Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1067. SÍDAN 1 VMSJÁ BALDVINS JÓNSSONAR Til lesenda KÆEU lesendur, nú þegar þessi síða hefur verið hér í blaðinu í rúman mánuð, langar okkur til að fá ykkur, lesendur góðir, til þess að stinga uppá efni, sem hægt væri að birta hér á síð- unnL Eins og þið hafið kannski tek- iB eftir höfum við reynt að hafa •fnið nógu fjölbreytt, til þess að lem flest ungt fólk hafi ein- hverja ánægju af því að lesa það. Það eru vinsamleg tilmæli til ykkar, kæru lesendur, að ef þið vitið um eitfchvað efnL sem er athyglisvert fyrir ungt fólk, að láta okkur vita. Eins er allt að- sent efni um og fyrir ungt fólk vel þegið. Utanáskriftin er: „Síð- an þín“, Morgunblaðinu, Aðal- strætL íslandsmótið: Leikir yngri flokkana A ÞRIÐJUDAGS’KVÖLDIÐ var íslandsmótinu í yngri flokkum haldið áfram að Hálogalandi og voru leiknir tveir leikir í 2. flokki kvenna og tveir leikir í 3. flokki karla. 2. flokkur kvenna, A-riðilI, Valur—Breiðablik 5:3 (3:3) Leikurinn var nokkuð jafn og •pennandi og kom leikgleði og geta Breiðabliksstúlknanna mjög á óvart, — greinilegt er, að þeim hefur farið mikið fram frá fyrri leikjum í mótinu. Þær héldu í við Valsstúlkurnar fram að hléi en eftir það tókst Valsstúlkunum að bæta við tveimur mörkum og sigra. . 2. flokkur kvenna, B-riðill, T KR—ÍBK 9:1 (4:0) KR-stúlkurnar höfðu alla yfir- burði í þessum leik og áttu ÍBK- stúlkurnar aldrei viðreisnarvon. 3. flokkur karla, B-riðill, Fram—ÍBK 12:7 (5:2) Þetta var mjög skemmtilegur leikur, áttust þama við fcvö lið með mjög efnilegum leikmönn- um, sem léku hverja leikfléttuna af annarri eins og þaulæfð meist- araflokkslið. Framarar voru þó betri aðilinn í þessum leik og var það mikill óþarfi að leika eins grófan leik eins og þeir léku. 3. flokkur karla, A-riðill, Haukar—KR 6:5 (2:2) Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi en hafði ekki upp á margt að bjóða hvað handknatt- leik snertir. Haukar unnu verð- skuldaðan sigur. HORNAUGAD KVIKMYNDAGACHRÝNI UNGA tÓLKSINS #1 Blörn Baldursion ÞórSur Cunnarssou Tónabíó: SVIÐSLJÓS. (Limelights). CALVERO, gamanleikari og trúður hefur beðið lægra hlut í hinni hörðu samkeppni skemmti krafta vegna elli og óreglu. Þáttaskil verða í lífi hans, er honum tekst að bjarga ungri atúlku, ballettdansmey, frá því *ð fremja sjálfsmorð. Stúlkan ímyndar sér, að hún sé lömuð I fótunum. Gamli gamanleikar- inn hjálpar henni að yfirvinna vonleysi og hugarvíl, er að henni sækir. Hann kennir henni að líta lifið björtum vonaraug- um. Örlögin haga því þannig til, að dansmærin verður stoð og stytta gamla mannsins er á bját ar. Að lokum fórnar hann líf- inu, til að öðlast aftur eilítið af fornri frægð, í birtu sviðsljósa. í myndinni er fjallað um sál- ræn og félagsleg vandamál mannsins af næmum skilningi. Atburðarásin er fremur hæg framan af, en meitluð fyndr.um smáatriðum. Myndin er heil- ateypt, en augljóst er, að einn maður, Chaplin, hefur gert of mikið, tilbreytni og hugmynda- auðgi í uppsetningu og töku er t.d. af skornum skammti. Leik- ur er hóflegur, sjaldan ýktur, en því miður svæfandi tilþrifalítill á köflum. Myndin er athyglis- verð. Hafnarbíó. PERSONA. fslenzkur skýringatexti. ÞAÐ er í sjálfu sér ákaflega vandasamt að leiða fram 1 dags ljósið hina duldu mannlegu eig- inleika og hin margþættu af- brigði sálarlífsins. í kvikmynd- inni Persona ræðst Ingmar Bergman í að birta okkur fyrr- greind atriði og honum tekst það á snilldarlegan hátt. En vita skuld er efnið leiðinlegt og kvikmyndin er oft og tíðum drungaleg og talsvert langdreg- in. íslenzki textinn er mjög vel unninn og leikkonurnar Bibi Anderson og Liv Ullmann sýna leik, sem er vel fyrir ofan með- allag. Söguþráðurinn, sem er af- ar fábrotinn, greinir frá hjúkr- unarkonu, er hefur verið valið HLJOIMAR FYRIR stuttu síðan fréttum við, að hin landskunna hljómsveit, Hljómar, hefðu skipt um trommu leikara, fengið til sín gamlan fé- laga, Engilbert Jensen, og hefðu einnig breytt lagavali að ein- hverju leytL Við brugðum okkur út í Glaum bæ á þriðjudagseftirmiðdegL og hittum þá alla þar samankomna, Gunnar, Rúnar, Erling og Engil- bert þar sem þeir voru að æfa. Þegar við vorum búnir að hlusta á nokkur lög, komumst við að því, að þeir hafa að okkar áliti tekið geysilegum framförum frá því bara um síðustu áramót. Er við höfðum smellt af þeim nokkrum myndum, fengum við okkur sæti og ræddum við þá um þá sjálfa og álit þeirra á unga fólkinu í dag og eins og það var þegar þeir hófu að leika fyrir rétt rúmum þremur árum, en þeir hafa leikið saman síðan 5. okt. 1963. Fyrst spurðum við þá, hvort þeim finnist lögin hafi breytzt mikið á þessum tíma. Þeir kváðu það vera og töldu þau vera mun betri og skemmtilegri en þau voru. Finnst ykkur unga fólkið hafa breytzt? Nei, ekki svo mjög, aðallega 1 klæðaburði sem er mikið smart- ari og frjálslegri en hann var. Hafið þið hugsað ykkur að gefa út plötu á næstunni? Já, við ætluðum að gera það, en það er bæði erfitt og dýrt, vegna þess að Ríkisútvarpið er hætt að lána upptökusal þann sem áður hefur verið lánaður til plötuupptöku. Eftir þennan langa feril, hvað er ykkur minnisstæðast? Rúnar: Þegar við fórum til Englands í upptöku á lögum fyr- ir kvikmyndina „Umbarum- bamba“, og þegar við byrjuðum að leika opinberlega í „Krossin- um“ í Keflavík. Engilbert: Hljómleikar 1 Hlá- skólabíói árið 1964. Erlingur: í hestaatriði 1 kvik- myndaupptökunni á myndinnl „Umbarumbamba", þegar ég datt af hestbaki og braut gítar- inn. Einnig þegar við komum fram í „Cavern Club“ í Liver- pooL Gunnar: Mest gaman í plötu- upptökum. Öllum fannst þeim gaman þeg- ar þeir fylgdust með upptöku á sjónvarpsþættinum „Ready Steady Go“. Og að lokum, hafið þið hugsað ykkur að halda áfram að leika? Já, svo framarlega sem ein- hverjir hafa áhuga á að hlusta á okkur.... Hver á hárið ? JOHN Lennon átti hárið, sera kom hér á síðunni 9. marz sl. Okkur barst fjöldi bréfa, og voru þau flest rétt, og þá var dregið úr og upp kom nafn Mar- grétar Sigurðardóttur, Básenda 1, og mun hún geta sótt vinninginn á afgr. Mbl., Aðalstræti 6, fyrir næstu mánaðamót. það vandasama hlutverk, að annast hjúkrun og eftirlit með andlega vanheilli leikkonu, Myndina verður að telja í þeim flokki kvikmynda, sem almenn- ingur getur ekki haft gaman af. Til þess er hún alltof einhæf og fábrotin. Efnið sem heild er frekar rannsóknarefni sálfræð- inga heldur en kvikmyndahús- gesta og kostir hennar megna ekki að vega upp á móti þeirri staðreynd, að kvikmyndin Per- sona er leiðinleg. B. 1. Hann nam viðskiptafræði áður fyrr. 2. Hann er mjög oft aðaV söngvari 1 hljómsveit. SVÖR skulu send til síðunnar eigi síðar en 21. þ. m., merkt: „Síðan þín“, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, Rvík. Lífiö er leikur, en þvi miður viljum við oll leika aðalhlutverkið. ÍSLAND 1. (1) Oh What a Kiss..........The Rocking Ghosts 2. (4) Penny Lane/Strawberry Fields .... The Beatles 3. (2) I’ a Believer....................Monkees 4. (7) On a Carousel .................The Hollies 5. (5) Mellow Yellow ................... Donovan 6. (3) Let’s Spend The Night Together . Rolling Stones 7. (8) I’m a Man...................Spencer Davis 8. (10) There’s a Kind of Hush ..Herman Hermits 9. (6) Rugby Tuesday .............. Rolling Stones 10. (-) Release Me..........Englebert Humperdinck ENGLAND 1. (1) Penny Lane/Strawberry Fields .... The Beatles 2. (2) Release Me..........Englebert Humperdinck 3. (3) This is My Song...............Peluta Clark 4. (4) On a Carousel ................ The Hollies 5. (8) Edelweiss ......................Vince Hill 6. (5) Here Comes My Baby ............. Tremoloes 7. (-) There’s a Kind of Hush ..... Herman Hermits 8. (-) This is My Song .............Harry Secombe 9. (9) Detroit City ..................: Tom Jones 10 (-) Georgy Girl ...................... Seekers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.