Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 4
4
i«HJlWjfUJNUJ-iAtiI», LiAUCrARDACxUR 18. MARZ 1967.
BÍ LALEIGAN
FERD
SÍMI 34406
Bensín innifalið í leigugjaldi.
SENDUM
MAGMÚSAR
SKIPHOITI 21 SIMAR 21190
eftir lokon síml 40381
'iM' 1-44-44
\mm
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31169.
LITLA
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifalið í leigugjaldl.
Sími 14970
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 13. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
mmtifflFN
m\f " 11 1
f -^a/lAktUGA M
RAUOARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022
Vélahreingerningcu
og
gólfteppa-
hreinsun.
Þrif sf.
Sími 41957
og 33049.
Hópferðab'ilar
allar stærðir
Fjaðrir, fjaðrablöð. bljóðkútar
púströr odl. varahlutir
í margar gcrðir bifreiða.
Bílavórubuðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Simi 24180.
-jfc- Skíði frá Suðurpól
í nýútk.omnum Faxairétt
um segir:
„Þegar sú frétt barst tíl
Reykjavíkur, að „Glófaxi“,
skíðaflugfél félagsins hefði
laskazt norður í I>amnarks-
havn þótti mönnum að vomum
illa horfa. „GIjáfaxi“ var að
vísu útbúinn til skiíðaflugs,
þannig að fljótlegt og auðVelt
var að setja undir hann skíði,
en 1 stöðvum félagsíns í Reykja
vík var aðeins eitt varaskíði til.
Það vantaði sem sé eitt til við-
bótar til þess að hægt væri að
fljúga norðureftir, ljúka ferð-
inni og sækja áhöfn „Glófaxa“.
Eftir að menn höfðu ráðgazt
um hvaða leiðir væru tiltækar
til ötflunar þessa eina skíðis, fól
forstjóri félagsins Ólafi Alex-
anderssyni, flugvirkja, að hafa
samband við vai-narliðið á
Keflavíkurflugvelli etf ske
kynni að samskonar skíði væri
í þeirra vörzlu þar suðurfrá.
Ólafur hafði þegar samband
við birgðadeild varnarliðsiixs.
Mr. G. Howser og síðar
L. C. D. R. E. Swartz. Það kom
fljótt í Ijós að ekkert skíði var
til á vellinum og buðust þá
varnarliðsmenn og starfsmenn
aðrir til þess að reyna að 'á
skíði frá Bandaríkjunum. Verk
smiðja sú, sem á sínum tíma
framleiddi skiði fyrir DC-3
flttgvélar hafði hætt þeirri
framleiðslu og eina vonin var
að skiði fyndist í einhverri
birgðadeild Bandarikjaflug-
hers. Eftir ótal símtöl vestur
um haf kom í ljós að skíði
hafði komið í farangri leið-
angurs sem verið hafði á Suð-
urheimsskautinu. Eftir nokkra
leit og mörg símtöl fannst
skíðið og var þegar sent áleiðis
til austurstrandar Bandcirikj-
anna. Flugvél sem var á leið til
íslands átti að taka það, en þeg
ar til kom reyndist það of
stórt; það komst ekki inn um
dyr flugvélarinnar, sem ekki
var útbúin til vörutflutninga.
Sama reynsla var með flugvél
Doftleiða sem kom hingað
sama dag. Meðan á þessu stóð
biðu Flugfélagsmenn í ofvæni
og þeir Mr. Howser og
L. C. D. R. E. Swartz stóðu í
stöðugu símasambandi við sína
menn fyrir vestan. Að síðustu
varð að ráði, að Hereules 130
flutningafélagvél sem var á leið
frá Bandaríkjunum til Þýzka-
lands var látin hafa viðkomu
á íslandi og á Keflavíkurflug-
velli lenti flugvélin klukkan
að ganga þrjú aðfaranótt mið-
vikudags fyrsta marz. Þeir Mr.
G. Howser og L. C. D. R. E.
Swartz afhentu ólatfi Alexand-
erssyni þar þetta fágæta og
dýrmæta stykki, sem síðan var
ekið rakleitt til aðalstöðva
Flugtfélagsins á Reykjavíkur-
flugvellL Nokkrar breytingar
gerðu flugvirkjar Flugfélagsins
á skíðinu og járnsmíðadeildin
smiðaði í það smástykki, en
síðan var það sett undir „Gljá-
faxa“, sem lagði af stað til
Grænlands um leið og gaf.
Flugfólagsmenn eru mjög
þakklátir þeim mönnum í
Varnarliðinu og öðrum starfs-
mönnum á Keflavikurtflugveili
sem svo vel og drengilega
leystu þennan vanda. Þess skal
að lokum getið, að Varnarmála
deild Utam-íkismálaráðuneytis-
ins gaf leyfi til þess að Flug-
félagið fengið skíðið að láni
hjá flugher Bandaríkjanna"
ií Bruninn — Björg-
unarlið
Lesandi skrifar:
„Bruninn mikli í Lækjargöt-
unni á dögunum, er enn um-
ræðuetfni manna á meðal og
mig langar til þess að biðja þig
að gefa þessum línum mínum
rúm í dálkum þínum, Velvak-
andi góður.
Það virðist augljóst mál, að
hér vantar tilfinnanlega björg-
unarsveit, sem hefur það eitt
verkefni að bjarga fólki og
verðmætum úr brunum. Ef
slík deild hefði verið, þá er
t.d. öruggt máL að hægt hefði
verið að bjarga úr húsi Sig-
urðar Kristjánssonar alþingis-
manns miklu af eigjjum
fólksins þar. Það virðist vera
ærið starf fyrir þá brunaverði
sem fyrir komu á vettvang, að
undirbúa og hefja sjálft
slökkvistartfið, og þeir geti
ekki haft nein afskipti af því
að bjarga verðmætum úr hús-
um sem í hættu eru. Hiér myndi
ég telja vettvang fyrir slysa-
varnadeildina Ingólf, eða Flug-
björgunarsveitarmenn. Víst er
að mikil þörf er á að slíkt
björgunarlið starfi í nánu sam-
bandi við lögreglu og slökkvi-
lið.
Hvernig stóð á þvL að hús
Sigurðar Kristjánssonar alþm.
varð eldinum svona snögg-
lega að bráð, hafa margir velt
fyrir sér. Ein er sú skýring, að
þegar eldurinn braust inn um
suðurgluggana á bankabygg-
ingu Iðnaðarbankans, hatfi eig-
inlega öllum brunaslöngum
slökkviliðsins verið beint að
bankanum og þá orðið svo
snögg umskiptL að það skipti
engum togum að eldur kom upp
í húsinu og var þó ekki lengur
neitt ráðrúm til eins eða neins
fyrir Sigurð og fólkið sem í
húsinu bjó.
Nú getur vel verið að ein-
hver segi: Hvaða máli skiptir
það úr því sem komið er? en
þetta er atriði sem upplýsa
þyrtfti er rannsókn brunans
Bœtur vegrsa
bifreiðaslyss
Þ. 27. febrúar sl. var kveð-
inn npp í Hæstarétti dómur í
máli, sem Jódís Björgvinsdótt-
ir, Reykjavík höfðaði gegn Sig-
urði Jóhannssyni, eiganda bif-
reiðarinnar R-10402, þar sem
hún gerði kröfur til skaðabóta
að fjárhæð kr. 1.692.471.00
ásamt vöxtum og málskostnaði.
Málavextir eru þeir, að sunnu
daginn 23. september 1962, kl.
02.00, var tilkynnt á lögreglu-
stöðina, að skömmu áður hefði
orðið slys í Bankastræti á móts
við húsið nr. 10. Tildrög slyss-
ins reyndust hafa verið þau, að
leigubifreiðin R-10402 kom nið-
ur Bankastræti á vinstri ak-
rein. Þegar hún var komin yfir
gatnamót nefndrár götú og Ing
ólfsstrætis hafði stefnandL Jó-
dís Björgvinsdóttir og Oddný
Eyleifsdóttir komið yfir göt-
una frá á móts við verzlunina
Málarann. Skipti engum togum,
að þær urðu báðar fyrir bif-
reiðinni. Jódís, sem hafði að-
eins verið á undan lenti framan
á bifreiðinni og varð undir
henni. Dróst hún svo nokkra
metra með bifreiðinnL unz
bifreiðin nam staðar.
Jódís slasaðist mjög mikið í
þessu slysi og það svo, að hún
hefur verið metin 100% öryrki
eftir sl.vsið. Eigandi bifreiðar-
innar ók henni ekki sjálfur í
þetta sinn.
Mjög mörg vitni voru leidd
í máli þessu, en ekki gefst hér
kostui a að rekja framburð
þeirra. Stefnandi rökstuddi
kröfur sinar í málmu á þá leið,
að umrætt slys yrði með engu
móti rakið til óaðgatzlu og beri
stefndi samkvæmt almennum
skaðabótareglum og gildandi
Umferðarlögum sem eigandi bif
reiðarinnar að bæta henni að
fullu tjón, sem rekja mætti íil
slyssins og afleiðinga þess. Bif-
reiðastjórinn á R-10402 hefði
ekið hraðar en aliar aðstæður
leyfðu og ekki sýnt af sér þá
aðgæzlu, sem K-efjast þyrfli,
þegar ekið er j' slæmu skyggni
og náttmyrkri.
Siguréur Johannsson krafðist
sýknu í málinu og rökstuddi
kröfur sinar með því, að tek-
izt hefði að upplýsa við opin-
bera rannsókn málsins, að stefn
andi retti ein alla sök á slysinu
og yrði því samkvæmt almenn-
um rettaireglum að bera tjón
sitt sjálf.
Ökumaður bifreiðarinnar
hefði ekið á löglegri ferð á
móti grænu ljósi á gatnamót-
um Ingólfsstrætis og Banka-
strætis. Fullsannað værL að
Jódis hefði ásamt konu þeirrL
sem með henni var, hlaupið ská
hallt suður yfir Bankastræti ca.
10—12 metra neðan við gatna-
mótin og í veg fyrir bifreiðina.
Niðurstaða málsins í héraði
varð sú, að Jódís var sjálf dæmd
til að bera % hluta tjónsins, en
eigandi bifreiðarinnar %.
Niðurstaðan varð nokkur
önnur í Hæstarétti. Segir m.a.
svo í forsendum að dómi Hæsta
réttar:
„Stefndi (þ.e. eigandi bifreið
arinnar) ber samkvæmt 67. gr.
laga nr. 26 1958 hlutlæga ábyrgð
á ökutæki því, R-10402, sem
áfrýjandi (þ.e. Jódís Björgvins-
dóttir) varð fyrir. Ökumaður
R-10402 ók yfir gatnamót Banka
strætis og Ingólfsstrætis í
myrkrL roki og rigningu og
áfrýjandi, sem var á leið suð-
ur yfir BankastræU, eigi var.
fer tfram. Jafnframt þurfti að
upplýsa, hvernig stóð á þvL
að svo virðist sem hvorki lög-
regla eða slökkvilið hatfi gert
neitt til þess að láta bera út úr
húsi Sigurðar eða aðstoða heim
ilisfólkið við það. Komum við
þá aftur að þvL sem ég sagði i
upphatfi þessa brétfs, en það er
hin brýna nauðsyn þess að msð
lögreglu- og sjúkraliði starfi
sérstök björgunarsveit til að
forða í slíkum brunum mann-
og eignatjóni.
— Miffbæingur".
Vangefinn
Lesandi skrifar :
„Það er til ágætt orð í mál-
inu um þá sem hafa hlotið
rýrt lífsnesti, þ.e.a.s. af venju
legum andlegum hæfileikum,
eða skynsemi, eins og við köll-
um það. Orðið er „vangefinn'*.
Blaðamönnum a.m.k. ætiti að
vera vorkunnarlaust að vita
þetta, því hér starfar félags-
skapur sem heitir „Styrktar-
félag vangefinna“ og sem vinn-
ur lofsvert starf fyrir þá, sem
þurfa á því að halda, að stutt
sé við þá, á ýmsan hátt, í erf-
iðu lífL
En það er eins og ýmsum, og
það fólk sem ætti ekki verr
að vita en blaðamenn, sé orðið
fáviti og fávitahæli srvo tamt,
að það verður endilega að nota
það, þótt tdl sé annað og betra
orð.
Enginn gefur sér sjálfur það
sem hann hefir hlotið í vöggu-
gjötf, og þegar állt kemur til
alls er það svo ótal margt sem
við vitum lítið um.
Mér kemur stundum í hug
vísa sem ég lærði fyrir löngu,
en er þó ekki alveg viss um að
sé rétt svona:
Rétt um stund ég staldra hér.
stari spyr og svara.
Hvorki veit ég hver ég er
né hvert ég er að fara.
Hæfir okkur ekki öllum bezt
auðmýkt hjartans, og eigum
við svo ekki að vera samtaka
um að láta orðið fáviti hvertfa
úr málinu, en til þess þarf að-
eins að hætta að nota það.
Afi lítils vangefins drengs**.
COPt 6H*6tH
fyrr en hún var alveg franv.
undan bifreið hans. Var þetta
mikil ógætni af hans hendL
enda mátti hann eigi vera örugg
ur um, að gatan væri orðin
mannlaus eftir ljósaskiptin.
Miða verður hins vegar við, að
(Jódís Björgvinsdóttir) hafi
farið út á Bankastræti gegnt
grænu ljósi fyrir neðan gang-
brautina skáhallt á móti suður
yfir strætið, unz hún varð fyr-
ir nefndri bifreið syðst á þvL
En þá er litið er til alls aðdrag-
anda slyssins, ógætni ökumanns
á R-10402 og hinnar hlutlægu
ábyrgðar bifreiðaeiganda, þykir
gáleysi (Jódísar Björgvinsdótt-
ur) eigi vera svo mikið, að það
eigi að valda niðuitfærslu á bóta
kröfu hennar, sbr. 67. gr. 1. f.
laga nr. 26/1958.
Samkvæmt þessu var eigandi
bifreiðarinnar dæmdur til að
greiða Jódísi allt það tjón, sem
hún haf ði orðið fyrir vegna
slyssins og hún hafði eigi feng-
ið bætt frá vátryggingarfélagi
bifreiðarinnar. Heildartjón henn
ar var talið kr. 701.200.00, en
frá var dregið vátryggingaféð
kr. 472.425.00, þannig að eigandi
bifreiðarinnar skyldi greiða kr.
228.775.00 ásamt vöxtum, en
málskostnaður í héraði og fyr-
ir Hæstarétti var felldur nið-
ur.