Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1«. MARZ 1967.
Eina lamb fátæka mannsins
ÚR VERINU eftir Einar Sigurðs-1
»on s.L sunnnudag var kafli með
ofangreindri fyrirsögn, sem mig
langar til að gera nokkrar at-
faugasemdir við, þar eð ég tel
mig vegna reynslu minnar geta
dæmt nokkuð þar um. í>að er
rétt tilgetið hjá Einari að við
íslendingar höfum verið forystu
menn í togaraútgerð og áttum
um langan tíma duglegustu og
færustu mönnum á að skipa í
þeirri grein þar til fyrir nokkr-
öm árum er hnignunin byrjaði
eftir útfærslu landhelginnar og
er 5 síðutogarar voru smíðaðir
fyrir íslendinga í Þýzkalandi
1959.
Einar segir, að Þjóðverjar hafi
verið með samskonar skip í smíð
um, en hætt í miðjum klíðum og
hleypt íslendingum fram fyrir
sig og breytt sínum skipum í
skutskip. Þarna vil ég heldur
segja að skilið hafi á milli feigs
og ófeigs, og íslendingar hafi
hleypt Þjóðverjum fram fyrir
sig.
Einar segir síðan: ,.Það er þó
viðurkennt að enn þann dag i dag
séu þessi skip (síðutogararnir)
hin fullkomnustu af sinni stærð
og skiftir engu hvort varpan er
tekin inn á síðunni eða skutn-
um uppá veiðihæfni. Hitt er
annað mál að betra er fyrir skips
höfnina að vinna undir þiljum,
þegar skipin eru tveggja þil-
fara“.
Þessum fullyrðingum Einars
vil ég algjörlega mótmæla nema
þeirri síðast nefndu. Mæli ég
þar af minni eigin reynzlu af
skuttogurum og segi að þeir
beri af öllum síðutogurum að
öllu leyti og fiska 14—% meiri
afla en síðutogari á sama sjó.
Hefur þetta verið sannprófað af
Englendingum t.d. Sjálfur hefi
ég sannprófað þetta. Þeir togara
menn erlendir, er ég þekki til
og sem farið hafa af síðutogur-
um og yfir í skuttogarana, hæla
í heyflutningum fyrir Reykvíkinga
Bitreið Hafsteins hlaðin heyi handa Reykjavíkurhrossum.
f slakkanum fyrir neðan
Þrengslin Ölfusmegin hitti
blaðamaður og Ijósmyndari
Mbi. í fyrradag Hafstein Páis
ton frá Sámstöðum í Fljóts-
blíð. Hafsteinn var þar með
vörubíl og á palli bílsins voru
10 hestar af töðu, sem flytja
átti til Reykjavíkur.
(Hafsteinn segist vera búinn
að flytja um 70—80 tonn aí
heyi úr Fljótshlíð til Reykja-
víkur það sem af er vetrin-
um. Heyið fer allt til ein-
rtaklinga í Reykjavík, sem
eiga hross og að jafnaði
hefur hann farið eina til tvær
ferðir í viku.
Hafsteinn sagði, að færð í
Elóa væri nú með versta móti
í vetur. Austan við Þjórsá er
hún hins vegar góð allt aust-
Hafsteinn Pálsson.
ur I Fljótshlíð .Fyrr I vetur
hefði færð orðið mjög þung,
en þá hefði eigi orðið svo
erfitt yfirferðar í Flóa. Hefði
þá verið mun þyngri færð á
Ranigárvöllum en nú.
Moskvu, 14. marz, NTB. — For-
sætisráðherra Austurríkis, Josef
Klaus, er nú í Sovétríkjunum í
vikulegri heimsókn, fyrstur
stjórnarleiðtogi úr Austurríki
sem sækir heim Sovétríkin síðan
1962. Það er hald manna að
Klaus muni reyna til þrautar að
fá Sovétríkin til að hætta and-
stöðu sinni við fyrirætlanir Aust
urríkis um að ganga í Fríverzl-
uneubandalagið, en eins og kunn-
ugt er þykir Sovétríkjunum sem
það stríði gegn hlutleysisstefnu
Austurríkis.
allir yfirburðum þeirra og kost-
um og vilja ekki skipta nema af
illri nauðsyn.
Það sýnir líka yfirburði þess-
ara skipa að nú þekkist ekki
lengur í heiminum að smíða
síðutogara, en allt eru það skut-
togarar af öllum stærðum og
gerðum. Ólíklegustu þjóðir, þar
á meðal þær sem aldrei hafa
verið við togaraútgerð eða aðra
útgerð kenndar og eiga ekki
einu sinni land að sjó, eiga skut-
togara. Fyrir nokkru var íslend-
ingum boðið að læra skuttogara-
mennsku af ísraelsmönnum.
Urðu menn undrandi við þessar
fréttir, að þjóð reyndar ung að
árum, sem ekki svo vitað sé
hafi verið viðriðin togaraútgerð
skuli bjóða okkur íslendingum
slíkt. En nú er mér spurn: Er
þ&tta ekki einmitt alvarleg
áminning til okkar að fara að
vakna og gera eitthvað jákvætt
í þessum málum?
Einar segir með réttu að síð-
astliðin 8 ár hafi enginn togari
verið byggður af þeirri einföldu
ástæðu að öll togaraútgerð hafi
verið rekin með stórfeldum halla.
Sem sláandi dæmi um slíkt, og
ætla ég ekki að fara að rengja
Einar um ranga útreikninga. er
síðasti túrinn á togaranum MAÍ.
Mér er nú spum eins og fleir-
um: Er hægt að halda lengra
útí botnlausan taprekstur á skip-
um, sem enga framtíð eiga fyrir
sér? Á ég þar einnig við hina
nýju 5, sem urðu úreltir í bygg-
ingu á sínum tíma.
Vanti Einar lausn á þessum
vanda, vil ég reyna að koma
með nokkrar tillögur til úrbóta.
Það fyrsta er að losna við alla
togara úr landinu sérstaklega
hina nýlegri meðan sæmilegt
verð er í boði c.a. 21 millj. stk.
Hinir gömlu mega fara í brota-
jám ef ekki er hægt að losna við
þá öðruvísi. Fyrir ifvern seldan
togara úr landi á að byggja
nýjan skuttogara 1400—1800 tonn
að stærð með allri þeirri sjálf-
virkni, s&m til boða er í dag
bæði ofan dekks og neðan. Þess-
ir togarar eiga að geta sótt á
öll fjarlægari fiskimið hér á
norðurslóðum, ef svo býður við
að horfa, þar eð beztu túrar
Mai og annarra stærri togaranna
hafa verið af fjarlægum miðum.
Við eigum nóg af litlum skipum
til að stunda grunnmiðin hér
heima. Á svona skipum með nýj-
ustu tækni ættum við að kom-
ast framar öðrum þjóðum með
því að hætta allri aðgerð á fisk-
inum um borð en þess í stað að
heilfrysta allan aflann eins og
hann kemur fyrir upp úr sjón-
um. Við þetta sparast mikil
vinna, og nýting á hráefninu
verður miklu betri við vinnslu
í landi. Við þetta sparast mann-
skapur, en tala skipshainar á
KVIKSJÁ
FROÐLEIKSMOLAR
1 ST>A!N
I MEX/CO r
}JOKDAA/
BURMA
ALGER/A
SAMEINUÐU þjóðirnar UN
ESCO hafa sl. 20 ár lagt sig
mjög fram við að hjálpa þjóð-
nm ti 1 að varðveita fornar
minjar, byggingar, höggmynd
Ir o.fl. sem hætta er á að
kunni að eyðileggjast.
UNESCO hefur í samvinnu
við stjórnir viðkomandi landa
síðan árið 1951 aðstoðar þjóð-
ir fjárhagslega með að varð-
veita þessar minjar. Meðal
þeirra minja sem UNESCO
hafa séð fyrir því, að varð-
veittust, eru höggmyndir á
klettaveggjum viða, leifarnar
af borginni Mohenjo Daro,
musteri Búddatrúarmanna í
Sokkulam í Kóreu, rústirnar
við Palmyra í Sýrlandi, kirkj-
ur víða um heiminn og leif-
arnar af hinni fornu höfuð-
borg í Perú, Cuzo.
svona skipi ekki fleiri en 17—lð
menn.
Þar eð vandamál frystihúsanna
stafar mikið af háefnaskorti, eiga
þessi skip eingöngu að fiska fyrir
þau. Við það losnum við ýmsa
útgjaldaliði sem Einar minnist
á á Mai-reikningunum, eins og
löndunarkositnaður og tollur er-
lendis 26%. útflutnings og að-
stöðugjald 4% % og ea. 15% af
kaupi og fæði áihafnar, er hgg-
ur í fámennari áhöfn. Þarna sker-
ast af 45% útgjaldaliðir að ó-
gleymdum siglingartíma af fiski-
miðunum út til erlendrar hafnar
og til baka aftur. Þarna fer dýr-
mætur veiðitími til ónýtis, ca.
10 dagar í túr.
Miðað við svipaða skuttogara
annarra þjóða, sem heilfrysta
fiskinn um borð, tekur túrinn
4—7 vikur að jafnaði en frá
dregst sigling á miðin til og frá
heimahöfn 2 vikur í túr að jafn-
aði, en ELflamagn er kringum 500
tonn af innaníförnum heilfryst-
um þorski, aðallega hjá Eng-
lendingum. Sækja þeir aldrei á
þessum skipum hingað á íslands
mið og leggja sig ekki eftir að
fiska karfa. Okkar nýju skut-
togarar ættu því að geta skilað
jafnmiklu magni af fiski á mán-
uði því mun styttra er að sækja
héðan frá íslandi á sömu mið,
og okkar skip mundu sækjast
eftir karfa ekki síður en öðrum
fiski.
Þar eð mörg frystihús eru stað
sett hér í höfuðstaðnum og næsta
nágrenni þá legg ég til að fyrstu
10 togarnir Iegðu £iflann hér á
land í þar til gerðar frysti-
geymslur eða birgðageymslur,
sem staðsett yrði niður á hafn-
arbakka. (Tilvalin geymsla væri
sú, er nú er í smíðum sem vöru-
geymsla vestur á Grandagarði.
Er stutt í 2 frystihúsin annars
vegar og í fiskmjölsverksmiðj-
una hinsvegar). Allur aflinn við
löndun rynni á færibandi uppúz
lest skipsins og beint í geymsl-
una. (Svona löndunaraðferö hefl
ég séð notaða með góðum ár-
angri í St. Johns N.F.) TvæT
frystigeymslur í eigu Salvesen
fyrirtækisins eru nú í notkun i
Grimsby og rúmar önnur 50 þús.
tonn en hin 75 þús. tonn af fryst-
um matvælum.
Úr svona geymslum er hrá-
efninu síðan útdeiR niður á
frystihúsin svo þau hafi daglegt
hráefni til að vinna úr.
Með þessum úrbótum erum
við eitthvað farin að nálgast ná-
grannaþjóðir okkiar í öflun og
meðferð hráefnisins. Sé hins-
vegar ógerlegt að láta þetta bera
sig þá er til önnur leið, en hún
er sú að byggja nokkra verk-
smiðju skuttogara 2—3 þús. tonn
að stærð. sem fullvinna allan
aflann um borð. Það hefúr feng-
izt góð reynzla af þannig skip-
um og geysimörg þeirra dreifð
um öll heknsins höf. En hrædd-
ur er ég um að erfitt yrði að
manna þannig skip út héðan
vegna langrar útiveru.
Ekki vil ég skilja svo við
þessar hugleiðingar mínar, að
ég ekki minnist á einn útgerðar-
mann, sem haft hetur dugnað
og þor til að brjóta ísinn og
reyna nýjar leiðir, en það er
Guðmundur Jörundsson. Hann
var einn af fyrstu mönnum til
að breyta sínum togara þannig,
að hægt væri að heilfrysta, all-
an aflann um borð. Við það
að vera í fararbroddi, hefur
hann orðið að gegnumganga
mikla erfiðleika, en ég trúi á
að framsýni hans og dugnaður
eigi eftir að vera sá tengiliður,
er réttir við okkar togarútgerð
og frystihúsaiðnaði frá algjörri
niðurlægingu.
Sé samstaða og góður viljl
fyrir hendi, eigum við að geta
hrundið þessu máli í fram-
kvæmd því enn eigum við efni-
viðinn í dugmikla togarasjó-
menn og eigum afburða afla-
menn sem betur fer. En hvað
lengi enn er ekki gott að segja,
því erlendis stendur þeim til
boða nýjasta tækni í hendurnar.
ef þeir vilja koma. Þessa rnenn
m&gum við ekki láta af hendi
því við þurfum á þeim að halda
við uppbygginguna hér heima.
Má ekki dragast að gera eitt-
hvað jákvætt í þeim málum.
Reykjavík, ð. marz 1967.
Loítur JiílHnwon