Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 1
32 síður Skákkeppni rafeindaheil- anna: 1-1 Líkur á sigri Rússa f FJÖGURRA skáka skák- Þannig var umhorfs við Stokkseyri kl. 9 í gærmorgun. Fróði marar í kafi til vinstri á myndin ni, en tii hægri er Hásteini og Hólmsteini haidið í horfinu. Handan bátanna ris brimgarðurinn það hátt, að ber við siglutrén. Sjá frétt á baksíðu. keppni þeirri, sem fram hefur farið að undanförnu milli raf- eindaheila eins í Bandaríkj- unum og annars í Sovétríkj- unum, er staðan nú 1—1. f annarri þeirra skáka, sem ólokið er, hefur rússneski raf- eindaheilinn greinilega betri stöðu og hefur jafnvel vinn- ingsmöguleika í hinni. Eins og áður hetfur verið skýrt frá hér í blaðinu, er annar rafeindaiheilinn í Stan- fordháskólanum í Kaliforniu, en hinn er starfræktur við eðlisfræðistofnunina í Mos- kvu. Málsókn ákveöin gegn Shaw Carrison saksóknari sigraði í fyrstu lotu New Orleans, 17. marz. — AP. JIM Garrison, saksóknari í New Orleans, bar sigur af hólmi í dag af aðfloknum fjögurra daga réttarhöldum í máli Clay L. Sliaw, sem Garrison sakar um aðild að samsæri til að myrða John F. Kennedy forseta í nóv- ember 1963. Dómararnir þrír, sem skipuðu kviðdóm í málinu, kváðu upp einróma úrskurð um að höfða beri opinbert mál gegn Shaw fyrir samsæri. Telja dóm- ararnir, að Garrison hafi fært næg rök máli sínu til stuðnings til að réttlæta málshöfðun. Áhrifamestu rök Garrisons komu fram í vitnisburði Perry Russos, sem lýsti því yfir að hann hefði verið áheyrandi að ráðagerðum þeirra Shaws, Lee Harvey Osvalds og David W. Ferries í september 1963 um að ráða forsetann af dögum. Verjendum Shaws var mein- að að leggja Warren-skýrsluna um morðið á forsetanum fram sem sönnunargagn eftir að dóm- arinn, Bernard Baqert, lýsti því yfir að skýrslan væri að miklu leyti byggð á sögusögnum. Shaw hefur verið látinn laus gegn 10 þúsund dollara trygg- ingu. Lét Garrison handtaka hann 1. marz sl. að lokinni yfir- heyrslu hjá saksóknaranum, og Hræfuglar voka yfir Dauðrada! Nambac, Laos, 17. marz NTB vellinum Mok Pla en standa HRÆFVGLAR flugu yfir Nam- I samt verr að vígi eins og áður bac-dalnum í Laos í dag og sagði, hlökkuðu yfir væntanlegu æti óskaði Garrison eftir því að kvið dómur úrskurðaði hvort höfða bæri mál á hendur Shaw fyrir samsærL 12 mílna fisk- veiðilögsaga Stokklhólmi, 17. marz — NTB SÆNSKA stjórnin lagði í dag fram frumvarp um útfærslu fisk veiðilögsögunnar við vestur- strönd Svíþjóðar úr fjórum sjó- mílum í tólf. Fyrirhugað er að fiskveiðilög- sagan verði færð út samtímis við Svíþjóð, Noreg og Danmörku, en að fiskiskip allra þriggja land anna fái áfram að stunda veiðar á svæðunum milli fjögurra og tólf mílna markanna. Fulltrúar Noregs og Svíþjóð- ar hafa átt viðiæður í Stokk- hólmi í gær og í dag um út- færsluna á norð-austurhluta Skagerak. Hafa þeir komizt að samkomulagi um sam'higinlega yfirlýsingu, sem send verður rík isstjórnum landanna til staðfest- ingar. Einnig hefur náðst sam- komulag milli fulltrúa ríkjanna um skiptingu landgrunnsins. þar sem voru lík þeirra her- manna er fallið hafa í orrustuni í dalnum undanfarið. Þarna í Nambac-dal haf átzt við her- menn frá N-Vietnm og Laos og eru fallnir yfir 100 menn af hvorum í vikunni. Enn er barizt þarna í datn- um og aðstaða Laosmanna sógð verrL Stjórnaúherlið þeirra náði dalnum á sitt vald fyrir hálfu ári, en áður réðu kommúnistar öllu (héraðinu þarna í kring. Nambac er mjög mikilvægur •taður frá hernaðarlegu sjónar- ,, j u H. ' 1 J- * - i i * miði, nggur þvert á forna inn- \ — sagði tdwartí Heath a fundi með islenzkum blaðamonnum Edward Heath á fundi með islenzkum blaðamönnum. (Ljósm.: Ól. K. M.). Þðrfnumst NATO til að tryggja ðryggi Vesturlandanna rásarleiðina frá norðri í átt til Luang Prabang. Bardagarnir hófust um sl. helgi er hermenn frá N-Vietnam og lið Pathet- Lao réðust á Nambac í sama mund og stjórnarherinn þar gerði útrás í vesturátt. Barizt hefur verið í návígi oftast nær eftir fyrstu orrusturnar og hafa s.tjórnarhermenn haldið fjalla- tindum en kommúnistar sótt á hið neðra. í gær náðu stjórnar- hermenn aftur á sitt vald flug- „Atlantshafsbandalagsins er þörf á næstu árum til að tryggja öryggi Vesturlanda“, sagði Edward Heath, leiðtogi íhaldsflokksins brezka á fundi með islenzkum blaðamönnum í gær. Hann bætti því við, að jafnframt sé nauðsynlegt að hafa gott samband við ríki Austur-Evrópu. Edward Heath er kominn til íslands í tveggja daga heimsókn sem gestur Blaða- mannafélags fslands. Hann kom til Kflavíkurflugvallar um kl. 4 í fyrrinótt með Loft- leiðaflugvél. Slæmt veður var. Stjórnarmenn B.í. tóku á móti gestinum, svo og brezki sendi herann Halford-McLeod. Heimsótti Alþingi og ráð- herra. Kl. 11:30 árdegis í gær skoð- aði Heath Alþingishúsið. Þar tóku forsetar Alþingis, þeir Birgir Finnsson, forseti Sam- einaðs þings, Sigurður Bjarna son, forseti neðri deildar, og Sigurður Óli Ólafsson, forseti efri deildar, á móti Heath, sýndu honum húsakynni og fræddu hann um sögu Alþing Að því búnu gekk Heath á fund Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og Emils Jónssonar, utanríkisráðherra. sem hélt honum hádegisverð- arveizlu í Ráðherrabústaðn- um. Að hádegisverði loknum fór Heath í ökuferð og skoð- aði Reykjavíkurhöfn. Kl. 4 síðdegis átti Heath fund með blaðamönnum í bú- stað brezka sendifherrans við Laufásveg, en þar býr hann á meðan á íslandsdivölinni stendur. Góðar fréttir að heiman. Heath hóf fundinn með því Framh á bis. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.