Morgunblaðið - 04.04.1967, Qupperneq 1
32 SiÐUR
Fer fram
vopnahlé
Washington, Hanoi, 4. apríl
— AP —
AÐALRITARI SÞ, U Thant,
ákvað sl. laugardag, að fara
þess á leit við Bandaríkja-
stjórn, að hún hætti einhliða
ölliun hernaðaraðgerðum í
Vietnam. Ákvörðunina tók U
Thant eftir að öldungardeild-
arþingmaðurinn Joseph Clark
hafði lýst sig fylgjandi
Þri&gja-liða tillögu hans, og
lagði Clark til í öldungadeild-
inni, að Washington hæfi
vopnahléið 15. apríl n.k. Form
legt svar hefur enn ekki bor-
izt og ætla stjórnmálamenn,
að Bandaríkin muni ekki fall
ast á þessa umleitan. Fulltrúi
Framhald á bls. 21.
---------------------«1
Frá fundi Norðurlandaráös í Helsingfors. f fremstu röð eru talið frá vinstri: Per Borten, forsætisráðherra Noregs, Birger
AnderssoD, Svíþjóð, Georg Becklund Finnland, Jón Skaftson ísland, Sigurður Bjarnason formaður íslenzku sendinefndarinn-
ar og varaforseti Norðurlandsráðs. (AP-mynd) ________________________________
Islenzka ríkisstjórnin hlynnt
aöild Færeyja að Norðurlandaráði
Viðtal Mbl. v/ð forsœtisráðherra 3 Norðurlanda og lögmann Fœreyja
Frá Styrmi Gunnanssyni,
fréttamanni Mbl. á
Norðurlandaráðsfundinum.
EMIL Jónsson, utanríkisráð-
herra, lýsti því yfir á fundi
Norðurlandaráðs í gær, að ís-
lenzka ríkisstjórnin hefði fjall
að um aðild Færeyja að Norð
urlandaráði og væri hlynnt
lausn þess máls í samræmi
við óskir Færeyinga. Utan-
ríkisráðherra sagði, að Fær-
eyingar væri eigin þjóð með
eigin tungu og menningu, eig-
in fána og heimastjórn, sem
fjallaði um flest mál sem
Færeyinga varða. Hann sagði
að Færeyingar hefðu lifandi
áhuga á norrænni samvinnu
og fullan vilja til að taka þátt
í henni. Danski forsætisráð-
herrann Jens O. Krag lagði
einnig þunga áherzlu á að
Færeyingar fengju aðild að
Norðurlandaráði í ræðu er
hann flutti sl. laugardag.
Kvaðst hann vænta þess að
viðunandi lausn fengist á
þessu máli nú. Á fundi laga-
nefndar í morgun var ákveð-
ið að vísa tillögu Dana til
ríkisstjórna Norðurlandanna.
Morgunblaðið sneri sér í gær
til Peters Moihr Dam, lögmanns
Færeyja og forsætisráðherra
Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar
og spurðisit fyrir um afstöðu
þeirra til málsins. Peter Dam
sagðist vera ánægður með af-
stöðu Dana og íslendinga. I>eir
hefðu staðið af heilum hug með
Færeyjum í málinu. Hann kvaðst
einnig vita að Norðmenn hefðu
samúð með Færeyingum í þessu
máli. Það væri nokkur spurn-
ing um afstöðu Finna, en þeir
ættu við að etja vandamái þar
sem væri staða Alandseyja. „Við
viljum ekki annað en rétt okk,
ar“, sagði færeyski lögmaðurinn.
„í Færeyjum eru allir sammála
um að óska eftir aðild að ráð-
inu“.
Jens O. Krag, forsætisráðherra
Dana, sagði, að Danir hefðu frem
ur viljað að ákvörðun hefði ver-
ið tekin nú á þessum Norður-
landaráðsfundi en málsmeðferð-
in skipti ekki öllu máli heldur
niðurstaðan. Hann sagði að Dan-
ir væru reiðubúnir til þess að
taka þetrta mál upp við ríkis-
stjórnir hinna Norðurlandanna,
og gott tækifæri gæfist til þess
á fundi utanríkisráðherra land-
anna, sem halda á i Reykjavík
í vor. Hann sagði Finna og Svía
Petking, 3. apríl, AP-NTB
UM hálf milljón skólabarna,
Sinurung
ó landsiunði
Hannover, 3. apríl, NTB.
LANDSFUNDUR Frjálsra demó
krata í V-Þýzkalandi ihófst í
Hannover í dag. Við setningu
fundarins gagnrýndi formaður
flokksins. Eridh Mende, gjald-
kera flokksins, Wolfgang Rubin,
fyrir að hafa stutt, að Oder-
Neisse-línan yrði ausurlanda-
mæri Þýzkalands. Sagði Mende,
að hver sá, sem hefði í hyggju,
að semja um Oder-Neisse-línuna
í dag ætti á hættu, að þurfa að
taka þátt í samningum um upp-
gjöf V-Berlínar á morgun. Rub-
in er leiðtogi vinstri arms
Frjálsra demókrata.
stúdenta og verkamanna fórn
í mótmælagöngur um stræti
Peking-borgar í dag og hróp-
uðu slagorð gegn forseta kín-
verska Alþýðulýðveldisins
Liu Shao-chi. Krafðist múg-
urinn þess að hann segði af
sér. Þetta er annan daginn
í röð, sem skipulagðar eru
mótmælagöngur gegn forset-
anum.
A veggspjöldum í Peking
mátti einnig lesa árásir á utan-
ríkisráðherrann Chen Yi. Var
honum lýst sem svarta sauðnum
í utanrikisráðuneytinu, sem
ekki fylgdi byhingarlögmálum
Maós. Kínversku blöðin geta
Segjast hafa fundið lækninp við blnðkrabba
Texas, 3. apríl — AP
BANDARÍSKI mannvinur
inn J. K. Wadley tilkynnti
í dag, að rannsóknarstofn-
un í Dallas, sem hann er
eigandi að, hefði náð merk
um áfanga í leit að lækn-
ingu blóðkrabba. Sagði
hann að ný lækningarmeð-
ferð á þessum sjúkdómi
hefði verið reynd, undir
stjórn framkvæmdastjóra
stofnunarinnar dr. Joseph
M. Hill, á 9 ára gömlum
dreng með blóðkrabba á
mjög háu stigi. Átti dreng-
urinn, samkvæmt spám
lækna, aðeins eftir að lifa í
fáeinar vikpr. Hálseitlar
drengsins voru þrútnir og
stærri en epli og sömu sögu
var að segja um milta
hans.
Nokkrum dögum eftir
fyrstu meðferð sýndu ljós-
myndir, að háls drengsins og
milta höfðu náð eðlilegri
stærð og Uðan hans var ágæt.
Wadley sagði, að meðferð-
in væri fólgin í því, að
„svelta í hel hinar illkynjuðu
frumur". Dr. Hill nefnir að-
ferðina „Amínsýru tæmingar-
lækningu", (amino-acid deple
tion therapy).
Wadley, sem varð níræður
á laugardag, sagði á fundi
með fréttamönnum á afmæl-
isdaginn: „Dr. Hill kveðst
ekki geta sagt um hvort hér
sé fundin lækning við krabba
meini og söm eru viðbrögð
annarra vísindamanna, en
árangurinn af meðferðinni
er svo stórkostlegur, að ég
veit ékki hvað flokkast get-
ur undir lækningu, ef ekki
einmitt þetta“.
Framhald á bls. 21.
Liu Shao-chi
valtur í sessi
Framhald á bls. 21.