Morgunblaðið - 04.04.1967, Page 16

Morgunblaðið - 04.04.1967, Page 16
16 jyiOKCiUriBLAÖIÐ, UUAGUH 4. APRIL 1»67. r~ s s \ \ s s s s s s s s s s s s ( s s s Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftárgjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn >Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ÞEIM ER EKKI TREYSTANDI A fimmtudag í fyrri viku varð flugslys við New Orleans eins og skýrt var frá í fréttum. Steyptist farþegaflugvél af gerðinni DC-8 til jarðar og lentu hlutar úr vélinni á gistihúsinu Hilton Inn Motel. i gistihúsinu var fjöldi stúdenta og fórust níu þeirra. Alls fórust 18 í slysinu. Hér sézt lög- reglufulltrúi við gistihúsið eftir slysið. Á efri myndinni sjást sjófuglar löðrandi í olíu úr bandaríska skip- inu „Torrey Canyon", sem strandaði við suð-vestur-strönd Eng- lands fyrir nokkru. Fuglarnir eru þarna að bíða eftir þvotti, og hafði brezka dýraverndunarfélagið forgöngu um að smala sjófugl- unum saman til að bjarga þeim frá dauða í olíubrákinni frá skip- inu. Ilafði fuglunum skolað í land á Penzance-ströndinni, en þaðan er neðri myndin. Sést þar maður vaða í sjávarborðinu og leikur þykk olíuleðjan um fætur hans. laginiu víðtækar tilO.'ögur ^ ræðu dr. Jóhannesar Nor dal, sem hann flutti í tilefni af birtingu árss>kýrslu Seðla- bankans fyrir árið 1966, var vakin athygli á ýmsum veiga- miklum atriðum varðandi þróun þjóðarbúskaparins. Þar bar að sjálfsögðu hátt hin nýju viðhorf, sem sköpuðust vegna stórlækkunar verðlags Jl ýmsum helztu útflutnings- afurðum þjóðarinnar á síð- ustu mánuðum ársins. Enda þótt verðlækkunin næði ekki til nema lítils hluta af heild- arútflutningi ársins, nægði það þó til þess, að heildar- framleiðsluverðmætið lækk- aði um 2% frá árinu áður. Eru þetta hin mestu umskipti frá þróuninni undanfarandi ár, en um 5 ára skeið hefur verið um nær óslitna öra aukningu að ræða — t.d. jóksft verðmæti útflutningsfram- leiðslunnar á árinu 1965 einu saman um næstum einn f jórða hluta. Andstæðingar núverandi ríkisstjórnar hafa að undan- förnu reynt að telja almenn- ingi trú um, að hér séu smá- munir á ferðinni og þeir erf- "iðleikar, sem einkum sjávar- útvegurinn á við að gliíma af þessum sökum, séu af öðrum rótum runnir. Sú blekkingar- iðja Framsóknar og komm- únista hefur þó vart orðið til að auka trú fól'ks á skilningi þessara flokka á grundvallar- lögmálum efnahagslífsins. Þvert á móti munu alilir, sem framangreindar staðreyndir heyra, gera sér ljost, að um- mæli dr. Jöhannesar Nordals um afleiðingar þeirra eru rétt, þegar hann í ræðu sinni sagði: „Þegar slík aðstöðu- breyting á sér stað hjá þeim • atvinnuvegi þjóðarinnar, sem undanfarin ár hefur átt mest- an þátt í aukningu 'þjóðar- tekna, hlýtur það að hafa víð- tæk áhrif á alla þætti þjóðar- búskaparins“. Eins og hann benti ennfremur á, koma á- hrif verðlækkunarinnar mis- fljótt fram — og verður því að gera ráð fyrir, að sum þeirra hafi enn ekki séð dag§- ins ljós. Það sem gerir þjóðinni kleift að bregðast við þessum óvænta vanda, án þess að grípa til örþrifaráða, er gjald- éyriseignin — varasjóðurinn, sem byggður hefur verið upp í tíð Viðreisnarstjórnarinnar. Eins og menn minnast, var hin slæma staða landsins út á við meðal þess versta í þrota- búi vinstri stjórnarinnar, og var þó margt slæmt. Var svo komið af völdum óviturlegrar stefnu hennar og úrræðaleys- is, að hreint neyðairástand ríkti í gjaldeyrismákum, þeg- ar uppbyggingarstarf núver- andi stjórnarflokka á efna- hagssviðinu hófst. Síðan hef- ur gjaldeyriseignin vaxið jafnt og þétt — þar til nú — og nam um sl. áramót 1915 millj. kr. nettó. Af þessari ástæðu er nú, þrátt fyrir tíma bundinn greiðsluhal'La, „svig- rúm til að að beita hægvirk- ari hagstjórnaraðgerðum en ella, þar sem ekki ætti að þurfa að óttast alvarlegar efnahagslegar truflanir“, eins og dr. Jóhannes Nordal komst að orði. Nú þegar mikilvægi gjald- eyrisvarasjóðsins hefur komið svo glöggt í ljós, verður ekki 'hjá því komizt að rifja upp 'hatramma barátta stjórnar- andstæðinga, einkum þó Framsóknarmanna, gegn þeirri nauðsynlegu og skyn- samlegu ráðstöfun, sem fólst í myndun hans. Af þeirri bar- áttu má a.m.k. einn skýran lærdóm draga: Þeim er ekki trúandi fyrir efnahagslífi þjóðarinnar. — Sami lær- dómur fékkst af frammistöðu þeirra í vinstri stjórninni. flytjast frá París til Brússel. STOFNDAGUR ATLANTSHAFS- BANDALAGSJNS ® dag er stofndagur At- lantsbafsbandalagsins, en sáttmáili þess var undirritað- ur fyrir 18 árum. Þá grúfði myrkur hins kommúníska of- beldis yfir Evrópu. Meira en 100 milljónir manna höfðu verið hnepptar í fjötra ófrels is og kúgunar — og öllum var orðið ljóst, að ekki varð lengur hjá því komizt að gera ráðstafanir til varna. Það er einungis samstarfi lýðræðisríkjanna innan vé- banda Atlantshafsbandalags- ins að þakka, að þessi óheil'la- þróun var stöðvuð. í skjóli öflugra varna þess hefur að- ildarríkjunum tekist að stíga stærri skref til al'hliða vel- megunar en áður hefur þekkst, enda hefur varnar- samstarfið orðið lýkillinn að mi'klu víðtækari samvinnu þessara ríkja á fleiri sviðum. Atlartshafsbandalagið stendur nú að nokkru leyti á tímamótum. Um nýliðin mán aðamót voru aðalherstöðvar þess fliuttar frá FrakkLandi til Belgíu — og síðar á árinu mun æðsta stjórn þess elnnig Orsök þessara flutninga er sem kunnugt er áfstaða de Gaulle Frakklandsforseta til bandalagsins. Hann hefur fremur kosið að byggja upp öflugar kjarnorkuvarnir Frakka sjálfra, en eiga áfram fulla aðild að hinum sam- eiginlegu vörnum. Er sér- stök ástæða til að gefa því glöggan gaum, að hin breyttu viðhorf forsetans til banda- lagsins eiga alls ekki rætur að rekja til þess, að hann telji nú tímabært að leggja varn- ir VesturLanda niður. Þvert á móti verja Frakkar nú gífur- legu fé til uppbyggingar hinna sjálfstæðu varna sinna. í sambandi við flutningana á aðsetri bandalagsins hafa um nokkurt skeið átt sér stað víðtækar umræður um framtíðarhLutverk þess. Öll þátttökuríkin, nema Frakk- ar, hafa verið sammála um að halda bæri varnarsamstarfinu áfram, enda ennþá óleyst flest helztu ágreiningsefnin, sem við blöstu í lok heimsstyrj- aldarinnar, þ.á.m. Þýzkalands 'vandamálið. Meðan ekki næst samkomuilag við Sovét- veldið um afvopnun undir viðunandi alþjóðlegu eftirliti, þykir heldur ekki tímabært að gera neinar þær ráðstafan iir, sem raska mundu hinu mikilvæga valdajafnvægi í heiminum. Það er hins vegar ákveðin stefna bandalagsríkj anna, að halda áfram að vinna að bættri sambúð og auknum skiptum við ríkin í Austur-Evrópu, og hefur ver- ið lögð aukin áherzla á þetta innan bandalagsins, eftir því sem dregið hefur úr hættunni á bráðri árás Sovétveldisins. Má einnig búast við að starf- semi bandalagsins utan hern- aðarsviðsins verði aukin á næstu árum, en t.d. á vísinda- sviðinu liggja nú fyrir banda- Fanfani, utanríkisráðherra Ítal'íu, sem gera ráð fyrir markvísri aukningu á sam- starfi ríkjanna á því sviði — síðarmeir einnig við ríkin í Austur-Evrópu, ef þau svo kjósa. Hvorki Frakkar né önnur aðildarríki Atlantshafsbanda lagsins hafa enn sem komið er haft uppi neinar ráðagerð- ir um að hætta þátttöku í bandalaginu, þvert á móti > bendir flest til þess að það muni á næstu árum endur- nýjast og eflast með vaxandi starfsemi á fleiri sviðurn en verið hefur til þessa. Sátt- máli banda'l’agsins heimilar aðildarríkjunum að lýsa yfir 'úrsögn úr bandalaginu með 1 árs fyrirvara árið 1969, en sáttmálinn er annars gerður til ótiltekins tíma og heldur ■því gildi sínu gagnvart öllum þeim, sem ekki iýsa yfir úr- sögn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.