Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1967. Kafað í Njarðvíkurhöfn Ég raða þessu upp eins og múrsteinum 1>AÐ var snjómugga, jiegar við lögðum af stað úr Reykjavík, og eilítið kul, svo að það gat þrugðið til beggja vona, hvort þeir væru að kafa suður við Njarðvikurhöfn, en þangað var ferð okkar heitið, tveggja blaða manna Morgunblaðsins, síðastl. þriðjudag. Annar þeirra var m.a.s. froskmaður í Syndasel- um og meiningin var, að hann færi niður með kafaranum, Kristbirni Þórarinssyni, sem þar var að vinnu og myndaðl hann neðansjávar. En ekki eru allar ferðir til fjár, þótt farn- ar séu. Á Keflavíkurveginum var jafnfallinn snjór, en færð að öðru leyti góð, og Fólksvagn- inn okkar fór á kostum suður allan veginn, fram hjá þessu makalausa tollskýli, framhjá hinni væntanlegu Álverk- smiðju, framhjá Hvassahrauni, þar sem á síðustu árum er að rísa upp mikið sumarbústaða- *væði, framhjá Kúagerði, sem hernámsandstæðingar hafa end urnýjað frægð á sem áningar- Btað, eftir Vogastapa, sem leng- ur er ekki í neinu draugafæri, framhjá hliðinu inn á Völlinn, *em færri komast í gegnum en úlfaldarnir í gegnum nálar- auga Gullna hliðsins þar suður í Gyðingalandi forðum og að lokum renndum við niður að hinum nýja hafnargarði, sem er í byggingu í Ytri-Njarðvík, og við höfðum frétt af skotspón- um að væri byggður með ný- stárlegum hætti og mun fljót- virkari en hinir eldri hættir. sem komu upp á yfirborðið frá þeim þremur félögum. Hitinn í sjónum reyndist \Vz gráða á Celsius, samkvæmt hitamæli Emils. Stór krani, vafalaust með stærri krönum á landinu, sveiflaði 10 tonna steinsstykkj- um af stórum vörubílum niður í hafdjúpið, og þar tók Krist- björn við þeim eins og fisi, rað- aði þeim eins og múrsteinum 1 nýja hafnargarðinn, og við fréttum frá ýmsum aðilum, að 60% flýtisaukning væri við þessa nýju aðferð, miðað við þá eldri með steinsteyptu ker- unum. Þegar kafararnir komu upp, notuðum við tækifærið og spurðum Kristbjörn Þórarins- son kafara, hvernig verkið gengi? stakk Kristbjörn sér aftur í hafið og hafði ekki fyrir því að nota stigann, sem var við borðstokk Orions, og í hæla hans dembdu þeir sér í sjóiinn, hver af öðrum, blaðamaður Mbl. Óli Tynes og félagi hans úr Keflavík, Emil Kristjánsson, en við Helgi S. Jónsson frétta- ritari Mbl. 1 Keflavík, horfðum agndofa á. Þetta var eitthvað framandi fyrir okkur, annað líf, en menn eru almennt vanir. Blaðamaður Mbl. Óli Tynes kemur upp á yfirborðið. Við fórum inn í stjórnklefa Orions, þar sem aðstoðarmað- ur kafarans, Kristbjörns, Kristóbert Rósinkarsson, ættað ur úr Álftafirði við ísafjarðar- djúp, átti tal við Kristbjörn í gegnum talstöðina, og gaf síð- an kranamanninum bendingar eftir skipan kafarans. Þær hljóðuðu eitthvað á þessa leið: „Lítið eitt til hægri, örlítið neðar" og Kristóbert gerði merki með fingrunum, sem fyrir okkur var hin argasta gol- franska, en allt skildist þetta, eins og á milli þeirra lægi ein- hver leyniþráður. Hávaðiinn 1 vélinni, sem dældi lífsloftinu til kafarans, hindraði frekari samræður, enda var liðið á tím ann sem froskmennirnir gátu verið undir yfirborði með kút- anna sína. Þetta hafði verið skemmti- legur tími. Kafararnir komu upp, einn af öðrum, busluðu i haffletinum, og fengu sér heita hressingu til að fá úr sér hroll- inn, en við héldum í heiðskíru veðri aftur til Reykjavíkur. Fr. S. Við hittum Kristbjörn kafara «ð máli, en hann var þá stadd- ur á sjávarbotni, töluðum við Ihann í gegnum talstöð, og veitti hann leyfi sitt fúslega, að frosk maðurinn í okkar hópi kæmi niður til sín og fylgdist með aðgerðum hans við að hlaða upp Njarðvíkurhöfn. Annar blaðamanna MbL stakk sér þegar í hafið íklædd- ur froskmannabúningi sínum og félagi hans úr Keflavík, Emil Kristjánsson, sá sem frægur varð af því að grípa lax á sundi, fór niður með honum og honum og Kristbirni kafara til hugarhægðar. Við stóðum í stafni kafarabáts Kristbjarnar, Orions, sem lá þar við garð- inn, og horfðum á loftbólurnar, Kristbjörn kafari kemur vírum utan um stein, sem er til trafala. Myndin er tekin á hafsbotni. „Takk, bærilega", svaraði þessi hávaxni maður í búningi kafara, sem einna helzt minnti á geimfarabúning. ,’,Síðan við byrjuðum á þessum tveim görð um, höfum við hlaðið 72 metra, báðum megin. Við byrjum á því að hreinsa undirstöðuna með sterkri dælu, blásum burtu öllu lauslegu, setjum niður grindur og steypum í þær, og því næst er byrjað að hlaða. Fyrstu steinstykkin eru mismunandi að stærð, eftir botnlaginu, en þau næstu eru 10 tonn að stærð, þau sem við erum með núna eru um 4 tonn að stærð. Þetta eru svona 5—7 lög eftir dýpi Efrafall sér um verkið. Lásar eru á steinunum, og falla þeir yfirleitt auðveldlega í grópir. Milli þessara garða er svo fyllt upp með grjóti. Steinarnir sem ég hleð úr, hafa gat í miðjunni, og í þessi göt er svo steypt með járnbentri steinsteypu. Þetta virðist ganga mjög vel, og við vinnum þetta frá kl. 8 á morgn ana til kl. 7 á kvöldin. 25—30 manns vinna við þessa hafnar- gerð að staðaldri." Klukkan að ganga fjögur Kristóbert Rósinkarsson rekur smiðshöggið á Kristbjöm kafara. Húsgagnasmiðir: Höfum fyrirliggjandi: AN-TEAK LAKK SLÍPIOLÍU og herði BÆS, marga liti TRÉFYLLI, fl. liti SANDPAPPÍR, fl. grófl. STÁLULL, fl. grófl. SANDPAPPÍRSBELTI CASCOL-LÍM, rakaþétt WELDWOOD-LÍM, vatnshelt Laugavegi 15. Sími 1-33-33. Fermingarskeyti sumarstarfsins Eflið sumarbúðirnar í Vatnaskógi og Vindáshlíð. Kaupið falleg litprentuð fermingarskeyti, móttaka á morgun frá kl. 10—12 og 1—5 í Sjálfstæðishúinu, Kópavogi og Amtmannsstíg 2B. Upplýsingar í síma 17536. Húsgögn - afsláttur Seljum í dag og næstu daga lítið gölluð húsgögn á verkstæði voru að Brautarholti 6. Trésmiðja Birgis Ágústssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.