Morgunblaðið - 04.04.1967, Page 30

Morgunblaðið - 04.04.1967, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1967. NýBBtlinsi Þorir HSagnússsn Biom ss!. Biðinn í gang með glæsilegum leik Á SUNNUDAGSKVÖLU rættist hinn ston draumur körfuknatt- leiksmanna, að vinna Dani heima á íslandi. Íslenzka landsliðið í körfuknattleik átti mjög ógðan leik á sunnudaginn og vann danska liðið örugglega með tíu stiga mun 61:51. Einn af íslenzku nýliðun- um, Þórir Magnússon úr KFR kom félögum sínum af stað með mjög góðum Ieik og sýndi mikla hæfni í sínum fyrsta landsleik. Eftir að liðin höfðu verið kynnt og þjóðsöngvar leiknir hófst þessi sjötti landsleikur þjóðanna. fslenzka liðið átti slaka byrjun og höfðu Danir yf- ir 6:2 eftir u.þ.b. sex mínútna leik. Okkar menn áttuðu sig þó brátt og jöfnuðu leikinn, og sást á töflunni 8:8 og 15:15. í>á er Þórir kominn í essið sitt, ný- kominn inn á völlinn, og skorar tvær fallegar körfur. Eftir það nær íslenzka liðið öllum völd- um á vellinum og Þórir, Gunnar, Birgir Jakobs, Kristinn og Jón sýna mjög fallega kafla og ná því forskoti sem reyndist nægi- legt til sigurs í leiknum. Var þessi kafli íslenzka liðsins hinn glæsilegasti og áttu Danir ekkert svar Við slíkri sókn. Það var eink um Þórir Magnússon einn af nýliðum liðsins sem kom þess- ari miklu lotu af stað og átti hann glæsilegan'leik bæði í sókn og vörn. Einnig hafði Kristinn sýnt góðan leik í byrjun, þegar aðrir voru miður góðir. Danska liðinu var haldið uppi af einum manni, Egon Juul Andersen, sem sýndi afburða leik og skoraði tólf stig. Síðari hálfleikur var fremur Afmæiis- sundmót ÍR í kvöld í KVÖLD fer fram í Sundhöll Reykjavíkur sundmót ÍR og er að þessu sinni helgaff 60 ára afmæli félagsins. Er sund- mótiff fyrst í röffinni af mót- um þeim, er félagiff heldur í tilefni afmælisins. Keppt verður í 13 sund- greinum karla, kvenna og unglinga og meðal keppenda eru allir beztu sundmenn og konur í Reykjavík og ná- grenni, en tveir sundkappar eru þó fjarverandi vegna sundmóts í Kaupmannahöfn. Þátttaka í mótinu er mjög mikil enda sundgreinar yfir- leitt stuttar vegalengdir, þar þófkenndur og ekki mjög skemmtilegur á að horfa. ís-r lenzka liðið hafði tryggt sér gott forskot og hafði allan hug á að gæta þess. Danirnir voru á hinn bóginn ákveðnir í því að jafna leikinn og voru mun ákveðnari en mótherjar þeirra. Söxuðu Dnnir allmjög á stigamuninn og komust allt niður í sjö stiga mun. Það var greinilega kominn skrekkur í íslenzka liðið og virt- ist sem danska liðið ætlaði að ná tökum á leiknum. En okkar á- gætu baráttumenn voru ekki af baki dottnir og með fallegu upp- hlaupum tryggðu þeir íslenzkan sigur. Hjörtur Hansson og Krist- inn skoruðu þýðingarmiklar körfur og innsigluðu sanngjarn- an íslenzkan sigur yfir Dönum. Fyrsti landsleikssigur fslands yf- ir Dönum í knattleik á íslenzkri grund var orðinn að veruleika. Fögnuðu hinir rúmlega eitt þús- und áhorfendur þar innilega yf- ir þessum kærkomna sigri sem var fjórði sigur okkar í röð gegn Dönum. Liffin. Danska liðið var sennilega eitt hvað frá sínu bezta, en sýndi Hrafnhildur Guðmundsdóttir ÍR er meffal keppenda. sem búast má við jafnri og skemmtilegri keppni. -Vegna fjölda keppenda hafa undan- rásir farið fram svo í kvöld verður að mestu leyti um úr- slitakeppni að ræða. Mótið hefst kl. 8.30 í kvöld. samt góðan leik á köflum og ógnaði íslenzka liðinu verulega í síðari hálfleik. Langbezti leik- maður liðsins var Egon Juul Andersen sem skoraði 16 stig, þrátt fyrir það að honum var vísað af velli með fimm villur fjórtán mínútum fyrir leikslok. Eftir það dró verulega úr danska liðinu og þrátt fyrir góð- an vilja þeirra leikmanna sem eftir voru áttu þeir ekki til þá hittni sem Andersen hafði hrellt ökkur mest með þegar hans naut við. Aðrir sem athygli vöktu í leiknum af hálfu Dana voru Ernst Jensen nr. 4, og Birger Fiala. íslenzka liðið átti í heild all- góðan leik en beztur var ný- liðinn Þórir Magnússon, sem skor aði samtals 14 stig og átti góð- an varnar leik. Hjörtur Hansson skoraði þýðingarmikil stig í síðari hálfleik þegar mest reið á. Gunnar Gunnarsson, Jón Jónasson, Birgir Jakobsson og Nýliffinn Þórir Magnússon, KFR skorar tvö af sínum fjórtán stigum. Birgir Örn Birgis áttu mjög góð an leik einnig og verður ekki annað sagt en íslenzka liðið hafi verið þjóð sinni til sóma, og hafi fært okkur langþráðan knatt- leikssigur gegn Dönum á okkar heimagrund. Dómarar í leiknum voru Dan Christiansen frá Danmörku og Guðmundur Þorsteinsson og dærndu þeir mjög vel. Kristinn, nr. 3, í baráttu viff Dani, en hann var einn bezti maffur íslands í leiknum. 60 óra oíEaœl- ishó! ÍB SEXTÍU ára afmælishóf íþrótta- félags Reykjavíkur verður haldið á föstudagskvöldið, 7. apríl, í Lídó. Félagið varð 60 ára 11, marz sl. í hófinu verður afmælislns minnzt og auk þess verða skemmtiatriði. Hófið hefst með borðhaldið kl. 7.30 síðdegis. Aðgöngumiðar að hófinu svo og dansleik eftir borðhaldið eru fáanlegir hjá Magnúsi Baldvins- syni Laugavegi 12. ísland nr 3 í stúlknaflokki á Norðuríandamóti i handknattleik NORÐURLANDAMÓT stúlkna) í handknattleik lauk á Eiffsvelli í Noregi á sunnudag. Sigurveg-1 arar urffu dönsku stúlkurnar, en ísland hlaut þarna 3. sæti, en lestina ráku sænsku stúlkurnar. Á laugardag skýrðum við frá úrslitum fyrstu Ieikjanna tveggja en þau voru: Noregur — ísland 6-6 Danmörk — Svíþjóð 6-2 Á laugardag og sunnudag lauk svo mótinu og urðu úrslit þessi: Danmörk — ísland 13-10 Danmörk — Noregur 9-7 ísland — Svíþjóð 5-5 Noregur — Svíþjóð 4-1 Lokastaðan í mótinu var þessi: því Danmörk Noregur ísland Svíþjóð Mestur spenningur var um það á mótinu hvort norsku stúlkun- um tækist að vinna Dani. Það var lokaleikur mótsins og með norskum sigri hefði norska liðið unnið mótið. Sá möguleiki vax fyrir hendi lengst af í lokaleikn- um. í leik fslands og Svíþjóðar hafði ísl. liðið forystu í hléi 3-2, en í síðari hálfleik tókst Svíum að jafna og lokastaðan var 5-5. ísl. liðið átti og allgóðan leik gegn Dönum þar sem mjög bar á skyttunum. En vörnin hefur greinilega verið veikari hjá ísi, liðinu og það gert gæfumuninn, Mörk íslands gegn Svíþjóð skor uðu: Sigrún Guðmundsd 3 (eitt úr víti) Jenný Þórisdóttir og Björg Guðmundsd. 1 hvor (úr víti). fsl. liðið stóð sig framar von- um, en liðið var óreynt og missti niður unnið forskot bæði gegn Noregi og Sviþjóð. Landsliðin fyrir leikinn, Danir til vinstri. Isiand vann Danmðrku 61 -51

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.