Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1967. 17 VÍNLANDSKORTIÐ er komið hingað fcil lands og ýtir við ótal vandamálum varðandi siglingar forfeðra vorra til Norður-Ame- ríku á víkingaöld og svonefnd- an „fund“ sama heimshluta á þeirri 15. Okkur íslendingum hlýtur að vera það nokkurt metn aðar- og kappsmál, að staðreynd nm þeirrar sögu sé ekki stung- IS undir stól, heldur séu þær vegnar og metnar undanbragða laust af raunsæi og hlutlægni. Við eigum fullgildar heimildir fyrir því að Bjarni Herjólfs- son, Bratthlíðingar á Græn- landi og íslenzkir farmenn eins og Þorfinnur karlsefni Þórðar- son sigldu margoft vestur yfir haf tii Marklands og allt suð- «r á Vínland. Síðasta Mark- landsfarið, sem um getur í áreiðanlegum heimildum, lenti f Straumfirði á Snæfellsnesi 1347, og staðreyndir um lönd handan úfchafsins voru skráðar á bækur lærðra manna 1 Evrópu þegar á 11. öld. Þótt írar og Wales-búar eigi sér sagnir um landaleitarsiglingar ævintýra- hetja sinna á miðöldum, þá er þess að gæta, að allar þær sagn ir virðast yngri að stofni en Vínlandsferðir víkinga og eru /OO 90 80 70 60 SO 40 JO ZO. ° —„ ,,-r;,70 / WMrnm pR E / / e ‘’^C.Ch.dtey ■%. / \ \ \ \ \ \Wwm ■vT^ MmWMM ^ \ Y\ ’JTirrrr.. 7 ubavn/ \ r% EW ./i ýL A N D j . Nvr l /\v '''HIptx/w \ s* \ ■ W/ffly/ \ * s \ s \ |;\ /*<^>W///////////, // L-" n\ , ^ Islcmd^ ' - «. \ \/ /M, \ \t k v.Bordeau ■*.// \, - iijf\\/,<,‘ / 1 fí»' puÆsþ* N0RTH ATLAN J/ * 1 / Sca/e afórig paral/el S( / Ax> o Mt/es 0* / ■ *-■ j 1 - — — Direction of Cor \ JwgmmmkK ric \ / r \ y \jsiQck Pjörn Þorsteinsson: Enskir Islantísfarar sigldu til Ameríku á undan Kólumbusi sennilega til orðnar fyrir 'áhrif frá þeim. Allir málsmetandi fræði- menn munu viðurkenna, að vík ingar hafi siglt til Norður- Ameríku og kannað austur- strendur hennar um árið 1000 og haldið því áfram eitthvað fram eftir 11. öld og jafnvel fram á 12. öld. Menn draga ekki sannleiksgildi íslenzkra frásagna um þessi efni í efa, heldur véfengja ýmsir, að tengsl séu milli landkönnunar- ferða víkinga vestur yfir At- lantshaf og siglinga Genúa- manna, Spánverja og Englend- inga til sömu landa á 15 öld. Þannig lýsti Nicola Calvini, prófessor við Kólumbusar stofn unina í Genúa, yfir í okt. 1965, að það skipti frægð Kólumbus- ar engu máli, þótt norrænir vík ingar hefðu siglt til Ameríku á undan honum; landkönnun þeirra hafi ekki haft neitt sögu legt gildi, hvorki orðið undan- fari neinnar atburðarrásar né sögulegrar þróunar. í nær 500 ár hefur það verið ftölum og Spánverjum sálu- hjálparatriði, að hann Kristófer þeirra Kólumbus hafi fyrstur evrópskra manna fundir Ame- ríku. Fyrstúr hvítskinna mun hann víslega hafa litið San Salvador og ýmsar aðrar eyjar í Karíabahafi, en sæfarar frá ýmsum þjóðum Vesturlanda munu hafa heimsótt Norður- Ameríku, áður en hann lagði á Atlantshaf í frægðarförina 1492. tslandsfarar frá Bristol. „Það er • álitið öruggt, að höfð ann, sem gengur af fyrrgreindu landi (þ.e. Nýfundnalandi), hafi menn frá Bristol fundið og uppgötvað „en otros tiempos", en þeir fundu Brazil, eins og yðar náð er fullkunnugt. Það var nefnt Brazil-eyja, og það er álitið og því er trúað, að það sé meginlandið, sem Bristol menn fundu.“ Þetta er klausa úr fréttabréfi, sem Englendingur að nafi John Day skrifar Stóraðmírálnum af Kastillíu, Kristóferi Kólumbusi, veturinn 1497-98. Bréfið fjallar aðallega um leiðangur Johns Cabots 1497 til Nýfundnalands, sem um þessar mundir gekk undir nafninu Brazil, en hann hefur löngum talizt fyrsti finn- andi og landkönnuður Norður- Ameríku. Skjal þetta fannst á Spáni 1956 og er tvímælalaust merkasta uppgötvun, sem gerð hefur verið í landfundasögu Norður-Ameríku á þessari öld. 1 klausunni hér á undan seg- ir, að Kólumbusi sé það full- kunnugt, að menn frá Bristol hafi fundið og kannað Ný- fundnaland „en otros tiempos“. Menn hafa deilt um merkingu síðustu orðanna, en þau tíma- setja fyrstu siglingu Englend- inga yfir Atlantsháf. Langflest- ir, sem um þessi mál fjalla, álíta að þau merki „í gamla daga“ og meðal þeirra er Spán- verjinn Romero, sem hér starf- aði í eina tíð. Miklu færri telja hins vegar, að hugtakið merki eða öllu heldur geti merkt „áð- ur fyrr“ eða jafnvel aðeins „áð- ur“. Meðal þessara fáu er mikl- ir fræðimenn og sérfræðingar í landfunda- og siglingasögu. Hinn dálítið sérstæði skilning- ur þeirra á hugtakinu er sprott- inn af því, að þeir telja óhugs- andi, að Englendingar hafi vit- að um legu Ameríku fyrr en eftir 1480. Þann 15. júlí þ.á. gerir John Jay yngri, kaupmað- ur í Bristol, út 80 tonna skip ásamt nokkrum öðrum útgerð- armönnum í borginni til þess að leita eyjarinnar Brazil vestur af írlandi. Eftir 9 vikna útivist hrekur skipið til hafnar á ír- landi án þess að hafa fundið fyrirheitna landið. Leiðangurs- stjóri var Thloyd, Thomas eða John Lloyd, .reyndasti sjómaður Englands“, eins og hann er titl- aður í heimildinni. Þann 6. júlí árið eftir leggja enn tvö smáskip úr höfn í Bris- fcol. Sigling þeirra þykir grun- samleg, og um haustið lýsa út- gerðarmenn yfir því, að þeim hafi ekki verið ætlað að reka verzlun erlendis, heldur átt að leita eyjarinnar Brazil. Af þessum heimildum er ein- ungis hægt að draga þær álykt- anir, að um 1480 hafi Bristol- menn haft einhver hugboð um lönd handan úthafsins vestur af írlandi. Bréf J. Day‘s gefur til kynna, að þeir hafi kannað strendur Austur-Kanada í gamla daga, a.m.k. einni eða tveimur kynslóðum fyrir 1497, en verið farnir að ryðga í landafræðinni um þær mundir. Allar heimildir um siglingar J. Cabot’s vestur yfir Atlantshaf 1496 og ’97 benda til þess, að enginn af áhöfn hans hafi verið kunnugur siglingaleið- um yfir hafið og löndum vestan þess. Þar með munu allir þeir Englendingar, sem fyrstir stigu fæti á amerískt iand, hafa verið komnir undir græna torfu eða sokknir í hafið um 1500. Fundur Norður-Ameríku 1497 mun því ekki vera árangur landaleitar, sem hófst frá Bristol um 1480. Þeir atburðir draga slóða lengra aftur í tímann. Það sannar ekk- ert um landfræðiþekkingu sæ- fara, að þeir hreppi hafvillur. Þess eru ærin dæmi frá öllum öldum seglskipanna, að þau kom- ust ekki ávallt á ákvörðunarstað, þótt áhafnir væru öllum leiðum kunnugar. Allt frá víkingaöld og fram um 1400 voru þegnar norska rík- isins einráðir á úthafinu, opnu norður Atlantshafi, af því að þeir einir Evrópubúa stunduðu út- hafssiglmgar. Þá lágu ísland og Grænland á yztu mörkum ver- aldar, en þangað sigldu menn aðallega frá Björgvin, og þar áttu Englendingar sér fastar bæki- stöðvar. Síðasta Grænlandsfarið, sem afdráttarlausar heimildir greina á miðöldum, lenti í Noregi 1410. Það ér ekki öruggt, að það hafi lent í Björgvin, en hafi svo ekki verið, þá sóttu farmennirnir þangað von bráðar. Um sömu mundir eða fáum árum áður taka Englendingar að sigla til íslands og stefndu brátt hingað miklum flota til fiskveiða og verzlunar. Bristolmenn hófu Ísl'andsferðir um 1420. Þeir sigldu suður um írland, stundum með viðkomu í Galway, og höfðu hér bæki- stöðvar við Faxaflóa og á Snæ- Helztu siglingaleiðir um NorS ur-Atlantshaf á miðöldum. Noregur (Björgvin) — fsland: oftast árlegar ferðir frá því um 870 og út miðaldir, en fá skip (6) venjulega í förum, og færri eftir 1400. Noregur — Grænland: stopul- ar ferðir frá þvi um 986 og fram um 1400. Sjaldan nema eitt skip í förum. fsland — Grænland: stopular ferðir frá því um 981 og fram um 1400. Grænland — Markland: stop- ular ferðir frá því um 986 til 1347, en hafa getað haid- izt lengur. frland (Galway) — ísland: stopul vikingaaldarleið, en ferðir hefjast að nýju með skipum frá Bristol um 1426 og haldast fram um 1530. TJm 10 skip í förum á 15. öld, en fækkar í lok aldar- innar. England (austurströnd) — fs- Iand: stopul vikingaaldar- leið, en ferðir hefjast að nýju skömmu eftir 1400. Frá því um 1420 til um 1532 eru um 100—150 skip í förum árlega. Hansaborgir (Hamborg, Lii- beck o.fl.) — fsland: beinar siglingar hefjast um 1470 og aukast eftir það smám sam- an. Um 1530 höfðu Þjóð- verjar náð undir sig mikl- um hluta íslandsverzlunar- innar. Eftir það stunda Englendingar hér aðallega fiskveiðar. fellsnesi. Þeir sigla þvi vestast allra manna um úfchafið á 15. öld, og gefur auga leið, að þá hefur oft borið undir Grænland og jafnvel til enn vestlægari landa. Þá áttu þeir hér skipti við þá ís- lendinga, sem hefur verið einna bezt kunnugt um landaskipan vestan AtlantShafs. Þannig hafði Marklandsfar grænlenzkt lent við Snæfellsnes 134)7, og Græn- lendingasaga er varðveitt í handriti, Flateyjarbók, sem lengi var við Breiðafjörð. Auk þess áttu Englendingar á 2. og 3. ára- tug 15. aldar margs konar skipti við íslenzka Grænlandsfara. Þannig tóku þeir Brand Hall- dórsson ríka höndum um 1420, en hann hafði verið vígsluvottur í Hvalseyjarfjarðarkirkju á Grænlandi árið 1408. Þá voru þar gefin saman í kirkjunni Þor- steinn Ólafsson, síðar lögmaður á Stóru-Ökrum í Skagafirði, og Kristín Björnsdóttir, en við þau átti enski biskupinn á Hólum, Jón Yilhjálmsson (1426-34), margs Konar skipti. Biskup þessi hrökklaðist úr landi eftir morðið á Jóni Gerrekssyni og lézt á Englandi. Þá gengu fs- lendingar mjög í þjónustu Eng- lendinga og voru á skipum þeirra. Snemma á 15. öld hefur Frámhald á bls. 21. Hafskip í lok 15. aldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.