Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1967. - RÆÐA JÓHANNS í'ramihald af bls. 17. eiga rétt á að fá greiddan á sama hátt fargjaldskostnað heim til íslands aftur, enda skuldbindi hann sig þá til þess að gegna áfram héraðslæknis- störfum. Eftir að hafa verið héraðslæknir í 3 ár getur hann notið sömu fríðinda en þá með skuldbindingu um að gegna áfram héraðslæknis- störfum í 2 ár. fi. Embættis- (starfs-) aldur hér- aðslæknis í sömu héruðum sem um ræðir í 4. lið skal teljast 5 ár fyrir hver 3 ár, sem hann hefur gegnt hlutað- eigandi héraði. 7. Heimilt skal samkvæmt til- lögu landlæknis, eftir því sem nánar verður ákveðið í reglu- gerð, að veita læknastúdent- um ríkislán til náms gegn skuldbindingu um læknis- þjónustu í héraði að afloknu námL 8. Stofna skal Bifreiðalánasjóð héraðslækna með 1 milljón króna framlagi úr ríkissjóðL Enn mætti nefna: Hjúkrunar- lög, þar sem m.a. er stofnað til menntunar sjúkraliða. Ljósmæðralög, sem fela í sér eflingu Ijósmæðranáms. í undirbúningi er frv. til laga um eiturefni með meðfylgjandi reglugerð. Framkvæmdir og stjórnasýsla: Viðbygging Landspítalans og skipulag Landspítalalóðar. Af framkvæmdum ríkisins i heilbrigðismálum er bygging eða 6tækkun Landspítalans mest. Um hana hefur verið marg- rætt. Mest að fundið, hve seint hún hafi gengið og sumir segja úrelt áður en henni verði lokið. Um seinagang verðum við að hafa í huga, að þegar ákveðin var í upphafi viðbygging Landspítal- ans mun það mál tæplaga hafa verið nægjanlega undirbúið. Strangar fjárfestingarhömlur voru hér rí’kjandi og leyfin skömmtuð úr hnefa frá ári til árs fjölmörg fyrstu árin. Um gerð og búnað spítalans hafa læknar ætíð ráðið mestu. Þann 12. febrúar 1965 skipaði ég nýja byggingarnefnd þar sem skipunartími þáverandi bygging- arnefndar var útrunninn. Land- læknir var áfram formaður nefndarinnar og áfram voru þeir nefndarmenn, yfirlæknarnir dr. Snorri Hallgrímsson, prófessor, og dr. Sigurður Samúelsson, pró- fessor, en yfirlæknar deilda Skyldu áfram kallaðir á fundi, þegar fjallað væri um málefni viðkomandi deilda. Inn í nefnd- ina var tekinn fulltrúi lækna- deildar Háskólans, tilnefndur af menntamálaráðherra, Kristinn Stefánsson, prófessor, og deildar- stjóri heilbrigðismála í dómsmála ráðuneytinu, Jón Thors. í skip- unarbréfi nefndarinnar er tekið fram: „Hlutverk nefndarinnar er að taka við starfi núverandi bygg ingarnefndar Landspítalans, en sérstaklega að gera tillögur að skipulagi Landspítalalóðarinnar, þ.e. staðsetningu bygginga og í hvaða tímaröð þær skuli reistar og ber að hraða því verki eins og unnt er, þannig að staðfest skipulag geti legið fyrir sem fyrst.“ Á þetta atriði hefi ég iðu- lega minnzt og viljað flýta því sem mest. Það hefir staðið á læknum og læknadeild að hafa ákveðnar hugmyndir um stærð og þarfir einstakra deilda og rannsóknarstofnana. Við skipu- lagsyfirv. borgarinnar þurfti að sjálfsögðu einnig að ráðgast um mikilvægustu málefni, jafnvel stækkun lóðarinnar handan Hringbrautar. eða jafnvel til- færslu Hringbrautar. Ég hefi aldrei atyrt neinn aðila opinber- lega fyrir seinagáng, því að mér var ljóst að verkið var vanda- samt. Sumir hafa hins vegar ekki sparað skítkast í garð heilbrigðis stjórnarinnar. Nú er fengið meginsamkomu- lag allra aðila um þetta mál. Er þá við það átt, að fyrir liggi at- huganir og niðurstöður allra deilda Landspítalans um hús- næðisþörf, miðað við 700 rúma i sjúkrahús og þjónustuþarfir þess, en nú eru- um 300 rúm, og verða væntanlega í lok næsta árs um 400 rúm. Ennfremur, að fyrir liggi áætlanir læknadeildar Háskólans um þarfir kennslu- stofnana, sem æskilegast væri*að byggðar yrðu í sem nánustu sam bandi við sjúkrahúsið. Með þessu er komið að þáttaskilum í starfi að framtíðarskipulagi og bygg- inni. Liggja þegar fyrir áform ingaráætlun á Landspítalalóð- um, hvernig að þessu skuli unnið í samráði og samvinnu hlutaðeig- andi aðila, byggingarnefndar, læknanna og læknadeildar, húsa- meistara ríkisins og erlendra sér- fræðinga. Ég tel mig hafa sér- staka ástæðu til þess að fagna þessum tímamótum. Gert er ráð fyrir að ljúka því, sem nú er unnið að við viðbygg- ingu Landspítalans, á árunum 1967—1969. Auk nýrra sjúkra- rúma hafa þá bætzt við í við- byggingunni nýjar deildir, svo sem taugasjúkdómadeild, deild í eftirmeðferð, barnaspítali, eldri deildir stækkaðar og batnað að aðbúnaði og tækjum, fæðingar- deild verulega endurbætt, mötu- neyti og eldhús o. fl. byggt mið- að við vaxandi og nýjar þarfir. Hver talinn verður þá kostnað ur þessa alls skal ég látið ósagt um. En á fjórum síðustu árum, 1964—1967, hefir verið varið og áætlað með lánsfé til bygginga og endurbóta ríkisspítálanna, en langmestur hluti þess hefir farið og fer til Landspítalans, yfir 160 millj. króna. Á næstu þrem árum, eða 1967 —1969, er gert ráð fyrir, að við bætist í nýjum og fullkomnum sjúkrahúsum, um 270 rúm. Fjölg unin er milli 21 og 22%, en lík- leg fólksfjölgun á sama tíma milli 5 og 6%. Um Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi: Um það vil ég segja örfá orð. Hið fyrsta, að með nýju sjúkra húslögunum frá 1964 tók ríkið að sér að greiða 60% kostnaðar í stað 40% áður. Það er hins vegar regin-mis- skilningur, að ríkið sé í vanskil- um við borgina vegna þessa sjúkrahúss, um 76 millj. krónur, eins og sumir bera nú mjög í munni sér. Ógreitt þátttökuhlutfall ríkis- sjóðs, í ársbyrjun 1967, eftir að það hækkaði úr 40—60% telst reikningslega 76 millj. krónur, en þetta er ekki gjaldfallin skuld, og ber ekki að greiða fyrr en fé er veitt til þess á fjárlögum lög- um samkvæmt. Hitt mega menn vita, að ríkis- stjórnin hlutaðist til urn 30 millj. kr. lán til Borgarsjúkrahússins á sl. ári og hefir tekið á sig skuld- bindingar um endurgreiðslu þessa láns á 4 árum. Þetta má þá strax draga frá þessum 76 millj. kr. Jafnframt hafa staðið og standa yfir viðræður og athug- anir á því af hálfu ríkisstjórnar, að til Borgarsjúkrahússins fáist enn lán, nú 35 millj. kr., sem ríkissjóður greiði líka á næstu 5 árum á grundvelli sámnings, sem um það yrði gerður. Hvort þetta tekst, get ég ekki fullyrt neitt um á þessari stundu. Um Borgarsjúkrahúsið ræði ég ekki frekar, en ljóst má vera að óþarft er að hreyta ónotum í yfirstjórn heilbrigðismála eða ríkisstjórnina fyrir aðgerðir því viðvíkjandL Önnur sjúkrahús sveitarfélaga: Ég hefi vakið athygli á, að ný- lokið er sjúkrahúsi á Siglufirði. f byggingu sjúkrahús í Vest- mannaeyjum, á Akranesi og í Húsavík og ráðagerðir um stækk un sjúkrahússins á Akureyri. 60% hluttökukostnaður ríkis- sjóðs í byggingarkostnaði þess- ara sjúkrahúsa verður mikið á- tak. Þau kosta hvort um sig tugi milljóna. Hvað sem því líð- ur, lýsir þetta ekki dofa eða at- hafnaleysi á sviði heilbrigðis- mála. Ég skýrði frá því á Alþingi ný- lega, að á frumstigi væru tillögur um sjúkrahús á Suðurlandi. Það stóð ekki á einum yfirlækni að henda þetta með öðru á lofti og senda mér tóninn. Nenni ég ekki að rekja það. En um sjúkrahús á Suðurlandi er afstaða mín þessi: Ég vildi ekki, að tekin yrði inn nein fjárveiting á fjárlög 1967 til þess. Hefi hinsvegar fyrir mitt leyti fallizt á, að hafizt verði handa um undirbúningsteikning- ar._ Ég hefi sagt við fyrirsvars- menn þessa máls: Ykkur skiptir ekki máli hvenær byrjað verður af vanefnum á byggingu slíks sjúkrahúss. Það, sem máli skiptir er, hversu fljótt byggingu þess lýkur, eftir að það hefir verið vandlega undirbúið og talin rétt- mæt ráðstöfun að hefjast handa. ÝMIS STJÓRNSÝSLA 1. Þorláksmessunefnd Á Þorláksmessu 1965 skipaði ég nefnd til þess að endurskoða skipan og fyrirkomulag læknis- þjónustu í Landspítalanum, sér- staklega með tilliti til þess, að nokkur vandkvæði voru fram komin hjá læknum, sem starfa hjá ríkisspítölunum og leiða mætti af því, að margir höfðu sagt upp starfi sínu. Teikið var fram, að rétt væri að hafa í huga, að slík endurskoðun gæti haft víðtækari áhrif í sambandi við reMtnr ?r'ngrra snitala. í nefndina voru þessir skipað- ir: Árni Björnsson. læVntr tílnefnd ur af Læknafélagi íslands. Jón Þorsteinsson, læknir, til- hefndur af Læknafélagi Reykja- vík'ir. Ólafur Bjarnason. yfirlæknir, tilnefndur af YfMæknaráði Landsnítalans og Rannsóknar- stofu Háskólans, Sigurður Samúelsson, yfirlækn ir, tilnefndur af Yfirlæknaráði Landsoítalans og Rannsóknar- stofu Háskólans. Guðjón Hansen, tryggingar- fræðingur, sem jafnframt var skioaður formaður nefndarinnar. Þessi nefndarskipun var árang ur af viðleitni minni til þess að ná nánum tengslum við lækna og góðri samvinnu við þá. í nefndarálitinu kemur fram, og undir það skrifa allir nefnd- armenn: „að meginorsök upp- sagna væri óánægja með launa- kjör, en mikill meirihluti lækn- anna tilgreindi jafnframt óvið- unandi starfsaðstöðu, óánægju með skipulag læknisþjónustunn- ar o. fl. sem meginorsök upp- sagnar“. Á bls. 24 í nefndarálitinu seg- ir: „Er í Ijós kom að óánægja með launakjör var meginorsök uppsagnanná, var það mál feng- ið í hendur samninganefnd rík- isstjórnarinnar og Læknafélags Iteykjavíkur. Um launasamningana, sem gerðir voru á síðastliðnu ári í framhaldi af þessu ætla ég ekki að ræða af sömu ástæðum og ég taldi ekki æskilegt, að kjara- mál lækna væru rædd í útvarps þætti, eins og mér var tjáð að ráðgert væri. Enda þótt sumir læknar hafi sjálfir talið æskilegt að ræða opinberlega og í blöðum um kjaramál þeirra, þá er mér einnig kunnugt um, að ekki færri læknar telja það jafn óæskilegt og þannig tel ég, að mörgum mundi farið í fleiri stéttum. Á hinn bóginn lagði Þorláks- messunefnd fram fjölmargar til- lögur um spítalamálin og aðstöðu lækna til starfa almennt o. m. fl., sem ég tel allt athyglisvert og sumt veigamikið. Sumir þættir mála, sem að var vikið, voru f athugun, jafnvel þegar fram- kvæmdir, að öðrum hefur síðan verið unnin. Fulltrúum lækna hefur verið gefið fyrirheit um, að þeir skyldu hafa aðstöðu til að fylgjast með framkvæmd mála hjá yfirstjórn heilbrigðis- mála. Við það hefur verið stað- ið. Sjálfur hef ég átt með þeim 'fleiri fundi og hafa þeir á þessu sviði beinan aðgang að deildar- stjórn heilbrigðismála í ráðuneyt inu. 2. Yfirlæknaráð Þann 11. júní 1964 var gefin út reglugerð um yfirlæknaráð Landspítalans og Rannsóknar- stofu háskólans við Barónsstíg. t yfirlæknaráði eiga sæti allir yfirlæknar Landspítalans og Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg en hlutverk þess er að stuðla að eðlilegri þróun nefndra stofnana og vera ráð- gefandi heilbrigðisstjórn í öllu því, er varðar stjórn og rekstur þeirra. 3. Ríkislán til læknastúdenta Regjugerð fyrst gefin út 1. marz 1966, breytt 8. desember 1966. í marz 1966 lán veitt 4 stúdent um, hvert á 76 þús. kr. 1 febrúar 1967 lán veitt 7 stúd- entum hvert á 75 þús., þar af fengu 2 stúdentar lán í annað sinn. 4. Bifreiðalánasjóður héraðs- lækna Reglugerð frá 19. apríl 1966. Fyrri fjárveiting á fjárl. 1966 kr. 500,000, síðari fjárveiting í fjárl. 1967 kr. 500,000. Lán voru veitt á úrinu 1966 til þriggja lækna, sem voru að hefja störf í héraði kr. 100 þús. til hvers lánstími 3 ár. Stjórn ráðsins skipa Páll Kolka, form. Jón E. Ragnarsson, ritari og Kjartan Óláfsson hér- aðslæknir í Keflavík frá L. í. 5. Læknakennslan Læknaskipunarlaganefnd 1964 gerði ályktunartillögu um nám læknaefna í læknisstörfum utan sjúkrahúsa. Ráðuneytið sendi tillöguna til menntamálaráðuneytisins, sem framsendi hana læknadeild Há- skólans,- Ráðuneytið ítrekaði þessa til- lögu í júlí 1966 og framsendi menntamálaráðuneytið lækna- deild þá ítrekun. Ekki hefur orðið breyting á kennslu læknanema vegna þess arar tillögu, en nú mun unnið að endurskoðun á læknanáminu í heild. 6. Heimilislækningar sem sér- grein. Læknaskipunarlaganefnd gerði ályktunartillögu um, að lækna- deild Háskólans verði falið að semja reglur um nám til sérfræði viðurkenningar í heimilislækn- ingum og embættislækningum. Ráðuneytið hefur ítrekað ritað læknadeild um að fá slíkar regl- ur samdar. 7. Erlendur sérfræðingur í spít- alarekstri Stjórnarnefnd ríkisspítalanna hefur með bréfi dags. 27. jan. sl. óskað eftir milligöngu ráðu- neytisins við að fá hingað sér- 'fræðings frá Svíþjóð til að kanna eftirtalin atriði í rekstri Land- spítalans: 1. Æskilegar breytingar á rekstri Landspitalans, m. a. varð andi verkefni hans, svo að hann geti sem bezt gengt hlutverki sínu sem kennsluspítali, sérdeilda sjúkrahús fyrir landið og rann- sóknaspítali. 2. Þörf fyrir starfslið í Land- spítala, vinnutími þess og vinnu- skipulag í spítalanum. 3. Hlutverk stjórnarnefndar, spítalastjóra, og yfirlækna í Land spítala. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við utanríkisráðuneytið að það aðstoði við að fá sérfræð- Ínginn hingað til lands og sérstak lega óskáð eftir að harm komi fyrri hluta þessa árs. 8. Stjórnarnefnd ríkisspítalanna Nefndin hefur verið endur- skipulögð með bréfi dags. 12. febrúar 1965. Stjórnarnefndina skipar nú: Landlæknir dr. Sigurður Sig- urðsson, formaður, Jón Steffen- sen, prófessor, Guðgeir Jónsson, bókbindari, Þór Vilhjálmsson, prófessor, Guðjón Hansen, trygg ingafræðingur. 9. Samvinna ríkis og Reykjavík- urborgar. Viðræður fóru fram um það á sl. ári, að nauðsyn væri meira samstarfs milli heilbrigðisstjórn- ar og borgarinnar um skipulagn- ingu sjúkrahúsmála. Að þessu vinna síðan: Landlæknir, borgar læknir og deildarstjóri heilbrigð ismála í ráðuneytinu. 10. Lyfjabúðir Ég hefi skipað nefnd til þess að rannsaka og gera tillögur um 1 skipulag og fjölda lyfjabúða og hagræðingu í rekstri þeirra. Unnið er í dómsmálaráðuney4< inu að því að greiða fyrir lausm kjaradeilu lyfjafræðinga og lyf- sala, en lyfjafræðingar frestuð* fyrir mín tilmæli boðuðu verk- falli í þeirri deilu. Athugun ráð« neytisins er um það bil lokið. I 11. Læknamiðstöðvar í læknaskipunarlögunum nýjil frá 1965 er heimild í 4. grein til þess fyrir ráðherra að setia með reglugerð nánari ákvæði um læknamiðstöðvar, sem upp kynnu að rísa samkvæmt ákvæð um þeirrar greinar. f greinar- gerð frumvarnsins var gerð ýt- arleg grein fyrir hugmyndum nefn^’r beirrar, sem undirbjó það að tilhlutan landlæknis og ráðherra, hvernig hugsanl. væri að lækningamiðstöðvar mættu upp rísa og verða til bóta varð^ andi læknisþjónustu í strjálbýlL Þá var gert ráð fyrir samein- ingu fleiri smærri læknisbústaða. Það andaði í fyrstu köldu að þess ari hugmynd og heimildinni í lög unum. Enginn læknir reis þá upp til þess að mæla þessari ný- 'breytni bót. Síðan hafa nokkrir læknar skrifað um þessa hug- mynd, jafnvel eins og þeir væru höfundar hennar. Gott, að þeir Vöknuðu til vitundar um gild- andi lagaheimild. Ýmis héruð hafa nú beinlínis óskað þess. að beilbrbðisstjórnin aðstoðaði þau við að koma upp læknamið- stöðvum. Ég hefi að ósk landlæknis skipað þriggja manna nefnd til þess að semja reglur um fyrir- komulag og rekstur læknamið- stöðva samkv. 4. gr. lækna- skinunai-laga nr. 43 12. maí 1966. Þór Vilhjálmsson, prófessor er form. nefndarinnar, en aðrir nefndarmenn eru: ólafur Björns- son, h4rpf?t;iæknir á Hellu og Helgi Valdimarsson, cand. med. 12. He*lhrjn-?fiseftirlit Skipuð hefur verið nefnd til þess að endurskoða lög nr. 35/1940 um heilbrigðisnefndir og gera till. eftir því sem þurfa þykir, til nýskipunar, sem stuðli 'að því að tryggja raunhæfa og hagkvæma framkvæmd heil- hrigðiseftirlitsins. Benedikt Tómasson, landlækn isfulltrúi er formaður nefndar- innar, en. aðrir nefndarmenn: Sig urgeir Jónsson, bæiarfógeti 1 Kópavogi, Þórhallur Halldórsson, framkvæ^dastjóri heilbrigðiseft- irlitsins í Revkiavík og Grímur Jónsson héraðslæknir í Hafnar- firði. 13. Sérfrpeðilegar athuganir Ákveðið hefur verið í samráðl við Reykiavíkurborg, að fá hing- að erlendan sérfræðing til athug ana á vissum sviðum heilbrigðis mála. Er um að ræða einn fremsta sérfræðing Svía á sviði almennra heilbrigðismála, dr. Bo K. Ákerren. Verkefnin, sem dr. Ákerren mundi vinna að og veita aðstoð til að leysa eru m.a. að dómi dr. Jóns Sigurðssonar, sem er hvatamaður málsins, eftirfarandi eins og hann segir í bréfi dags. '10. febrúar 1967: 1. Sóttvarnir, með sérstakri hliðsjón af sívaxandi ferðamanna straumi hingað m.a. frá hitabelt- islöndum. 2. Slysavarnir, epidemiologia þeirra og ckipulag. 3. Aukið heilbrigðiseftirlit á vegum héraðslækna, e.t.v. með aðstoð heilbrigðisfulltrúa, sem tvö eða fleiri læknishéruð sam- einuðust um. 4. Manneldismál, athuganir og aðgerðir. 5. Hugsanlegar breytingar á heilbrigðissamþykktum m.a. með hliðsjón af æskilegri stækkun umráðasvæða heilbrisðisnefnda og aukinni tíðni langvinnra sjúk dóma. Það er áhyggjuefni, segir borg arlæknar ennfremur, að í fjölda- mörg ár hefur enginn íslenzkur læknir lagt fvrir sig sérnám í al- mennri heilbrigðisfræði". 14. Geð-bjkd^malög Yfirlæknunum á Kleppi, þeim 'Tómasi Helgasyni prófessor, og Þórði Möller hefir verið faið að vinna að samningu frv. að Framihald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.