrir 10 ár- um. Púsundir barnshafandi kvenna tóku lyf þetta í lok fyrri ára- tugs og upphafs þessa og fæddu af þeim sökum vansköpuð börn. Svo mikið kvað að þessum fæð- ingum vanskapaðra barna af völd um thalidomide-lyfsins að lækn- ar telja mestu ógæfu sem yfir læknavísindin hafi dunið á þess- ari öld. Ríkissaksóknarinn í Aachen, Heinrich Gierlich, sagði á fundi með fréttamönnum í dag að í V-Þýzkalandi einu saman hefðu fæðst um 5.000 líkamlega van- sköpuð börn af völdum thalidom ide-lyfsins en auk þess hefði lyf- ið valdið sköddun á taugakerfi um 5000 manns. Fullyrti Gier- lich að fyrstu skaddanir á tauga kerfi manna af völdum lyfsins hefðu komið fram áður en hafin var sala þess og væri þetta aðal- ástæðan fyrir þvi að framleið- endurnir væru ákærðir fyrir að hafa valdið líkamlegri sköddun að yfirlögðu ráði eins og segir í ákærunni .Sagði Gierlich að framleiðendurnir hefðu átt að hætta við sölu lyfsins þegar er vitað var um hin skaðlegu áhrif þess. Allt er mál þetta umfangs- mikið enda ákæruskjalið sjálft 952 síður og byggist á 60.000 síð um gagna frá sérfræðingum í Bretlandi, Svíþjóð, Bandaríkjun- um og fleiri löndum. Búizt er við því að réttarhöld hefjist í málinu á næsta ári og standi yfir í um það bil eitt ár. Hálft fjórða hundrað vitna mun mæta fyrir réttinum og 26 sérfræðing- ar munu gefa þar skýrslu. Fyrirtækið „Ohemie Grúnen- thal“ hefur gefið út yfirlýsingu um málið og segir þar að engan megi sakfella fyrr en rétturinn hafi feveðið upp úrskurð sinn. 25 taldir af ■ fEugsIysi úti tyrir S-Afríku East London, 14. marz. NTB, AP FARÞEGAFLUGVÉL af Visc- ount-gerð hrapaði í haf niðu-r skammt undan S-Afríkuströnd I- nágrenni East London í gær. Með vélinni voru 25 manns, 20 far- þegar og 5 manna áhöfn og hef- ur enginn fundizt lífs en 21 lík hefur rekið og eru allir sem um borð voru taldir af. Lei't er þó haldið áfram á þessum slóðum. New Orleans: Nýtt vitni í santsærismólina New Orleans, 14. marz, NTÐ, AP PERRY R. Russo, vitni Garri- sons saksóknara í New Orleans, lýsti þvi yfir í rétti í dag að hann hefði heyrt Clay L. Shaw og tvo aðra menn leggja á ráðin nm að myrða Kennedy forseta. Garrison leiddi fram Russo sem vitni til stuðnings fullyrð- ingum sínium um að samsæri lægl að baki morðinu á Kennedy for- seta og Shaw væri einn samsær- • ismannanna. Clay L. Shaw, 54 ára gamall kaupsýsumaður í New Orleans, er eini maðurinn sem handtekinn hefur verið einn 1 sambandi við hina mjög umtöl- uðu rannsókn Garrisons saksókn ara. isráðnuneytinu. f yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Banda- ríkjastjórn geri ráð fyrir þvi að meðan Svetlana Stalin dveljist í Sviss verði tekin ákvörðun um framtíðardvalarstað hennar. Úr einum stað í annan Ernst Spörre, lögreglustjóri f Bern í Sviss, sagði, að Svetlana Stalin hefði komið þar síðla laug ardags og dvalist £ tvo daga en fréttamenn hefðu komizt á snoð ir um dvalarstað hennar og þvf hefði hún farið þaðan i annan stað. Óstaðfeátar fregnir herma að Svetlana Stalin hafi farið frá Bern til Beatenbeng, skiðabæjar sem Rússar sóttu töluvert til fyrr á árum en dvöl hennar þar orðið uppvís og hún þá farið það an. Sagði Spörri að sennilega yrði reynt að koma henni fyrir til gistingar á einkaheimili hjá svissneskri fjölskyldu, en allt yrði gert til þess að firra hana ágangi fréttamanna, —— Bandariski bókaútgefandinn William Loeb hefur boðizt til þess að standa undir öllum kostnaði við komu Svetlönu Stalin til Bandaríkjanna, fái hún þar landvistarleyfi og segir þ ið „hreint aðhlátursefni“ að Banda ríkin veiti ekki hæli“ hverium þeim er flýr þrælaihaldið i Sov- étríkjunum". Loeb gagnrýnir harðlega i blaði smu, „The Manchesiter Union Leader“ ut- anríkisráðuneyti Bandaríkjanna fyrir að hafa ekki þegar í stað veitt Svetlönu land'vistarleyfi og segir beiðni hennar um það „gullið tækifæri1' og vísast að hún gæti gefið mikilsverðar upp lýsingar um ýmis sovézk mál- efni. „Ef dóttÍT einhvers Banda- ríkjaforseta vildi flýja til Sovét ríkjanna", segir Loeb, „yrði henni áreiðanlega tekið með feostur og kynjum“. Loeb beindi til'boði sinu tll Svetlönu Stalin og bað banda- ríska sendiráðið I Berne í Svisa fyrir það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.