Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1»«7. 17 Ýfarleg yfirlitsrœða Jóhanns Hafsteins á stúdentafundinum: FJÁRVEITINGAR TIL HEILBRIGÐISMALA HAFA HÆKKAÐ UM 127% SÍÐAN 1958 Herra fundarstjóri! Háttvirtir fundarmenn! Okkur er ætlað að ræða hér í kvöld um heilbrigðismál — ■tjórnsýslu á því sviði, fram- bvæmdir og þróun mála. Stúdentafélag Reykjavíkur hefir á löngum starfsferli látið mörg mál til sín taka, margvís- legra tegunda. En hafa heil- brigðismál nokkurn tíma áður ▼erið rædd á vettvangi þess? Ef ekki, — þá ber nú vel i veiði, — því að fjölmörg meiri háttar þjóðmál hafa verið tekin á dagskrá þessa gamla og góða féla?s. Ekki kannske til lykta leidd. enda ekki þess að vænta. en leidd hér í brennideoilinn og þar m°ð skaoast hvatnin?. örvun og n-'Ht afl, sem hefir orðið við- kom»ndi málum til farsældar. Við erum settir hér í sviðsljós- ið — heilbrigðismálaráðherrann og tveir ágætir læknar. Sumir, og e.t.v. langflestir, hafa líklega ályktað sem svo, að hér mund- um við leiða saman hesta okkar og gaman væri að sjá hvernig hestaatið yrði. Þessum hugsunar- hætti hefir verið gefinn byr af blaðaskrifum undanfarið í sam- bandi við heilbrigðismál. En þau blaðaskrif hafa ekkert átt skylt við það, hvað í þessum málum mætti til velfarnaðar verða. Þau hafa öll verið miðuð við pólitískt moldviðri. Þann hé- góma leiði ég hjá mér á þessum vettvangi með öllu. . Hins vegiar vil ég vera þátttak- andi í að skilgreina og skoða, hvar við stöndum og höfum stað- ið á sviði heilbrigðismála. Ég veit, að læknarnir tveir, sem ásamt mér eru frummælend- ur hér í kvöld, eru miklu færari mér að ræða þróun heilbrigðis- málanna í sjálfu sér, eins og að Mkum lætur. En um hitt tel ég mig ekki síður færan en þá, — ©g þó öllu fremur, — að gera skil stjórnsýslu á sviði þessara þjóðfélagsmála, fjárveitingum og framkvæmdum, í sambandi við þau. Og þá er ég kominn að efninu, þeim þætti, sem mér er öðru iremur ætlaður. Ég get ekki sagt, góðir fundar- menn, hvar við stöndum, t.d. sam anborið við aðrar þjóðir, á sviði heilbrigðismála. Þið megið held- ur ekki ætlast til slíiks af mér. Ásamt mörgum öðrum mála- flokkum var mér falin meðferð heilbrigðismála í ráðherraemb- ætti fyrir liðlega þrem árum. Mikið vatn hefir eflaust runn- IB til sjávar á þrem árum. En hvort mér hefir auðnazt að á- orka miklu á sama tima á sviði heilbrigðismálanná, að svo miklu leyti sem til slíks er ætlast af ráðherra, er annað roál. Læknir, ekki annar þeirra, sem hér eru frummælendur í kvöld, hefir gefið þjóðinni vitnisburð um það á Alþingi nýlega. Þessi læknir segir m.a. í þing- ákjali, með leyfi fundarstjóra: „ — Stjórn heilbrigðismála hér lendis er í molum og heilbrigðis- stjórnin svo til engin í reynd. — ■— Afleiðingin verður bein aftur- för.------Yfirstjórn heilbrigðis- mála hér á landi er fortíðarfyrir- bæri, — — þessi mál eru öll í tætingi.“ í Tímanum sl. sunnudiag segir til viðbótar: „ — alþjóð hefir um það óræk- «r sannanir, að heilbrigðismál þjóðarinnar eru ráðherrum svo viðkvæmt mál, að um þau má «kki ræða opinberlega. Þetta vekur þjóðina til umhugsunar i*m það, hvílíkt ófremdarástand rfkir í heilbrigðismálum, og hve mikið vantar á, að við fylgjumst með hraðfara þróun menningar- ríkja í þessum málum, sem al- nenningsheill er svo mjög komin indir.“ Þessi tilvitnuðu orð úr Tíman- im munu sennilega vera skrifuð if formanni Framsóknarflokks- ins, Eysteini Jónssyni. Ef svo er ’æt ég hér uppi þá áskorun til formanns Framsóknarflökksins, 'em hann getur svarað síðar á apinberum vettvangi, á Alþingi íða í blöðum, að koma fram í tagsljósið, úr skúmaskoti nafn- ’ausra fullyrðingaskrifa, og skýra þjóðinni frá þeim afrek- um, sem eftir hann liggja, sem ráðherra, til umbóta og afreka á sviði heillbrigðismála, ekki um brjú til fjögur ár, eins og ég, heldur um fjölmörg ár og fleiri en flestir aðT'ir, með ríkiskassann í höndum. Ég efast ekki um, að hann hafi komið mörgu góðu til leiðar. En það er synd, að þjóðin skuli ekki fá að vita um afreks- mannmn og afköst hans og flokks hans á þessu sviði, en sjálfur hefir hann bæði verið heilbrigðis málaráðherra og fjármálaráð- herra (frá 1947—1949). Það er noikkuð seint fyrir for- mann Framsóknarflokksins eða aðra flokksmenn hans að iðrast þess nú, sem þeir gerðu ekki til eflingar heilbrigðismálum á fs- landi meðan þeir fóru með stjórn valdið í landinu. Og nú er komið að því að menn mega með réttu spyrja: Hvað hafa þá núverandi vald- hafar gert? Þessu Skal ég svara, um leið og ég viðurkenni að margt mætti betur fara og vildi, að okkur hefði auðnast að gera mi'klu meira. Það var einlhver, sem sagði við mig á dögunum: Ósköp er hann Tómas Helgason, forstöðumaður læknadeildar Háskólans og yfir- læknir á Kleppi, grunnhygginn. Hann sagði, að það væri nóg fé fyrir hendi til þess að byggja nýjan geðsjúkdómaspítala og fulllt af nýjum heilbrigðisstofn- unum í landinu. Bara að taka til þess pening af vegafé, frá hafnar gerðum, brúargerðum, skólabygg ingum o. s. frv. Ja, — er þetta svo vitlaust? Er þetta ekki það sarna og að- eins það sama sem ég sjálfur sagði á Alþingi, skömmu eftir að ég tók við embætti heilbrigðis- málaráðherra? Ég orða það svo: „Ef við höfum ekki ráð á því að hjálpa þeim sjúku — höfum við heldur ekki ráð á því að hjálpa þeim heilbrigðu." Alþingismenn hlustuðu á þenn an Ixiðskap og þingmenn hafa sannarlega ekki legið á liði sinu, að framfylgja þessum boðskap og á það við um þingmenn í öll- um flokkum. Aldrei hafa fjár- veitingar verið meiri en á síðari árum til heilbrigðismála og skal ég nú tíunda það. Um þessar fjárveitingar hafa allir flokkar verið sammála eftir því sem ég bezt veit. En því er þá verið að frýja mér hugar, að ég sem heil- brigðismélaráðherra þori ekki að ræða heilbrigðismálin opinber- lega? Ekki hafa þeir, sem það gera, talað um þau opinberlega á undanförnum árum. Og víst er um það, að enginn hefir í þing- sölum talað um þau oftar og meir en ég síðari árin. Hvort mér hefur tekizt í þeim efnum nógu vel, er svo annað mál. Hitt er svo alveg ljóst, að þeg- ar á beinlínis að taka fé frá þeim framkvæmdum, sem ég nefndi áðan, og þá til heilbrigðismála, er slíkt ekki auðsótt — og mundu mann finna, að við ramman reip er að' draga og margur heldur fast í það, sem stendur hans huga næst, eða umbjóðenda hans, hvort sem í hlut eiga alþingis- menn eða fyrirsvarsmenn á öðr- um sviðum félagsmála. Fjármál: Nokkrir kostnaðarlið ir vegna heilbrigðismála á ríkis- reikningi eða fjárlögum 1958— 1967. Hér er ekki um að ræða heild- arútgjöld á fjárlögum til heil- brigðismála, t.d. ekki framlög til sjúkratrygginga, margvíslegir styrkir, framlög tfl kennslumála á þessu sviði, læknad. Háskól- ans, hjúkrunarskóla, ljóemæðra- sikóla o. m. fl. Þess vegna get ég ekki gefið ykkur upp, hvað ætla megi, að útgjöld til heilbrigðismála séu alls mikill hluti heildarútgjalda ríkisins, sem margan kynni að fýsa að vita. Það mál þarf betri athugunar én mér hefir unnizt tími til. Jóhann Hafstein Ég hefi valið kostnaðarliði, sem gefa á 'hinn bóginn sanna spegilmynd þessara mála og rétt- an samanburð milli ára. Eftirtalda liði hefi ég tekið úr rikisreikningum og fjárlögum til athugunar og samanburðar: 1. Laun héraðslækna. 2. Rekstrarkostnað ríikisspítal- anna. 3. Rekstrarstyrki opinberra sjúkrahúsa. 4. Rekstranstyrki einkasjúkra- húsa. 5. Rekstrarstyrki heils-uverndar- stöðva. 6. Byggingarstyrki sjúkrahúsa og læknisbústaða. 7. Fjárveitingar (þar með talið lánsfé) til ríikisspítala. 8. Ýmsan kostnað við heil- brigðismáh Elf við tækjum nú útgjöld ríkis ins til þessara mála 1958, þ.e. áð- ur en núverandi stjórnarsamstarf hófst, og áætluð útgjöld á fjár- lögum 1967 þá er samanlögð nið- urstaða: 1958 = 76,2 millj. kr. en 1967 = 421,0 millj. króna, eða hækkunin hefir orðið 450%. En þetta segir ekki mikla sögu, því að verðgildi krónunnar hefir breytzt á þessum tíma, ný gengisskráning og önnur breyt- ing á peninga- eða fjármálakerfi komið til og verðbólga verið að verki. Það þarf því að finna réttan samanburðargrundvöll, þ.e. hafa útgjöld ríkisins til þessara veiga- miklu þátta heilbrigðismála raun verulega aukizt eða minnkað síðan 1958? Þá þaitE að setja dæmið upp eins og engin verð- bólga eða breyting peningakerfis hefði átt sér stað, reikna út fast verðlag, þ.e. sambærilegt verð- lag öll érin eða þau ár, sem bor- in eru saman. Þetta heifir verið gert fyrir mig af hálfu Efnahags- stofnunarinar og eru þá sam- anbornar tölur miðaðar við verð- lag ársins 1965. Tölurnar frá 1958 færðar fram til verðlags 1965 og tölurnar frá 1967 færðar til baka til verðlags 1965. Þá er samanlögð útgialdatala ríkissjóðs til þessara þátta heil- brigðismála árið 1958, ekki 76 ? millj. kr„ heldur 156,6 millj. kr. og árið 1967 ekki 421,0 millj. kr. heldur 354,1 millj. króna — eð? hækkunin er um 127%, þ.e. út- gjöld ríkissjóðs til þessara þátt? heilbrigðismálanna hafa raun- verulega meira en tvöfaldazt. Nú hefir fólki fjölgað í landinu á sama tíma svo að einhver hækk- un væri þess vegna eðlileg, en fóksfjölgunin á sama tima nem- ur aðeins um 14% (þ.e. frá 1958— 1965). Hér er vissulega órækur vitnis burður þess, hversu miklu meir rí'kið leggur raunverulega til heilbrigðismálanna nú en áður. Fátt sýnir e.t.v. betur, hversu fáránlegar þær fullyrðingar eru, að okkur, sem nú berum ábyrgð í ri'kisstjórn séu heilbrigðismálin svo viðkvæm í samanburði við heiðraða fyrirrennara okkar og andstæðinga í pólitík, að við vllj- um ekki, að um þau sé rætt opin- berlega. Við færumst sannarlega ekki undan samanburði. En okkur er fullvel ljóst, að framundan eru geysileg átök, sem bíða áræðis og fnamtakssemL Við það, sem ég hefi nú sagt um fjármálin á þessu sviði, má svo því bæta, að á síðasta þingi voru samþykkt lög frá 29. apríl 1966 um breytingu á lögum um aðstoð við vangefið fólk, og var þá hið svokallaða „tappagjald", sem runnið hafði til Styrktar- sjóðs vangefinna hækkað um 100% eða úr 30 aurum á hverja framleidda flösku gosdrykkja og öls í .60 aura. Hækkunin til Styrktarsjóðs vangefinna nam 15 aurum en 15 aurar renna til Hjartaverndar, samtaka hjarta- og æðaverndarfélaga á fslandL Fékk Hjartavernd með þessari löggjöf tekjur sem nema nú yfir árið nærri 8 milljónum króna, en árstekjur Styrktarsjóðs van- gefinna gætu með þessari hækk- un numið um 24 millj. kr. Alls hafa tekjur Styrktarsjóðs van- gefinna numið um sl. áramót um 63 millj. króna, en þessu fé er varið til þess að byggja hæli fyr- ir fávita í landinu og mestur hlutinn rennur nú í mjög mikl- ar byggingarframkvæmdir við Kópavogshælið. Til meðferðar er svo á Alþingi ný löggjöf um fá- vitastofnanir, sem ég vænti að verði til verulega góðs á þessu sviðL Þá vil ég koma að löggjöfinni á sviði heilbrigðismála síðari ár- in. Stundum áður hefir ekki ver- ið þar um auðugan garð að gresja, rétt er það. En ég blygðast min ekki fyrir það, sem eftir okkur liggur á því sviði, þá, sem átt hafa sæti í Viðreisnarstjórninni. Tímans vegna verð ég að láta mér nægja upptalningu eina, en verð þó að segja, að með nýju sjúkrahúsalögunum og læknaskip unarlögum hafi verið brotið blað í sögu heilbrigðismála á sviði löggjafarinnar. Ég vil taka það fram, svo að engum misskilningi valdi — að langmesta þáttinn í undirbúningi hinnar mikilvirku löggjafar síðari ára á sviði heil- brigðismála á dr. Sigurður Sig- urðsson, landlæknir. Það er eins og það sé að verða móðins, því miður hjá yngri læknum, að van meta þennan mann. En ekki réðu þeir ungu læknar, þótt menntað- ir séu frá Mayo-spítala eða öðr- um ennþá dýrari heilbrigðisstofa unum erlendis, niðurlöguna berklaveikinnar á Islandi að mestu. Það gerði öllum öðrum einstaklingum fremur Sigurður frá Húnsstöðum. Ég vil nefna þessa löggjöf síð- ari ára: 1. Lyfsölulög nr. 30/1963 — ný heildarlöggjöf, sem tók m.a. við af gömlum konungstil- skipunum. 2. Ný sjúkrahúsalöggjöf 1964. Sjúkrahúsalögin fjalla um eft- irlit heilbrigðisyfirvalda með sjúkrahúsum og hvers kyns heil- brigðisstofnunum, um reksturs- fyrirkomulag þessara stofnana, um þátttöku rí'kisins í stofnkostn aði sjúkrahúsa og læknisbústaða sveitarfélaga og um stuðning hík isins við rekstur sjúkrahúsa. í nýju sjúkrahúsalögunum eru tvö meginatriði til framdráttar á sviði þessara mála: 1) Bxeytt skipan á ríkisstyrk til bygginganna og greiðslufyrir- komulagi hans. 2) Breytt skipan á rekstrar- styrkjum rfkisins til sjúkra- húsa sveitarfélaga eða ein- staklinga. Ákveðið er. að ríkisstyrkur tit byggingar allra þeirra sjúkra- húsa, sem styrks njóta, verði hinn sami. Þetta var fyrst og fremst mikið hagræði fyrir hið stóra borgarsjúkrahús í Fossvogi, sem naut aðeins 40% ríkisstyrks eftir eldri lögum en nú 60%. Lögfest var, að ríkisstyrkurinn skuli greiðast innan átta ára til stærri sjú'krahúsa, en innan fimm ára til sjúkrahúsa minni en 20 rúma og læknisbústaða, frá því fyrsta framlag er veitt á fjárlögum. — í eldri lögum var ekkert ákvæði um þetta. Er aug- ljóst, hve mikið hagræði hefir af þessu leitt, þótt enn þurfi endur- skoðunar við, sem ég mun beita mér fyrir, ef í minni hlut fellur áfram að fjalla um þessi mál. Nýrri og betri skipan var kom- ið á fyrirkomulag rekstrarstyrkj- anna, en það þarfnast að mínum dómi enn endurskoðunar, og hefi ég beitt mér fyrir því að hún er þegar hafin. 3) Ný læknaskipunarlög 1965. Hin nýja skipan er löggjöf eftir vandlegan undirbúning og felur í sér svo róttæk ný- mæli, að sköpum roun ráða varðandi læknisþjónustu í strjálbýli íslands, en mér vinnst ekki tími til að rekja, nema lauslega, helzta efni þessarar merku löggjafar að sinni: 1. Heimilf skal að ráða einn lækni með tiltekinni búsetu fil að veita neyðar-læknisiþjón ustu í læknislausum héruðum. 2. Heimilt skal að sameina læknishéruð og koma upp læknamiðstöðvum fyrir hin sameinuðu héruð, eftir þvi sem nauðsyn krefur og stað- hættir leyfa, og þó ekki fyrr en hlutaðeigandi héruð hafa verið auglýst minnst þrívegi* án árangurs. 3. Við veitingu læknisembætta skal sá umsækjandi sem hefur lengstan starfsaldur sem hér- aðslæknir, að öðru jöfnu sitja fyrir öðrum umsækjendum um stöðuna. 4. í 20 tilteknum læknislhéruðum og, ef nauðsyn krefur, í 5 öðr- um, en ótilteknum héruðum, skal greiða héraðslæ'kni stað- aruppbót á laun, er nemi hálf- um launum í hlutaðeigandi héraði. 5. í sömu héruðum, sem um ræðir í 4. lið, skal héraðs- læknir, sem hefur setið 5 ár samfleytt í héraðinu, eiga rétt á að hljóta eins árs frí með fullum launum til fram- haldsnáms hér á landi eða er- lendis. Hann fær einnig greiddan úr rikissjóði far- gjaldakostnað fyrir sig og fjölskyldu sína að heiman og til þess lands í Evrópu eða Norður-Ameríku þar sem hann hyggst stunda námið. Að ársleyfi loknu skal hann Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.