Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1967.
BÍLALEIGAN
FERD
SÍMI 34406
Bensín innifalið í leigugjaldi.
SENDU M
MAGíNlÚSAR
SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190
eftir lokun sSmi 40381
siH11-44-44
MmfíBIR
Hvcrfisgötu 103.
Sími eftir lokun 3116ð.
LITLA
bíloleigan
Ingólfsstræti 11.
Hagstæt.t leigugjald.
Bensin innifalið í leigugjaidi.
Síffi/14970
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir íokun 34936 og 36217.
f .—1BHJKlf/BAff
iPÆiuyjigy
RAUOARARSTIG 31 SIMI 22022
HÖRÐUR ÓUAFSSON
hæstaréttarlögmaður
Löggiltur dómtúlkur og
skjalaþýðandi (enska)
Austurstræti 14
10332 — 35673
t*.—. m
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu sæng-
urnar, eigum dún- og fiður-
held ver, gæsadúns- og
dralon-sængur og kodda af
ýmsum stærðum.
Dún - og
fiðurhreinsun
Vatnsstíg 3. Sími 18740.
örfá skref frá Laugavegi).
Timburhúsin
Gamall Reykvíkingur
skrifar:
„Kæri VelvakandL
Ég er einn þeirra mörgu,
sem hræddic eru við gömlu
timburhúsin. Við þurfum ekki
vitnanna við. Einn stórbrun-
inn enn. Raflagnir í þessum
gömlu húsum eru komnar til
ára sinna. Lítið þarf út af að
bregða. Þá furða þau upp á
svipstundu.
Þessvegna langar mig til
þess að koma fyrirspurn á
framfæri við hlutaðeigandi
yfirvöld! Er gert nógu mikið
til þess að tryggja að eðlilegt
viðhald sé á raflögnum í gömlu
timburhúsunum? Eru þær
yfirfarnar reglulega — á til-
teknu árabili? Ef svo er ekki
ætti að hefja það nú þegar.
ÖJlum er ráðlegt að fara gæti-
lega í þessum sökum. Menn
skyldu aldrei vera of vissir um
að Guð og gæfan gæti alls og
geri okkar aðgát óþarfa.
— Gamall Reykvíkingur.*‘
Loftleiðavegur
Hóteigestur skrifar:
„Velvakandi,
Ég er utanbæjarmaður, sem
alloft þarf að koma til Reykja-
víkur ár hvert í viðskiptaer-
indum. Ég hef búið á Loftleiða-
hótelinu nokkrum sinnum að
undanförnU og mig langar til
þeSs að benda á það, að veg-
urinn út að hótelinu — þ.e.a.s.
frá Miklatorgi — er algerlega
óviðunandi. Þeir segja að flug-
brautirnar séu slæmar, en
mér er nær að halda að þessi
vegspotti sé enn verrL
Auk þess er brún nauðsyn &
að leggja einhvers konar
gangbraut frá hótelinu upp að
Miklatorgi. Ég hef veitt því at-
hygli að margir hótelgesta,
einkum útlendingar, ganga nið
ur í bæ þegar sæmilega viðrar
— og jafnvel þótt veðrið sé
ekki það bezta. Þá gengur
þetta fólk meðfram akbraut-
inni (ef hægt er að nefna hana
því nafni) og er algerlega
varnarlaust i votviðrL Þessi
bráut er hefnilega niðurgrafin
á kafla og þar safnast vatnið
í stóra polla sem vegfarendur
fá svo yfir sig, þegar bílar aka
þarna um — og bílaumferðin
er orðin æði mikil á þessari
braut.
Þessi gönguferð er fyrsta
reynsla margra útlendra gesta
af landi okkar — og við, sem
alltaí erum að reyna að tjalda
því, sem til er, getum ekki lát-
ið þetta viðgangast lengur.
Jafnvel þótt engir útlendingar
ættu í hlut, jafnvel þótt íslend-
ingar einir g^ngju þarna um
— já, þá er þetta með öllu
óviðunandL — Hótelgestur í
Reykjavík."
Skautasvellið
íþróttaunnandi skrifar:
„Yelvakandi góður,
Ég sá það í dálkunum þín-
um fyrir nokkru, að bréfritari
minntist á að við þyrftum að
eignast skautahöll hér 1
Reykjavík. Mig langar til þess
að taka undir þessa ósk og
hvetja íþróttaforystuna til þess
að láta málið til sín taka.“
Kvikmyndahúsin
Austurbæingur skrifar:
„Kæri Velvakandi,
Ég sá það í blaðaviðtali I
vetur að forstjóri eins kvik-
myndahúsanna kvartaði yfir
því að sjónvarpið hefði dregið
úr aðsókninni hjá þeim að
kvikmyndunum. Svo kvartaði
Þjóðleikhússtjóri líka yfir
sjónvarpinu, þegar hann kom
fram á blaðamannafundi í sjón
varpi í síðustu viku.
Vitanlega er það slæmt, ef
menningarstarfsemin í kvik-
mynda- og leikhúsum verður
að lúta í lægra haldi fyrir sjón
varpi. En við getum huggað
okkur við að sjónvarpið er
líka menningartæki og vænt-
anlega veitir það okkur eitt og
annað af sama tagi og fyrr-
nefndu menningarstöðvarnar.
Að vísu má segja — og það
með sanni — að ekki geri mik-
ið til þótt fólk flykkist ekki á
allar myndir kvikmyndahús-
anna, því sumt af því, sem
þau eru að sýna okkur, er
bölvað rusl, sem fólk ætti ekki
að eyða sínum dýrmæta tíma
í að sjá.
Svo er það annað, sem við
verðum að taka tillit til: Kvik-
myndahúsin í Reykjavík eru
óeðlilega mörg miðað við það,
sem tíðkast í nágrannalöndum
okkar — í bæjum á stærð við
Reykjavík. Ef einhver kvik-
myndahús heltast úr lestinni
ætla ég að vona að „fjárhúsin"
fjúki á undan hinum raunveru
legu kvikmyndahúsum. Ég
nefni engin nöfn.
— Austurbæingur.**
Frímerki
Frímerkjasafnari skrifar:
„Velvakandi,
Viltu ekki beina þeirri
spurningu til póstmálayfirvald
anna hvort ekki sé von á nýj-
um flugfrímerkjum á næst-
unni. Langt er nú síðan sið-
ustu flugmerki voru gefin út
og færi vel á því að fyrsta is-
lenzka þotan yrði sett á frí-
merkL Slíkt gera flestar aðrar
þjóðir.
Ég vil líka benda á það, að
tilvalið væri að helga land-
helgisgæzlunni eitt frímerki,
einnig íslenzku lögreglunnL
sem unnið hefur gott starf. Ég
er ennfremur viss um að mynd-
ir af íslenzkri nútímalist (ég á
þar við höggmyndir) mundu
vekja athygli á frimerkjum. —
Ég er ekki að benda á þetta
vegna þess að ég sé óánægður
með þau frímerkL sem gefin
hafa verið út að undanförnu.
Síður en svo. Þau hafa verið
frábær — mörg þeirra.
— Frímerkjasafnari.*1
^ Páskaferðirnar
Ferðalangur skrifar:
„Kæri Velvakandi,
Viltu ekki kom þvi á fram-
færi við ritstjórana að þeir
birti yfirlit yfir þær páska-
ferðir, sem nú er völ á. Allar
ferðaskrifstofuínar auglýsa
hver í kapp við aðra og ég er
orðinn alveg ruglaður í þvL
sem er á boðstólum. Ég vildi
helzt hafa þetta greinargott
yfirlit með verðupplýsingum
o. s. frv. — Með fyrirfram
þökk. — Ferðalangur."
■fr Tvær ráðþrota
Og svo koma loks tvð
„táninga-bréf“, fremur nýstár-
leg í bréfakörfu Velvakanda.
Ein 16 ára skrifar:
„Kæri VelvakandL
Ég er orðin sextán ára og
foreldrar mínir skipta sér ena
af því ef ég fer út á kvöldin.
Finnst þér þetta ekki full
langt gengið?“
Svar: Sextán ár eru auðvit-
að óskaplega hár aldur, en þú
ert þó ekki orðiri amma. Gefðu
foreldrum þínum fjögur ár til
að jafna sig á því að þú ert að
verða fullorðin, en eftir það
ættirðu ekki að þurfa að biðja
um leyfi.
Hitt bréfið hljóðar svona:
„Velvakandi,
Þú ert alltaf svo ráðagóður.
Ég er sautján ára og ægilega
skotin í stráki, sem er lika
skotinn í mér. En hann er bara
með svo stórt nef.
Hvað á ég að gera?“
Svar: Helzt ekki neitt.
Til sölu
5 herb. lítið einbýlishús í gðmlu borginni. Húsið
sem er tvær hæðir er vel við haldið. Sérlega
smekkleg og vönduð innrétting. Hagstætt verð.
Skipti á 3ja—4ra herb. íbúð í sambýlishúsi koma
til greina.
Höfum kaupanda að vandaðri nýlegri 2ja—3ja
herb. íbúð í sambýlishúsi í Háaleitishverfi eða
Holtunum. Góð útborgun.
Fasteignaþjónustan.
TIL SOLU I SMIDUM
2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir við Hraunbæ.
íbúðimar eru seldar tilbúnar undir tréverk og
málningu með fullfrágenginni sameign. Til-
búnar í marz og júní n.k.
Fokhelt einbýUshús við Hraunbraut í Kópa-
vogi.
Fokhelt einbýlishús á Flötunum í Garðahrepþi.
170 ferm. efri hæð í tvíbýlishúsi við Nýbýla- t
veg, nánast fullbúin én ómúrað að utan.
TILBUNAR IBUDIR
2ja herb. íbúð á 7. hæð við Ljósheima.
3ja herb. kjallaraíbúð í þríbýlishúsi við Lang-
holtveg.
3ja herb. hæð við Hrísateig auk steypts bíl-
skúrs.
3ja herb. góð íbúð við Grettisgötu, skipti á
2ja herb. íbúð hugsanleg.
3ja—4ra herb. rishæð við Túngötu.
5 herb. falleg íbúð á 4. hæð við Bólstaðarhlíð.
ENNFREMUR
Mjög skemmtileg 5 herbergja efsta hæð I þrí-
býlishiisi við Sólheima. íbúðin er tvær stofur,
3 svefnherb. auk þvottahúss á hæðinni. Útsýni
fallegt, stórar svalir hagkvæmt verð og
greiðsluskilmálar.
Mjög glæsilegt einbýlishús við Digranesveg í
Kópavogi. Húsið er 4 ára með nýtízkulegum
innréttingum og allur annar frágangur til fyr- I
irmyndar.
FASTEIGNA
SKRIFST0FAN
BJARNI BEINTEINSSON HDL. JQNATAN SVEINSSON LÖGFR. FTR.
AUSTUfiSTRÆTI 17 (HÚS SILLA OG VALDA) SlMI 17466