Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1967. 11 BUNADA Spjallað við þrjá þingfulltrúa BÚNAÐARÞING hefur staðið yfir í Bændahöllinni, Hótel Sögu, frá því 20. febrúar og lauk þinginu um helgina. Ræddu fulltrúar um vandamál landbúnaðarins og þau mál, sem efst eru á baugi á þeim vettvangi í dag. Mbl. hafði tal af þremur fulltrúum á þinginu og fara viðtöl við þá hér á eftir: Sigmundur Sigurðsson, bóndi á Syðra-Langholti í Hruna- mannahreppi, sagði er við spurð- um hann um þá nýjung, sem nú hefur verið bryddað á, á Suður- landi, tankkælingu á mjólk: — Mjólkurbú Flóamanna gengst nú fyrir því að komið sé upp á hverjum bæ mjólkurtönk- um með kæliútbúnaði, sem gerir það að verkum, að mjólkin fer beint úr kúnum í tankinn og hvorki mannshönd né loft kem- ur nærri mjólkinni. I>ó er ekki unnt að koma þessum útbúnaði fyrir nema til sé á búinu sjálf- rennandi mjaltavéL Mjólkin er •íðan sótt í sérstökum tankbíl- um, sem flytja mjólkina til Sigmundur Sigurðsson í Syðra-LangholtL mjólkurbúsins eða jafnvel belnt til mjólkurstöðva. Mjólk þessi er þó að sjálfsögðu vegin og gæða- reynd. — Jú, þessi útbúnaður er tölu- vert kostnaðarsamur fyrir bænd- ur, en ávinningur er, að með þessu fæst betri meðferð mjólk- urinnar og ódýrari og öruggari flutningar. Einn tankbíll tekur það magn, sem tveir venjulegir brúsabílar tóku. Er þessi tilraun á byrjunarstigi, aðallega í Eyja- íjallasveit og HraungerðishreppL í undirbúningi mun, að bændur í fleiri hreppum komi sér upp slíkum tönkum. — Jú, smjörfjallið hjaðnar nú óðum, enda innvegið mjólkur- magn um allt land nú 7% minna en í fyrra. Mjólkurbú Flóa- manna tekur nú á móti 75.000 lítrum á dag og fer allt það mjólkurmagn til neyzlu í Reykja vík og er sagt, að það hrökkvi varla til. Rjóma og skyr hefur orðið að flytja að norðan, vegna skorts á því hér syðra. Allt virð- ist benda til þess að sunnlenzkir bændur megi alls ekki draga framleiðslu sína á þessum afurð- um saman, en eitt mesta vanda- mál okkar bænda í dag er að jafna niður mjólkurframleiðsl- una á árið. Vegna öryggis neyt- enda finnst mér að sunnlenzkir bændur eigi eftir fremsta megni að kappkosta að auka mjólkur- framleiðslu sína.' í þessu sambandi má geta þess að bændur, sem leggja inn mjólk í Mjólkurbú Flóamanna eru 50 færri en í fyrra. Þessi fækkun stafar ekki einungis af þeim á- róðrL sem hafður hefur verið í frammi gegn mjólkurfram- leiðslu, heldur einnig af því að gamlir bændur eru nú margir hverjir að hætta, en hinum yngri finnst þeir vera of bundnir og kjósa því heldur sauðfjár- rækt. — Brýnasta hagsmunamál bænda í dag tel ég vera fram- kvæmdir í byggingu stærri hey- hlaða — meiri heyfeng af rækt- uðu landi — án þess að búfé fjölgi Það verður því miður ekki af okkur bændum skafið, að við höfum allt frá landnáms- tíð átt yfir höfði okkar heyleysi og horfelli, þegar harðnað hefur í átri. Það má reyndar segja að með tilkomu erlends kjarnfóðurs sé horfellir úr sögunni, en mér finnst bændur, sem ávallt eiga við þennan vanda að stríða í nokkurs konar andlegum hor- felli Því nefni ég hlöðubygging- arnar í þessu máli, sem mikil- vægt atriðL að víða um land er afar mikið af heyjum, sem kom- ast ekki í hlöður og eru geymd útL Ekki er unnt að geyma hey úti án þess að það skemmist meira eða minna og því geta bændur ekki geymt hey frá góð- ærunum til þeirra ára er harðnar á dalnum. Það er hins vegar hverjum bónda nauðsynlegt, sem búa vill við öryggL að hafa nóg geymslurýmL — Um búskaparástand og horf ur þarf ekki að hafa mörg orð. Síðastliðið ár var að sumu leyti erfitt, garðræktin brást og hey voru með minna móti — afurða- magn minnkaðL en hins vegar eru góðar horfur á að grundvall- arverð náist. Ég tel að bændur eigi að halda áfram að rækta, byggja og treysta sína aðstöðu, en flýta sér hægar, en þeir hafa gert til þessa. Þeir verða að gera sér ljósa grein fyrir því að ekki fer ávallt saman afurðamagn og arður og að allar stökkbreyting- ar eru mjög viðsjárverðar. Hins vegar hafa bændur vanrækt hin- ar fræðilegu hliðar búskaparins á þessum miklu umbrotatímum. Þó held ég að þetta sé að lagast með auknum áhuga bænda á að halda búreikninga, eflingu Bú- reikningaskrifstofunnar og með tilkomu hins efnilega búfræði- hagfræðings BÍ. Tel ég vel horfa með þessi mál nú og að í fram- tíðinni muni hagræðingargrund- völlur hvers einstaks bónda treystast og þar með landbúnað- arins í heild. Ég er því sem endra nær bjartsýnn, þótt ýmsir erfið- leikar steðji að nú — bæði vegna slæms txðarfars og lækkandi heimsmarkaðsverðs — og tel erfiðleikana tímabundna, sagði Sigmundur að lokum. — O — Egill Bjarnason hefur verið héraðsráðunautur Skagfirðinga síðán 1950. Hann starfar hjá Búnaðarsambandinu, en starfið félst í almennum leiðbeiningum um jarðrækt, búfjárrækt, auk þess, sem hann er framkvæmda- stjóri fyrir Ræktunarsamband Skagfirðinga. Egill sagði: — Á undanförnum árum höf- um við lagt höfuðáherzlu á að auka framræslu í héraðinu. Ár- ið 1964 var ræst fram með 8 skurðgröfum, árið 1965 með 6, þar af átti Ræktunarsambandið 2, og súmarið 1966 var unnið með 2, en áætlað er að auka gröftinn allverulega næsta sumár. Þá hefur verið unnið með finnska lokræsaplógnum undan- farin sumur og verður hann not- aður áfram næsta sumar. Þörfin fyrir framræslu í Skagafirði er mikil. Lítið er af þurru landi frá náttúrunnar hendi og er þyí mikil nauðsyn á að bæta og auka beitiland. Ræsa þarf landið fram Egill Bjamason, héraðsráðunautur Skagfirðinga. nokkru löngu áður, en það er tekið til ræktunar. — Unnið hefur verið að jarð- vinnslu eða nýrækt með 4—5 beltadráttarvélum og er ætlunin að nota þennan vélakost áfram. Vélakostur Ræktunarsambands- ins er tvær skurðgröfur og verið er að kaupa þá þriðju, fimm beltadráttarvélar og tvær stórar hjóladráttarvélar, sem notaðar eru til þess að ganga frá nýrækt- innL Á sumrin starfa á vegum Ræktunarsambandsins um 20 manns. — Aðalbúgreinin í Skagafirði er mjólkurframleiðsla og síðan sauðfjárafurðir. Einnig er all- mikil hrossarækt og eru hrossin ýmist seld til lífs eða til kjöt- framleiðslu. — Nei, ekki hefur borið á því að menn hafi hætt nautgripa- rækt, en mjólkurframleiðsla hef- ur minnkað vegna minnkandi heyfengs. Ástæðan er sú að vet- urinn 1965—’66 var frostharður, lítill snjór og var klaki í jörðu mikill. Fyrravor var kalt og sein sprottið um sumarið, enda klaki ekki farinn úr jörðu fyrr en seint í ágúst. Þess vegna var háaspretta lítil. Ég geri ráð fyrir að dregið hafi úr fóðurbætisnotkun vorið 1966 og þetta tvennt — sprettu- leysið og minnkandi fóðurbætis- notkun — hefur orsakað minnk- andi mjólkurframleiðslu frá ár- inu 1965. — Jú, hrossarækt er mikil, en hún er ekki nægilega trygg, þar eð fóður á vetrum er ekki nóg. Hins vegar mun þetta standa til bóta, þegar beitilandið stækkar. Þá má geta þess -að haustið 1965 tók til starfa á Akureyri efna- rannsóknarstofnun, sem annast efnagreiningu á fóðri og jarð- vegssýnishornum. Stofnun þessi var stofnsett af Ræktunarfélagi Norðurlands og sambandsfélög- um búnaðarfélaga í Norðlend- ingafjórðungL en þessir aðilar hafa lagt til fé til reksturs stofn- unarinnar, auk þess sem hún er rekin fyrir það fjármagn sem kemur inn við það að bændur láti efnagreina sýnishorn, sem þeir senda. ’ í sambandi við þessar rann- sóknir þarf að gera kort af öll- um túnum, sem sýnishorn hafa verið tekin úr og var það starf unnið hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga undanfarin tvö sum ur. Að þessu hefur unnið Sigfús Ólafsson frá Gröf á Höfðaströnd, búfræðikandidat og kennari við Bændaskólann á Hólum. — Jú, útkoman úr þessum rannsóknum hefur sýnt það að jarðvegur á vissum svæðum í héraðinu er súrarL en álitið hef- ur verið, en höfuðtilgangur rann sóknanna er að nota niðurstöð- urnar við leiðbeiningu um ábur ð arnotkun. — Góð samvinna er é milli búnaðarsambandanna norðan- lands á sviði sauðfjárræktar og hafa þau í sameiningu sett upp sauðfjársæðingarstöð á Akur- eyri og hófst rekstur hennar ár- ið 1956. Ætlunin er að efla starf- semi og dreifa sæði úr úrvals kynbótahrútum um allt starfs- svæðið. Þá hafa búnaðarsamböndin í Húnavantssýslum og Skagafirði stofnsett á Blönduósi bú fjár- ræktarstöð, þar sem staðsett em kynbótanaut og sæði úr þeira er notað í meirihluta þess kúa- stofns, sem er í þessum héruð- um, sagði Egiil Bjarnason að lokum. — O — Egill Jónsson, bóndi á Selja- völlum í Nesjahreppi í Austur- Skaftafellssýslu, er yngsti Bún- aðarþingsfulltrúinn. Hann er jafnframt ráðunautur í sínu héraði og hefur verið það undan- farin 10 ár. Áður en hann réðst sem búnaðarráðunautur til Bún- aðarsambands Austur-Skaftfell- inga var hann svokallaður um- ferðarráðunautur BÍ um tveggja óra skeið. Þetta kjörtímabil er hið fjórða sem hann situr á Búnaðarþingi og við spyrjum hann í fyrstu um hið helzta, sem gerzt hefur á þessum 10 árum. Hann segir: — Breytingarnar hafa orðið miklar. Yfirleitt var landbúnað- ur í þessu héraði ekki mjög öfl- ugur fyrir 10 árum, nema garð- rækt, sem er gamalgróin og hef- ur ætíð verið vel rekin. Auk hennar var sauðfjárrækt nokkuð stunduð og aðalbúfjárgrein meiri hluta bænda. Ræktun hafði ver- ið töluverð þessi ár, enda stutt síðan fyrsta skurðgrafan kom og farið var að nota hana við fram- ræslu. Aðalræktunin hefst um 1950, en þótt menn hafi talið sig allstórtæka í þessum efnum um þetta leyti kom í ljós að ræktun- EgiU Jónsson, Seljavöllum, héraðsráðunautur Austur-Skaftfcllinga. in var ekki nægileg og síðar kom á daginn að búfjáraukning var tiltölulega mikil og miklu meiri en aukning í ræktun. Á þetta m. a. rætur að rekja til stofnunar mjólkurbúsins, en þá sett- um við okkur það markmið að auka ræktun meir en bústofn- inn. Þetta starf var grundvallað á þeirri aðstöðu, sem myndaðist við það að jökulvötnin voru heft með tilliti til brúargerða. Valdar voru spildur mismunandi stórar, 50—150 hektara að stærð, á ýms- um stöðum í sýslunni. Bændur sameinuðust síðan um þessar spildur og ræktun á þeim. — Stærð þessa ræktaða lands er nú 600—700 hektarar og að því standa um 70—80 bændur og fleiri bætast í hópinn í framtið- innL Mun þá verða tOtölulega lítill hluti bænda í sýslunni, sem mun ekki njóta þessarar aðstöðu. — Jú, að mínum dómi hefur þessi ræktun gengið vel og kannski betur en menn þorðu í Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.