Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1967.
Sveinn Benediktsson:
„Nú er hún Snorrabúð stekkur"
Furðuleg tillaga
SNORRI Sturluson er frægastur
allra íslendinga fyrr og síðar.
Hann hefur ekki einungis skap-
að sjálfum sér ódauðlegan orð-
•tír með sagnaritun sinni, held-
ur hafa bókmenntaafrek hans
▼arpað ljóma á land og þjóð
▼íðsvegar um heimskringluna og
munu halda áfram að gera það,
í enn ríkari mæli, á ókomnum
öldum.
Nafn Snorra er tengt órjúf-
•ndi böndum tveim mestu höfð-
ingja- og menningarsetrum, sem
▼erið hafa á landi hér, Odda þar
sem hann ólst upp undir handar-
jaðri Jóns Loftssonar eins glæsi-
legasta höfðingja íslandssögunn-
ar og Reykjaholti, þar sem
Snorri bjó sjálfur við meiri
rausn en dæmi finnast til hér á
landi. Þar voru snilidarverkin
skráð og þar er Snorralaug.
Hessastaðir, núverandi forseta-
setur, voru í eign Snorra Sturlu-
•onar.
Hvar væri íslenzk tunga &
▼egi stödd, ef Snorra Edda hefði
aldrei verið skráð?
Hún var hinn ótæmandi Mím-
isbrunnur bragfrceði og goða-
fræði, sem íslenzk skáld, hag-
yrðingar og fræðaþulir, jusu af
og færðu fróðleiksfúsri alþýðu,
sem lifði í draumum fornrar
frægðar kynstofnsins, á löngum
köldum vetrarkvöldum á tímum
kúgunar og hvers konar hörm-
unga, sem náðu hámarki á 18.
öld.
Væri ekki óbætanlegt skarð í
fslenzkum bókmenntum, ef
Snorri hefði ekki ritað Egilssögu
og Heimskringlu?
Hvar námu bróðursynir
Snorra „Forn spjöll fira“ og frá-
sagnarlistina? Þeir Sturla lög-
maður Þórðarson, sem ritaði
Grettlu, Islendingasögu Sturl-
ungu og margt annarra rita og
Ólafur hvítaskáld Þórðarson lög-
sögumaður, er ritaði m.a. mál-
fræði og málskrúðsfræði, stór-
merkt rit.
Hver hefur ritað af meiri
þekkingu og list um goðafræði
germanskra þjóða, en Snorri
Sturluson? í því efni hefur hon-
um verið jafnað við Hómer,
goðsagna- og skáldjöfur Grikkja.
Hvar og hvenær hefur sagn-
fræði verið rituð af meiri list
og skilningi á viðfangseíninu en
í Heimskringlu?
Hafa ekki merkir sagnfræð-
ingar norskir og stjórnmálamenn
sagt, að rit Snorra hafi meira en
flest eða allt annað vakið þjóð-
armetnað og sjálfstæðisþrá
norsku þjóðarinnar?
Hvað er þá um þjóðarmetnað
Islendinga? Ritaði Snorri ekki
ræðu Einars Þveræings, fyrstu
•jálfstæðishvöt íslendinga?
Enginn maður hefur gert
meira en Snorri til þess, að ís-
lenzk tunga megi varðveitast um
alla framtíð.
Matthías kvað um íslenzkuna:
„Máli, sem hefur mátt að þola
meinin flest sem skyn má greina:
is og hungur, eld og kulda,
áþján, nauðir, svartadauða,
málið fræga, söngs og sögu,
sýnu betra guðavíní, —
mál, sem fyllir svimandi sælu,
sál og æð, þótt hjartanu blæði“.
Kristján konungur sjötti gaf
út, að undirlagi Harboes bisk-
ups, tilskipan um húsvitjun 27.
maí 1746 og húsagatilskipun 3.
júní 1746, sem hótuðu mönnum
gapastokk, ef menn læsu sögur
og eins var fyrirmælt um dans
og vikivaka. Þjóðdönsunum tókst
að útrýma, en sögunum ekki.
Þær voru orðnar of snar þáttur
af þjóðlífinu sjálfu til þess að
það mætti takast.
Hver hafði öllum öðrum frem-
ur skapað þetta viðnám með
þjóðinni?
Hversvegna átti íslenzka
þjóðin í tungu sinni ótæmandi
orðaforða, þegar nokkur hundr-
uð orð hefðu nægt til notkunar
við hin fábreyttu daglegu störf?
Það var arfleifð Snorra og
hinna fornu snillinga, sem gerði
þjóðina að menningarþjóð, þrátt
fyrir hörmungar og fátækt.
Þess vegna gat þjóðin risið úr
dvala og eins konar Þyrnirósar-
svefni, þegar okinu var aflétt
eftir 756 ár — og skipað sér
með sóma á bekk með öðrum
frjálsum menningarþjóðum.
Snorri lét fyrstur íslendinga
lífið á landi hér, vegna erlends
valdboðs.
Svo er að sjá af Sturlungu,
þar sem segir frá drápi Snorra
Sturlusonar, að Gizur Þorvalds-
son hafi veitt upp úr Arnbirni
presti heimilismanni í Reykja-
holti, hvar Snorri hafði fólgizt,
gegn því að heita griðum fyrir
Snorra. Er Gizur hafði gerzt grið
níðingur leggur Matthías, í kvæði
sínu „Víg Snorra Sturlusonar,“
Arinbirni presti m.a. þessi orð
í munn, þegar hann álasar Giz-
uri fyrir svikin:
„Snilldin hlýtur líf og lán,
Lýgin kvelst við skömm og
smán“.
Þá lét Matthías Arnbjörn prest
segja fyrir Flugumýrarbrennu,
þar sem Gizur missti konu sína
og þrjá syni á vofveiflegan hátt
—★—
Þau undur hafa gerzt og það
á þessum vetri, að íslenzkur
„sagnfræðingur“ hefur álasað
Snorra Sturlusyni og talið það
hans verk öðrum fremur, að ís-
land komst undir veldi Noregs-
konunga. Þetta leyfir „sagnfræð-
ingur“ sér að segja um þann
mann, er hið erlenda vald taldi
nauðsynlegt að ryðja úr vegi til
þess að geta yfirbugað sjálf-
stæðisvilja íslendinga, sem tókst
með atbeina Gizurar Þorvalds-
sonar 21 ári eftir víg Snorra.
•—★—
Ef Norðmenn eiga Snorra
Sturlusyni að þakka sjálfstæði
sitt öðrum fremur, þá á það ekki
síður við um íslendinga.
Islenzka þjóðin stendur í ó-
bættri þakkarskuld við Snorra.
Nú er tækifærið við endurheimt
handritanna að greiða þessa
þakkarskuld með því að kenna
hina nýju byggingu handrita-
stofnunarinnar og stofnunina
sjálfa við Snorra Sturluson.
—★—
Nefnd manna við Háskóla fs-
lands hefur nýlega lagt til að
skíra hina nýju byggingu fyrir
handritin „Árnagarð“. Er það
væntanlega eftir Áma assessor
Magnússyni, því að ég geri ekki
ráð fyrir, að átt sé við fræða-
þulinn séra Árna Þórarinsson,
þótt hann hafi gert garðinn fræg
an. Ámi assessor safnaði is-
lenzkum handritum, sumum að
gjöf, keypti sum og fékk sum að
láni með það fyrir augum að
flytja þau úr landL
Ekki fylgdi gæfa þessu safn-
arastarfL því að mörg handrit-
anna sukku í sæ á leið til Kaup-
mannahafnar og mikið af verð-
mætum handritum fórust í brun-
anum mikla í Kaupmannahöfn
árið 1728.
Árni assessor andaðist rúmu
ári síðar saddur lífdaga.
Hann og Páll lögmaður Vlda-
lín sömdu jarðabókina miklu og
manntalið 1703, sem hvoru-
tveggja hefur nú verið prentað.
Höfuðstarf Áma var handrita-
söfnun og athugun handrita, sem
hann skráði ýmsar athugasemd-
ir um. Ekki eru margir íslend-
ingar kunnir öðrum ritum hans,
enda eru þau rituð ýmist á latínu
eða dönsku.
Menn greinir á um það,
hvort handritasöfnun hans á ís-
landi hafi oirðið til meira gagns
en tjóns fyrir varðveizlu hand-
ritanna, því að fyrir slys og
bruna glataðist, að margra áliti,
mun meira af handritunum, en
líklegt er að farið hefði forgörð-
um við áframhaldandi geymslu
þeirra á Islandi, þrátt fyrir
svartnætti verzlunareinokunar-
innar dönsku.
—★—
Nú hafa Danir sýnt drengskap
og göfuglyndi með því að sam-
þykkja að skila handritunum
En átti Árni sjálfur ekki
að skila þeim hluta handritanna
í lifandi lífi eða gera ráðstafianir
til þess að þeim yrði skilað, sem
hann hafði fengið að láni?
—★—
Er ekki margt hinna fomu
sagna, sem handritin geyma ó-
metanleg snilldarverk?
Hvorir eru merkari — þeir
sem snilldarverkin sömdu og
létu rita hin fornu fræði á bók-
fell — eða hinir sem létu flytja
handritin úr landi með þeim af-
leiðingum, að mjög mörg þeirra
urðu Ægi og eldi að bráð?
Sá hluti handritanrna, sem
bjargaðist, hefur nú verið í nær
250 ára útlegð frá „sögueyjunni"
þar sem handritin máttu heita
hluti af þjóðarsálinnL:
--Á---
Eg held að flestum íslending-
um hljóti að finnast eðlilegra að
kenna hið nýja hús og handrita-
stofnunina sjálfa við Snorra
Sturluson, sem er einn af mestu
ritsnillingum mannkynssögunn-
ar, heldur en Árna assessor
Magnússon, þótt eflaust megi
segja honum margt til lofs.
Safnendur handrita e<5a lista-
verka geta aldrei orðið meiri
meistarar, en þeir sem sömdu,
máluðu eða meitluðu snilldar-
verkin.
Ekki bætir það úr skák, ef
þeim mistekst varðveizla snilld-
arverkanna, þótt af óviðráðan-
legum ástæðum sé.
„Sjaldan er ein báran stök“.
Og ekki er giftusamlegt að
kenna hina íslenzku handrita-
stofnun við Árna assessor Magn-
Svartolíukynding
fyrir stórt fjölbýlishús eða félagsheimili til solu.
Upplýsingar í síma 60192 milli kl. 12 og 1 og 7 og
11 næstu daga.
Stúlka óskast
í skartgripaverzlun. Tilboð með upplýsingum send-
ist Mbl. merkt: „8464“
usson.
Hinsvegar hefur starf Snorra
Sturlusonar orðið íslenzku þjóð-
inni gifturíkara, en starf nokk-
urs annars manns.
—★—
Einar Bervediktsson kvað um
Snorra m. a.:
„Trúnað manns mun veitast
vandL
vega fram, þar Snorri endL
Hver er sá, sem guðs um geim
glöggar mennsku auga renndi?
Aldrei hóf sig hærra í landi
hjartagreind á siðum tveim.
Seint mun faðma himnaheim
hugartökum stærri andL“
„Dýrðarminning. Dánarsaga.
Dómur lífs í Norðurhögum;
æsku vorrar vöggugjöf, —
vernd vors nafns 1 þjóðalögum.
Ljómi hátt til hinztu daga
höggin rún á tímans gröf
þar sem eyþjóð yzt við höf
erfði konung máls og braga.“
Öllum röddum köllum kemur.
Knýjum gígjur römmum hljómL
Gangi drótt til dómahrings,
drepi á streng og lyfti rómL
Ásgarðs heilög hirð, hún semur
hugarmenning íslendings.
Stígi fram á þrepum þings >
þjóð, sem málið endurnemur."
—★—
Er nokkur vitglóra I handrita-
stofnuninni nýju, ef þar á ekki
að starfa í anda og undir merkj-
um .þeirra, sem íslenzkt mál og
íslenzk menning á mest að
þakka? Hver stendur þar fram-
ar Snorra Sturlusyni?
Látum sannast orð þjóðskálds-
ins Matthíasar Jochumssonar, er
hann kvað um Snorra: Snilldin
hlýtur líf og lán“ og kennum
hina nýju byggingu handrita-
stofnunarinnar og stofnunina
sjálfa við Snorra Sturluson,
manninn sem mestum ljóma hef-
ur varpað á land og þjóð.
Til sölu m.a.
HÁALEITISBRAUT
Glæsileg ný 5 herb. íbúð á 4.
hæð. Suðursvalir, harðviðar-
innréttingar, tv. gler, teppa-
lögð.
ESKIHLÉÐ
Nýleg, rúmgóð 4ra herb. íbúð
á 4. hæð ásamt einu herb. í
kjallara. Laus strax.
ÁLFHEIMAR
Nýleg 5 herb. íbúð á 2. hæð
(endaíb.), tv. gler, teppalögð.
STÓRAGERÐI
Nýleg 4ra herb. íbúð á 3. hæð
ásamt einu herb. í kjallara,
teppi, suðursvalir.
BARMAHLÍÐ
3ja herb. íbúð í kjallara, þar
af eitt forstofuherbergL
SELTJARNARNES
Nýlegt 146 ferm. glæsilegt ein
býliahús á Nesinu. Húsið er
6 herb., eldh. og bað, með tv.
glerL harðviðarinnréttingum
og teppum. Allt á einni hæð,
bílskúrsréttindi.
VH» SJÁVARSÍÐUNA
á Seltjarnamesi höfum við
glæsileg raðhús á tveimur
hæðum. Seljast fokheld með
innb. bílskúr, múrhúðuð og
máluð að utan. Tvennar
óvenju stórar svalir.
Skipa- & fasleignasalan
KIRKJUH VOLL
Sínjar: 14916 oc 13842
HafnarfjÖrður
íbúðir til sölu
5 herb. 2. hæð í tvibýlishúsi
við Álfaskeið.
2ja herb. 3. hæð I nýju húsi
við Arnarhraun.
4ra herb. íbúð við Hólabraut
Bílskúr fylgir.
4ra herb. 2. hæð við Hraun-
kot ásamt risi.
4ra herb. íbúð í eldra húsi við
Suðurgötu.
í Garðahreppi
Glæsileg fokhelt einbýlishús
150 fm., auk þess 40 fm. í
kjallara.
ÁRNI GRÉTAR FINNSSON
hdl., Strandgötu 25, Hafnarf.
Sími 51500.
Fjaðfir, fjaðrablöð, hljoðkútat
púströr o.fl. varahlutir
j margar gc.ðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Simi 24188.
Til sölu
Hafnarfjörður
Köldukinn
2ja herb. íbúð á jarðhæð,
lítil útborgun.
Unnarstígur
2ja herb. Ibúð á 1. hæð
ásamt 2 herb. í risi. Lítil
útborgun.
öldugata
3ja herb. fbúð S 1. hæð
um 80 ferm. Ræktuð og gint
lóð.
Hringbraut
3ja herb. Ibúð á I. hæð, 90
ferm., bílskúrsréttur, laus
nú þegar.
Kelduhvammur
Tvær 5 herb. íbúðir á jarð-
hæð og 1. hæð í smíðum.
Brekkuhvammur
Einbýlishús á tveim hæðum,
á efri hæð 5 svefnherbergi
og bað, á neðri hæð stofa,
húsbóndaherb., eldh., snyrti
herb., geymsla og þvottahús.
Einbýlishús
6—7 herb. einbýlishús við
Hringbraut.
EinbýlLshús
3ja herb. einbýlishús við
Norðurbraut
Skip og fasteignir
Austurstræti 18. Sími 21735.
Eftir lokun 36329
HafnarfjÖrður
Til sölu meðal annars:
4ra herb. timburhús í Vestur-
bænum. Verð kr. 360 þúa.
Glæsileg 5 herb. efri hæð við
ölduslóð. Sérhiti og sérinng.
Verð kr. 250—1300 þús.
5 herb. einbýlishús við Hverf-
isgötu með bílskúr.
3ja herb. íbúðir við Hring-
braut og Norðurbraut.
Árni Gunnlaugsson, hrl.
Austurstræti 10, HafnarfirðL
Sími 50764, 9—12 og
Til sölu
Glæsilegt parhús á fögruim
stað við Hlíðarveg í Kópa-
vogi, eldhús, stofur og sal-
erni á neðri hæð. 4 herbergi
bað og svalir á efri hæð.
Fullfrágengið utanhúss. Frá
gengin gata.
Ódýr 3ja herb. ibúð í gamla
bænum. Verð kr. 560 þús.
Lítil útborgun sem má
skipta.
AIMENNA
FASTEI6HASAIAN
UW0ARGATA9.2ÍSÍJLÍ21S2