Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1967. 31 Utanrakismálaráðstefna SUS hefst ■ KLUKKAN 14 í dag hefst í Valhöll helgarráðstefna S.U.S. um utanríkismál. Árni Grétar Finnsson, formaður S.U.S., set- ur ráðstefnuna. Dr. Bjarnl Benediktsson, forsætisráð- herra, flytur erindi, er hann nefnir „Um utanríkismál og öryggi fslands.“ Að erindi hans loknu flytja þeir Bjarni Bein- teinsson, Jón E. Ragnarsson og Styrmir Gunnarsson stuttar framsöguræður. >á verða frjálsar umræður til kvölds og kosið í nefnd til að semja drög dag að að ályktun ráðstefnunnar. Á morgun kl. 14 verður ráð- stefnunni fram haldið og nefnd arálitið tekið til umræðu. Stjómandi ráðstefnunnar verður Birgir fsl. Gunnarsson 1. varaformaður S.U.S. Helgarráðstefnan fer fram í Félagsheimili Heimdallar, Val- höll v/Suðurgötu. Þess er vænzt, að ungir sjálf- stæðismenn í Reykjavík og ná- grenni fjölmenni til ráðstefn- unnar. Hæstiréttur staðfesti undi rréttardómi n n HÆSTIRÉTTUR hefur stað- fest óbreyttan dóm undirréttar í máli ákæruvaldsins gegn Jósafat Arngrímssyni og Þórði Einarssyni. Fimm aðilar voru að málinu í undirrétti, en að- eins Jósafat og Þórður áfrýj- uðu. Jósafat hlaut 2 ára fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik, en Þórður 8 mánaða fangelsi fyrir brot í opinberu starfi. Ólafur Þorláksson, sakadóm ari, hafði með alla rannsókn málsins að gera og kvað upp dóminn í héraði. Aðeins rafmagnstaflan í bæjarhúsinu brann Látrum 17. marz. | SÍÐ ASTLIÐN A nótt munaði minnstu að húsbruni yrði í Hænu vík er raflýst með vatnsaflsstöð, jafnstraum, en þegar fólkið vakn aði í morgun var rafmagnslaust og rafmagnstaflan í húsinu brunnin til ösku. Allar leiðslur í námunda við töfluna voru einnig brunnar. Steinhús er í Hænuvik og ekkert í nálægð við töfluna, sem brunnið gat. Nokkrar skemmdir urðu þó af reyk við það að allt brann i töflunni, því um leið hafði slegið saman í öllu rafkerfi hússins. Þá brann einnig yfir rafall stöðvarinnar og er hann sennilega ónýtur. Er þetta því verulegt tjón. Hér er brjálað veður dag eftir dag og margt ónotaorðið fær Garðakirkja fær nýjar kirkfukiukkur A SUNNUDAGSKVÖLD fer fram í Garðakirkju á Álftanesi helgiathöfn, og þess minnst að ár er liðið frá því að nýja kirkj- an var vígð. Verða þá teknar í notkun nýjar kirkjuklukkur, sem Hafnarfjarðarbær hefur gef ið, en þær eru hinir beztu gripir. Við þessa athöfn mun séra Öl- afur Skúlason, prestur í Bú- staðaprestakalli flytja ræðu, Guðrún Tómasdóttir syngur ein- söng, og þá mun Garðakórinn syngja sérstaklega undir stjórn stjórn Guðmundar Gíslasonar. 1 GÆR var norðan hvassviðri eða stormur og mikil snjó— koma um norðanvert landið og suður eftir Austfjörðum. A Egilsstöðum var hvasst klukk ; an 14, eða 10 vindstig. Frost- ! Íð var þarna 3-4 stig. Sunnan lands og vestan var vindur | hún góa þessi ,enda á hún það skilið. Þórður. - KJARADÓMUR Framh. af bls. 32 Kröfur sínar í máli þessu byggir sóknaraðili á því, að í 7. gr. laga nr. 55/1962 um kjara- samninga opinberra starfsmanna sé fram tekið, að ef almennar og verulegar kaupbreytingar verði á samningstímabili, geti samn- ingsaðilar krafizt endurskoðunar kjarasamnings án uþpsagnar hans. Kjaraákvæði þau, er nú gildi, séu samkvæmt dómi Kjara dóms frá 30. nóvember 1965. Síð an hafi mörg launþegasamtök samið um launahækkanir. Hafi launahækkanir þessar yfirleitt numið 3,5%, en þó mun meira hjá nokkrum samtökum. Þá hafi og verið samið um ýmis önnur atriði, svo sem verulegar færsl- ur milli launaflokka og sérstakt gjald til orlofsheimilasjóða. Tel- ur sóknaraðili, að Ijóst sé, að al- mennar og verulegar launahækk anir hafi orðið á árinu 1966, þar sem um 67% launþega innan Al- þýðusambands íslands hafi feng ið samningsbundnar kjarabætur með beinum launahækkunum og sé þá verzlunai- og skrifstofu- fólk ekki talið rneð. Þá ha.fi ýms ar aðrar stéttir, svo sem læknar og verkfræðingar, samið um verulega bætt kjör. Varðandi gjald til orlofsheim- ilasjóðs, hefur sóknaraðili bent á, að með samkomulagi, sem 20 launþegafélög og vinnuveitend- ur hafi gert 26. júní 1966, hafi | verið ákveðið, að vinnuveitend- yfirleitt hægari, bjartviðri og frost 2 til 4 stig. Djúpa lægðin, sem sést í kortinu suður af Grænlandi mun verða komin norðaustur á Grænlandshaf og valdá vax andi SA-átt hér suðvestan lands. ur greiddu gjald í orlofsheimila- sjóð verkalýðsfélaganna, er nemi 0,25% af dagvinnukaupi. Fyrsta greiðsla skyldi fram fara á siðari hluta ársins 1996 og mið- ast við sjúkra sjóðsgjald ársins 1965 en teljast greiðsla fyrir ár- ið 1966. Iðja, félags verksmiðju- fólks í Reykjavík, hafði þó sam- ið svo um, að greiðslan skyldi vera 0,35% í fyrsta sinn, en 0,25% úr því. Á þingi Bandalags starfsmanna rikis og bæia, sem haldið hafi verið í októbermán- uði 1966, hafi stiórn bandalags- ins verið falið að beita sér fyrir þvi að útvega og skipn!eg«*ia land í því augnamiði, að gefa félövum innan bandalagsins kj.-.t á að eignast orlofsheimili. Hafi stjórriinni verið heimilað rð verja til þessa kr. 4r'r) 000.00 á næstu tveimur árum. f febrú- ar sl. hafi fjármálaráðunevtið afhent bandalaginu land til af- nota í þessu skyni. Hins vegar hafi enn en»ar resrlur ve-ið sett ar um orlofsheimilasjóð banda- lagsins. Varnaraðili byáffir sýknukröf- ur sínar fyrst og fremst á þvi, að samkvæmt ákvæðum 2. m?r. 7. gr. laga nr. 55/1962 sé það skilyrði þess að krefjast megi endurskoðunar kjarasamnings án uppsagnar hans, að orðið hafi „almennar og verulegar ka ip- breytingar á samningstímabili.“ Hvorugu þessára skilvrða sé fu'.l nægt og komi því ekki til álita að hækka laun ríkisstarfsmanna. Samið hafi verið um 3,5% launa haekkun verkamanna, verka- kvenna og iðjufólks í júnímán- uði 1966. Iðnaðarmenn, farmenn og skrifstofu- og verzlunarfólk hafi hins vegar ekki hlotið sams konar launahækkanir. Laun verzlunar- og skrifstwfufólks hafi að vísu hækkað um 5%, 1. janúar 1966, en það hafi verið bein afleiðing af 7% launahækk- un ríkisstarfsmanna hinn 1. janúar s.á. og skipti því ekki hér máli. Af þessu sé Ijóst, að launa hækkanir þær, sem hér er talað um .séu ekki almennar. Þá bendir varnaraðili á. að launahækkun þeirra, er hækkun hafi fengið á greindu tímabili, nema aðeins 3,5%. Auk þess hafi átt sér stað nokkrar færslur milli launaflokka, hjá sömu aðil um, sem ef til vill samsvari 0,5% launahækkun. Þar á móti komi, að gerðar hafi verið nokkrar breytingar á flokkaskipan rikis- starfsmanna á þessu timabdi. Þessi launahækkun, sem horfa beri á, sé því eigi meiri en 3,5% og slíkt verði eigi talin veruleg hækkun. Varnaraðili hefur mótmælt því, að til greina komi að taka hér með greiðslu í rolofsheinula sjóð. Dómurinn hefur kynnt sér þau gögn, sem tiltæk eru um launa- breytingar á almennum vinnu- markaði frá ársbyrjun 1966. Á síðastliðnu sumri sömdu Verka- mannafélagið Dagsbrún, Iðja, félag verksmiðjufólks, Verka kvennafél. Framsókn og Sðkn, félag starfsstúlkna, öll í Reykja- vík, um hækkun grunnlauna, er nam í flestum tilvikum 3,5%, en í nokkrum tilvikum allmiklu meira. Þá var einnig samið um nokkrar tilfærslur milli flokka og voru þær til hækkunar. Sam- svarandi hækkanir munu hafa orðið á launum hliðstæðra laun- þega annars staðar á landinu. Ekki hafa fram komið gögn um aðrar samningsbundnar heildar- launahækkanir annarra launþega samtaka, er hér verður unnt til að líta. f upphafi 2 mgr. 7 gr. laga nr. 55/1962 segir: „Nú verða almennar og verulegar kaup- breytingar á samningstímabili, og má krefjast endurskoðunar kjarasamnings án ' uppsagnar hans.“ Með vísan til þess, sem að framan er ritað, verður að telja, að á samningstímabili því, er dómur Kjaradóms frá 30. dev. 1965 gildir um, hafa á almenn- um vinnumarkaði orðið veruleg- ar kjarabreytingar til hækkunar að því er varðar ófaglært starfs- fólk við líkamleg störf. Starfs- hópar þeir, er launahækkun hafa fengið eru fjölmennir á hinum almenna vinnumarkaði, en hlið- stæðir starfshópar meðal ríkis- starfsmanna eru fámennir. Með kaupbreytingum þeim, sem að framan eru raktar virðist viður- kennt, að þeir starfshópar, sem launahækkunina hlutu hafi veri- ið tiltölulega verr launaðir á hin- um almenna launamarkaði en aðrar launþegastéttir. í 20. gr. laga nr. 55/1962 segir m.a., að við úrlausnir sínar skuli Kjara- dómur hafa hliðsjón af kjörum launþega, er vinni sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu. Þess- ari viðmiðun virðist eiga að beita án tillits til fjölda þeirra sam- bærilegra starfsmanna, sem hjá ríkinu starfa. Þegar þetta er virt þykja vera rök til að endurskoða nú ákvæði Kjaradóms frá 30. nóbember 1965, sem nú gilda og leiðrétta það misræmi, sem að þessu leyti er á milli laun- þega á hinum almenna vinnu- markaði og sambærilegra ríkis- starfsmanna. Með hliðsjón af atvilcum öll- um, þykir hæfilegt, að grunnlaun rikisstarfsmanna, sem taka laun samkvæmt 1.—6. launaflokki hækki um 3,5%, grunnlaun þeirra ríkisstarfsmanna, sem taka laun samkvæmt 7. launa- flokki hækki um 3%, grunnlaun ríkisstarfsmanna, sem taka laun samkvæmt 8. launaflokki hækki um 2% og grunnlaun þeirra rík- isstarfsmanna, er taka laun sam- kvæmt 9. launaflokki hækki um 1%. Rétt þykir að launahækkun þessi gildi frá 1. júlí 1966. Frek- ar þykja ekki efni til að taka til greina launakröfur sóknaraðila í þessu máli. Að því er varðar kröfu sókn- araðila um gjald úr hendi varn- araðila til „orlofsheimilasjóðs" þá er þar ekki um laun að ræða og heyrir það mál eigi undir Kjaradóm, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 55/1962, og ber því að vísa þeirra kröfu sjálfkrafa frá dómi. Samkvæmt gögnum málsins fór sóknaraðili þess á leR hinn 9. desember 1966, að grunnlaun rík- isstarfsmanna yrðu hækkuð vegna þess, að laun á almennum vinnumarkaði hefðu hækkað. Samningar virðast hafa verið reyndir um málið og því síðan vísað til sáttasemjara ríkisins. Sáttasemjari rikisins kvaðst hafa lokið meðferð málsins án sátta hinn 10. febrúar 1967. Sáttasemj- ari ríkisins tilkynnti Kjaradómi um málalok með bréfi 17. febrú- ar 1967. Kjaradómur kvaddi fyr- irsvarsmenn aðila fyrir sig 20. febrúar s.l. Komu þá fram kröf- ur af hendi sóknaraðila, en eigi greinargerð. Af hendi varnarað- ila komu þá hvorki fram kröfur né greinargerð. Aðilar fengu síð- an fresti til að rita greinargerð- ir og gera kröfur og var málið dómtekið eins og áður greinir 6. þ.m. Dómur, varð því eigi upp kveðinn fyrr en nú. Dómorð: Framangreindri kröfu sóknar- aðila, Kjararáðs f.h. ríkisstarf- manna, er sjálfkrafa vísað frá dómi. Grunnlaun ríkisstarfsmanna, sem taka laun samkvæmt 1. til 6. launaflokki, hækki um 3.5%, grunnlaun rikisstarfsmanna, sem taka laun samkvæmt 7. launa- flokki, hækki um 3%, grunnlaun ríkisstarfsmanna, sem taka laun samkvæmt 8. launaflokki hækki um 2% og grunnlaun ríkisstarfs- manna, sem taka laun samkv. 9. launaflokki hækki um 1%. Launahækkun þessi gildi frá 1. júlí 1966. Sveinbjörn Jónsson Ben. Sigurjónsson Svavar Pálsson Eyjólfur Jónsson, með eftirfarandi athugsemd: Ég er sammála forsendum og niðurstöðu meiri hluta dómsins að öðru leyti en því, er varðar kröfu sóknaraðila um gjald úr hendi varnaraðila til orlofsheim- ilasjóðs. Krafa þessi er í eðli sínu slík, að hún tekur til allra starfsmanna ríkisins. Eins og fram er komið þykja ekki rök til að ákveða kjarabætur nema nokkrum hluta þeirra, þar eð aðrir séu ekki sambærilegir við þá launþega, er sömdu um launahækkun þá, sem mál þetta er risið af, og jafnframt orlofs- heimilagjaldið. Standa því ekki efni til skv. 7. gr. 1. nr. 55/1962 að orðið verði við þessari kröfu sóknaraðila og ber því þegar af þeirri ástæðu að sýkna varnar- aðila af hennú Sératkvæði Jóhannesar Nordals Ég er sammála forsendum og niðurstöðum dómsins að því er varðar kröfu sóknaraðila um gjald til orlofsheimilasjóðs, en ekki að því er varðar kröfu um hækkun grunnlauna. Það virðist augljóslega meginstefna laga nr. 55/1962, að kiarasamningar skuli standa með sem minnstum breytingum tvö ár í senn. Hins vegar sé það tilgangur 7. gr. lag- anna að gera kleift að endur- skoða kjarasamning, ef veiga- miklar breytingar verða á kjör- um annarra launþega á samnings tímabilinu, er skapi verulegt og almennt óréttlæti gagnvart rík- isstarfsmönnum. Þær kjara- breytingar, er nú hafa átt sér stað og sóknaraðili vísar til í kröfum sínum, verða vart taldar óverulegar, en geta hins vegar ekki talizt almennar, þar sem þær ná aðeins til ófaglærðs fólks, er vinnur líkamleg störf, en alls ekki til þeirra launastétta í þjóð- félaginu, sem sambærilegastar eru við starfsmenn ríkisins. Hér virðist því ekki hafa gefizt til- efni til endurskoðunar kjara- samnings skv. ákvæðum 7. gr. laganna. Ber því að sýkna varn- araðila í máli þessu. - RÆÐAJÓHANNS • Framhald af bls. 19. geðveikralögum, ásamt fulltrúa frá ráðuneytinu, ef henta þykir eða, öðrum lagabreytingum I þessu sambandi. Það mun álit próf. Tómasar Helgasonar, að óæskilegt sé að setja sérstök geðveikralög, en nauðsynleg ákvæði komi inn I önnur lög eftir þörfum t. d. lögræðislög. 15. ytirsU"rn heilbri‘>rðis*nála G'ðir fundarmenn! Þið hafið tekið eftir þvi að skinaðar hafa verið allmargar 'nefndir fyrr og síðar til þess að vinna að ur‘iirbúninr>i umbóta í heilbrigðismálum á fjölmörgum sviðum. Þetta á rætur að rekja til þess m. a. að vfirstjórn heilbrigðis- mála er evki sterk að því leyti, að hún ræður ekki yfir miklum mannafla. Landlævnir er lö"iim sam- kvæmt ráðunautur ráðherra um stjórn og meðferð heilbrigðis- mála. Dr. Sig. Sigurðsson gegn- ir þessu embætti af allcunnri kost gæfni. Hann er liðfár í embætti landlækms. tiessu bætir hann úr með því að hafa aðgang að mörgum „konsulentum“ og nefndaskin'’nnm í samráði við ráðherra. t dómsmálaráðuneyt- inu er ráðuneytisstjórinn þaul- kunnugur meðferð og skipan heil þrigðismála en auk hans er einn ágætur deddarstjóri þessara mála. hefi svo haft þann vanda á höndum að vera heil- brigðismála>-óðherra, jafnframt dómsmálaráðherra. kirkjumála- ráðherra og iðnaðarmálaráð- he’-ra. Ég hefi nvlega sett fram á Al- þingi hugmyndir um eflda skip- an þessara mála, e.t.v. með stofn un sérs+aks heilbrigðismálaróðu- neytis eða með öðrum hætti. Skal ég nú ekk; lengja fundinn með því að rekia þær tillögur. En sterkari og manofleiri yfirstjórn þessara veivamiklu mála eru mér ofarlega í huga. Kosningar eru framundan. Verður ekki af minni hálfu f’-emkvæmd nýskipan á bessu sviðj begar svo stendur á. Eneinn veit hver á um b»=si mál að fjalla í ráðherrastóli eftir kjör da" í iúnímánuði. Ég lvk máli mmu með bvl að bakka stiórn Stúdentafélags Reykjavíkur fyrir að hafa gefið mér tækiíæri til þess að mæta á þessum fundi og reifa heil- brigðismálin á opinberum vett- vangi. Ég vona að mér hafi auðn- ast að draga upp nokkuð við- hlýtandi heildarmynd þessara mála á bví sviði er að ráðherra eca ríkisstjórn veit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.