Morgunblaðið - 04.04.1967, Síða 17

Morgunblaðið - 04.04.1967, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRIL 1987. Ur sal Kjotiönaöarmiöstoövarinnar. Kjötiðna&arstöð K.E.A. tekin til starfa Fullkomnasta og oýtízkulegasla kjötiðaaSoistöð loadsios Akureyri, 22. marz. í MORGUN var formlega vígð hin nýja og stórglæsilega Kjöt- iðnaðarstöð KEA á Oddeyri, og var mörgum gestum boðið til mannfagnaðar í því tilefni, bæði héðan úr bæ og frá Reykjavik. Meðal þeirra voru Ingólfur Jóns son, landbúnaðarráðherra, Hjalti Páisson, framkvæmdastjóri :nn- flutningsdeildar SfS, Jón Þór, forstöðumaður birgðadeildar SfS og Svanbjörn Frímannsson, bankastjóri. Var öllum boðið að skoða hina nýju stofnun og síð an að bragða á framleiðs'uviir- um hennar að Hótel KEA. Var það sammæli gesta, að þar væri óvenjulega fjöibreytt og fagurt veizluborð. og ekki gáfu bf igð- gæðin útlitinu eftir. Ryggingaframkvæmdir hó'ur.t ihaustið 1963 og lauk í ársby.'jon 1967. Húsið er gert úr strengja- steypu , er 1800 fermetnr ið flatarmáli og um 10000 rúmme r ar að stærð. Öll vinnsta fer fram á einni hæð, en á efri hæð eru vélasalir og umbúðageymsla. C ll gólf eru lögð flísum, sem geta aldrei orðið hálar, og einnig eru veggir flísalagðir upp í 1,3 n hæð. Húsnæðið er mjög bjart og vistlegt og miðað við strön juscu hreinlætis- og heilbrigðiskröfur. Loftræsting er mjög fullkomir, og allt loft, sem inn í húsið íer, er marglhreinsað. Þá er andrúms loftið yfirþrýst, þannig að eng- inn gustur og þar með ekke.-t ryk frá umhverfinu getur borizt inn um dyr eða gættir. Ailt skipulag og fles'tar teikn- ingar eru gerðar af danska verk fræðifyrirtækinu N. E. Wern- berg, sem hefur lengi unn.ð að skipulagningiu matvæla.n'.ð- stöðlva víða um heim, en mikið af teikningum var síðan strð- ir Mikael Jóhannesson, alk raí- fært hér á Akureyri. Má þar einkum nefna húsateikningar eft kerfi hússins, sem var teiknað og skipulagt af Aðalgeir Páls- syni, rafmagnsverkfræðingi og Magnúsi J. Kristinssyni, -aívéia virkjameistara, vatns- og gufu- lagnateikningar frá teiknsiofu Sig. Thoroddsen og frumtekning- ar af lofthitunar- og kælikerfun eftir Pétur Valdemarsson. Rvgg- ingaframkvæmdir, niðursetn'g nu tækja og frágang allan ónnuð- ust ýmsir iðnaðarmenn og verk takar 'hér á Akureyri. Eftirlit f.h. KEA annaðist Stefán Hall- dórsson, byggingameistari, Kjötiðnaðarstöð KEA e~ búir nýjum vélum og tækjum af full- komnustu gerð, aðallega frá Dan mörku og Þýzkalandi. Má þar nefna hraðhakkara, pylsu- sprautu, hakkavélar, áleggs- skurðar- og lofttæmipökkunar- vél, heitreykingar- og kaldreyk- ingarofna, margs konar niður- suðuvélar og fullkomið frysti- og kælikerfi. Mjög rúmgott kæli rými er í stöðinni fyrir unnar og óunnar vörur. . Pylsugerð KEA, sem tók fyrst til starfa 1934, hefir framleitt margskonar varning úr kinda- kjöti, stórgripakjöti og svína- kjöti, og KjÖtiðnaðarstöðin mun halda áfram þeirri framleiðslu og auka fjölbreytni hennar smám saman. Mest framleiðslu- aukning er samt fyrirhuguð á niðursuðuvörum, og mun stöð- in senda eftirtaldar tegundir á markað bráðlega: Ræjarabjúg>u, smásteik, nautakjöt, kindakjöt, kjötbúðing, svið, steikta lifur, lifrarkaéfu og kihdakæfu, og til- raunir eru hafnar með niður- suðu á slátri. Vörumiðar eru sérlega glæsi- legii. Uppsetningu þeirra annað ist Kristján Kristjánss'on, for- stöðumaður teiknistofiu POR með aðstoð Ijósmyndara auglýs- ingadeildar danska santwinnu- sambandsirts. Prentverk Odds Rjörnssonar sá um prentun þeirra og annarra umbúða. Danskur pylsugerðar- og nið- ursuðumeistari, Kurt Strand, hef ir verið ráðinn um nokkurra mánaða skeið sem ráðunautur um framleiðsluaðferðir, nýjar framleiðslugreinar og vörugæði. Kjötiðnaðarstöðin verður undir yfirstjórn Hauks P. Ólafssonar, slá'tur- og frystihússstj'óra, en kjötiðnaðarmeistari er Einar Sigurðsson. Starfsmenn stöðVar- innar eru um 30. í 'hádegisverðarboði stjórnar KEA í dag tók Ingólfur Jóns son, landbúnaðarráðherra t-fl. máls og mæltist efnislega á þessa leið: í upphafi máls c'íns þakkaði ráðherrann allar möt- tökur og óskaði KEA til ham- ingju með myndarlegt framtak, þar sem hér væri risin stærsta og fullkomnasta kjötiðnaðarstöð á landinu. Hann taldi þetta nauð synlegt framtak, þar sem fs- lendingar væru að kalla byrj- endur í þessum iðnaði. Raddir hefðu heyrst um, að nauðsynlegl væri að flytja inn erlendar lan.I- búnaðarvörur vegna yfirburða á gæðum, en gegn því yrðum við að sporna. Því væri nauðsynlígt að gera vörur okkar þannig úr gaiði, að þær yrðu jafngóðar h;.n um erlendu. Þess væri að vænta, að vörur Kjötiðnaðarstöðvarinn- ar yrðu jafngóðar hinu bezta erlendis, þrátt fyrir miklar fram farii þar á síðuustu árum. Hrá- efnið islenzka væri gott og enn gætum við bætt það með kyn- bótum, betri fóðrun og betri með höndlan. „Ég vildi með komu minni hingað sýna“, sagði ráð- herrann, „að ég tel, að hér sé um merkilega framkvæmd að ræða og að eftir henni er tekið. Ég óska þess, að þeir, sem að henni standa, verði ekki fyrir vonibrigðum, og ég veit, að þeir verða það ekki. Það, sem stjórn og framkvæmdastjóri KEA taka að sér, er alltaí myndarlega af hendi leyst“. Einnig tóku til máls þeir Jakob Frímannsson, fram- kvæmdastjóri KEA, Valgarður Raldvinsson, settur bæjarstjóri, deildarstjórarnir Kristinn Þor- steinsson og Guðmundur Ketils son og Jóhann Þorkelsson, hér- aðslæknir. — Sv. P. Haukur P. Olafsson, forstoðumaður Kjötiðnaðarstöðvarinnar, Ingólfur Jónsson Jandbúnaðar- ráðherra, Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri og Svanbjörn Frímannsson, bankastjóri. LEIKHÚSLÍF í ÓLAFSFIRÐI LEIKFÉLAG Ólafsfjarðar sýnir um þessar mundir sjónleikinn „Mann og konu" eftir Jón Thor- oddsen. Félagið hefur á undan- förnum árum haldið uppi líflegri starfsemi á hinu prýðilega sviði félagsheimilisins Tjarnarborgar og hefur auk þess ferðast til nærliggjandi byggðarlaga með sum verkanna. Af leikritum undanfarinna ára má nefna til dæmis „Gildruna", Tengda- pabba", „Þrjá skálka" og „Ham- arinn“ svo að eitthvað sé nefnt. Fyrra verkefni félagsins á þessu starfsári var „öldur“ eftir dr. Jakob Jónsson og var það einnig sýnt á Akureyri í byrjun þessa árs. Leikstjóri beggja leikrita Jiessa starfsárs hefur verið Kristján Jónsson frá Reykjavík og hefur hann einnig fært upp nokkur fyrri viðfangsefni félags- ins af forkunnar dugnaði og vandvirkni. Leikmyndir flestar hefur Kristinn G. Jóhannsson gert hin síðari ár og auk þess stjórnað einni uppfærslu. Án tillits til fólksfjölda er ljóst að Leikfélag Ólafsfjarðar hefur unnið hið merkasta starf á und- anförnum árum og fyllilega þess vert að athygli sé vakin á því. Þá bar það til tíðinda í vetur að stofnað var leikfélag innan Gagnfræðaskólans og valdi sér að fyrsta verkefni gleðileikinn „Enarus Montanus „eftir Holberg og sýndi bæði hér heima og á Dalvík undir stjórn skólastjór- ans, Kristján G. Jóhannssonar. Af þessu verður ljóst að Ólafs- firðingar hafa ekki farið var- hluta af leiklistinni í vetur og hefur það vissulega lífgað skammdegið til muna. Verkefni það, sem nú er á fjölunum er állerfitt í uppsetningu og fólks- frekt en ekki verður annað séð en leikstjórinn, Kristján Jónsson, hafi þar enn firna vel að unnið. Þá er ánægjulegt að nú koma fram nokkrir eldri leikarar bæj- arins, sem ekki hafa sézt á sviði um árabil og nýliðar sem gefa góðar vonir um áframhaldandi grósku í leiklistarstarfi Ólafs- firðinga. Leiktjöldin við „Mann og konu“ voru fengin frá Leik- félagi Fáskrúðsfjarðar en þar Magnúsar Pálssonar, leikmynda- teiknara. Ráðgert mun að fara með „Mann og konu“ í næstu byggðir þegar sýningum er lokið hér heima. Hið mikla starf leikfélags Ól- afsfjarðar hefur hvílt af mestum þunga á stjórn félagsins en aðal- stjórnin er skipuð þessum mönn- um: Formaður Asgeir Ásgeirsson son, gjaldkeri Stefán ólafsson og ritari Sigmundur Jónsson. Kr. Jóh. Hanna Brynja Axelsdóttir, Freyja Bernharðsdóttir og Asgeir As- geirsson í hlutverkum sinum. Frá æfingu á „Manni og konu“: Baðstofulíf að Hlíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.