Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1987. Árni Bjornsson lœknir á stúdentafundinum í fyrrakvöld: Úrelt skipulag í heilbrigðismálum — Sökín að nokkru leyti okkar allra KEILBRIGÐISMÁL hafa sjald- »n vakið hávaða eða deilur á ís- landi og skrií um þau ekki að jafnaði skreytt forsíður dag- blaðanna. Síðastliðna tvo ára- tugi hafa þó öðru hverju birzt myndir af hinum glæsilegu sjúkrahúsbyggingum, sem í smíðum em og hafa verið á þessu tímabili, og hafa í sam- bandi við þetta verið birtar skýrslur um byggingafram- kvæmdir í húsum þessum og jafnframt áætlanir um næstu frarfkvaemdastig. Myndirnar hafa tekið næsta Ktlum breytingum frá ári til árs ©g sameiginlegt hefur verið með Sllum framkvæmdaáætlunum að þær hafa engar staðizt. 1 síðastliðinni viku kom þó verulegur fjörkippur í umræð- umar um sjúkrahús og heilbrigð ismálin og birtuzt greinar um þau dag eftir dag í dagblöðum bæjarins en jafnframt urðu um þau allsnarpar umræður á Al- þingi. Fjörkippur þessi var afleiðing af atviki, sem telja verður næsta sérstætt í svokölluðu lýðræðis- landi. Hugmyndaríkur og fram- takssamur ungur útvarpsmaður, safnar saman hóp lækna og ein- t*m leikmanni, og á við þá við- taí um álit þeirra á ýmsum þáttum heilbrigðismála. í út- varpsviðtalinu kom að sjálf- sögðu fram gagnrýni á margt í stjórnum og framkvæmd mála þessara í landinu en þó vonum vægari en efni standa ti'l. Bann var lagt á þátt þennan og því borið við að hann ætti að fjalla um launamál lækna, en þau væru of viðkvæm ti'l þess að þau mætti ræða í útvarpi. í útvarpsþættinum var varla minnst á launamál, svo vænt- anlega hefur eitthvað fleira, en þau snert viðkvæma strengi í hjörtum ráðamanna, en hvað um það. í framhaldi af banninu hóf- ust meiri umræður um heilbrigð ismál á íslandi en orðið hafa um érabil. Er það von mín að um- ræður þessar eigi eftir að vekja marga þá til umhugsunar, sem hingað til hafa lifað í þeirri góðu trú að við íslendingar vær- um þróuð þjóð á sviði heilbrigð- ismála. Svo virðist einnig sem augu stjórnmálamanna hafi opnast fyrir því, að ef tíl vill megi nýta heilbrigðismálin í stjórnmálabaráttunni meira en hingað til hefur verið gert, en það skal strax tekið fram að það vakir hvorki fyrir okkur, sem nú höfum hér framsögn eða fyrir þeim sem þátt tóku i um- ræddum útvarpsþætti að gera heilbrigðismál að pólitísku bit- beini. Við lítum svo á að mál þessi varði almenning meira en allur þorri manna og flestir ráða menn þjóðfélagsins virðast gera «ér grein fyrir. Ég ætla í þessu erindi að reyna að lýsa nokkrum þáttum heilbrigðismálanna á íslandi í dag og kemst ekki hjá að þreyta hlustendur mína með nokkrum tölum. Um síðastliðin áramót störf- uðu í heilbrigðisþjónustu á ís- landi samtals um 2300 manns karlar og konur. Eru þar með- taldir allir flokkar starfsmanna f heilbrigðis og heilsugæzlu- atörfum þar á meðal stjórnsýslu- lið. Af starfsliði þessu eru 215 starfandi læknar, 323 starfandi hjúkrunarkonur og 67 starfandi tannlæknar. Við berum þessar tölur saman við íbúafjölda og þörf, virðist ástandið ekki vera •érlega slæmt. En ef við athug- ttm nánar starfsskiptingu og dreifingu þessa hóps koma ýms- ar athyglisverðar staðreyndir í ljós. í aðeins 36 af 57 læknis- héruðum landsins er skipaður héraðslæknir. Hinum héruðun- um er ýmist gegnt af nágranna- lækni eða í þeim sitja stúdentar eða kandídatar til bráðabirgða. Ein hjúkrunarkona starfar í dreifbýlinu utan sjúkrahúsa. Enginn sérmenntaður sjúkra- hússtjóri er til í landinu. Tveir sæmilega menntaðir raffræðing- ar eru í þjónustu sjúkrahúsa, enginn sérmenntaður verkfræð- ingur enginn sérmenntaður arki- tekt. Til þessa hefur enginn nær- ingarfræðingur starfað á sjúkra- húsum landsins og sjúkraþjálfar- ar eru aðeins 25 starfandi á öllu landinu, en 8 af þeim starfa utan Reykjavíkur. Auk þessa er geigvænlegur skortur á sér- menntuðu starfsfólki í rannsókna stofum, röntgendeildum, við svæfingar að ekki sé minnst á hjúkrunarkvennaskortinn, sem ef til vil er einna alvarlegastur. Sé litið á læknaliðið, má í stór um dráttum skipta þeim lækn- um sem þarf til að fullnægja lágmarkskröfum um heilbrigðis- þjónustu í þrjá aðalflokka: I fyrsta lagi lækna, sem starfa að almennri heilbrigðisþjónustu, það er að segja heilsugæzlu, heil brigðisstjórnum og heilbrigðis- eftirliti. í þessum flokki eru að- eins til tveir sérmenntaðir menn báðir yfir sextugt. í>á eru lækn- ar er starfa að því sem kallaðar eru almennar lækningar eða heimilislækningar. Ég minntist hér áðan á héraðslæknanna sem raunverulega tilheyra báðum þeim flokkum sem nú hafa ver- ið nefndir, en ef við athugum ástandið hér í Reykjavík, þá er það þannig að nú eru hér starf- andi 16 heimilislæknar og flestir komnir yfir miðjan aldur. Það er því fyrirsjáanlegt að hér á eftir að skapast vandræðaástand inn- an fárra ára ef ekki verður breyting á. Ef við athugum þriðja hópinn sem kalla má sér- fræðinga bæði innan og utan sjúkrahúsa, þá hefur því verið haldið fram, að á íslandi væri af mikið af sérfræðingum og það af ráðamönnum heilbrigð- ismála. f Islandi er í dag einn sérmenntaður sýklafræðingur, tveir sérfræðingar í svæfingar- lækningum í fullu starfi og einn í hálfu starfi. Fimm hálslæknar eiga að þjóna öllu landinu og starfa þeir allir í Reykjavík. í þvagfærasjúkdómum eru tveir sérfræðingar, en aðeins einn starfandi sérfræðingur í lungna- skurðlækningum. Við aðgerðir á höfuðslysum starfar sérfræðing- ur í bæklunarsjúkdómum, en ef hann eða aðrir þeir læknar, sem ég hér hef minnzt á áður, fara í leyfi fellur starfsemi þéirra nið- ur. Ég læt þessi dæmi nægja en af nógu er að taka. Nú kann einhver að spyrja; en hvað um alla þá íslenzku lækna, sem starfa erlendis? Eru ekki meðal þeirra einhverjir, sem mundu fylla í þau skörð, sem hér eru og fyrirsjáanlegt er að verði í læknaliðinu. >ví er til að svara, að sérgreinaval íslenzkra lækna hefur fram til þessa verið alger- lega handahófskennt. Má segja að orsaka þess sé að nokkru leyti að leita í skorti á upplýs- ingum og forspám um þróun og þörf. Skoðanakönnun sem nú er gerð á vegum Læknafélags Is- lands meðal lækna hérlendis og erlendis hefur til þessa leitt í ljóst, að enginn þeirra lækna er erlendis starfa og svarað hefur spurningum læknafélagsins, krveðst fús til að starfa sem al- mennur læknir eða héraðslækn- ir. Svör læknanna við þeim spurningum, hvort þeir ætli að setjast að á fslandi markast mjög af því, að þá eins og alla, hefur skort upplýsingar, og forspár um atvinnuhorfur og starfsaðstöðu þegar heim kæmi. Á sömu leið var álit fundar 30 íslenzkra lækna á Norðurlöndum, er hald- in var að tilhlutan læknafélag- anna í Gautaborg á síðastliðnu hausti. f sambandi við tregðu íslenzkra lækna að snúa heim að loknu námi, hefur því heyrzt fleygt, að við megum ekki of- mennta lækna. í>á verði þeir of heimtufrekir og sætti sig ekki við aðstæður hér á landi. Mér virðist að við íslendingar höfum á undanförnum árum haft til- hneigingu til að sætta okkur ekki við annað en hið bezta og ef við höfum efni á að veita okkur hið bezta á öllum öðrum sviðum, ættum við þá ekki einnig að hafa efni á að skapa aðstæður til þess að við getum notið beztu læknishjálpar. Ég ætla nú að snúa mér að byggingum sjúkrahúsa og gangi í byggingarmálum þeirra í land- inu á undanförnum áratugum. Gamli Landsspítalinn var reist- ur árið 1929 — 30 og tók bygg- ing hans 18 mánuði. Vífilstaða- hæli var reist árið 1911 og tók bygging þess 13 mánuði. Gamli Landakptsspítalinn, sem nú er kallaður var byggður 1936 að frumkvæði einkaaðila. Þetta var fyrir tæknibyltinguna. Fram- kvæmdir við Borgarspítalann í Reykjavík hófust árið 1951 en áður en þær hófust, hafði farið Árnl Björnsson. fram undirbúningsvinna í nokk- ur ár, sem mun hafa verið all- Framh. á bls. 20 -Ásmundur Brekkan á stúdentafundi Heilbrigðismálin einn mikilvœgasti þátturinn í þjóðfélagsbygg- ingu nútímans - Ör þroun krefst nýrra aðcferða í BLAÐASKRTFUM undanfarn- ar vikur um heil'brigðiismál ber hátt framhaldsgreinar í dagblað- inu Vísi, miðvikudaginn 8. og fimmtudaginn 9. marz, sem virð- ast túlka viðhorf Iheilfbrigðis- stjórnardnnar í heilbrigðismál- um. 1 greininni í Vísi 8. marz er þess m.a. getið, að hjartaiþræð- ingar séu nú framkvæmdar á Borgarspítalanum nýja í Foss- vogi. >að er ekki ætlun mín 1 þessu framsöguerindi að elta ól- ar við smáatriði, en þar sem mér er ekki með öllu óviðbomandi og ókunnugt um þá starfsemi, sem rekin er í Borgarspítalanum nýja, vildi ég aðeins geta þess hér, að þessar upplýsingar í Vís- isgreindnni koma mér algjörlega á óivart. Það er því hætt við því, að mér a.m.k., verði á að taka ekki ýmsar aðrar upplýsingar í greinarflokki þessum of alvar- lega. Ég mun ekki rekja fleiri atriði hans hér. Fyrri framsögumaður hefur gert nokkra grein fyrir ástandi ýmissa þátta heilbrigðiskerfisins hér á landi í dag. Augljóst er, að þar er viða ábótavant, og hafa margir þættir, þeir sem teljast verða til frumskilyrða í skipu- lagskerfi nútíma þjóðfélags, orð ið bagalega útundan. Ekki er þar um að sakast við neinn einstak- an stjórnmálaflokk, neina ákveðna ríkisstjórn eða áfcveðna stjórnarráðsdeild. Sannleikurinn er sá, að heilbrigðismál hafa löngum verið 'hornreka í Stjórn- arráði íslands, sem m.a. sést á því, að enn í dag er ekki til sér- stakt heilbrigðismálaráðuneyti eða öllu heldur ráðuneyti fyrir þá málefnaflokka, sem eðlilega eiga saman, þ.e. heilbrigðis-, fræðslu- og velferðarmál, Mér er nær að halda, að hér hafi ráð ið miklu um and’varaleysi bæði almennings, stjórnmálamann- anna og einnig læknastéttarinn- ar gagnvart örri þróun og breytt um viðlhorfum, eins og ég mun minnast nokkuð á hér á eftir. >að hefuT fallið í minn hlut í þessari framsögu að skyggn- ast örlítið fram á við um þróun og skipulag heilbrigðismála. >að hefur greinilega komið í Ijós 1 umræðum síðustu vikrva, að við franrtíðarskipulagningu þeirra Ásmundur Brekkan. mála sýnist vera hægt að fara ýmsar leiðir, en eitt er þó víst, að sé ekki tekið tillit til ákveð- inna grund'vallarforsenda, verða allar skipulags- og framkvæmda- aðgerðir áfram, eins og hingað til, samlhengislaust fálm. >að eru þessi grundvallaratriði, sem ég fyrst og fremst ætla að drepa á. Vandamálið, sem við stönd- um andspænis og verðum að leysa, er samhæfð skipulagning heilbrigðisþjónustu í landinu. Verkefnið er risavaxið, og í rauninni eðlilegt, að því hafi ekki verið gerð fullnægjandi skil, eins og ráðherra raunar minntist á þar eð stjórn- un heilbrigðismálj) hefur aldrei átt á að skipa þeim mannafla, fjármagni eða tækniaðstöðu, er hafi leyft neina skipulega nálg- un þess. Hver eru þá aðalsvið heil- brigðisþjónustunnar? >ar er þá fyrst að telja stjórnunarlega yfi- irstjórn heilbrigðismála, en verk- efni hennar er þríþætt, þ.e. upp- lýsingasöfnun og áætlanagerð 1 fyrsta lagi. Framkvæmda- og rekstrarákvarðanir, samlhæfing og yfirumsjón með rekstri í öðru lagi, og í þriðja lagi, sem i rauninni byggist á hinum tveimr ur atriðunum, sem talin hafa verið, að sjá fyrir fjármagni til framkvæmda og rekstrar. Annað aðalsvið heilbrigðisþjónustunnar er það, sem mætti nefna ytri sjúkrahjálp, þ.e.a.s. öll heil- brigðis-, sjúkra- og læknis- þjónusta, sem fram fer utan sjúkraíhúsa ásamt, og það vil ég leggja áherzlu á, að er mjög stór og veigamikill þáttur, heilstt gæzlu og almennu heilbrigðiis- eftirliti á öllum sviðum. >riðja sviðið mætti nefna innri sjúkxa- hjálp, þ.e. læknisfræðilegar og stjórnunarlegur rekstur sjúkra- húsa og annrra heilbrigðisstofn- ana. Mjög náin tengsl og sam- hæfing í allri stjórmm og starfl hljóta að vera á milli allra þess- ara þátta, og má þar ekki gleyma hvers konar kennslu og rann- sóknuim, sem snerta heilbrigðis- mál og heilbrigðisþjónustu. Við skulum nú án ásakana og drýldni eða beiskju slá þvi föstu, að á mörgum sviðum heilbrigðis- mála hérlendis er mjög áíbóta- vant. Ég skal nefna nokkur atr- iði af handalhófi: Á landinu er ekki til nema 14 sjúkrarúm sér- lega fyrir sjúklinga með kven- sjúkdóma; aðstaða og pláss tfl vistunar og lækningar geðsjúkl- inga er áratugum á eftir tíman- um og eðlilegri íbúaþróun, 57% íbúa landsins búa á svæði, sem er eðlilegt „metropolitan area- eða stórborgarmiðsvæði og hefirr ekki aðgang að slysaþjónustu eða bráðri sjúkrahjálp, sem er I neinu samræmi við lágmark* nútímakröfur. Á sama svæði er ekki til vísir að sjúkradeild tii vistunar og meðferðar sjúkling- um með illkynja sjúkdóma, ég á þar við sérdeild til geisla- og efnalækninga (kemoterapi). Samhæfing og skipulag læknis- þjónustu utan sjúkrahúsa bæði í þéttbýli og dreifbýli er mjög laus í reipunum, og veilt raunar enginn með vissu, hvernig snú- ast beri við þeim vanda, sem þar við blasir, fremur en ýmsu öðra ’hér áðurtöldu, bæði af fyrr* framsögumanni og mér. Starf9- lið og aðstaða heil'brigðiseftir- lits og heilsugæzlu er einnig ónógt, og ekki hægt að halda uppi neinum rannsóknum á þvl sviði. >ó má segja, að starfsemi, skipulag og árangur heilsi*- gæzlustöðva hafi verið sá þáttur heilbrigðismálanna, sem tekizt Framh. á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.