Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1967.
Það verður að kenna fólki
að lesa bókmenntir
Rætt við Ragnar í Smára cg litast um á
bókamarkaði Helgafeils
ÞAÐ var ekki að sjá aS hin-
um margumtalaða bóka og
bókmenntaáhuga íslendinga
væri aftur farið, er blaða-
maður og ljósmyndari Mbl.
komu upp í bókaverzlun
Helgafells á mánudaginn.
Þar hafði um morguninn
verið opnaður bókamarkaður
og þegar voru margir komn-
ir til að skoða og kaupa.
Þarna voru síðhærðir bítla-
strákar, ungt skólafól'k,
skrifstofumenn og kunnir
bókasafnarar. Sem sagt,
fólk af öllum stéttum og á
öllum aldri. Og svo virtist
að allir finndu á markaðin-
ttm eitthvað við sitt hæfi og
verzlunarstjóri bókaverzlun-
arinnar Böðvar Pétursson
og afgreiðslustúlkan höfðu
ærinn starfa við að svara
fyrirspurnum um bækur og
afgreiða viðskiptavinina.
Við reyndum að fylgjast
með hvaða bækur það væru
sem fólkið var að kaupa, en
það reyndist vera mjög mis-
munandi. Þó var áberandi að
mest var keypt af bókum
hérlendra höfunda, enda
þarna á boðstólum fágætt úr-
val slíkra bóka.
Mitt í önnunum gaf Böðv-
ar sér tíma til þess að spjalla
við okkur og var fyrsta
spurning okkar, hvenær
bókamarkaðurinn hefði ver-
ttS opnaður og hversu lengi
hann ætti að standa.
— Hann var opnaður í
morgun, svaraði Böðvar, —
og á að standa í hálfan mán-
uð. Fer það þó nokkuð eftir
atvikum.
— Þið voruð með slíkan
bókamarkað í fyrra?
— Já, en á honum voru
ekki nærri því eins margir
bókatitlar og nú er. Við höf-
um nú tekið fram ýmsa bóka
titla sem segja má að hafi
ekki verið á almennum bóka-
markaði um nokkurt árabil.
Hér er t. d. nokkuð um bæk-
ur er gefnar voru út á árun-
um frá 1900—1920.
— Og telurðu að það selj-
ist margir titlar upp hjá
ykkur núna?
— Vafalaust, því hér er
mikið af bókum sem aðeins
örfá eintök eru eftir af. Að
vísu er því þannig varið með
hluta þeirra að það gebur
alltaf verið að eitthvað eigi
eftir að koma í leitirnar.
— Og það er fólk á öllum
aldri sem heimsækir ykkur
hingað?
— Já. Börn og unglingar
ekki síður en fullorðið fólk.
Núna kemur hingað fólk sem
oft kemur hingað í verzlun-
ina svo og fólk sem er að
leita að bókum sem ekki hafa
verið á slíkum mörkuðum
áður.
Um 650 bókatitlar
Og á bókamarkaðinum hitt
um við Ragnar Jónsson for-
stjóra og eiganda Helgafells,
eða Ragnar í Smára, en undir
því nafni þekkja allir hann.
Og þá er sjálfsagt að nota
tækfærið og biðja hann um
viðtal. Ragnar fer með okkur
upp á efri hæð hússins, þar
sem málverkasýningasalur-
inn er. Sá, er Þorvaldur
Skúla9on sagði mér nýlega
að væri einn bezti sýninga-
salur landsins. Við spyrjum
Ragnar hvað margir bóka-
titlar séu á markaðinum hjá
honum.
— Þeir eru nú um 500, —
megnið eftir íslenzka höf-
unda.
— Allar gefnar út af þér?
— Mesti hlutinn já, en enn
fremur eru nokkrir titlar frá
bókaverzlun Guðmundar
Gamalíussonar. Þegar þú lít-
ur yfir salinn hérna hjá okk-
ur, þá sérðu að það er óhugs-
andi að koma nema örlitlu
broti af útgefnum bókum
fyrir í venjulegum bókabúð-
um. Við höfum þessvegna
horfið að því síðustu árin
að kalla inn allar bækur á
þriðja eða fjórða ári. Svo
hefur Bóksalafélag íslands
haldið bókamarkaði undan-
farin ár, en það er nú svo að
við höfum það mikið af bók-
um að við gætum nokkurn
veginn fyllt Listamannaskál-
ann og getum því ekki ætlast
til að fá þar það rúm sem
við þyrftum að hafa. En við
höfum þennan sal hérna, sem
er rúmlega 100 fermetrar og
hann er yfirfullur af bók-
um. Samt eru ekki þar allar
bækur sem við eigum, og
er það ætlunin að bæta við
bókatitlum jafnskjótt og
aðrir seljast upp.
— Og er þetta ekki síðasta
höfn margra bóka?
— Á bókamarkaðinum hjá
okkur í fyrra hurfu 45 titlar
og við gerum ráð fyrir að
þeir verði milli 60 og 70 sem
nú hverfa, enda fá eintök
eftir af sumum bókunum.
Sumt af bókunum sem á
markaðinum eru hafa safn-
ast saman síðustu 10—20 ár-
in hjá okur og höfum við
ekki haft aðstöðu til þess að
lesa þær í sundur og koma
á markaði.
Ragnar 1 Smara
Merkar bækur
Ég spyr Ragnar hvað hann
telji merkustu bæurnar sem
nú eru á bókamarkaði Helga-
fells?
— Þessu er ef til vill ekki
gott að svara, — þær eru svo
margar. En ef ég á að nefna
einhverjar sérstaklega vil ég
geta afmælisrita Laxness,
Nordals og Alexanders Jó-
hannessonar. Þessar bækur
allar eru til í litlum upplög-
um og eru síðustu eintökin
nú til sölu hér. Þá erum við
með þrjár bækur eftir Guð-
mund Daníelsson. 1 fjalls-
skugganum, Mannspilin og ás
inn og Blindingsleikur, —
— þetta eru bækur sem telja
má meðal beztu verka höf-
undarins. Einnig eru hér
þrjár bækur eftir Guðmund
Hagalín: Þrjár skáldsögur, en
í þeirri bók eru þrjár þekkt-
ustu skáldsögur hans auk
mikillar ritgerðar um skáld-
ið. Smásagnasafn er ber
heitið Gestagangur, svo og
gömul bók er ber nafnið
Gróður og sandfok. Þá eru
hér þrjár bækur eftir Guð-
mund Kamban: Vítt sé ég
land og fagurt, Skálholt og
Meðan húsið svaf. Eftir Sig-
urð Nordal eru hér til Áfang
ar II., Uppstigning og Fornar
ástir, eftir Þórberg, Sálmur-
inn um blómið, Viðfjarðar-
undrin og nokkur hefti af
ævisögu séra Árna og enn-
fremur er hér nokkuð af
eidri útgáfúm af ritum Gunn
ars Gunnarssonar og Hall-
dórs Laxness. Og eitt er sam-
eiginlegt með öllum bókun-
um, — þetta eru bækur sem
eru alveg að hverfa af mar-
aðinum.
Já. Mér dettur einnig sér-
staklega í hug safn, sem við
gáfum út fyrir nokrum ár-
um og hét Nýir pennar.
Voru það 10 bækur alls og
höfum við nú náð saman um
40 „komplett" eintökum af
því. Af sumum þeirra er
reyndar nokkuð til enn, en
sérstaklega þrjár þeirra eru
að verða uppseldar. Svo gáf-
um við út eitt árið tvö söfn.
Annað úrval af erlendum
sögum, sem þeir þýddu Hall-
dór Laxness, Magnús Ás-
geirsson, Kristján Alberts-
son, Bogi Ólafsson og Jón frá
Kaldraðanesi. Bók þessi heit-
ir Sól skein sunnar og er
afskaplega yndisleg bók. Hin
bókin nefndist Islands er það
lag, og eru í henni úrvals sög-
ur eftir okkar beztu höf-
unda: Halldór Laxness,
Davíð Stefánsson, Þórberg
Þórðarson, Sigurð Nordal og
Tómas Guðmundsson. Komu
þessar bækur út rétt fyrir
jólin fyrir 12 árum og höfum
við náð þeim saman því sem
eftir var af þeim. Ég held að
það sé ekki of mælt að segja
að þetta séu framúrskarandi
bækur. Eins er með lista-
mannaþingið fyrra sem var
10 bindi alls og þannig til
komið að þekktustu rithöf-
undum okkar og þýðarar
völdu sína bókina hver. Af
þessum bókum höfum við
náð saman örfáum ein-
tökum. Svo eru hér á
markaðinum bækur frá því
að við keyptum bókaforlag
Guðmundar Gamalíussonar
og eins og ég sagði áðan; ótal
fleiri mætti nefna.
Margar eftirprentanir
að verða uppseldar
— En hvernig er með mál-
veraeftirprentanirnar Ragn-
ar. Eru þær að seljast upp?
— Já. Þær elztu. Nú er t.d.
málverk Kjarvals „Fjalla-
mjólk“ gjörsamlega uppseld.
Við vorum búnir að lofa
nokkrum eintökum af þeirri
mynd og erum nú að reyna
að fá þær keyptar aftur. Og
búast má við að aðrar eftir-
prentanir fari að seljast upp.
— Er von á nokkrum nýj-
um myndum?
— Við létum gera tvær
myndir á þessu ári eftir Kjar
val og erum nú rétt að koma
með þær á markaðinn. Ein
af þessum myndum er alveg
ný og nefnir meistarinn hana
„Vorkoma". Ein myndin er
frá skútuárum listamannsins
og nefnir hann hana „Síð-
sumarkvöld í íshafinu", ef ég
man rétt. Þetta er sólarlags-
mynd, ákaflega falleg. Svo er
ein myndanna úr Grafningn-
um.
Bókaáhugamenn skoða bækur á bókamarkaði Helgafells.
Ásta Guðmundsdóttir afgreiðslukona i HelgafeUi, afgreiðir
tvo unga og hárprúða pilta.