Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐI©, LAUGARDAGUR l#. MARZ 1««7. L Útgefandi: Framkvaemdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. .Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. END URSKIPULA GNING FÉLA GSMÁLASTARFS REYKJA VÍKURBORGAR C'íðastliðinn fimmtudag voru ^ til fyrri umræðu í borg- arstiórn Reykjavíkur ítarleg- ar till'ögur, sem borgarful'l- trúar S í á1 f st æ ði sf 1 okksi ns hafa la.gt fram um endur- skÍDulagningu félagsmála- starfs Reykjavíkurborgar. Kjarninn í þeim tillögum er sá, að fjórir skyldir starfs- þættir á sviði framfærslu- ittála, þarnaverndar, áfengis- varna og byggingu og rekstri barnaheimila verða sam- ræmdir og sameinaðir undir eina stjórn, félagsmálaskrif- stofu, félagsmáiastjóra og fé- lagsmálaráð, sem verður hlið- stæða borgarráðs að því und- anskildu að viss mál verða að leggjast fyrir borgarráð. Tillögur þessar, sem marka llfmamót í félagsmálastarfi Reykjavíkurborgar og eru til þess ætlaðar að svara þörfum ört vaxandi borgarfélags eru árangur stöðugra umræðna og könnunar á vegum Reykja Ví'kurborgar og Sjálfstæðis- manna í borgarstjóm um fjögurra ára skeið. Með þeim er kastað fyrir borð, annars vegar framfærslusjónarmið- unum og hins vegar því, að sfcofnanir fyrir börn og ungl- ittga geti leyst öll þeirra Vandamál. í þess stað er nýtt meginsjónarmið haft í huga á sviði barnaverndarstarfs, sem er, að allt starfið miði við fjölskylduvernd, en samkv. því verða vandamál barnanna skoðuð í ljósi heimilisað- stæðna þeirra. Jafnframt verður í alm. félagsmálastarfi lögð megináherzla á fyrir- byggjandi starf og endurhætf- iingu fremur en að eyða mikl- um fjármunum í framfærslu. í hinn-i ítarlegu og greinar- góðu ræðu, sem prófessor Þórir Kr. Þórðarson, borgar- fu-lltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti fyrdr tillögum borgar- fulltrúa Sjálfstæðismanna u.m endurs kipul agningu félags- málastarfsins, sagði hann m.a.: „Reynsla okkar af félags- málastarfsemi undanfarinna ára hefur fært okkur heim sanninn um það, að brýna nauðsyn ber til þess, að því fólki, sem koma þarf til hjálp ar með aðgerðum hins opin- bera sé veitt önnur aðstoð og meiri en sú, að úfchluta fé til framfæris eða húsnæði til að búa í. Endurhæfing þeirra, »em af einhverjum ástæðum hafa reynzt óhæfir til þess að ganga óstuddir er fru nnauð- syn. Þetta hefur lengi ljóst verið og var raunar gerð fyrsta fcilraun til þess með endurskipulagningu skrif- stofu félags- og framfærslU- mála, eins og sú skrifstofa hef ur hingað til nefnzt nú fyrir nokkrum árum. En ljóst var, að lengra þurfti að halda á þessari braut“. Og um barna- verndarmáiin sagði Þórir Kr. Þórðarson: „Hvergi koma erf- iðleikarndr betur í ijós og hin takmörkuðu úrræði, sem fyr- ir hendi eru en í bamavemd arstarfinu. Á engu sviði eru gallar núverandi skipulags augl'jósari en á sviði þeirra vandamála, sem börn og un-g- menni þau, sem lent hafa í eriðleikum eiga við að etja. Og engin starfsháttur sýnir þrýnni þjóðfélagsþörf en ein- mitt þessi mál. í barnavernd- arstarfinu kemur gleggst í l'jós nauðsyn þess að taka upp nýtt meginsjónarmið, sem alMt starfið miðist við, heim- ilissjónarmið, fjölskyldu- verndin. Kemur þetta fram af reynslu okkar hér í borg og má einnig um þetta lesa í erlendum skýrslum. í merkri skýrsiu heilhrigðismálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna, er á það bent að í barnaverndar- starfi skuli ekki fyrst og fremst fjal'la um vandamál barnanna sjálfra. Vandamál þeirra skuli fyrst og fremst skoða í Ijósi heimilisaðstæðna barnanna." í nútíma þjóðfélagi, sem býr við vaxandi velmegun verður þörfin fyrir skipulags- bundið og öflugt starf á sviði allhliða féiagsmála sífellt brýnni. Og margt bendir til þess, að með örum vexti Reykjavíkurborgar séu nú að skapast í borginni vandamál, sem af sama toga eru spunn- in og þau vandamál, sem stór- borgir erlendis eiga við að stríða. Það er með þetta sjón- armið í huga og þörfina á því að taka þessi mál nýjurn ■■g föstum tökum, að borgar- ^ ulltrúar Sjáifstæðisflokksins hafa lagt fram tillögur urn gagngerða endurskipulagn- ingu á öllu félagsmálastarfi Reykjavíkurborgar. Það mun að sjálfsögðu taka, nokkurn fcíma að hrinda þessum til- iögum í framkvæmd, en með þeim hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur markað nýja stefnu í þessum málum, stefnu, sem er ætlað að svara þeim nýju þörfum, sem fram hafa komið á þessu sviði í hinu þróttmikla og sí- vaxandi borgarfélagi. Bandaríkjastjórn kú- venti í Súezdeilunni — segir þáverandi sendiherra í London New York, 16. marz (AP-NTB) WINTHROP W. Aldrich, fyrr- um sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, ritar grein um hernað Breta og Frakka við Súez-skurð- inn árið 1956 í ný-útkomið hefti handaríska tímaritsins „Foreigm Affairs", Segir hann ]>ar að hern aðarátökin við Súez hafi leitt til þess að þeir Dwight D. Eisen- hower, þáverandi Bandaríkja- forseti, og Anthony Fden, háver- andi forsætisráðherra Bretlands, haettu að ræðast við. Segir Aldrich, sem var sendi- herra í London árin 1953-1957, að bandariska utanríkisráðu- neytið hafi ætlazt til þess að Bretum og Frökkum yrði gefinn kostur á að kalla heim heri sína frá Súez smám saman og án þess að hljóta skömm fyrir. Hins vegar sé ekki vitað hver gaf Henry Cabot Lodge, þáver- andi aðalfulltrúa Bandarík.ianna hjá Sameinuðu þjóðunum, fyrir- mæli um að krefjast tafarlausrar heimköllunar hersveitanna. Grein sína nefnir Aldric „Eins og það kom mér fyrir augu í bandaríska sendiráðinu í Lond- on.“ Leggur hann höfuðáherzlu á atburðina í nóvember 1956, og breytingar á yfirlýstri stefnu Bandaríkjanna varðandi stöðvun hernaðaraðgerðanna við Súez. — „Meðan ég var sendiherra í London varð enginn atburður til þess að spilla sambúð Banda- ríkjanna og Breta jafn mikið og þessi umskipti Lodges", segir hann. Snemma í nóvember hafði Krishna Menon, fulltrúi Ind- lands hjá S.Þ., borið fram til- lögu þess efnis að samtökin krefðust þess að Bretar og Frakk 1 ar kveddu „tafarlaust" heim hersveitir sínar frá Súez. Paul- Henri Spaak, aðalfulltrúi Belgíu, bar fram þá breytingartillögu að orðið tafarlaust yrði fellt niður, „og Bretum og Frökkum þannig gefinn frestur til að flytja heri sína heim eftir því sem aðstæð- ur leyfðu“. eins og Aldrich kemst að orði. Virtist Henry Cabot Lodge hlynntur breyting- artillögu Spaaks. Nokkru seinna var Aldrich staddur á sveitasetri Salisburys lávarðar þegar Robert D. Murp- hy, aðstoðarutanríkisráðherra, hringdi til hans frá Washington, og lýsti því yfir að Lodge hefði fengið íyrirmæli stjórnarinnar um að greiða atkvæði með breyt ingartillögu Spaaks. Ef húrv fengist ekki samþykkt, væri Lodge falið að sitja hjá við at- kvæðagreiðslu um tillögu Men- ons, sem naut stuðnings margra fulltrúa Asíu- og Afrikjuríkja. Segir Aldrich að Salisbury lá- varður hafi hlustað á samtalið, og auk hans tveir aðrir gestir á sveitasetrinu, þeir Harold Mac- Milún s’ðar forsætisráðlherra, og R.A.B. Butler. Þessar upplýsingar frá Wash- ington voru Aldrich mjö« k«»r- komnar, og gekk hann til náða skömmu eftir símtalið. — „Okkur til skelfingar og undrunar lásum við það svo í blöðunum næsta morgun að Lodge hefði setið hjá við at- kvæðagreiðslu um belgísku til- löguna, sem var felld, en hins- vegar greitt indversku tillögunni atkvæði. Ég hef aldrei komizt að því hvernig stóð á þessum umskiptum", segir Aldrich. Hann telur hins vegar sjálfsagt að Eisenhower forseti hafi fyr- irfram veitt Lodge heimild til að koma þannig fram. HITAVEITUMAL NÝJU HVERFANNA Á fundi borgarstjórnar s.l. -*“■ fimmtudag voru gerðar þýðingarmi'klar samþykktir um hitaveitumiál hinna nýju hverfa, sem byggjasfc munu upp á næsfcu árum. Samþykkt var að reisa skyldi kyndisfcöð fyrir einbýlis- og raðhús í Possvogi, en fjölbýlishúsin þar skyldu fá upphitun frá kyndistöðinni við Ásgarð. Framkvæmdir þessar mun Hitaveitan kosta, en fbúum er gert að greiða heiinæða- gjöld fyrirfram á þessu ári. Framkvæmdir hefjast svo fljótt sem kostur er, þannig að unnt verði að tengja hús- in jafnóðum og þau verða tek in í notkun. Þá var ennfrem- ut ákveðið að leggja hitaveitu í garðhúsin við Árbæjar- hverfi og vatn til þess tekið úr aðalleiðslunni til Reykja- víkur, enda greiði húseigend- ur heimæðagjöldin fyrir- fram á þessu ári. Hins vegar var athygli lóða hafa einbýlishúsa og fjölbýlis húsa í Breiðholtshverfi vakin á því, að þeir mega ekki bú- ast við því að fá hitaveitu fyrst um sinn, en stefnfc verð- ur að því að tengja þessi hús fjarhitun. í sambandi við kyndistöðv- arnar er hitaveitunni áskilin réttur til endurgjalds fyrir þjónustu stöðvanna á kostn- aðarverði frá þeim, sem þjón- ustunnar njóta, eða að sér- stakt jöfnunargjald verði lagt á alla neytendur hitaveitunn- ar ti'l þess að jafnan þennan kostnaðarauka. Þau vandamál, sem hita- .veitan stendur frammi fyrir nú um þessar mundir, þegar verið er að ljúka hitaveitu- áætluninni frá 1961, sem að vísu er orðin miklu víðtækari en þá var ráðgert eru að heita vatnið í borgarlandinu hefur ekki reynzfc jafn mikið og áætlað var. Á borgar- stjórnarfundinum í fyrradag var að vísu ákveðið að hefja boranir í borgarlandinu þeg- ar í vor til þess að freista þess að afla meira heits vatns, en rétt er að menn geri sér Ijóst, að mjög getur brugðið til beggja vona um árangur- inn af þeim borunum. En þær ráðstafanir, sem borgarstjórn samþýkkti s.l. fimmtudag, eru til þess ætl- aðar, að firra íbúa hinna nýju hverfa vandræðum vegna upp hifcunar húsa þeirra og er ekki að efa, að sú lausn, sem nú hefur verið fundin á þess- um málum verður hinum væntanlegu fbúum þessara hverfa mikið fagnaðarefni, þar sem hún mun firrá þá útgjöldum vegna olíukynd- ingar. Það er svo hins vegar rétt að undirstrika þá staðreynd, að enn hefur ekki verið tryggt nægilegt fjármagn tW þessara framkvæmda en von- ir standa þó til, að á því muni ekki standa. FORUSTUMAÐUR EVRÖPU- HREYFINGAR HÉR Á LANDI ¥Tm þessar mundir er sfcadd- ^ ur hér á landi í boði Blaðamannafélags íislands, Edward Heath, leiðtogi brezka Í'haldsflokksi ns. Ed- ward Heath er í hópi hinna fremstu yngri stjórnmálaleið- toga í Bretlandi. Hann tók við forustu íhaldsflökksins á erf- iðum tímum, en hefur þegar unnið mikið starf í þá átt að endurskipuleggja starf flokks ins og endurnýja stefnu hans í samræmi við nýja tíma í Brefclandi. Hann er þó fyrsfc og fremst þekktur hér á landi og er- lendis fyrir þá forustu, sem hann hefur haft fyrir þeim öflum í Bretlandi, sem taka vilja þátt í hinnd gagnmerku og sögulegu þróun tii sam- einingar Evrópu, sem eflzt hefur mjög á undanförnum árum. Hann var helzti samn- ingamaður Breta við Efna- hagsibandalag Evrópu á árun- um 1961 til 1963 og ávann sér mikla frægð fyrir frammi- stöðu sína þar. Ísliendingum er það mi'k- ið fagnaðarefni, að hinn ungi og glæsilegi stjórnmáMeið- fcogi Breta hefur séð sér fært að koma hingað til lands. Hann mun flytja hér erindi í dag um „hina nýj-u Evrópu1* og er það sérstakt fagnaðar- efni. íslendingar tilheyra Ev- rópuþjóðum að öllu leyti, en öldur hinna nýju Bvrópu- hreyfinga hafa enn ekki bor- izt hér á land svo nokkru nemi. Þess vegna er sérstök ástæða til þess að fagna því, að sá maður, sem hefur verið einn af fremsfcu talBmönnum sameinaðrar Evrópu skuli l'eggja leið sína hingað tii lands, og væntanlega verður koma hans til þess að vekja aukinn áhuga íislendinga á hinni stórfenglegu hugsjón um sameiningu og samstarf Evrópuríkja. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.