Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 5
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1967. 5 fl SYNINEU ÞORVALDAR MÁLVERKASÝNING Þor valdar Skúlasonar í Boga- sal Þjóðminjasafnsins hef- ur þótt mjög athyglisverð og einn mesti viðburður í listalífi borgarinnar um nokkurt skeið. Mbl. hefur fengið nokkra áhugamenn uni myndlist að segja álit sitt á sýningunni, og fara ummæli þeirra hér á eftir: Ragnar í Smára Ný eldsumbrot á sögueyjunni Ragnar í Smára komst þann ig að orði: Á sýningu I>orvaldar Skúla- sonar í Bogasalnuan er allt nýtt frá grunni. Ný óþekkt orka að verki í hverri mynd. Bylting, þaulhugsuð og til farsælla lykta leidd, án allra bandalaga úr efra eða neðra. Ný stórfengleg eldsumbrot. Ég hef vitað það í þrjú ár, að lífið byrjar um sextugt. Óska listamanninum og að- dáendum hans tii hamingju. Tónn sem skilur Sverrir Sigurðsson og formum, sem gera myndir hans svo auðþekktar hvar sem er, t.d. á samsýningum skera þær sig strax úr. Á bak við hverja mynd býr mikil og ströng vinna og hár- fín nákvæmni, hvert atriði þaulhugsað. Það má engu skeika í hinu stranga geometr iska formi, sem Þorvaldur hefur svo meistaralega útfært og glímt við um árabil. Þar er hálærður maður að verki, sem gerir strangar kröfur til sjálfs sín, sem sjá má í öllum hans verkum og ekki hvað sízt á þessari síðustu sýningu nú. Þar sjáum við myndum vel komið fyrir, sem er svo stórt atriði til að sýning njóti sín sem bezt. Að hengja stærstu myndina til hliðar, en ekki fyrir enda í miðju boga í saln um, vakti athygli mína. Hún er líka mynd myndanna — nr. 11 — sem á heima á stór- um vegg ein sér. Þessi mynd tekur mann ekki við fyrstu sýn, svo er um flestar góðar myndir, en í henni er sá tónn sem skilur ekki við mann, þótt maður sé löngu genginn úr salnum, og svo er reyndar um fleiri myndir á þessari faUegu sýningu. ekki við mann Djarfari en Sverrir Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, sagði: Árið 1960 valdi þar til kosin alþjóðleg dómnefnd 50 lista- menn frá 20 þjóðlöndum, er hún taldi mjög athyglisverða, til að sýna saman í Bandaríkj unum. Málverk eftir Þorvald *em vakið hafði eftirtekt á sýningu í París og verið keypt þar, var valið á þessa sýningu er síðar fór víða um Ámeriku. Ég get þessa hér aðeins til að minna á, að við eigum hér listamann, sem vakið hefur athygli færustu útlenzkra sér fræðinga. Síðan þetta gerðist hefur Þorvaldur haldið aðeins eina sýningu, 1962, og svo nú þessa stórfallegu sýningu í Boga- salnum. Sýningin nú kemur mér ekki á óvart frekar en síðustu sýningar hans á óhlut lægri myndlist. Þær hafa hver um sig haft sín sterku persónulegu einkenni í listum oft áður Það sem mér finnst athygl- isverðast við þessa sýningu er birtan yfir henni Að vísu hefur aldrei verið dimmt yfir list Þorvaldar, en nú sannar hann að baráttan við hið geómetríska form hefur borið árangur. Þorvaldur er í þess- um myndum djarfari en oft áður, og á ég þá einkum við litameðferð hans. Ég hef allt- af talið Þorvald í fremstu röð íslenzkra málara og sú skoð- un mín efldist við að sjá þessa sýningu, tvímælalaust er hún með geðfelldari sýn- ingum, sem ég hef séð lengi. Mér er aftur á móti engin launyng í því að ég tel stefnu Þorvaldar nokkuð „akadem- íska“, hún getur ekki talizt „moderna" lengur. En myndir hans verða ekki dæmdar úr leik af þeim sökum. Öbrotinn litur og þaulhugsad form KURT Zier, skólastjóri, sagði: Svo vill til, að Þorvaldur Skúlason sýnir nú á sama Jóhann Hjálmarsson, skáld sagði: Jóhann Hjálmarsson Kurt Zier tíma og sama stað og Þór- arinn Þorláksson skömmu áð- ur. Mætti líta á þessa tvo málara sem öndvegissúlur ís- lenzkrar myndlistar, svo langt sem komið er. Ég tel tvímælalaust að sá sem vill skilja Þorvald til fulls ætti að skoða gaumgæfi- lega Þórarin Þorláksson, og ef hann þá — þrátt fyrir alla aðdáun á hinum gamla meist- ara — finnur til hins skap- andi óróa í verki þess síðar- nefnda, finnur hina listræna óánægju og þrá til meiri sann- leiks meira ljóss og litar, er hann þegar á réttri leið. . . Á þessari leið eru margir á- fangastaðir, sem eru ef til vill áningarstaðir hjartans og aug- ans. Má hér aðeins netfna Jón Stefánnsson, Ásgrím, Kjarval og Scheving svo einhverjir séu nefndir. Ber að hafa í huga í þessu sambandi, að Þorvaldur hefur einnig farið um marga þessara áfangastaða. Með allri virðingu fyrir meistaranum Þórarni held ég samt að við séum hætt að sjá náttúruna og landslagið í þessum hátíðabúningi og sparifötum, sem Steingrímur Thorsteinsson kenndi samtíð- armönnum sínum að dýrka. Viðfangsefni Þorvalds er annars eðlis. Það er hinn hreini litur og hið hreina form, og hvort tveggja er þáttur náttúrunnar og manna veraldar. Samt má í verkum Þorvaldar fyrirfinna „ein- verunnar helgidóm", en kannski án englahljóms Qg svanasöngs. Þorvaldur er mað ur sem neitar sér um slíkt í myndlist, enda þótt ég þyk- ist sannfærður um að hann hafi yndi af hinu síðarnetfnda. Líkar mér við myndir hans? Ég verð að játa að til eru málarar, sem hatfa djúp áhrif á mig, þótt mér líki ekkert verka þeirra, því að mér finnst þrátt fyrir allt viðleitini þeirra og stefna svo mikilfengleg, að ég hetf að- dáun á þeim. En ég hef gam- an atf fjölmörgum myndum Þorvalds. Hvort mér þyki myndir hans góðar? Hvað um það? En þykist sjá að þær eru traustar vörður á þeirri braut, sem honum er nauðsyn að fylgja. Báðum spurningunum vil ég þó svara á þessa leið: Fegurð mynda Þorvalds er af öðru tagi en við höfum hing- að til vanizt, og etf til vill eig- um við margt ólært. Þor- valdur er einn karlmannleg- asti málari, er ég þekki. Hann neitar sér nú orðið um allan sætleika litaspilsins eingöngu. Hann hafnar kvenlegri til- finningasvölun með litunum einum saman ( sem er víð- ast hvar einkenni nútíma- listar). Hann reynir heldur að sameina í myndum sínum ó- brotinn lit og þaulhugsað form. Þessi formgreind er andlegs eðlis og þess vegna karlmann- legt fyrirbrigði, líkt og eins konar drangur lögmáLs í hafi óljósra tilfinninga. Þroskandi að koma inn á svoncr sýningu Stefán Kristinsson fulltrúi sagði: Ég kynntist verkum Þor- valds fyrir u.þ.b. þrjátíu ár- um, en um þær mundir hélt hann sína fynstu sýningu á Vesturgötu. Ég var vanur að fara á málverkasýningar, sem stóðu til boða, og fór einnig á sýningu Þorvalds. Ég varð þegar hrifinn af verkum hans, mér fannst þá strax, að hann hefði óvenjumikla næmni fyrir litum og hreyfingu, þó hann málaði þá figúratívt. Síðan hef ég ekki misst af neinni sýningu hjá Þorvaldi og mér finnst hann stöðugt vera að ná meiri og meiri Stefán Kristinsson fullkomnun, sem er aðals- merki allra sannra lista- manna. Þorvaldur er harð- músikalskur maður, og hefur mikið yndi af bæði klassiskri og nútíma hljómlist. Ég held, að það hafi komið einna bezt fram í síðustu myndum hans, og er að mér finnst áber- andi á þessari sýningu. í því sambandi kemur mér í hug mynd nr. 10, Húm 1 og nr. 14. Flug, og fleiri. Húm 1 finnst mér ákaflega fáguð mynd og múisíkölsk og hún vekur sterk áhrif í einfaldleik sínum. í heild þykir mér þessi sýning einhver sú allra bezta atf sýn- ingum Þorvalds og er þá mik- ið sagt. Það er þroskandi að koma inn á svona sýningu, því að það er alltaf eitthvað, cem síast inn í mann. Beztu þakkir Þorvaldur. Gullfallegir svefnsófar frá 1900.— kr. Nýir svefnsófar og svefnstólar með 1500 afslætti. — Opið til kl. 9 í dag. SÓFAVERKSTÆÐIÐ, Grettisgötu 69. Sími 20676. — kr. Bátaeigendur lítil kraftblökk til sölu, hentug fyrir smærri nætur og snurruvoð. Upplýsingar gefur Árni Valmunds- son Akureyri, sími 11815 og 12177. HÖFUM 0PIÐ TIL KL. 5 I DAG BÍLAPRÝDI KÁRSNESBRAUT Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.