Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1967, Blaðsíða 16
16 MOKCiUNJBL,A«lö, MIBVIR.UUAGUK 15. MARZ 1967. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstraeti 6. Aðalstraeti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. TVEIR KOSTIR Vaxandi stjórnmálaórói í Grikklandi Orðróntur um, að konungs- hjónin neyðist til að flýja land ORÐRÓMUR, sem haldið er fram, að byggður sé á áreið- anlegum heimildum um, að fyrir dyrum kunni að standa stjórnarbylting í Grikklandi, hefur orðið tiiefni til þess, að sá kvittur hefur gosið upp undanfarna daga í Dan- mörku, að grísku konungs- hjónin, Konstantin og Anne- Marie, muni, ef til þess kæmi að þau þyrftu að flýja Grikk land, setjast að í Danmörk og þá búa í Marselisborg við Árósa, en þessi höll er einka eign dönsku konungsfjöl- skyldunnar. Það er sjálft stjórnarblaðið í Danmörk, blaðið „Aktuelt", sem fyrst hefur vakið máls á þessu og heldur því fram, að stoðum sé meðal annars enn fremur hleypt undir þennan orðróm með því, að nú fari fram við- gerðir á Marselisborg. Orðrómur um stjórnarbylt ingu í Grikklandi hefur verið á kreiki í ýmsum myndum undanfarnar daga. Því hefur verið haldið fram af ýmsum aðilum, að mjög hægri sinn- aðir hópar í landinu vilji gera tilraun til þess að koma á einræði í landinu og einnig er því haldið fram, að vinstri sinnuð öfl hafi einnig í hyggju að gera sams konar tilraun. í fyrra tilvikinu á það að vera ráðgert, að konungshjón in fari burt úr landinu, en þegar byltingartilrauninni sé lokið, muni þau snúa aft- ur til Aþenu. Gríski kommúnistaflokkur inn hefur verið bannaður síð an í borgarastyrjöldinni 1947 og leggur nú vaxandi áherzlu á, að hann verði viðurkenndur sem stjóxu- málaflokkur. Hefur þetta komið fram í yfirlýsingu, sem formaður miðstjórn- ar flokksins, Apostolos L Konstantín Grik klandskonungur. Grozos, hefur látið frá sér fara. Með tilliti til þessa eiga öfgasinnuð hægri öfl í Grikk landi að ala áform um að framkvæma stjórnarbyltingu — þar sem Konstantin kon- ungi verði tryggð aukin völd. Þá hefur svonefnt Aspida- samsæri, sem nú er fyrir dómstólunum, orðið til þess að auka mjög á hina póli- tísku spennu í Grikklandi um þessar mundir. Aðdrag- andi þess máls eru þau, að fyrir rúmlega ári voru marg- ir vinstri sinnaðir liðsforingj ar í hernum handteknir og ákærðir um ráðabrugg um að steypa ríkisstjórn lands- ins. Þingkosningarnar eiga að fara fram í Grikklandi í maí n.k. og hefur það ekki orðið til þess að lægja hugi manna, heldur er talið, að kosninga- baráttan fyrir þær muni verka sem olia á eld. Á miðvikudagskvöld 1 fyrri viku sprakk sprengja á helztu umferðargötu Áþ- enu og særðust þar fimm manns. Sprakk sprengjan í grennd við aðalstöðvar örygg islögreglu landsins og húsa- kynni blaðsins „Elefthereos kosrnos", sem þýðir: Hinn frjálsi heimur. Ástandið í Grikklandi nú er þannig, að sá orðrómur hefur fengið byr undir báða vængi, að á meðal grísku konungsfjölskyldunnar hafi sá möguleiki verið vandlega yfirvegaður, að svo kunni að fara, að hún verði að yfir- gefa landið. Lengst gekk sú frétt, sem fram kom fyrir helgi, að konungurinn hygð- ist segja af sér konungdómi, en sú frétt var þegar borin til baka af hálfu konungs- fjölskyldunnar og sögð „hlægileg." Það sem hvað mestu hef- ur kynnt undir framangreind an orðróm í Danmörk, er sú staðreynd, að Yannis Bouts- ikas, einn af blaðafulltrúum grísku konungsfjölskyldunn- ar er nú kominn til Dan- merkur að nýju, en hann varð kunnur árið 1964, þeg- ar hann varð uppvís að því hneyksli að hafa reynt að „gefa ráð“ Per Hækkerup þáverandi utanríkisráð- herra Dana, um, hvernig hinn síðarnefndi skyldi hegða sér gagnvart grískum blöðum. Er Boutsikas talinn mjög hollur grísku konungs- fjölskyldunni og af komu hans hafa menn freistazt til þess að draga eftirfarandi ályktun: Það kann undir öllum málaflokkur. Hefur þetta kringumstæðum að vera mjög heppilegt fyrir grísku konungsfjölskylduna að eiga Framh. á bls. 25 ¥Tm aldamótin síðustu stóð ^ ísland langt að baki öðr- um þjóðuim í lífskjörum og atvinnuuppbyggingu. Nú er- um við í fremstu röð meðal þjó'ða Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku í þjóðar- framleiðski og þjóðartekjum á mann. Að baki svo skjótum um- skiptum Jiggur mikið starf og hörð vinna einnar kynslóðar, sem á örfáum áratugum hef- ur byggt upp það, sem aðrar þjóðir byggðu upp á öldum. Okkur hættir við, í velmegun líðandi stundar, að gleyma þessari forsögu og því, hvað raunveru'lega er stutt um lið- ið síðan þjóðin bjó við bág kjör og f jölmargir fjölskyldu- feður vissu ekki hvaðan brýn ustu nauðsynjar næsta dags kæmu. Það sem gerzt hefur á ís- landi á örfáum áratugum og þó sérstaklega á síðustu ár- um, er ævintýri líkast. En það skiptir höfuðmáli fyrir velgengni þjóðarinnar í fram- tíðinni, að hún hafi í huga erfiðari tíma fyrri ára og það, að velmegun og góð Jífskjör á fslandi fást ekki nema þjóð- in sé vinnusöm og leggi hart að sér. Það er stundum að þeim ráðizt, sem vilja að þjóðin geri sér skýra grein fyrir því, að hún mun ekki fyrirhafnar- laust búa við velmegun í þessu landi. Þeir sem fyrir slí'kum árásum standa vinna það óþurftarverk að gera til- raun til að blekkja bæði sjálfa sig og aðra. Velgengni þjóðarinnar hin srðustu ár, hefur byggzt á vinnusemi og því að fólkið hefur lagt hart að sér. En það hefur jlíka fengið tækifæri til þess að skapa sér og sínum góð lífskjör með mikilli vinnu. Þau tækifæri hafa skapazt fyrst og fremst vegna þeirrar frjálsræðisstefnu, sem ríkis- stjórn Ólafs Thors tók upp 1960 og ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur haldið áfram síðan. Á stjórnartímabili núver- andi ríkisstjórnar, sem senn hefur setið að völdum um 8 ára skeið, hefur starfsorka þjóðarinnar verið leyst úr læðingi með þeim árangri a< þetta tímabil hefur orðit blómlegra uppbyggingar- og athafnabímabil en nokkurt annað í sögu þjóðarinnar. Árið 1960 var tímamótaár að því leyti til, að þá var hprfið frá þeirri stefnu alxæðis ríkisvaldsins, sem of lengi hafði hneppt í fjötra athafnaþrá og dugnað fólks- ins sjálfs. í alþingiskosning- unum, sem fram eiga að fara í vor, verður raunverulega um það kosið, hvort þessari frjálsræðisstefnu verður hald ið fram eða hvort vinstri flokkarnir, sem telja, að þeir og rí'kisvaldið eigi að hafa vit fyrir fólkinu, komast til auk- inna á'hrifa. Það verður kosið um það, hvort fól'k muni á- fram eiga þess kost að skapa sér og sínum heimili og að- búnað eins og hugur þess stendur til eða hvort skrif- stofumenn stjórnarvalda eiga að ákveða það fyrir fólkið, hvernig það skuli búa að f jöl- skyldum sínum. Það verður kosið um það, hvort áfram verði haldið þeirri frjálsræðis stefnu, sem hefur m.a. gert fólki kleyft að ganga inn í næstu búð og kaupa bifreið eða heimilistæki eftir þörfum eða hvort skrefið verður stig- ið aftur á bak til þess tíma er slíkt var einungis á færi fárra útvaldra. Það verður kosið- um það, hvort einstaklingar og félög þeirra skuli hafa að- stöðu til að byggja upp eigin atvinnufyrirtæki, sem á síð- ustu árum hefur m.a. fengið áorkað algjörri nýsköpun í síldveiðum landsmanna, eða hvort þetta athafnafrelsi verður heft og við taki nefnd ir og ráð. Þessar kosningar verða því örlagaríkar. Á úrslitum þeirra byggist, hvort hinni þrótt- miklu framfarasókn fólksins verður haldið áfram eða aft- urha'ldsmenn með úreltar hug myndir komast til aukinna áhrifa. Þrátt fyrir öll þau vanda- mál, sem við er að etja í ís- lenzku þjóðlífi, eins og alltaf mun verða, stendur sú stað- reynd óhagganleg eftir, að sú ríkisstjórn, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur veitt stjórn- arforustu um átta ára skeið. hefur veitt fólkinu í landinu tækifæri til að skapa sér og sínum betri Hífskjör en það nokkru sinni hefur búið við og nokkurn óraði fyrir að takast mundi fyrir átta ár- ■im, þegar núverandi ríkis- stjóm tók við þrotabú' vinstri stjórnarinnar. GEYMUM LANDIE FYRIR OKKAR EIGIN LISTAVERK 1 ð undanförnu hefur staðið yfir sýning á kvikmynd- inni „Rauða skikkjan“, sem tekin var hér á landi. Mynd þessi hefur yfirieitt hlotið slæma dóma, að því undan- skildu, að gagnrýnendur hér og erlendis, hafa látið í ljós mikla hrifningu yfir landslag inu, sem er bakgrunnur mynd arinnar. í viðtali, sem Mbl. átti við nokkra sýningargesti um myndina, sagði frú Auður Laxness m.a.: „Annars finnst mér, að við ættUm að geyma okkur feg- urstu staðina í landinu ökkar þangað til við verðum sjálfir menn tii að nota þá í lista- verkum, sem þeim eru sam- boðin“. Undir þetta sjónarmið vili Mbl. taka. Það er ástæðulaust að leyfa erlendum mönnum, sem ekki þekkja þetta fagra land og hafa enga tilfinningu fyrir því, að nota það í mis- heppnaðar kvikmyndir. Að því mun koma, þótt síðar verði, að íslendingar skana sín eigin listaverk á sviði kvifcmynda. Þá eigum við að nota þær til þess að kynna fegurð landsins okkar, eins og það kemur íslendingum sjálf- um fyrir sjónir. En meðan það er ekki hægt skulum við vemda landið fyrir meira eða minna Jélegum erlendum kvikmyndatökumömium og geyma það fyrir framtíðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.