Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 11
11 MOrnJUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1967. — Er það áberandi að Kjarvalsmyndir seljist öðr- um betur? — Myndir eftir Kjarval og Ásgrím seljast mest og jafn- framt nokkuð jafnt. — Hvað ertu búinn að láta gera eftirprentanir af myndum eftir marga málara? -t-. Þeir eru nú um 20 og er það ætlunin að bæta við smátt og smátt, eftir því sem tök verða á, en það er orðið mjö-g dýrt að láta prenta slík ar myndir. Fram til þess hef ég að mestu láiið prenta myndirnar í Hollandi, en nú erum við byrjaðir að gera þetta sjálfir og það hefur heppnast með miklum ágæt- um. Bókaútgefandi i 40 ár Nú vindum við okkar kvæði 1 kross með því að spyrja Ragnar hversu lengi hann séi. búinn að vera bókaútgef-. andi? — Það eru vist orðin tæp 40 ár. Við byrjuðum saman I með forlagið Heimskringla ég cg Kristinn Ándrésson ,skipt um síðan og fylgdu þá nokkr- ir höfundar t. d. Laxness og Þórbergur mér, en aðrir voru áfram hjá Kristni. — Mannstu hvað var fyrsta bókin sem þú gafst út? — Fyrsta bókin sem ég gaf út á eigin nafni var ljóðabók Guðmundar Böðvarssonar: Kysstu mig sól. Ég var ný- lega að taka það saman hvað ég væri búinn að gefa út marg •r bækur og munu það vera um 1000 titlar alls. — Og mest eftir íslenzka höfunda? — Já. Lang stærsti hlut- Inn. Við éigum reynd- »r mjög margar bækur í þýð- ingu, en höfum ekki komið þeim að. Kapitalið verður að ráða hvað við komum miklu út og svo virðist nú að is- lenzkir höfundar séu það frjósamir og vaxandi að þeir fylli út í þann ramma sem við verðum að setja okkur. — Það er gróska í íslenzk- um bókmenntum núna? — Þær eru mikið að lifna við núna og komast á það blómaskeið sem málaralistin náði fyrir svona 5 árum. Já, það er að kvikna á perunni hjá rithöfundum og það eru znargir ungir höfundar sem nú eru að skrifa bækur. Ég býzt þannig við að á þessu éri gefi ég út bækur eftir 4 unga höfunda. Þar af verða tveir með sínar fyrstu bæk- ur. Svo veit ég ekki annað en að það komi bækur eftir Jóhannes Helga og Ingimar Erlend Sigurðsson á þessu éri. Fremur fátitt a75 hækur •eljist upp á fyrsta ári — Segðu mér Ragnar, hvernig seljast bækur uingra höfunda? — Það er dálítið upp og «fan. Það er nú þannig »neð marga höfunda að þótt þeim takizt illa í byrjun þá halda þeir áfram að skrifa og geta #ér nafns sem ritfhöfundar og þá fara bækur þeirra að seij- ast. Það er stór galli að hér •kuli ekki vera til stór bóxa- verzlun þar sem hægt væri að hafa allar bækur til sölu á einum stað. — Er það ekki fátítt að bækur seljist upp á einu ári? — Það kemur nokfcuð oft fyrir og aftast einhver. Nú erum við t.d. búnir að se'ja upp bók Guðbergis Bergsson- ar: Tómas Jónsson — met- aölubók. Það kemur varia fyrir að bækur ungra aöf- unda seljist þannig en bók Guðbergs skar sig úr, hún fékk mjög góða dóma. Ann- ars er í raun og veru gefið ét meira af bókum heldur en markaðurinn þolir og bóka útgáfa, þvi óaðbær atvinnu- grein. Ég er nú samt alltaf að vona að allir gangi í iið með þessari gömlu tratisjón. Sjónvarpið kemur 1 staðinn fyrir eittihvað, fram hjá þvi verður ekki komizt, nema far ið verði inn á sömu braut hér- lendis og víða er gert erler.d- is, en þar er sjónvarpið not- að til þess að vekja atihvgli á bókmenntum og listum. Ég er reyndar alveg viss um að bókin á eftir að standa sig ef að henni er hlúð. Eins og er býr bún hins vegar á margan hátt við miklu verri skilyrði heldur en í öðrum löndum og má til nefna sem dæmi, tolla á pappír og bók- bandsefni, sem er í sjálfu sér hlægilegur hlutur. Bókband er heldur ekki eins vélrænt hérlendis og þar af leiðandi dýrara, en ihér finnst þar Böðvar Pctursson, verzlunarstjóri. vega á móti að það er persónu legra og fallegra. — Kaupir ekki fólk fremur innbundnar bækur en óbundn ar? — íslendingar eru þannig, að þegar þeir kaupa bók gera þeir ráð fyrir að hún verði lesin oft og kaupa þaer þvi í bandi. Ég hef verið að segja við bókakaupendur að þeir skyidu kaupa óbundnar bæk- ur, því að þeir læsu þær ekki nema tvisvar til þrisvar smn- um. En eins og ég sagði: Fólk reiknar yfirleitt með að líta í bækurnar miklu oftar og þá þurfa þær að vera í bandL Fleiri áhugamenn um listir en í nokkru öðru landi — Er það stór hópur manna sem er forvitinn um það sem er að gerast í bókmenntum og listum? — Það eru ef til vill ekki svo ýkja margir sem eru for- vifnir um beinar nýjui^gar í bókmenntum, en það eru margir bókmenntalega sinn- aðir og þó að bók seljist ekki nema í 1500 eintökum þá er hún lesin af fimm sinnum fleirL bæði gegnum söfn og lánaðar frá heimilunum. Eitt dæmi get ég sagt þér um slíkt. Ég gaf lækni á einu af sjúkra- húsunum hérna Borgarlíf þeg ar hún kom úl og hann lánaði kunningja sínum bókina, þar sem hann sjálfur var að fara til útlanda. Var hann erlend- is í nokkra mánuðL. en þegar hann kom heim og fékk bók- ina aftur í hendur voru 23 búnir að fá hana lánaða. Ég hef líka tekið eftir þvi að maður hittir varla þann Framhald á bls. 19. Laufásvegi 12. — Sími 19790. Hve oft hafa menn ekki óskað að skilrúmin milli herbergja á skrifstofum væru færanleg. Rone-Vickers hafa 60 ára reynslu í framleiðslu færanlegra stál-skilrúma, sem eru hljóðeinangruð og eldvarin, lökkuð og tilbúin til uppsetn- ingar, sem er bæði fljótleg og handhæg. Um ýmsar gerðir og liti að velja. Sýnishorn á skrifstofu okkar, og allar nánari upplýsingar. H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.