Morgunblaðið - 04.04.1967, Page 28

Morgunblaðið - 04.04.1967, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1967. UNDIR VERND eftir Maysie Greig: hraustleg útlits. Svo var hún vel fær í öllum íþróttum og dugleg við húsverk, og jafnvel Agata frænka hennar viðurkenndi ,að hún bæri gott skyn í fjármál. — Stelpan ætti að hugsa eitt- hvað um framtíðarstöðu handa sér, hafði Agata sagt, nokkru áður við móður Paulu. — Æ, finnst þér það nú nauð- synlegt, Agga mín, ihafði móðir hennar tautað I hálfum hljóðum. — Paula ætti ekki að þurfa að vinna fyrir sér .... allra sízt ef .... En þá þagnaði hún snögg- lega og ofurlítill roði steig upp í kinnar hennar. . — Þú átt við, að hún þurfi ekki að vinna fyrir sér, ef þú gift- ist honum E>on Wainwright? sagði mágkona hennar harka- lega, — eða öllu heldur þegar það verður. Og þegar Lucy Red- mond svaraði þessu engu, hélt hún áfram: — Jú, ég skal náttúr lega j'áta það. Það væri vitanlega lítil meining í því fyrir stjúp- dóttur hans Dons, sem veit ekki hvað hann á að gera við aurana sína. Þú verður rík Lucy. þegar þú giftist honum Don. — Æ, vertu ekki að þessu, Agga, sagði Lucy. — Þú veizt, að ég hef ekki áhuga á honum Don vegna peninganna hans. Það varð ofurlítil þögn, en þá snörlaði í Öggu. — Nei, það held ég ekki. Og þar ertu heimsk, Lucy. Mér finnst þú vitlaus að vera að draga þig eftir þessum manni, en svo finnst mér líka, að vandlega athuguðu máli, það vera vitfirring að vera svona vitlaus í nokkrum karlmanni. — Heyrðu. frænka sagði Paula, þar sem þær sáu saman við teborðið. — Það gerðist dá- lítið skrítið núna rétt fyrir stundu. Don fór framhjá í bíln- um sinum. Ég æpti til hans og veifaði, en hann leit ekki einu sinni við. Hvað skyldi hann hafa verið að fara, að þurfa að filýta sér svona mikið? Agata frænka kipraði varirn- ar. Hún rétti út höndina eftir steiktu brauði og hóf síðan fyrir lestur um fákunnandi vinnu- loonur, sem kynnu ekki einu sinni að steikja brauð, og þá loks svaraði hún spurningu Paulu. Hún virtist nú ekkert ákötf að svara henni, en allt í einu sagði hún í fyrirlitningartón: — Ég veit það vitanlega ekki, en ég get getið mér til um það. Hann hefur verið á leið í te hjá þessari Fairgreaves-kvinnu. Ég hlusta nú ékki á kjaftasögur, enda yrði manni ekki annað úr verki, ef maður færi til þess í þorpi eins og hérna — en ég hef heyrt, að hann hafi farið þangað í te, hvað eftir annað í seinni tíð, og ekki einungis það, heldur Mka í hádegis- og kvöldverð. Ef hún Lucy væri ekki sá bjálfi sem hún er .... Svo þagnaði hún snögglega í miðri setningu. Paula rak upp hlátur. — Æ, góða frænba, þú vilt vonandi ekki halda því fram i alvöru, að mamma sé afbrýðis- söm gagnvart þessari vesalings Fairgreaves-kvensu? Það er ekki til annars en hlæja að því. Svo ómöguleg manneskja er hún, sí- vælandi og kvartandi, yfir mót- lætinu sínu. Það er eins og hún sé fyrsta konan, sem hefur orðið ekkja, og hefur hún þó haft heilt ár til að venjast ekkjustandinu. Ég hluistaði á hana segja prest- inum í einhverju tesamikvæminu (hér hermdi Paula eftir vælu- tóninum í frú Fairgrearvs og Agata frænka brosti), — að hún vissi bókstaflega ekki, hvernig hún ætti að fara að því að lifa svona ein síns lið,s. Það væri svo voðalegt, að hafa ekki sterkan mann tiil að styðjast við, til að vernda hana og leiðbeina henni, — Og þó er nú ekki eins og hún sé ein síns liðs, sagði Agata Redmond. — Hún á þennan son sinn. Ég hef nú ekki séð hann nema bara einu ,sinni og tilsýnd ar, og ég býst ekki við, að þú hafir séð hann, eða er það. Paula? Hann er oftast f höfuð- boiginni — í næturklúbbum, gæti ég hugsað mér, eftir því að dæma, hvað har,n er fölur og gugginn. Hann er eitthvað hjá einhverju bílafyrirtæki, skilst mér. Nei, ég býst ekki við. að frú Fairgreaves hafi mikla ánægju af honum. **• »*♦ •*« **••*•♦ j *JmJ« •z**** **• ♦*• •** *»* *»* •2* 2 **»H**í**K*‘K*<*t *j» •** •j*«j*»** •*♦•*• ♦* — Nú, jæja, ef ekki svo er, finnst mér hún ekki þurfa að vera sí og æ að barma sér, og auglýsa fyrir heiminum, hvað hún sé einmana. sagði Paula, sem skorti umburðarlyndi, eins og ungu fólki er títt. Ég get ekki þolað konur, sem eru sí og æ að auglýsa raunir sínar út um borg og bý. — Nei, það getur satt verið, en það sama gildir ekki karl- mennina — jafnvel flesta karl- menn, sagði Agga. Og að þeim orðum mæltum, stikaði Agata Redmond út í verk stæðið sitt og lagði áherzilu á þessa skoðun sína með því að skella á eftir sér hurðinni. Paula sat eftii við teborðið með hönd undir kinn. Það var tekið að skyggja, og þarna var Geturðu þá ekki hætt.... nema bjarminn frá Fermingargjafir ,.CIeopatra“ hárþurrkuhjálmar. „Calor“ rafmagnsrakvélar. „Solis“ hárþurrkur „Philips“ rafmagnsrakvélar. Borðlampar. Skrifborðs- og teikniborðslampar. Laugavegi 10 — Sími 20 301. SÆNSKIR STALOFNAR WP midstödvarofnar fró UNDVRK A/B Aliir íslenzkir idnadarmenn þekkja soenska fogvhnnu og sœnskt *tál Mjög hagstœtt verct lllilli ISPílÍB' :í ifííÖteí* !§fl 1p! Sff | Æ I|pf; immr- twpNí HíTATÆKI HF wholtizo sbn302oo lítil birta arninum. Vitanlega var þetta allt vit- leysa, sem Agga hafði verið að segja, að Don hefði álhuga á frú Fairgreaves. Meira að segja var hún ekki búin að vera hérna nema svo sem tvo mánuði. Paula hafði frá öndverðu held- ur forðazr hana. Hún kunni ekki við, að fullorðin 'kona hagaði sér eins og rellukrakki, og næst um mjábnaði, ef hún talaði við karlmann Svo líkaði henni held ur ekki húsið, sem hún átti heima í. Frú Fairgreaves hafði leigt kofann hennar gömlu ung- frú Hamerton, sem hafði látið gera kofann upp. EJkki svo að skilja, að Paula væri neitt sér- æga andvíg svona gömlum smá hýsum, nema hvað þar var venj lega afskaplega lágt undir loft og ef þangað var komið í te eða fcvöldverð var sjaldnast hægt að sleppa við dragsúg, sem ann- að hvort þaut um fæturna á manni eða niður eftir bakinu. Venjulega lá maður í kvefi í nokkra daga á eftir. Sjálf nafði frú Fairgreaives mjög ljóst hár og mjög ljósblá augu. Og hún aðhafðist ekkert af því sem sveitafólk tíðkar. Hún lýsti því opinberlega yfir, að hún hefði óbeit á hrossum. Hún lék illa golf en tennis pó verr Og hún var meira að segja ekkert gefin fyrir góðgerðar- stúss. — Ég er hrædd um, að ég sé of mikill bjáni í allt þess- háttar, séra Smithers, var hún vön að segja við prestinn og setti upp blíðlegt píslarvottsbros í hvert sinn, sem hann færði slíkt í tai — Það er ekki bein- línis méi að kenna, en ég er bara svo ómöguleg á allt, sem krefst umhugsunar. Maðurirn minn aálugi gerði allt fyrir mig Og svo fylltust augun af tárum. Kannski var Don að hjálpa henni með einhver viðskiptamál. Hún vis3Í að það var ein af hans veiku hliðum. Hann hafði oft boðizt til að hjálpa móður henn- ar, en Lucy 'hafði bara hlegið og sagt: — Góði Don, heldurðu ekki að ég geti sjálf ráðið fram úr því, sem þarf? Ég er nú ekki beinlínis neinn krakki! Þegar Paula var komin að þessari niðurstöðu, leið henni betur, og þó betur enn, er hún heyrði bii nálgast húsið. Þetta væri sjálfsagt Don. Hann hefði þá tekið það í sig að lí-ta inn á heimleiðinni. Svo var dyrabjöll- unni hrir.gt. Paula Kveikti ljósið og tyllti sér á tá fyrir framan spegilinn, til þess að laga á sér hárið. Hún óskaði þess, að Clara væri inni til þess að taka af teborðinu. — Don mundi taka eftir því. Þjón- ustufólkið heima hjá honum var alltaf reiðubúið og stundvíst, að gera verkin sín, en það var stúlk an hérna aldrei. En röddin, sem hún heyrði í fiorstofunni var alls ekki Dons. Karlmannsrödd var það að vísu, en yngra manns og hann dró hálfgert seiminn. — Er ungfrú Redmond heima? Vilduð þér segja henni, að hr. Lancelot Fairgreaves langi að tala við hana. — Ungfrú Redmond er heima, herra, var Clara að segja. — Ef þér viljið bíða andartak, skal ég segja henni til. Paula varð steinhissa. Þetta hlaut að vera sonur hennar frú Fairgreaves. Hvað vildi hann með það að vera að koma ig spyrja um hana? Hún óskaði þess, að Clara hefði haft vit á að segja hana ekki heima. Jafn vel bara . gær, hefði hún gjarna viljað hitta hann. en eftir það sem Adda frænka hafði sagt um alla fjölskylduna, fannst Paulu hún hata hana. Og Lancelot... . en það vitleysislega naifn! Hana grunaði, að hann myndi ekki líkjast sérlega mikið nafna sín- um, hinum fræga Sir Lancelot, ekki fremur en flestir aðrir nafn ar þess höfðingja og hetju. Hvers vegna voru mæður ves- ældarlegra afturkreistinga alltaf að skíra þá Lancelot? — Hr. Fairgreaves að spyrja eftir yður, sagði Clara, og bætti síðan við. og alveg að óþörfu: — Á ég að taka af borðinu? — Já, pað gætirðu gert, nema því aðeins að herra Fairgreaves langi í hálfivolgt te og rakt brauð, svaraði Paula glettnis- lega. Fáum mínútum síðar stóð hún augliti til auglitis við hr. Lance- lot Fairgreaves. Jæja, hann var að minnsta kosti enginn aftur- kreistingur. Þó var hann mjög grannvaxinn — líklega vegna þess, hve hár hann var. Hún fór að velta því fyrir sér, hvort hann myr.di ekki reka sig upp undir heima hjá henni mömmu sinr.i. Hversu oft mundi hann hafa rekið hausinn í bitana þar? Ekki var hann nú tiltakan- legs lagiegur — til þess var hann of horaður og þunnleitur. Hún sá, að hann hafði grá augu og þungbúin augnalok. Ha.in var íklæddur ljósgráum jakka- fötum, sem voru óþarflega við. Hárið var skolótt og afturgre'tt. — Komið þér sælar, ungfrú Redmond, sagði hann. — Þetta er nú óformlegt af mér, en ég er hingað kominn til þess, cð þér aumkist yfir mig. Mér hefur verið sparkað út, skiljið b4'. Hún varð svo hissa, að hin fór að stama. — Sparkað út? Hann hló góðlátlega. — É6 skal útskýna þetta nánar, ea má ég setjast niður, eða hald.ð þér kannski, að það hafi góð ahrif é vaxtarlagið að standa uppá end- ann? — Gerið svo vel að flá yður sæti. Hún roðnaði ofurlítið. Hún vissi að hún hefði átt að bjóða honum sœti, en þurfti hann tndi lega að fara að glósa með það? Hún settist niðuir, og nokkuð upprétt, á lítinn stól við arin- inn. Hann fleygði sér í djúpan hægindastól, andspænis henni, lagði annan fótinn ófeimri’slega uppá stoppaða stólbríkina. — Þér þekkið sjálfsagt hann Don Wainwright? sagði hann og er hún kinkaði kolli, hélt hann áfram og skríkt-i ofurlítið um leið: — Eg held bara, að hann sé farinn að hafa einhvern áhuga á henni mömmu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.