Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 32
Lang stœrsta og fjölbreyttasta blað landsins LAUGARDAGUR 18. MARZ 1967 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenxkt blað i % m ■ ■ fý '■ ' ■■ Verstu veður um úrubil Reyðarfirði 17. marz 1 DAG hefur gengið hér yfir Tersta veður, sem menn muna eftir hér um slóðir um árabil. Veðrið skall á á ellefta sim- ánum í morgun með norð- norðvestan stormi ©g stórhrið. Hefur sami veðurofsinn hald l*t allt fram undir k. 6 í fevöld. Hér hafa orðið miklar skemmdir, jám hefur fokið af mörgum húsum og bifreið frá Vegagerð ríkisins fauk um koll hér á vegi. I>á hafa eiirn ig orðið skemmdir í Síldar- verksmiðju ríkisins. Reykháif irr fauk af verksmiðjunni og rúður og hurðir hafa brotnað í verksmiðjunni. I>á fauk löndunarkrani um koll og lenti hluti af honum í sjóinn. Skemmdir eru þó hvergi naerri full'kannnaðar, því að Veðurofsinn hefur gert óhægt um vik. Allir vegir eru nú ófærir Ihér um slóðir. ófært er yfir 'Fagradal til Egilsstaða og veg urinn yfir Hólmaháls til Eskifjarðar er einnig ófær. Amþór. Seyðisfirði 17. marz. Hér hefur gengið yfir for- áttuveður í dag. Hefur járn fokið af húsum m.a. eitthvað af nýja verksmiðjuhúsinu hjá Fjarðarsild, en ekki hef ég heyrt um neinar meirilháttar skemmdir. Veðurhæðin hefur verið óvenjumikil, en ekki snjókoma að sama skapi. Raf magnslaust hefur orðið hér þrisvar sinnum síðan í nótt, nú síðast í þrjár klukkustund ir. Sveinn Það er farið að fjara ut. Froði liggur á hliðinni hálfur í kafi in standa á brimþvegnum klöppunum og virða fyrir sér afleiðingar mikilla náttúruhamfara. Stokkseyri: Mesta foráttubrim í 40 ár til vinstri, en til hægri gnæfir Bjarni Olafsson við himin. Böm (Ljósmynd Tómas Jónsson). 2 af 4 bátum Stokkseyringa eyðilögðust Björgunarmenn í bráðum lífsháska London, 17. marz — NT(B í AUKAKOSNINGUM sem fram fóru í kjördæminu Honi- ton í gær sigraði frambjóðandi íhaldsflokksins með 15.992 at- kvæðum en fékk við síðustu kosningar 13.709 atkvæði. Hefur meirihluti Verkamanna- flókksins í Neðri málstofu þings- ins þar með minnkað í 9i2. Stokkseyri, 17. marz. Á SJÖTTA tímanum í morg- un gerði svo mikið foráttu- brim hér á Stokkseyri, að ann að eins hefur ekki sézt í 40 ár. Fjórir bátar, sem gerðir eru út héðan, lágu við hryggju og var þegar sýnt, að þeir voru í bráðri hættu. ' Brugðu menn skjótt við, að reyna að komast um borð í bátana, en það var mjög áhættusamt, því að sjór gekk svo þétt yfir bryggjuna, að hún var nær alltaf í kafi. Bátarnir fjórir, sem lágu við bryggju, voru Fróði, Bjarni Ólafsson, Hásteinn og Hólm- steinn. Var Fróði sokkinn er Kjaradómur kveðinn upp í gœr: Ríkisstarfsmenn í 1 .-9. launa- flokki fái 1% - 31/2% hækkun menn komu á vettvang. Þegar skipsmenn gerðu tilraun til að komast um borð í Bjarna Ólafs- son, lyftist báturinn upp og kom stefni hans upp á bryggj- una, svo að ógemingur var a3 komast um borð. Þremur mönn- um tókst að komast um borð f Hástein. Það voru formaðurinn á þeim bát, Henning Fredrikssen og vélamaðurinn á bátnum, Geir Jónasson og skipstjórinn á Bjarna Ólafssyni, Karl Zóphón- íasson. Aðeins einn maður komst um borð í Hólmstein, Tómas Karlsson, vélamaður. Bátarnir lágu svo undir áföll- Framh. af bls. 32 Sœfaxi fékk á sig brotsjó VÉLBÁTURINN Sæfaxi frá Nes feaupstað fékk á sig brotsjó út af Alviðruhömrum í fyrrakvöld. 'Komst nokkur sjór í vélarrúm og 'raki í rafmagnstöflu og var tal- istöðvarsamband bátsins ákaf- lega veikt um tíma. Náðist ekki samband við bátinn frá því í fyrrakvöld og þar til í gærmorg- ún, að Herðubreið tókst að kalla hann upp. Flugvél Landhelgis- gæzlunnar fann bátinn kl. 11 í 'gær og varðskip kom að honum kl. rúmlega 12 og hélt með hann Í landvar. Ekki er vitað að nein slys hafi orðið á áhöfn Sæfaxa. Það var í fyrrakvöld að fregn- 'ir bárust af v.b. Sæfaxa þar sem hann var að lóna út af Alviðru- ’hömrum, en veður var þá slæmt á þeim slóðum. Var haft sam- band við bátinn kl. 21,20 í fyrra- kvöld og var þá allt í góðu lagi um borð. En þegar Vestmanna- eyjaradíó reyndi að hafa sam- Framhald á bls. 30. V ■ «■; sig Fjörugur fundur um heilbrigðismál í GÆR var kveðinn upp í Kjara dómi, dómur í máli er Kjara- ráð fyrir hönd starfsmanna rík- isins hefur höfðað gegn fjár- málaráðherra, fyrir hönd ríkis- sjóðs, en ríkisstarfsmenn höfðu gert kröfu til að þeir fengju greidda 5% grunnkaupshækkun frá 1. júlí 1966 og ennfremur að greitt verði í orlofsheimila- sjóð samtaka þeirra 0,35% af út borguðum launum til rikisstarfs- manna í fyrsta sinn miðað við laun ársins 1965. Meirl hluti kjaradóms komst að þeirri niðurstöðu að vfsa skyldi frá dómi kröfunni um greiöslu í orlofsheimilasjóð, þar sem þar væri ekki um laun að ræða og heyrði því ekki nndir kjaradóm. Hins vegar komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að grunnlaun ríkisstarfsmanna, sem taka laun skv. 1.—6. launa- flokki, hækki um 3,5%, grunn- laun ríkisstarfsmanna, setm taka laun skv. 7. launaflokki um 3%, grunnlaun skv. 8. launaílokki hækki um 2% og grunnlaun skv. 9. launaflokki hækki um 1%. Rökstuðningur meirihluta dóms- ins fyrir þessari niðurstöðu er sá að fjölmennir starfshópar á hinum almenna vinnumarkaði hafi fengið verulegar kjarabæt- ur frá dómi kjaradóms 30. nóv. 1965 og sé því eðlilegt að sam- bærilegir starfshópar hjá ríkinu fái svipaða hækkun. Dr. Jóhannes Nordal skilaði sér atkvæði þar sem hann segir að þær kjarabreytingar, sem hati átt sér stað verði vart taldar verulegar em hins vegar ekki almennar, þar sem þær nái að- eins til ófaglærðs fólks, er vinni líkamleg störf, en alls ekki til þeirra launastétta í þjóðfélaginu, sem sambærilegastir eru við rík- isstarfsmenn. Sé því ekki tilefni til hækkana. Eyjólfur Jónsson var sammála meirihluta dómsins en gerði sér- staka athugasemd varðandi or- lofsheimilasjóðinn. Hér fer á eftir í heild dómur Kjaradóms og sératkvæði: Mál þetta var þingfest fyrir Kjaradómi 20. febrúar 1967 og dómtekið eftir flutning hinn 6. marz sl. Sóknaraðili, Kjararáð f.h. starfsmanna ríkisins, hefur gert þær dómkröfur, að starfsmönn- um ríkisins verði greidd „5% grunnlaunaihækkun“ frá 1. júlí 1966 að telja. Enhfremur að greitt verði „í orlofs/heimilasjóð samtakanna 0,35% af útiborguð- um launum til ríkisstarfsmanna, í fyrsta sinn miðað við laun árs- ins 1965.“ Varnaraðili fjármálanáðr erra f.h. ríkissjóðs, hefur krafizt sýknu af öllum kröfuim sóknar- aðila. Framih á bls. 31 FUNDUR Stúdentafélags Reykja víkur og Stúdentafélags Háskól- ans um heilbrigðismál sl. fimmtu dagskvöld var mjög fjólsóttur. Urðu umræður miklar og fjörug- ar og stóðu til kl. rúmlega eitt eftir miðnætti. Fundarstjórar voru Ellert Schram og Jón Oddsson. Frum- mælendur voru Jóhann Hafstein heilbrigðismalaraðherra, Arni Björnsson læknir og Asmundur Brekkan læknir. Rakti ráðherra í ræðu sinni framkvæmdir á heil- brigðismálum undanfarin ár og þær aðgerðir, er framundan væru. Læknarnir gangrýndu í ræðum sínum, það sem þeim þótti ábótavant í heilbrigðismál- um og gerðu tillögur til úrbóta. Að loknum framsöguræðum hóÆ ust umræður og urðu þær eins og fyrr segir miklar og fjörugar. Tóku margir til máls, og voru flestir ræðumanna læknar. Fund inum lauk laust eftir klukkan eitt. Ræðu framsögumanna og frá- sögn af umræðum eru á blaösiöu 12, 17 og 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.