Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1967. -ÁRNI BJÖRNSSON Framh. af bls. 10 vel til vandað, miðað við að- stæður á þeim tíma, þótt í ljósi nútímaþekkingar hefði margt mátt betur fara. Um leið og framkvæmdir hófust við Borgar- spítalann var rokið í að steypa grunn fyrir viðbyggingu Lands- spitalans, án þess að teikningar eða framkvæmdaáætlun væri fyrir hendi. Aldrei hefur fengist fullnægjandi skýring ráðamanna heilbrigðismála á því, hvers vegna framkvæmdir ríkis og Reykjavíkurborgar voru ekki samræmdar á þessu stigi, til að fullnægja meintri sjúkrahúsa- þörf. Væri vissulega vel til fall- ið, að skýringin kæmi fram á fundi þessum. Árið 1952 er svo enn hafin ein stór sjúkrahús- bygging í Reykjavíkurborg, en það er bygging hins nýja Landa- kotsspítala. í>ótt sú byggingu sé að verulegu leyti bvgigð upp fyrir framtak einkaaðila, hefði hún þó átt að koma inn í heildar- skipulag og heildaráætlun um sjúkrarúmabörf, ef slik heildar- áætlun hefði verið til, enda mun spítali þessi að nokkru leyti vera byggður með stuðningi hins opin bera. Það er sameiginlegt með öllum þessum sjúkrahúsabyggingum, að þær eru byggðar upp sem sjúkrahús fyrir bráða sjúkdóma, með öllum þeim rannsóknartækj um og vinnuaðstöðu, sem á þeim tíma, sem bygging þeirra var hafin. var talin nauðsynleg fyr- ir slikar stofnanir, þótt þær kröf ur séu orðnar úreltar í dag. A sama tíma, sem verið var að byggja alla þessa dýru spítala, hafa ekki mér vitanlega verið gerðar neinar ráðstafanir til að hjálpa sjúklingum þeim, sem þurfá hjúkrunar við í langan tíma eftir læknisaðgerðir eða sjúkdóma, né heldur endurhæf- ingar sjúklinganna. Sjúkrahús fyrir hjúkrun- og endurhæfingu eru jafnnauð- synleg, og þau eru mun ódýrari í byggingu, en sjúkrahús fyrir bráða sjúkdóma, þótt ekki sé víst að rekstur þeirra sé ódýrari, miðað við þær kröfur sem gerð- ar eru um læknisþjónustu á slíkum sjúkrahúsum í dag. í»á hefur lítið verið gert til að leysa vanda gamalmennanna. Starf sem unnið hefur verið á þeim vettvangi, hefur grundvallast á einkaframtaki, en í strjálbýlinu hafa héraðssjúkrahúsin leyst nokkuð af þeim vanda. Ef sá dag ur rennur upp að lokið verður byggingu þeirra sjúkrahúsa sem nú eru í smíðum, verður á- stand í sjúkrahúsmálum þann- ig, að hér í Reykjavík verða starfándi 3 dýr sjúkrahús, sem þó ekkert fullnægir þeim kröfum sem gerðar eru til 1. flokks sjúkrahúsa erlendis. En til 1. flokks sjúkrahúsa teljast sjúkrahús, sem hafa nægan út- búnað og nægilega fjölbreytta deildarskiptingu, til að fram- haldsmenntun lækna á þeim sé viðurkennd. En það, að við get- um veitt íslenzkum Iæknum að minnsta kosti hluta af framhalds menntun þeirra tel ég eitt af grundvallarskilyrðum fyrir því að þeir fáist til að starfa í land- inu. Eftir er að leysa vanda lang legusjúklinganna og endurhæf- ingarsjúklinganna. Hann er jafn mikill og hann var fyrir 20 árum. Sennilega verður ekki hægt að leysa hann á annan hátt, en að taka eitthvað af hinu dýra sjúkrarými nýbyggðu spítalanna fyrir langlegusjúklinga, en sú lausn er ekki ódýrust. En hvað um sjúkrahúsin úti á lands- byggðinni. Skv. skýrslu frá heil- brigðismálaráðuneytinu er ný- lokið sjúkrahúsi á Siglufirði. f byggingu er sjúkrahús á Akur- eyri, Húsavik og Vestmanna- eyjum, og senn verða hafnar byggingar á Ólafsfirði, Akur- eyri og Selfossi. Við skulum staldra við og at- huga hvernig þessi sjúkrahús eru tilkomin. Flest þeirra hafa risið fyrir frumkvæði einstakl- inga eða félagasamtaka, og stað- setning þeirra sjaldnast verið þess, hvort rekstrargrundvöllur veit líka að fslendingar hafa væri fyrir hendi. Hinsvegar skuldbinda sjúkrahúslögin hið opinbera til að greiða 60% af byggingarkostnaði húsa þessara sem fæst hafa möguleika til að veita viðunandi sjúkrahjálp og ekkert eftirlit er af hálfu hins opinbera eða Læknasamtakanna á því hvernig þau eru rekin. Sem dæmi um skipulagningu má geta þess, að þrjú sjúkrahús eru staðsett á svæðinu frá Miðfjarð- ará að Héraðsvötnum. Við flest þessi sjúkrahús starfar aðeins einn læknir, sem stundum er jafnframt héraðslæknir. Sjúkra- hús þessi eru yfirleitt illa útbú- in og eiga í stöðugum erfiðleik- um að útvega starfsfólk. og leið- ir af þessu, að læknishjálp sú sem þau geta veitt, hlýtur að vera langt fyrir neðan þær lág- markskröfur. sem gerðar eru í nútíma þjóðfélagi. Af upplýs- ingum þeim sem fram hafa kom- ið, undanfarna daga, verður ekki annað séð en halda eigi áfram á sömu braut, og er fvrirhuguð bygging sjúkrahúss í Ólafsfirði, sem telur 1048 íbúa, gleggsta dæmið um skipulagsleysið og fyrirhyggjuleysið í málum þess- um. Er því kominn tími til að staldra við og íhuga hvort sjúkra hjálp dreifbýlisins verði ekki leyst á ódýrari og jafnframt betri hátt en með jafn tilviljana- kenndum aðgerðum og bygging sjúkrahúsa út um land vírðist hafa verið fram að þessu. (Hvað um læknamiðstöðvarnar kann nú einhver að spyrja: Eru þær ekki lausnarorðið og er ekki með byggingu læknamiðstöðva fundin lausnin á öngþveiti því sem nú ríkir í heilbrigðismálum dreifbýlisins og j afnvel þéttbýlis- ins hvað snertir almenna lækn- isþjónustu? En hvað er læknamiðstöð? Nokkrum ungum og framtaks- sömum læknum hefur hrosið hugur við að starfa við hin niður lægjandi skilyrði, sem héraðs- læknar á íslandi hafa orðið að starfa víð fram til þessa. Þ-eir hafa því stofnað til sam- starfs, tveir eða fleiri um að veita læknisþjónustu í ákveðnum héruðum. Þetta eru ekki læknamiðstöðvar í þeim skilningi sem ég legg í það orð. í hinum nýju læknaskipunalög- um, sem mjög hefur verið hamp- að í umræðum um heilbrigðis- mál undanfarna daga, er minnzt á stofnun læknamiðstöðva. Nú langar mig til að spyrja for- ystumenn heilbrigðismála, sem staddir eru á fundi þessum, hvernig þeir hafi hugsað sér upp- byggingu, rekstur og staðsetn- ingu þessarra stöða í landinu, og ennfremur hvort athugað hafi verið hverjir möguleikar eru á að fá lækna til starfa við stöðvar þessar. Ég vænti þess að fá greið svör við þessari spurningu. Ég hef stiklað hér á stóru og minnst á margt sem miður fer en margt er ótalið. Eitt af því sem ég get ekki látið hjá líða að minnast á er það, að hvergi á einu þéttbýl- asta svæði landsins eru aðstæður til að taka á móti eða veita við- unandi læknishjáp, ef fjoldaslys ber að höndum. Ef 10 af íbúum húsa þeirra er brunnu við Lækj- argötu nú um daginn, hefðu hlotið hættuleg brunasár hefði orðið algert öngþveiti á sjúkra- húsum Reykjavíkurborgar. Stað- reyndir sem þessar verða ekki faldar með bönnum, þær hljóta fyrr eða síðar að koma í dags- Ijósið á mjög óþægilegan hátt, ef ekkert er aðgert. Ég efast ekki inn að rétt sé, að varið hafi verið á síðastliðnum fjórum árum meira fé til heil- brigðismála en nokkru sinni fyrr. Bkki rengi ég það heldur, að framkvæmdir hafi verið meiri en áður. En hverjar voru fram- kvæmdir fyrir þennan tíma og hverjar voru fjárveitingarnar? Mig grunar, að þær hafi verið næsta litlar og viðmiðunin hefur þvi tæpast mikið gildi. Hitt veit ég, að á síðustu fjórum árum hafa risið upp á íslandi fleiri verzl- unarhallir og fleiri, bankar klæddir eldfimum harðviði, en nokkru sinni fyrr á Islandi. Ég ákvörðuð með ströngu tilliti til aldrei búið við meiri velmeg- un en undanfarin ár og þjóðar- tekjur okkar hafa aldrei verið hærri. En þrátt fyrir þetta tekst okkur ekki að Ijúka við nauð- synlegar sjúkrahúsbyggingar á tveim áratugum. Það er ekki ætlun mín að halda því fram, að nú verandi heilbrigðismálaráðherra, eða núverandi heilbrigðisyfir- völd beri alla sök á þvf óframd- arástandi sem ríkir í heilbrigðis málum á íslandi í dag. Sökin er að nokkru leyti okkar allra. Læknastéttin hefur fram til þessa verið heldur tómlát um skipulag heilbrigðismála. Lækn- ar hafa sætt sig við að vinna við frumstæð skilyrði, sem ekki hafa skapað þeim möguleika til að nýta alla þá þekkingu, sem þeir hafa aflað sér, í þágu hinna sjúku. Heilbrigðisyfirvöld lands- ins hafa svnt þröngsýni og fast- heldni við úrelt- skinulag. Þau hefur skort hugmyndaflug og hugrekki til að endurskoða skipu lag heilbrigðismála í Ijósi nú- tíma þekkingar og í ljósi þess að við búum í nútíma þjóðfélagi. Meðal íslenzks almennings hefur lítill á'hugi ríkt á málum þess- um, sem bezt sést á því, að þau hafa lítið verið notuð í póli- tískri baráttu. Við íslendingar teljum okkur meðal menningarþjóða, og telj- um okkur búa í velferðarþjóð- félagi. Nafnið menningarþjóð hlýtur þó að vera rangnefni með an við ekki getum veitt hinum sjúku þá beztu hjálp sem nútíma læknisfræði getur í té látið. I ------♦ —-------- - ÁSM. BREKKAN Framh. af bls. 10 hafi að byggja sæmilega upp á fáum stöðum fyrir um tveim áratugum síðan, og býr ennþá tð þvi, þótt ekki hafi tekizt að halda í horfinu og mæta eðlilegri íbúaþróun og fylgja framförum í skipulagi og rekstri slífcra stöðlva. Ég vil halda því fram, að sá árangur, sem þó hefur náðzt í starfi slíkra heilslugæzlustöðva, sé fyrst og fremst ósérhlífni og álhugasömu starfi þeixra ein- staklinga sem á þeim stöðvum starfa, að þakka, en ekki því, að þeim sé búin viðunandi vinnu- og í annsóknaraðstaða. Telja má, að fjölmörgum, ef þá ekki öllum þeim málum, sem til framfara hafa mátt verða í heilbrigðismál um nú siðasta áratuginn og raun ar miklu lengur, hafi verið hrint af stað fyrir frumkvæði einstaklinga og félagasamtaka, en ekki opinberra aðila. E.t.v. er þetta rétt og sjálfsagt en gildir þó ekki um alla þá þætti, sem einstaklingsframtakið hefur nú orðið að láta til sín taka. Líti maðu-r nú hlutlausum augum á þær staðreyndir, sem hér hefur verið drepið á, hlýtirr niðurstaðan að vera sú, að stjórn un heilbrigiðsmála á fslandi hafi fyrst og fremst einkennzt af skorti á yfirsýn og framtaki, en þar næst beri þar hátt handa- hófskennda dreifingu þeirra fjáimuna, sem ti-1 heilbrigðis- mála hafa farið. Grundvallar- orska þessara ávirðinga er ekki að leita í illvilja eða mannkosta leysi þeirra aðila. sem um heil- brigðismál hafa fjallað. Þar er frekar um að ræða tregðú, sem á rætur sínar að rekja til skorts á heildarskipulagi, er hefði get- að gefið ráðamönnum þau gögn í hendur, að þeim væri kleift að taka ákvarðanir um framkvæmd ir og samlhæfingu, ákvarðanir, sem byggðust á raungóðuim upplýsingum um félagslega og læknisfræðilega þróun. Við skulum nú lítillega hugleiða, hverjar forsendur þurfa að vera fyrir hendi til þess að taka megi rétt- ar ákvarðanir. Mannfjölda tölur og forspár eðlilegrar íbúa- þróunar voru é.t.v. nægilegur grundivöllur skipulagningar og ákvarðana um stjórnun heil- brigðismálaþróunar allt fram undir síðasta stríð, a.m.k. í okk- ar þá fámenna og fábreytta þjóð félagi, en ör tækniþróun, breytt hagfræðiviðhorf og framfarir og þróun vísinda, ekki sizt læknis- fræði, valda því, að bregðast verður v^ð þensluþróun heil- brigðismála með öllu margþætt- ari og flóknari skipulagsað- gerðum. Ör framþróun læknisfræðinn- ar hefur mikil og vaxandi áhrif á heildarmynd sjúkdóma, slysa, önorku og dauðsfalla. Með aufc- inni iðnvæðingu, tilflutningum fólks, aukinni vélvæðingu, sem m.a. hefur í för með sér aukin slys í umferð og annars staðar, skaDast ný vandamál og viðho~f í skipulaenínvu heilbrioðismála og heilbrigðisbjónustu. Vaxandi hættur eru á eitrunum, aukn- imm atvinnusiúkdöma, svo nú ekki sé gleymt afleiðin<*um vel- megunarinnar marglotfuðu, of- áti og alls kyns geðrænum tru’f'- unum. Framþróun læknisfræð- innar og henni tengdum tækni- greina er ekki aðeins t'l bless- unar: Fleiri og fleiri siúklingar litfa af slys og siúkdóma með meira eða minni örkuml, oft ör- orku. Það er einnig fvrirs.iáan- legt af sömu sökum. að hlutfalls lega æ fleiri líkamlega og and- lega Ivtt börn lifi af og mvndi þann5- stærri hóp í þjóðfélag- inu, sem þarfnast vistunar, hjúkrunar og gæzlu. Ekki hefi ég þó enn minnzt á stórt vanda- mál, sem er fyrirsjáanleg mikil fjölgun sjúkdóma ellinnar. Við þessari bróun verður að bregð- ast með sfcipulags- og fram- kvæmdaraðgerðum, bæði á sviði heilsugæzlu og hjúkrunar. Óhjákvæmilega verður í þjóð- félagi framtíðarinnar æ meira af starfi læknisins á sviði rann- sókna, vísinda og tækni, og ekki sízt heilsugæzlu. Vitanlega verða þó ávallt slys og sjúkdómar, sem krefjast mikillar vinnu. Við skipulagningu heilbrigðismála verður því ávallt að haldast ná- ið samband við framverði læknis fræðilegra rannsófcna; og við starfandi lækna, samtök þeirra og kennslustofnanir, ennfremur verður ávallt að vera fyrir hendi raunhæf og fersk mynd af heil'brigðisástandi og sjúk- dómamynd þjóðfélagsins, einnig af félagslegri þróun, sérstaklega með tilliti til aldursdreifingar, atvinnuíhátta og tilflutninga íbú- anna og loks, en ekki sízt, með stöðugu tilliti til framboðs á vinnuafli. Hér er ég kominn að atriði, sem vert er að staldra lítið eitt við: Nýliðun starfstfólks til allra greina heilbrigðismála verður að fara fram í stfvaxandi samkeppni við iðnað og • annan atvinnurekstur opinberra og einkaaðila. Menntun þessa starfs fólks verður í senn að vera fólg- in í umfangsmikilli starfsþjálf- un og bóklegri menntun. Æ meiri þörf verður á sérhæfðu, tæknimenntuðu starfsfólki inn- an allra þátta heilbrigðismála, og ti'Ilit verður þess vegna að taka til þessa við áætlunar- gerð. Ég hef nú lýst í stórum drátt- um baksviði þess verkefnis, sem ég tel mest aðkallandi í heil- brigðismálastjórnun okkar í dag, en það er heildarskipulagn- ing og áætlanagerð um heilbrigð ismál. Slík áætlunargerð verður að hafa víðan sjóndeildarhring og sjá langt fram á við. Það tek- ur nær hálfan annan áratug að „framleiða" sérmenntaðan lækni, og „tframleiðsla“ sérmenntaðs aðstoðarfólks á hjúkrunar- og tæknisviði tekur einnig langan tíma umfram lögboðna skóla- göngu. Áætlunargerð, bygging og fullbúnaður meiri háttar sjúkralhúss tekur, þar sem bezt lætur, 6-8 ár, og þannig mætti áfram telja. Telja verður því nauðsynlegt, að komið verði á fót sívirkri skipulagsstofnun iheilbrigðismála. Forsendur fyrir starfsemi slíkrar stofnunar eru þó ekki enn fyrir hendi. Áður en hún gæti farið að vinna verk sitt, þartf að gera rannsókn á skipulagi og ástandi heil’brigðis- mála á íslandi í dag. En til þeirr ar rannsóknar þarf mikinn efni- við. Fyrst venjulega mann- fjöldastatistik, forspár um mann fjölgun, atvinnumá]_ tilflutn- inga, samgöngur, 'byggingar, skóla- og kennslukerfi. Forspár um elli- og sjúkraframfærslu, menntun allra tegunda starfs- manna heilbrigðisþjónustu, og eins og ég minntist á áðan, for- spár um þróun annarra atvinnu- vega í samkeppni um nýliðun starfsfólks. Þá þarf vitanlega að fylgja rannsókn á mannafla, fjárfestingu og nýtingu f stjórnsýslu og öllum framkvæmd um heilbrieðismála. Ég tel ekki ástæðu til að hafa þessa upptalningu lengri, en vil nú koma að bvi, hvernig hugsan legt er að vinna úr bessu mikla og mikilvæga upolýsingasafnL Við úrvinnslu beirra upnlvs- inea, sem drepið var á áðan, þarf víðtæka, samhæfða sam- vinnu þeirra stofnana og ein- staklinga, sem að sviouðum rannsóknum vinna og hafa unn- ið í landmu, svo sem áætlana- gerðir F^nahagsstnfnunarinnar, skýrslugerðir Landlæknisem- bættisins, áæthinarg'erðir Há- sk-óla Þlands, stjórnarnefnda og læknaráða hinna stærri sjúkra- b''=a o.s.frv. Þá ber vitanlega að hafa hliðsjón af sambærileg- um rannsóknum og forspám, sem gerðar hafa verið og eru f gerð, m.a á Norðurlöndum og Stóra Bretlandi. Á bennan hátt er hægt að satfna miklu magni tölulegra upplýsinga, sem beila má tölufræðilegum úrlausnar- aðferðum. Þannig er lagður kerfisbundinn grundvöllur, sem gerir yfirstjórn heilbrigðismála kleift að taka beztu framtovæmd arákvörðun í hverju máli, á hverjum tíma, og gerir jafn- framt kleift að átovarða hep-pi- legustu lausnir á rekstrarvanda- málum. Segja má, að við séum enn á algjöru frumstigi skipu- lagningar og áætlanagerðar atf þessu tagL enda hafa forsendur slíkrar starfsemi hvergi raun- verulega verið fyrir hendi fyrr en nú á síðasta áratug með til- komu rafreikna og þeim leiðum til úrvinnslutækni og startfsgrein ingar, operationsanalysu, sem opnazt hafa með tilkomu slíkra reiknitækja. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því, eins og ég reyndar minntist á í upphafi miáls míns, að hér er um risavaxið verk- efni að ræða, verkefnL sem vanda þarf mjög til og útheimtir mjög sérhæfða tækni bæði f undirbúningi og framkvæmd. Ég geri mér líka grein fyrir því, að kostnaður við slíka áætlunar- gerð muni e.t.v. vaxa ýmsum f augum; hann myndi e.t.v. geta orðið allt að því 1-2% af heildar útgjöldum ríkisins og Reykjavík urborgar til heilbrigðismála, en ég er þess einnig fullviss, að þeim peningum væri vel varið, og þeir eigi eftir að ávaxta sig mun betur en það fjármagn, sem annars yrði bundið í ótfullgerð- um heilbrigðisstofnunum, hjúkr unar- og rannsóknartækjum, sem ekki er hægt að taka I notkun, og vinntapi þeirra ein- staklinga, sem skipa biðlista sjúkrahúsanna. Efnislega má skipta hugsan- legri skipulags- og framkvæmda áætlun í þrjá aðalþættL Þ-e. 1 fyrsta lagi skipulagning yfir- stjórnar og stjórnunar í heil- brigðismálum. f öðru lagi skipu- lagning og stjórnun innri heil- brigðisþjónustu og í þriðja lagi skipulagning ytri heilbrigðis- þjónustu, þar með talið sjúkra- tryggingar, lyfjadreifing, tann- lækningar, heilbrigðiseftirlit, heilsugæzla. Allir eru þessir þættir svo nátengdir, að erfitt er án tölvuúrlausna að gefa neinum þeirra sérstaklega forgang (pri- roitet). 1 hinu íslenzka þjóðlfélagl er ákveðin þörf fyrir heil- brigðisþjónustu á hverjum tíma og ákvarðast þessi þörtf af ýms- um atriðum; m.a. má þar til- greina fólksfjölda, atvinnu- hætti og lífskjarakröfur þjóðar- innar. Með bættum lítfskjörum fara þessar kröfur vaxandi og um leið fj'ármagnsþörf heilbrigð- isþjónustunnar. Við vitum, að fjármagn það, sem þjóðinni er fært að verja til heilbrigðisþjón- ustu, verður ætíð takmarkað, og vegna þess skiptii miklu máli, að því sé varið á þann háttf, að nýting þess verði sem bezt. Áætl- anagerð, sem byggir á heildar- skipulagL þarf því að vinna þannig, að meta megi, hvaða Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.