Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1967.
23
- BftÍNAÐARÞING
' Framhald af bls. H
wpphafi a8 vona. Að vísu hafa
|>essi ár, sem starfað hefur verið
beldur ðhagstæð, en í mjög fáum
tilfellum þarf að búast við verri
étkomu hvað viðkemur sprettu.
IÞetta hef ég kannað. Sprettan
•r mjög háð úrkomu, þar eð
aandarnir eru gljúpir og þoma
fyrr en annar jarðvegur. Trú
okkar er, að unnt sé að stunda
grasrækt með hliðstaeðum ár-
angri á söndum og í öðrum jarð-
vegi.
— Jú, það voru ýmsir, sem
•ettu fyrir sig vegalengdirnar í
upþhafi. Ég fyrir mitt leyti. ótt-
•ðist þær aldrei sem slíkar og
reynslan sýnir, að með samstarfi
vinna margar hendur létt verk.
Margir bændur vinna saman.
— Við beitum nýjum vinnu-
brögðum — satt er það. Við höf-
tim nú um tveggja ára skeið
notað heybindingsvélar við hey-
•kapinn, en fyrstu vélina feng-
wm við 1964. Var það reyndar
fyrsta vélin, sem flutt var inn
tíl landsins og ætluð var til þess-
•ra nota. Vélarnar hafa reynzt
mjög vel. Þær eru nú fjórar tals-
lns og brátt. munu þær verða
orðnar 10 að tölu í sýslunnL
Tvær þeirra verða í einstaklings-
•igu, en hinar munu tveir og
fleiri bændur eiga.
■— Nei, enn höfum við ekki
keypt vél, sem safnar böggunum,
en við höfum m.a. hug á einni
•líkri, sem tinir þá upp á vagn,
eem síðan ekur þeim saman í
etærri hlaða, en málið er að öðru
leyti í athugun.
— Já, ms margra ára skeið
hafa bændur þar eystra sáð
leorni á þó nokkuð mörgum stöð-
um. Við höfum einangrað þá
etaði, sem líklegastir eru til þess-
•rar ræktunar og ég tel að
reynslan sýni að unnt sé að
rækta kom í Austur-Skaftafells-
eýslu með sæmilegum árangri.
Það er öruggt að kornið nær í
langflestum tilfellum góðum
þroska. Uppskeran er þetta 15
tunnur og þar yfir við meðalár-
ÉerðL
Við höfum þá aðferð að sýra
komið í litlum grysjum eða í
plastpokum og hefur það gefizt
vel. Þarf þá ekki að þurrka það.
— Um horfurnar? — Það fer
•farmikið eftir verðlJgi á inn-
fluttum korntegundum. Nú er
•ðstaðan meðal Austur-Skaftfell
Inga ólík þvi sem hún var, þar
eð farið er að flytja mtkið inn
af kjarnfóðri á frjálsum mark-
aðL Miðað við það verðlag sem
nú er á kornræktin sennilega
erfitt uppdráttar.
— Um afkomu bænda vil ég
segja það að mjög erfitt er að
meta hana. Við höfuð aðeins
minnzt á framkvæmdir á sviði
ræktunar, en þær hafa verið
mjög áþekkar á öðrum sviðum.
Flest fjós hafa verið endurbyggð
síðan mjólkurbúið tók til starfa,
heyhlöður og fjárhús hafa verið
reist og eru enn í byggingu. Að
baki er mikið framkvæmdatíma-
bil og bústofninn er nú fyrst að
verða viðunandi stærð hjá all-
mörgum bændum. Fjárfesting
hefur verið ör á stuttum tíma og
það skapast ýmis vandamál, sem
eru samfara slíkri fjárfestingu.
Þá eiga bændur einnig margt
ógert.
Ég tel að framundan séu held-
ur minni umbrotatímar en verið
hefur og heldur dragi úr fram-
kvæmdum. Menn muni hins veg-
ar snúa sér að því að bæta og
auka framleiðsluna og þar með
bæta afkomuna. Aðstaða bænda
út á við hefur batnað mikið.
Komið hefur rafmagn á flesta
bæi 1 þremur hreppum, sem á-
ætlun hefur náð til. Þá þarf ekki
að lýsa því, að 1000 ára gömul
barátta við straumþung jökul-
vötn er nú á enda með nýtízku
brúargerð. Síðasta stórbrúin í
sýslunni er nú í smíðum. Er það
brúin á Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi og mun hún tengja Öræfin
föstu vegasambandi við aðra
hluta sýslunnar. Er þá aðeins
eftir að brúa tvær ár svo að unnt
sé að aka þurrum hjólum sýsl-
una á enda. Tala menn nú mikið
um hringveg umhverf is land með
vegalagningu og brúargerð yfir
Skeiðarársand, en það getur
naumast talizt sérhagsmunamál
Austur-Skaftfellinga einna, held-
ur ómetanleg samgöngubót fyrir
alla, er ferðast um ísland.
■— Að lokum vil ég segja þetta,
sagði Egill Jónasson. — Það hef-
ur verið gert mikið ræktunar-
átak á síðustu árum, mikið étak
í uppbyggingu býlanna sjálfra.
Byggðalagið hefur verið rafvætt
að miklu leyti og vegalagning og
brúargerðir hafa verið mjög tið-
ar hin síðustu ár. Með þetta 1
huga er ljóst að fólkið býr nú
við allt aðrar aðstæður en fyrir
fáum árum. Með hliðsjón af þess
um staðreyndum á byggðin að
vera miklum mun tryggari en
áður. Umhverfi og aðstaða fólks-
ins í Austur-Skaftafellssýslu gefa
fyrirheit um blómlegt starf þess
fólks sem þar býr í framtíðinni.
Hef opnað lög-
mannsskrifstofu
að GRETTISGÖTU 8
Knútur Bruun, hdl., sími 24940.
Enskunám í Englandi
Skólastofnunln Scanbrit skipuleggur nám fyrir er-
lenda nemendur í íínglandi á sumri komanda eins
og áður. Nemendur dvelja á úrvalsheimilum, að-
ein« einn frá hverju landi á hverju heimili, og er
skólaganga um 3 tímar á dag. Ábyrgur leiðsögu-
maður verður með nemendum bæði til Englands
og heim aftur. Mjög hagstætt verð. Upplýsingar
gctur Sölvi Eysteinsson, Kvisthaga 3, Reykjavík,
sími 14029.
HORTITTURIHN
NÝLEGA las ég í Morgunblað-
inu ritdóm eftir Erlend Jónsson
um ljóðabók Þórarins frá Stein-
túni, Litir í laufL
Erlendur byrjar á því að
segja frá því, að það séu býsna
margir, sem verji frístundum
sínum til að hnoða
saman kveðskap. Satt mun það
vera. En það hefur ekki verið
venja í landi voru, að kalla þá
hagyrðinga sem hnoða saman
vísu eða ljóði. Þeir hafa verið
kallaðir „Leirhnoðarar" eða
„Leirburðarskáld“. Nú með því
að Erlendur Jónsson hefur rit-
dóm sinn á þessu „hnoði“ skilst
mér að því skeyti sé beint að
Þórarni. Þó segir E. J. litlu síð-
ar, „En hagyrðingur má hann
kallast“ Jú, það getur komið
fyrir, að ýmislegt broslegt komi
úr penna hálærða manna.
Erlendur finnur að óvand-
virkni Þórarins og þvi miður
réttilega. Að mínum dómi skort-
ir Þórarin meira vandvirkni en
hagmælsku.
En nú kem ég að hortittinum.
Erlendur segir með dálitlu of-
læti. „Af sömu ástæðum lætur
Þórarinn sig hafa það að sneiða
og sníða aftan af orðum drabt-
hala eins og beygingarendingar".
Á hann þar við lýsingarorðið
í fjórðu ljóðlínu í þessari vísu.
Kúvent var við Hverfisfljót
Kom þar stóri vandinn
Andskoti var áin ljót
og ónýt brúarfjandinn.
„Hér ætti náttúrlega að standa
ónytur, en ekki ónýt“.
Þetta telur Erlendur ergileg-
an hortitt. Ekki veit ég nú hvort
það er rétta orðið. En sleppum
því. Hér stangast á það sem ég
mundi kalla það náttúrlega og
það málfræðilega. Stundum
finnst manni málfræðireglurnar
láta í eyra manns líkt og þegar
straumhörð á sargar í grjóti. Nú
er það hverjum manni ljóst að
Þórarinn á við brúna, það er
hún sem er ónýt en ekki fjand-
inn.
Þórarinn segir: — Hún er
ónýt brúarfjandinn.
En Erlendur: — Hann er ónýt-
ur brúarfjandinn.
Eftir ströngustu málfræðiregl-
um er þetta rétt hjá Erlendi.
Málfræöin gefur fjandanum leyfi
til að gera brúna að karlkyni
vegna þess, að lýsingarorðið
verður að laga sig eftir seinnl
liðnum í tvíliða orðum sam-
kvæmt málfræðireglunni. En
nú skulum við kippa fjandanum
framfyrir brúna. Þá kemur ann-
að hljóð í strokkinn. Þá verður
fjandinn að sætta sig við að brú-
in kvenkenni hann.
Ef við tækjum nú hliðstætt
dæmi við þetta, þá mundi Þró-
arinn segja. H'in er ónýt konu-
fjandinn til allra verka, en Er-
lendur mundi þá segja.
Hann er ónýtur konufjandinn
til allra verka.
Já, málfræðin sargar víða 1
grjóti. Erlendur stendur sjálf-
sagt með pálmann í höndunum
með málfræðina að vopni. Ég
hygg að Þórarinn standi ekki
svo mjög höllum fæti þótt hann
kvenkenni brúna, enda þótt
hann hnyti fjandanum aftan 1
hana. Þar að auki hefur Þórar-
inn sitt viðurkennda skáldaleyfl
til að verja sig með.
Um bók Þórarins mundi ég
segja að í henni séu ein þrjú
kvæði sem hafi fært hann upp
um set, frá fyrri bók hans. En,
þar sem Þórarinn er sæmilega
menntaður maður og vel lesinn,
er ekki nema sanngjarnt að það
sé tekið í lurginn á honum fyrir
hroðvirknisleg vinnubrögð, ef
það er gjört honum til leiðbein-
ingar en ekki lasts.
Jakob Jónasson.
Haukur Hauks-
son skrifar um
sjónvarp
ÉG hefi víst ekki gert fréttir
sjónvarpsins að umtalsefni í þess-
um pistlum itil þessa, þó e.t.v.
hefði verið ástæða til. Það, sem
raunverulega gerir sjónvarp frá-
brugðið öllum þeim fréttamiðl-
urum, sem áður voru fyrir hendi,
og á ég þar við blöð, útvarp og
kvikmyndahús, er, að sjónvarpið
gerir fölki kleift að sjá og fylgj-
ast með atburðum jafnskjótt og
þeir gerast. Slík fréttamiðlun er
að sjálfsögðu eins fullkomin og
hún getur verið.
Islenzka sjónvarpið á víst langt
í land með að geta sjónvarpað
atburðum jafnharðan og þeir
gerast. Til slíks þarf mikinn og
dýran útbúnað, sem sjónvarpið
hefur ekki á að skipa, ef frátal-
inn er strætisvagn sá hinn
sænski, sem geymdur er í húsa-
kynnum þess og notaður til send-
inga stöðvarinnar. Sá vagn mun
hafa verið notaður til beinna
sendinga af sænska sjónvarpirvu,
en mér skilst að skila eigi Svíum
honum aftur, er sjónvarpið hér
hefur fengið tæki í staðinn, sem
það sjálft á. Eru Svíar vel að
vagninum komnir.
Þótt e.t.v. verði þess nokkuð
að bíða, að beinar sendingar frá
atburðum verði að veruleika hér,
verður að segjast, að um margt
hefur fréttadeild sjónvarpsins
sýnt, að i henni er töluverður
töggur. Bruninn I Lækjargötu
sýndi það t. d. vel. Hann varð
snemma að morgni, um kvöldið
sáu þúsundir 7 mínútna mynd af
atburðum. Sú mynd var ágæt og
gaf góða hugmynd um það, sem
gerðist. En fréttadeildin er ekki
margmenn, og búast má við, að
er útsendingardögum fjölgar enn,
mæði það einna mest á henni,
því fréttir verða að vera á
hverjum sendingardegi. Vonandi
verður nægilega séð fyrir frétta-
deildinni varðandi mannafla o. s.
frv. þannig að fréttir sjónvarps-
ins verði sem mestar og beztar.
Nokkur tirni leið frá því að
sendingar hófust og þar til tekið
var að sjónvarpa veðurfréttum,
en veðurfréttir hafa mér löngum
þótt fróðlegt og skemmtilegt
sjónvarpsefni. Ekki verður ann-
að séð, en að veðurfræðingar
Veðurstofunnar skili sínu hlut-
verki með ágætum.
Margir eru nú loks farnir að
skilja veðurfréttir útvarpsins,
sem eru algjörlega steinrunnið
fyrirbæri; hafa verið í sama
formi frá því þær hófust er mér
nær að halda. Veðurfréttir út-
varpsins eru klassískt dæmi um
hversu fara má höndum um gott
efni þannig að það verði hund-
leiðinlegt og óáheyrilegt. í sjón-
varpinu gegnir allt öðru máli.
Kannske er ekki sanngjarnt að
bera þetta tvennt saman, útvarp
og sjónvarp, en bágt á ég með
að trúa, að ekkert sé hægt að
gera fyrir veðurfréttir útvarps-
ins ef einhver nennti að hafa
hugsun á því.
Það eina, sem ég varð að finna
veðurfréttúm sjónvarpsins til
foráttu, er að svo sýnist að
myndstjórnandanum virðist ekki
alveg Ijóst, að það er veðurkort-
ið, sem mestu máli skiptir í send-
ingunni, en ekki veðurfræðing-
arnir sjálfir, þótt annars séu þeir
myndarlegustu menn. Veðurkort-
in virðast einnig óþarflega lítil;
a.m.k. ef brugðið er upp mynd
af kortinu og manninum saman,
því þá sést yfirleitt harla lítið
af því, sem á kortinu er.
Um fþróttafréttirnar treysti ég
mér ekki til að segja neitt, því
þau mál þekki ég ekkert, en frá
bæjardyrum leikmanns sýnast
þær oft ágætar.
Þá kom loks að þvf, að aug-
lýsingataxti sjónvarpsins var
lækkaður. Sá taxtL sem ákveð-
inn var í fyrstu, var hreinlega út
í hött, og jafnvel þó að sænskur
„spesíalisti" hafi lagt á ráðin.
60 sekúnda auglýsing kostaði áð-
ur líkt og heilsíða í dagblöðun-
um. Það gefur auga leið, að fyrir-
tæki eru treg til þess að ráðast
í sjónvarpsauglýsingar upp á
þau býti. I fyrsta lagi eru 60
sekúndur aðeins ein mínúta;
kostnaðurinn við að gera aug-
lýsingamynd fyrir þann tkna er
Málverkið metib á
MÁLVERKIÐ „Flautuleikarinn"
eftir Hollendinginn Franz Hals
(1580—1666) hefur horfið með
dularfulium hætti úr peninga-
skáp banka eins í Genf. Mál-
verkið er metið á sær 20 millj.
ísl. kr.
Eigandi málverksins er Arnold
de Bendern, 86 ára gamall greifi
af enskum ættum og skýrði hann
frá því á heimili sínu á Cap
Martin á frönsku Rivierunni, að
hann hefði fyrir tveimur árum
falið hinum svissneska banka
málverkið til varðveizlu ásamt
öðrum verðmætum málverkum.
Er stálskápur sá, þar sem mál-
verkin voru geymd, var opnað-
ur fyrir nokkrum vikum, komst
hann að raun um, að skipt hafði
verið á „Flautuleikaranum" og
öðru verðlausu málverki. Sviss-
neska lögreglan hafði síðan farið
þess á leit við hann, þegar greif
inn skýrði henni frá þjófnaðin-
margfaldur <nyndamótakostnað-
ur við heilsíðuauglýsingu í blaði.
Ég er raunar þeirra skoðunar, að
taxtar sjónvarpsins hafi alls ekki
verið lækkaðir nógu mikið. Hér
skiptir öllu máli, að fyrirtæki og
kaupsýslumenn fái trú á sjón-
varpsauglýsingunum. Það gerist
ekki fyrr en þær hafa verið
reyndar, og á meðan slíkur
reynslutími stæði t. d. fyrsta ár-
ið, væri skynsamlegt af sjónvarp-
inu að halda auglýsingaverðinu
í algjöru lágmarki og fá þannig
sem flesta til að auglýsa og
leggja þar með í kostnað við gerð
auglýsingamynda, sem eitthvert
vit er í. Síðan mætti hækka
verðið, er áhuginn er fenginn
eftir að fyrirtæki hafa séð hagn-
aðinn af því að auglýsa í sjón-
varpinu.
Ég geri hér auglýsingarnar að
umtalsefni af þeirri einföldu á-
stæðu, að þær skipta öllu máll
fyrir hinn almenna sjónvarpsnot-
anda. Búið er að lýsa því yfir, að
afnotagjöld og auglýsingar eigl
að standa undir dagskrárkostn-
aði sjónvarpsins. Ef auglýsinga-
útkoman verður jafn hrakleg, og
verið hefur, má búast við að
hækka verði afnotagjöldin, elleg-
ar draga úr dagskrárkostnaði.
Og þá styttist í kosningarnar,
og verður þá ugglaust margur
„talentinn“ á ferðinni. Fróðlegt
verður að fylgjast með þvL en
andlegrar heilsu landsmann*
vegna ber að vona að „eldhús-
deginum'* verði ekki sjónvarpa®
óbreyttum í útvarpsforminu.
20 milljón krónur
„Flautuleikarinn“
um, að hann léti ekkert upp-
skátt um, hvað gerzt hefðL
Undir ld mynd.
Haukur Hauksson.
„Flautuleikarinn** hvarf
úr fjárhirzlunni