Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1967. 15 TVÆR SVNINGAR í LISTAMANNASKÁLANUM gtendur um þessar mundir yfir sýning á málverkum og vatns- litamyndum Ragnars Páls Ein- arsonar. Ragnar er ungur maður, alinn upp norður á Siglufirði og mun hafa fengizt við ýmis- legt listræns eðlis um dagana m.a. dægurlagatónlist. Sýning þessi ber þess greini- lega vott, að hinn ungi maður er enn á valdi hinna þrengri sjónarmiða og að hann á erfitt með að tileinka sér opnari við- horf til hlutanna. Það er lands- lagið, sem hann tekur aðallega til meðferðar, en ekki athafna- lífið, fólkið, né sérker.nilegar húsastemningar æskustöðvanna. Smávegis skólun við Myndlista og Handíðaskólann og ársdvöl í heimsborginni London, hafa ekki megnað að rífa hann upp úr hinum einangraða heimi sín- um. Viss leikni, er hann hafði augljóslega til að bera, er hann hóf skólanám, einkennir hann' ennþá, sömu mótív -— sami hugs unarháttur. Hann hefur innan j takmarkaðs sviðs aukið við sig j leikni, einnig er hægt að tala: um tækni, en þá í þröngri merk ingu. Mótivaval hans einnig ó- frumlegt, maður kannast við þessa kíassísku staði frá ótal sýningum, og hann kemur ekki með neitt, sem ekki hefur áður sézt, annað en e.t.v. algeng blæ- brigði í vatnslitamyndura, sem hann mun hafa tamið sér eftir dvöl sína ytra. Litir hans eru undarlega útlenzkir, nema helzt þar sem kenna má áhrifa frá Ásgrími. 1 myndum hans bregður þrá- faldlega fyrir þeirri rómantik, er ég hélt að væri að mestu horf in úr málverkum hérlendis a.m. k. þeirra manna er gera tilkall til að teljast hlutgengir mynd- listamenn. 1 slíkum tilvikum líta menn þá á málaralist eins og á sport líkt og t.d. laxveiðar — holla útiveru í faðmi nátt- úrunnar — eintal við himin haf og jörð. Það er auðvitað ágætt í sjálfu sér, en kemur ekki málaralist við nema í fá- um tilvikum. Því að list er ekki sport heldur vinna — skapandi vinna. Annað er að fara út í náttúruna og viða að sér hug- myndum og mótívum til seinni útfærslu og krufningar — en að gera slíkar tækifærismyndir, sem eru jafnvel dagsettar eins og til að staðfesta, að þær hafi verið málaðar í einni lotu. Það er líka misráðið og um leið vanmat á dómgreind og sjónhæfni skoðenda, að rita á annað horn myndar t.d. „Bát- ar“, ef myndin er af bátum — eða ef um er að ræða hálfssam- anfallnar bátsgrindur „Gamlir bátar“ (!). Stundum skemmir fyrirferðamikil áritun heild myndanna — listræn er hún naumast og getur einungis auk- ið á annað ósamræmi. Litirnir minna mig stundum óþægilega mikið á þann neikvæða innflutn- ing listvöruverzlana á númeruð- um málverkum. (Kaupandinn velur ákveðna mynd í skraut- legum kassa — inni í honum er svo númerað léreft — hvert númer hefur ákveðinn lit). Að vinna þannig er vísasta leiðin til að deyða alla skapandi til- finningu fyrir línum, litum og formi — auk þess eru viðkom- andi myndir oftast lítilsigld verk. Þetta er að vísu vinsæll leikur dilettanta, og kaupmenn gera vafalítið góðan pening úr þessu, en fátt er sem málarar hafa meiri óbeit á. Ég trúi nú alls ekki og vil helzt ekki trúa, að Ragnar Páll hafi sótt skólun Tannlæknastofa mín er flutt á Laufásveg 12. Viðtalstími frá kl. 9—12 og 2—5 nema laugardaga. Sími 10452. Eyjólfur Busk, tannlæknir. SkriíslofuliíisnæSi til leigu um 250 fermetrar, væri einnig hentugt fyrir teiknistofur, að Ármúla 5. Upplýsngar í síma 36000, og 33636. Ráðskona Vön ráðskona óskast í mötuneyti á Norðurlandi í sumar. Umsækjendur sendi upplýsingar, aldur og fyrri störf til Morgunblaðsins fyrir 31. marz merkt: „Ráðskona 2003“ Varúð í liáiku Látið skðsmlð yðar setja snjósóla á skóna yðar. Það veitir öryggi í hálkunni Samband skósmiða. sína að einhverju leyti T því skyni. En hann þarf aöt þjálfa litnæmi sína til mikilla muna, því litir hans eru of líflausir — stjarfir og óupplifaðir. Þessu er varpað hér fram, vegna þess að litnæmi má þjálfa — flestir hafa meðfædda litnæmi, en misjafn- lega mikla — þessa litnæmi má auka og þroska hjá öllum þorra fólks með þjálfun augans. Heim ur litarins er eins og heimur lesmálsins — hefur sitt stafróf, sín lögmál, sem ekki er hægt að fara í kring um. Kannski hefur Ragnar af ásettu ráði farið út í þessa kortagerð landslagsins — vili vinna létt og áreynslulaus — bægja frá sér óllum var.damál- um, a.m.k. eru myndir hans átakalausar með öllu. Svo lcngi sem hann málar á þennan hátt, er hann öruggur um að lifa í sin um einangraða heimi. Hann höfð r til hylli áV.veðins hr.-ps fólks og hlýtur hana vafalitió — og ef það er honum fullnæging, þá er auðvitað ekkert við því að segja. Hver og einn er sjálfráð- ur im þá braut, er hnnn velur scr. En merm verða líka að kunna að taka afleiði agunur.t. og ciga hvorki að láta kóng né p 'est eða fiöldann ráð i vali sínu. En fyrir því mega þeir ekki missa sjónar á þeirri stað- reynd, að þekking og lærdómur, avort heldur hann er fenginn í :-kóla eða utan, er grundvöllur al's árangurs. Vilji Ragnar Páll rífa sig laus- an, meðan tími er til, ma hann vera minnugur þess að ísalnd vantar tilfinnanlega málara, sem geta endurnýiað landslags málverkið, og það er ungum manni verðugra verkefni en að framleiða dægurflugur, sneydd? ar öllum öðrum tilgangi en að líkiast fyrirmyndinni. Á sýningunni var málverkið ,,Systrastapi“, að mfnum dómi sú mynd, þar sem hann kemst næst því að vinna af alvöru. Ég vil í einlægni óska honum þess, að hann geri fleiri slíkar um leið færist meira i fang í fram- tíðinni. Það er ekkert spaug að vera málari, og það er heldur ekkert spaug að kveða sér hljóðs í stærsta sýningarsal þjóð arinnar og að mikilsvert er að vera þar vel undirbúin. Mynd „Systrastapi“. Sýning í Mokka. Kevin Palmer, enski leikstjór inn, sem hefur verið mikill afl- gjafi íslenzkri leiklist, hefur fyrir hönd vinar síns Donald Jesse, sett upp litla en skemmti- lega sýningu í Mokka-kaffi við Skólavörðustíg — Þetta eru vel gerðar eftirmyndir af látúns- plötum úr enskum kirkjum, sem eru gerðar með því að leggja pappírsörk yfir plötuna og nudda hana vandlega með svörtu vaxi. Þessar látúnsplöt- ur voru venjulega settar á graf- hvelfingar og í kirkjugólf. Þær voru yfirleitt á gröfum aðals- fólks eða ríkra kaupsýslumanna og gefa vafalaust dýrmætar upp lýsingar um enskan klæðnað frá 1200 til um það bil 1600. Það birtir mikið upp í Mokka við tilkomu þessara mynda. og maður kemst gjarnan í góða stemningu við návist þeirra, því að einmitt slíkar myndir eiga vel heima í litlum, þokkalegum veitingastöðum. Þær vekia ekki of mikla athygli, en eru þægilegar í kynningu. Myndirn- ar fá á sig dekoratív grafísk einkenni við þessa yfirfærslu og eru oft mjög listrænar og skemmtilegar. Bragi Ásgeirsson. Akureyrarbær Starf yfirverkstjóra hjá Akureyrarbae er laust til umsóknar. Upplýsingar um starfið veitir bæjarverk- fræðingur. Sími 96-11438 Akurevri. Um- sóknarfrestur til 1. apríl næstkomandi. Akureyri 11. marz 1967. Valgarður Baldvinsson, settur bæjar- stjóri. Hafnarfjörður Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur fund í Sjálfstæðishúsinu, mánudaginn 20. marz kl. 8.30. Fundarefni: 1. Ræður og ávörp flytja eftirtaldir frambjóðendur á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins. Mathías Á. Mahiesen, alþingismaður, Jóhanna Sigurðardóttir, frú, Fétur Benediktsson, bankastjóri. 2. Kosning fulltrúa á landsfund Sj álfstæðisflokksins. Kaffidrykkja. Sjálfstæðiskonur fjöl- mennið á fundinn. Stjómin. Fæöingas! .z-^.nilið í Kópavogi vantar ljósmóður nú þegar. Þarf að vera vön að vinna á deild. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 41618 kl. 13—14. Smurbrauðstofan Björninn auglýsir Okkar viðurkennda smurbrauð ávallt nýtt og fjöl- breytt á boðstólum. Kaffisnittur, cocktailsnittur, brauðtertur, hálfar og heilar brauðsneiðar. Vinsamlega pantið tímanlega fyrir fermingarnar. BjÖrnirm Njálsgötu 49. — Sími 15105.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.