Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 20
20
MÖRGUNBLÁÐTÐ. MIÍ)VIKUbÁGUÍl l5. MÁRZ Í&67.
Sovézkum sendiráðsstarfs-
mönnum vísað úr landi
Peking, 13. marz, NTB, AP
KfNA vísaði á laugardag úr
landi tveimur sovézkum sendi-
ráðsstarfsmönnum í Períng og
sakaði þá um ofsóknir á hendur
kínverskum starfsmönnum við
sendiráðið. Báðir fóm sendiráðs-
starfsmennirnir, N. G. Natasjm
og G. A. Jedanoy áleiðis til
Moskvu í dag, mánudag. Sovét-
rikin og Kina hafa ekki fyrr, svo
kunnugt sé, vísað sendiráðsstarfs
mönnum hvors annars úr landi.
Um hundrað starfsmenn úr
sendiráðum Sovétríkjanna,
Mongólíu og sendiráðum ýmissa
A-Evrópulanda fylgdu hinum
brottreknu á flugvöllinn. Ekki
kom þar til neinna mótmælaað-
gerða, sem margir höfðu búizt
við, en þuldar voru í hátalara
ásakanir þar sem á sendiráðs-
starfsmenninga voru bornar og
höfð uppi áróðursspjöld f jandsam
leg Sovétríkjunum.
Ekkert har til tíðinda við
komu sendiráðsstanfsmannanna
til Moskvu og enginn sérstakur
viðbúnaður við komu þeirra. Að
spurðir sögðu þeir að enginn fó<t
ur væri fyrir ásökunum Kín-
verja um ofsóknir á hendur k'n
verskum starfsmönnum við
sendiráðið í Peking, ás'>konirnar
væru „uppspuni og hrein ögr-
un“.
Rauðir varðliðar hónuðust sam
an úti fyrir hliðinu að sendiráði
Sovétríkjanna í Peking á sunnu-
dag en létu hverffi nærri eins
illum látum og í fyrra mánuði
er allt ætlaði þar af göflunum að
ganga. Ástæðan þessu sinni var
fréttatilkynning í Pekingútvarp-
inu þess efnis að sovézkir landa-
mæraverðir hefðu látið dólgslega
í kínverskri járnbrautarlest í
smáborg á landamærum ríkjanna
og hefðu lestarstarfsmenn sætt
meiðingum en ritverk eftir Mao
Tse Tung sem í lestinni voru
gerð upptæk.
Júgóslavneska fréttastofan Tan
jug hefur það eftir fréttararitara
sínum í Peking að rauðu varð-
liðarnir séu nú sem óðast að láta
af allri „götustarfsemi" og snúi
sér að öðrum verkefnum, m.a.
skólagöngu. Hefur fréttaritarinn
þetta úr málgagni kommúnista-
flokksins kínverska, Rauða fán-
anum, þar sem segir í flokki rit-
stjórnargreina, að „virkri þátt-
mannanna sem til Kanton kom
töku“ rauðu varðliðanna í „götu
starfsemi“ sé nú lokið og nýr
þáttur í starfi þeirra taki við.
Blaðið segir einnig að aðrir munu
koma í stað þeirra stað og fá
þvi framgengt sem þeim hafi
ekki tekizt.
Óeirðir í Kanton.
Ferðamenn sem komu til Hong
Kong í dag frá Kanton sögðu
að nýverið hefði komið til átaka
með hermönnum, sendum til
borgarinnar norðan úr Kína og
verkamönnum og bændum þeim
fjandsamlegum. Sögðu ferða-
mennirnir að tvisvar hefðu orð-
ið blóðug átök í borginni og
mannskæð en hermennirnir
hefðu skotið á mannfjöldann sem
í móti stóð. Var hermönnunum
borið á brýn að þeir kúguðu
borgarbúa.
... og Kwantung
Aðrir ferðamenn greindu frá
síaukinni andstöðu gegn Mao Tse
tung £ Kwantung-fylki og sögðu
að herlið það sem senit hefði ver
ið þangað norður dygði hvergi
nærri til þess að berja niður alla
mótspyrnu gegn Mao og hefði
þurft að fá til viðbótarstyrk frá
nágrannafylkjunum. Einn ferða-
mannanna sem til Konton kom
fullyrti að á veggblaði í Kanton
hefði því verið lýst yfir að þar
í héraði væru að minnsta kosti
300,000 andstæðingar Maos.
Vonlr að engu orðnar
Dagblað þjóðarinnar sagði í
grein í dag að menningarbylting
in hefði gert æsku Kína að traust
um arftökum fyrstu kynslóðar
kínverskra kommúnista. „Vonir
Vesturlanda um friðsamlega þró
un, hófsemd og annað eftir því
eru að engu orðnar" sagði blað-
ið. Fréttina hermdi fréttastofan
Nýja Kína.
í Peking-dagblaðinu í dag var
hvatt til aukinnar landbúnaðar-
framl. og var hvatningin birt
á forsíðu blaðsins. Sagði blaðið
að miðstjórn kommúnistaflokks-
ins hefði ákveðið að landbúnað-
arfylkin og framleiðsludeildir
skyldu ekki stunda neinn hug-
myndafræðilegan áróður meðan
vorannir stæðu. Þeir sem þegar
hafa tekið völdin í sínar hendur
og fenffið staðfestingu á valdatök
unni eiga að ganga á undan með
góðu fordæmi um að auka af-
mkstur jarðar í ár, sagði blað-
ið.
Bandaríkjunum ögrað
í ritstiórnarffrein í T)a"b1aði
þjóðarinnar í dag saffði að vel
mætti vera að ^andar'kin hæfu
styriöld ffe»n K!na til þess að
brjóta á b-'k aftur h;na miwu
mehningarbyltinffu Maos Tse
Tunffs, en þ“ir myndu ekki koma
að tómum kof"num hjá h'num
700 milljónum Kínveria. „Við höf
um allan viðbúnað og ef banda-
rískir heimsvaldasinnar hyggja
á einhver hernaðarævintvri ger
um við út af við þá“, saffði í rit-
stjórnargreininni, sem um margt
þykir benda til þess að Kína-
her sé ætlað að taka við þar
sem sleppti starfi rauðu varð-
liðanna, sem nú eiga allir að
setjast aftur á skólabekk, há-
skólanemar og menntaskóla 20.
marz að því er boðað hefur ver-
ið í Peking.
W'Ieox hittir Mao
V. G. Wilcox formaður komrfi
únistaflokks Nýja S'álands, er
sagður hafa átt mjög vinsamleg-
an fund með Mao T^e Tung á
sunnudag s.l. sögn Peking-út-
varpsins.
Dánarafmælis minnzt
Minnzt var á sunnudaff 42 ára
dánarafmælis Sun Yat-Sens
stofnanda Kína nútímans, í minn
ingarhöll hans skammt frá Pek-
ing, að því er fréttastofan Nýja
Kína hermir. Afmælisins Var
einnig minnst í Shanghai og Nan
king.
Vagnar
Pallstærð 80x155 cm.
Mjög hentugir fyrir frystihús og
fiskverkunarstöðvar.
Blikksmiðja Águstar Guðjónssonar
Keflavík — Sími 1861.
Vorferð með
m.s. Gullfoss
27. maí — 15. júní.
Enn eru örfá pláss óseld með þessari hóp-
ferð. Athugið að auk sjóferðarinnar með
Gullfossi er um að ræða 10 daga ferðalag
í bíl um Holland, Norður-Þýzkaland og
Danmörku. Er m.a. gist í Amsterdam,
Hamborg og Kaupmannahöfn.
Bæklingur með upplýsingum um ferðina
fyrirliggjandi.
Ath. Önnur slík ferð er áætluð 6. maí og
sú þriðja með M/S Kronprins Frederik þ.
1. júní.
LttlMD & LEIÐIR
Símar: 24313 & 20800.
LEIKFANGAÚTSALA
( Leikfangahúsíð
x^^^R'SkóIavöröuslíg 10
Ný 2ja herliergja íbúð
á góðum stað í Vesturborginni til leigu. Fyrir-
framgreiðsla æskileg. Tilboð er greini fjölskyldu-
stærð, sendist afgr. Mbl. fyrir 19. marz n.k. merkt:
„Vesturborg 8470“
Nauðungaruppboð
Eftirtaldar bifreiðar verða seldar á nauðungar-
uppboði sem háð verður við Bílaverkstæði Hafn-
arfjarðar, við ReykjavíkUrveg í dag miðvikudag,
15. marz kl. 14; G-4118, R-3802, R-6966, R-9086,
R-12062, R-17712.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumaður Gull-
bringusýslu, Steingrímur Gautur Kristjánsson ftr.
Fatahreinsun til sölu
Af sérstökum ástæðum er mjög fullkom-
in og vel staðsett fatahreinsun til sölu.
Hentugt fyrir þann, er vill skapa sér sjálf-
stæða atvinnu, og einstakt tækifæri fyr-
ir hjón sem gætu bæði starfað að fyrir-
tækinu. Tilboð óskast sent blaðinu f. há-
degi á n.k. laugardag 18/3 merkt: „Einka-
rekstur 8257“
Skíðaföt
Skíðabuxur
Skíðapeysur
Austurstræti 7. — Sími 17201.
Einbýlishús í smíðum
á einum bezta stað á Seltjamamesi, til
sölu. Húsið er um 200 ferm. auk innb. bíl-
skúrs og er óvenju glæsilegt. Selst fok-
helt en múrhúðað að utan og er tilb. til af
hendingar strax. Sérlega góð lán fylgja og
útborgun óvenju hagstæð.
Skipa- og fasteignasalan íssu