Morgunblaðið - 04.04.1967, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.04.1967, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1967. 7 „Það væri nú annað hvort,“ sagði konan þegar ég hélt aleinn til Parísar UM þessar mundir sýnir olíu- málverk í glugga Morgunblaðs ins Ágúst Petersen listmálari. Sýning þessi er jafnframt sölu sýning og stendur í 10 daga. Uppl. í auglýsingadeildinni. Ágúst hefur haldið nokkr- ar sýningar, bæði heima og erlendis, og hefur selt tals- vert. Hann selur mest á sýn- ingum, en einnig heima hjá sér á Skeggjagötu 13. Við röbbuðum við Ágúst yfir kaffibolla heima hjá hon um í fyrri viku, og hann hafði margt að segja. „Gott iistaverk á að draga manninn að sér i staðinn fyrir að hrinda honum frá sér. Það á að búa yfir iát- leysi, vera upplifað, auðskil- ið, en þó dulið, eins og lífið sjálft. En það á helzt að vera áhrifaríkara, dýpra og þægi legra á að horfa, en fyrir- myndin sjálf, en ekki þver- öfugt, eins og alltof oft á sér stað. Kveikjan til sköpunar lista verks getur verið margvísleg: Náttúran í öllum sínum marg breytileik, brotajárn og drasl á víðavangi, tónlist, svo sem sinfóniur, lestur ljóða, fólkið í landinu", sagði Ágúst og var mikið niðri fyrir. „Ég verð víst að telja mig ,figurativan“, en þegar ég mála hugsa ég ákaflega lítið um stefnur og stíla, en út- koman verður oftast eitthvað, sem kallað hefur verið „real istiskur expressionismi“, en ég veit ekkert, hvernig á að þýða það á íslenzku. Ég heyrði einhvern segja, að ég líktist engum, en ef hægt væri þó að tala um lík- Ágúst Petersen. indi við einhvern, þá væri það Júliana Sveinsdóttir. Satt er það, við erum bæði fædd og alin upp í Vest- mannaeyjum, svo að vel get- ur verið, að landslagið og náttúran hafði haft svipuð á- hrif á okkur í uppvextinum. Að mála myndir er aðal- atvinna mín. Ég lifi af þessu. Ég reyni að hafa brauð til að geta -málað, og _ ég mála til að hafa brauð. Ég er kvænt- ur og listin verður því að vera mér einnig lifibrauð. Ég fór til náms í París og Lond- on, en konan gat ekki farið með, en gaf mér góðfúslegt leyfi til að fara einum og sagði: „Það væri nú annað- hvort“. Þegar ég var í Myndlistar- skólanum, var aðalkennari minn Þorvaldur Skúlason. Ég er ekkert frábitinn abstrakt- list, ef hún er vel gerð. Ég hef hlotið frekar góða dóma í blöðum, og Listasafnið hefur keypt af mér tvær myndir. Grænir litir falla mér vel í geð, svo og andrúmsloftið og víddin. Yfirleitt mála ég að- eins skissur á staðnum, en fullvinn myndirnar hérna í kjallaranum. Mér finnst vera einhver skáldskapur í öllum mínum verkum. Eiginlega er minna um það núna að menn máli Heklu og Lómagnúp, en þessi mynd hérna er úr Mý- vatnssveit en é,g man ekki nafnið á fjallinu þarna til hægri. Rétt er að ég láti það fylgja í lokin, að ég hygg á stóra sýningu eftir ár, en þessi gluggasýning er til þess að sýna, að ég er alltaf að, sí- vinnandi". Og með það gengum við frá Ágústi að sinni, og þökk- uðum konu hans fyrir kaffi- sopann. — Fr. S. L Ágúst Petersen sýnir í Mbl. glugga Akranesferðir Þ.Þ.Þ. mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugar- daga frá Akranesi kl. 8. Miðvikudaga og föstudaga frá Akranesi kl. 12 og sunnudaga kl. 4. Frá Reykjavík alla daga kl. 6, nema á laugardögum kl. 2 og sunnudögum kl. 9. Skipaútgerð ríkisins: E9ja er í Rvík. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21:00 í kvöld til Rvíkur. Blikur er á I^orðurfandshöfnum á austurleið. Herðuibreið er á Norðurlandshöfnum á vesturleið. Loftleiðir h.f.: Leifur Eiríksson er væntanlegur frá NY kl. 10:30. Heldur áfram til Luxemborgar kl. 11:30. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 02:15. Heldur áfram til NY kl. 03:00 .Bjarni Herjólfsson fer til Ósló- ar, Gautaborgar og Kaupmannahafn- ar kl. 11:15. Er væntanlegur frá London og Glasgow kl. 01:15. Hafskip h.f.: Langá fór frá Vest- mannaeyjum 2. m«þ. til Malmö, Aahus, Tureu jg Helsinki. Laxá er í Rvík. Rangá fór frá Rotterdam 2. þm. til Hamborgar, Hull og Rvíkur. Selá iest- ar á Faxaflóahöfnum. Dina ér í Riga. Maroo lestar í Kaupmannahöfn. Eimskipafélag íslands .hf.: Bakka- foss fer frá Þorlékshöfn á morgun 4. til Keflavíkur. Brúarfoss er væntan- legur til Rvikur kl. 19:00 í dag frá NY. Dettifoss kom til Rvíkur 30. frá Kotka. Fjallfoss kom til Kvíkur 31. frá Þorlákshöfn og Krisiansand. Goða foss fer frá ísafirði í dag 4. til Hofs- óss, Dalvíkur, Grímsby og Rotterdam og Hamborgar. Gul'lfoss fer frá Kaup mannahöfn 5. til Leith og Rvíkur. Lagarfoss fór frá Keflavík í gær til Rostock, Tallinn, Ventspils og Hels- ingfors. Mánafoss fór frá Great Yarmouth í gærkvöldi til Antwerpen og London. Reykjafoss fer frá Patreks firði í kvöld til Rvíkur. Selfoss fór frá Rvík 29. til Cambridge, Norfolk og NY. Skógafoss fór frá Gufunesi í gær til Hull, Zandvoorde, Antwerpen, Rotterdam og Hamborgar. Askja fór frá Hamborg í gær til Rvíkur. Rannö fór frá Kaupmannahöfn 30. til Rvíkur Seeadler fer væntanlega frá Hull 1 dag 3. til Rvíkur. Marietje Böhmer er á Seyðisfirði, fer þaðan til Avonmouth, London og Hull. Nancie S. kom til Rvíkur 30. frá Hamborg. Utan skrif- stofutíma eru skipafréttir lesnar i sjálfvirkum símsvara 2-14-66. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er vænt- anlegt til Sigllifjarðar í dag. Jökulfell er 1 Camden, fer þaðan á morgun til íslands. Dísarfell losar á Húnaflóa- höfnum. Litlafell losar á Vestfjörð- um. Helgafell er væntanlegt til Ant- werpen á morgun, fer þaðan til Rott- erdam. Stapafell losar á Norðurlands- höfnum. Mælifell er í Gufunesi. Peter Most fer í dag frá Húnaflóa til Horna- fjarðar. Ole Sif er í Rvík, fer þáðan til Borgarness. Atlantic fer í dag frá Sauðárkróki til Rvíkur. Baccarat fer frá London í dag til Hornafjarðar. Flugfélag íslands h.f.: Millilanda- flug: Sólfaxi fer til Kaupmannahafnar kl. 00:00 í dag. Vélin er væntanleg aftur til Rvíkur kl. 21:00 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:00 á morgun. Snarfaxi fer til Vagar, Bergen og Kaupmannahafnar kl. 11:00 1 dag. Vélin er væntanleg aftur til Rvíkur kl. 21:10 á morgun. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Vest- mannaeyja (2 ferðir), Akureyrar (2 ferðir), Patreksfjarðar, Húsavíkur. ísafjarðar og Egilsstaða. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Vestmannaeyja og Egils- staða. f páskahretinu 1961 Oft er frost á fróni flækis't ís við land kólnar kærleiksband kommar brugga grand Yfir álitstjóni æðrast Hannibal svekkt er sveinaval í Selárdal. Nú á atómöld Einar hefur völd klúðrast sérhvert kvöld kveðjan oft er köld. Fljótfærnin er flestum fjötur, vinur kær, lymska í leyni grær, en Lúðvík hlær. Kallinn í kassanum. Fasistasvín" í felum ## Bílaverkstæði Ungur maður vanur bíla- viðgerðum óskar eftir vinnu. Uppl. í síma 33736 eftir kl. 7 á kvöldin næstu daga. Stretch-buxur tii sölu í telpna- og dömu- stærðum. Margir litir og einnig saumað eftir máli. Framleiðsluverð. Sími 14616. Ódýrt sjónvarpstæki Til sölu er 1 árs gamalt selst ódýrt. Sími 81097. Keflavík og Reykjavík, selzt ódýrt. Sími 81007. Kílóhreinsun Nýjar vélar, nýr hreinsi- lögur, sem reynist frábær- lega vel. Efnalaugin Lindin Skúlagötu 51. Hafnfirðingar Tek börn í gæzlu hálfan eða allan daginn. Börn eldri en þriggja ára koma ekki til- greina. Uppl. í síma 51770. Til leigu 2ja herb. íbúð í háhýsi við Austurbrún frá 1. maí n.k. Tilb. með uppl. sendist Mbl. fyrir 7. maí merkt „Reglusemi 2175“. Ford Bronco til sölu. Klæddur að inn- an, teppalagður. Hagkvæm kjör ef samið er strax Uppl. í síma 10012. Brúðarkjóll Til sölu mjög fallegur síð- ur brúðarkjóll. UppL í síma 24034. Keflavík Herbergi til leigu. Uppl. í síma 1948. íbúð óskast Einhleyp kona óskar eftir lítilli íbúð. Upl. í síma 22150. Kenni frönsku og ítölsku Get bætt við nokkrum nemendum 2—3 saman. — Sími 16989. Ráðskona óskast strax, ekki yngri en þrít- ug. Uppl. í síma 1897. Vest mannaeyjum. Til leigu 5 herb. íbúð um 112 ferm. á góðum stað í Hafnar- firði. Uppl. á kvöldin 1 síma 50018. Fyrirfram- greiðsla. Sauma í húsum Vinn úr nýju sem gömlu. Breyti, bæti, geri við. Sníð og máta. Uppl. í síma 13175 eftir kl. 7 daglega. Stofuskápur Til sölu er notaður stofu- skápur. Hentugur fyrir föt, tau, bækur, skrifborð o.fl. Á sama stað eru seldar innihurðir og fl. Sími 16805. Sjónvarpsloftnet önnumst viðgerðir, og upp setningar. Fljót afgiViiðsla. Uppl. í síma 36629 og 40556 daglega. Aukakennsla fyrir barnaskóla- og gagn- fræðaskólanemendur. Sími 30163. Keflavík — Keflavík Herbergi óskast til leigu, þarf helzt að vera forstofa með innibyggðum skápum. Uppl. í síma 2040, Digul-prentvél óskast Tilboð sendist til afgr. blaðsins eigi síðar en 8. apríl 1967, merkt „202 — 2117“. Aukastarf Maður, sem vinnu vakta- vinnu, óskar eftir auka- starfi. Mjög margt kem- ur til greina. Uppl. í síma 15967. Skrifstofustiilka Óskum eftir að ráða stúlku til vélritunar og ann- arra afgreiðslustarfa sem fyrst. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist okkur fyrir 10. apríl næstkomandi. Sparisjóður Kópavogs. BLAÐBURÐARFQLK ÓSKAST ■■■ I EFTIRTALIN HVERFI: Snorrabraut Aðalstræti Tjarnargata Laufásvegur II Fálkagata Lambastaðahverfi Laugavegur III Talið við afgreiðsluna sími 22480 „Skelfing er gott til þess að vita, að maður skuli ekki vera alveg gleymdur. — Nafninu minu skaut upp í kínversku blöðunum á dögunum, og þar var ég kallaður „fasistasvin".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.