Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 1
BLAÐ f1 Fimmfud. 20. ap& Bjarni Benediktsson, forsœtisráðherra: Um alla framtíð talið ðfundsvert að hafa lifað upphafsár reista lýðveldis Skjófum fleiri stoðum undir velmegun þjóðarinnar hins endur- ÞEGAR ég heyri hið digur- barkalega tal háttvirtra stjórnarandstæðinga kemur inér stundum í huga sagan af karlinum, sem horft hafði á skipstrand og ekki hafzt neitt að. Nokkru síðar hitti hann forystumann björgunar mannanna og sagði: „Ég mundi nú hafa hjálp- að ykkur, ef veðrið hefði ekki verið svona anzi vont“. Mikillæti háttvirtra Al- þýðubandalagsmanna og Framsóknarmanna eftir frammistöðu þeirra, þegar Vinstri stjórnin strandaði minnir óneitanlega á þenn- an karl. En öllum ' yfirsést okkur ein- hverntíma og auðvitað ber að fagna því, ef menn í raun og veru hafa tekið sinnaskiptum, svo að þeir séu aðrir og betri en áður, eins og ætla mætti af því ástfóstri, sem báðir hátt- virtu stjórnarandstöðuflokkar segjast nú hafa tekið við at- vinnurekendur. Öðru vísi mér áður brá. í kenningakerfi komm únista er stéttabaráttan eitt að- alatriðið og atvinnurekendur fyrirbæri, sem útrýma ber með öllu. Og hver kann að telja upp öll þau ónefni, sem Tím- inn á sinni hálfrar aldar ævi hefur valið íslenzkum atvinnu- rekendurri? Strax koma þá upp í huganum nöfn eins og „brask- arar“, „Grimsbylýður“, „afæt- ur“ svo að fátt eitt sé nefnt. Hin síðustu misseri er það hins vegar talið höfuð-ásökunarefni á ríkisstjórnina, að hún hafi ekiki nægan skilning á erfið- leikum atvinnurekenda, enda hafi ýmsir þeirra gagnrýnt gerð ir hennar. Orðaskipti á Alþingi 1965. Fyrir rúmum tveimur árum var eins og oftar rætt um hag útvegsins hér á Alþingi. Aðal- talsmenn háttvirtra stjórnarand stæðinga vitnuðu þá í tvo mik- ilsvirta útgerðarmenn og eig- endur fiskiðjuvera. Eftir öðrum þeirra var haft, að ástandið væri þá hið alvarlegasta, enda fengjust ekki lán til þess að kaupa nauðsynlegustu vélar til fiskiðnaðarins, og eftir hinum, að hann hefði eignast þrjú frystfhús áður fyrr, en hann gæti ekki viðhaldið þeim á við- reisnartímum; hann hefði ætl- að reyna að endurbæta lítils- háttar eitt frystihúsið en verið stoppaður við það, því að við- reisnin leyfði það ekki. Síðar í umræðunum varð ég fyrir hörðum ávítum frá hátt- virtum þingmanni Eysteini Jónssyni fyrir að draga í efa, að hinir tveir mikilsvirtu hrað- frystihúsaeigendur væru svo illa staddir sem háttvirtir stjórnarands'tæðingar vildu vera láta. Ég vitnaði sem sé þegar í stað til þess, að því færi fjarri, að fjármunamyndun í fiskiðnaði hefði minnkað á tímum við- reisnarstjórnarinnar frá því sem áður var. Hún hafði þvert á móti aukizt mjög í raunveru- legum verðmætum, og benti ég á það, að harla ólíklegt væri, að hinir tveir miklu fram- kvæmdamenn, sem raunar eiga ekki einungis hraðfrystihús, heldur og fiskimjöls- og síldar- bræðslur auk veiðiskipa, hefðu orðið afskiptir í þessari miklu aukningu. En ef svo væri, þá sýndi það aðeins fánýti þeirr- ar kenningar háttvirtra stjórn- arandstæðinga, að í tíð núver- andi stjórnar hefðu hinir ríku orðið ríkari og fátæku fátæk- ari, því að sannarlega hefðu báð ir þessir menn verið taldir í hópi hinna efnaðri íslendinga áður en viðreisnarstjórnin tók við völdum. Ég minni nú á orðaskiptin á Alþingi 1965 vegna þess, að héðan i frá verður ekki um það deilt, hversu rakalausar þessar kvartanir voru. Nú er það ekki einungis staðfest af óvéfengjanlegum skýrslum, held ur berum orðum viðurkennt af fulltrúum eigenda hraðfrysti- húsa, að árið 1964 hafi verið gott ár fyrir þá og árið 1965 hið bezta, sem sú atvinnugrein nokkru sinni hafi notið. Með sama hætti varð árið 1964 eitt hið allra bezta ár, sem þorsk- veiðibátar hafa hlotið og var önnur reynsla ekki á komin um miðjan marz 1965 þó að það ár reyndist áður en yfir lauk lakara fyrir bátana. Engu að síður þurftu menn á þessum uppgangstímum hrað- frystihúsanna að standa í hörð- um umræðum hér á Alþingi og annars staðar til að verjast á- sökunum um, að búið væri að leika hina öflugustu eigendur þeirra óhóflega illa. Skiljanlegt er, að þeir sjálfir beri sig ekki allt of vel, því að enginn er bú- maður nema að hann berji sér. Á þessum tímum allsherjar kröfugerðar hugsa jafnt rí'kir og fátækir svo, að ef þeir beri ekki sjálfir fram kröfur og kvartanir, þá verði þeir aftur úr í kapphlaupinu. Sjálfir skapa atvinnurekendur sér þó hættu með ótímabærum bar- lómi, því að viðbúið er, að fyr- ir þeim fari eins og fjárhirð- inum, sem hræddi þorpsbúa með því að kalla „úlfur, úlf- ur“, þó að enginn úlfur væri á ferð, með þeim afleiðingum, að þegar úlfurinn loksins kom, þá trúði honum enginn, svo að fjárhópurinn, stóð varnarlaus fyrir gini vargsins. Það er og Bjarni Benediktsson. forsætisráðherra. mjög tortryggilegt þegar þeir, sem lengst af stjórnmálaferils síns hafa lagt á það megin á- herzlu ýmist að útrýma at- vinnurekendum og at'hafnamönn um með öllu eða hæða þá í orð- um og torvelda störf þeirra, snúast einmitt með þeim til á- sökunar í garð stjórnarvalda, þegar óyggjandi rök eru fyrir, að sízt var á atvinnurekendur hallað enr tortryggilegra verð- ur þetta athæfi þegar sömu mennirnn, sem segja of illa búið að atvinnurekendum, fullyrða einnig að verkalýðurinn fái allt of lítið sinn nlut. Ekki er á mínu færi að segja hvað fyrir háttvirtum stjórnarandstæðing- um vakir þegar þeir hafa þessa tvöfeldni í frammi En hræddur er ég um að mörgum atvinnurek endanum mundi þykja bæði naum og köld vist hjá núver- andi háttvirtum stjórnarand- stæðingum, ef þeir næðu völd- um. ð því segi ég engan veg- in.. að svartsýni háttvirtra F. . ' óknarforkólfa sé uppgerð til koma sér í mjúkinn hjá þeirn sem eðlilegar áhyggjur 'hafa af umfangsmiklum at- vinnurekstri. Eigið valdaleysi og sjálfræði „almúgans“ sem þeir svo kölluðu á sínum mestu valda-dögium, hefur bersýnilega blindað nokkurn hóp manna á hvað hefur raunverulega gerst á fslandi undanfarin ár. Mætti ætla af lýsingum háttvirtra stjórnarandstæðinga, að þeir byggju í allt öðru þjóðfélagi en við hinir. Þeir hafa í mörg ár talað svo sem hér væri allt í kalda koli, grundvöllur atvinnu vega brostinn og allsherjar upp- lausn framundan. „Búksorgirnar“. Hið einkennilega er þó, að sumir þessara manna segja allt annað í hinu orðinu, enda hefur einn þeirra í blaði sínu látið uppi sérstaka aðdáun á „útsmog inni og neyðarlegri illkvittni" eins og hann komst að orði. Þetta er maður. sem öðru hvoru bregður sér í annan ham og þá er allt annað í honum að heyra. Hann komst nokkra daga inn á Alþingi í fyrra og sagði þá hinn 15. des. 1965: „Við þurfum sann arlega ekki að blygðast okkur í samanburði við aðra fyrir þá efnahagsþróun, sem hér hefur orðið á undanförnum áratugum. Og efnahagslega séð erum við betur færir til þess en nokkru sinni fyrr að ráðast í ný verk- efni“. Sami maður sagði í grein, sem hann birti sl. gamlárskvöld: „Mörgum hættir einnig við því á tímum þegar búksorgirnar eru ekki eins nærgöngular og endranær að týna niður félags- legum viðhorfum og hefja eftir- sókn eftir vindi. En einstakl- ingar, sem sökkva sér niður í þvílí'ka síngirni fá að sanna þá fornikveðnu speki, að það stoðar lítið að eignast heiminn, ef menn fyrirgera sálu sinni“. Aukning þjóðarauðs. Nú fer því að vísu fjarri, að við í ríkisstjórninni eða stuðn- ingsmenn okkar höldum, að „búksorgir" sér orðnar okkur svo fjarri hér á íslandi, að nokk ur þurfi að lenda í sálarháska þess vegna. Viðfangsefnin eru sannarlega enn ærin, þótt það sé satt, að við íslendingar þurf- um sízt að skammast okkar, þegar við berum efnahagsþró- un hér á landi saman við það, sem orðið hefur á síðustu ára- tugum annars staðar. Við getum með sanni sagt, að einum eða tveimur kynslóðum hefur tek- izt að gerbreyta landi okkar, svo að það er nú mun betra og viðráðanlegra land að búa í en áður var. Aldrei hafa fram- farir og breytingar til bóta orð- ið meiri en frá því, að viðreisn- arstjórnin tók við völdum. Raun verulegur þjóðarauður Islend- inga hefur aukizt milli 40—50% frá árslokum 1959 þangað til nú. Þessi aukning þjóðarauðs- ins hefur farið til þess að byggja upp þúsundir og aftur þúsundir heimila í landinu, bæta sambúð fólksins sjálfs, bæði heima og að heiman. Og ekki sízt til þess að gera því mögulegt að afla öruggara lífs- framfæris héðan í frá en hing- að til. Skýrslur sýna, að eign landsmanna í ýmiskonar at- vinnutækjum hefur á þessu árabil aukizt um enn hærra hlutfall en sjálfur þjóðarauður- ‘ inn eða nokkuð yfir 40%. Þetta þrekvirki hefur verið unnið án þess, að á almenning eða laun-þega hafi verið hall- að með of háum sköttum, eða vegna þess að þeir fengju hlut- fallslega minna í sinn hlut en áður. Þegar skattar í heild eru skoðaðir, þá eru þeir samkvæmt síðustu skýrslum lægri hér en t.d. í Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku og m.unar miklu t.d. miðað við Sviþjóð. Athyglisvert er og, að smáríki eins og L.ux- emburg, á litlu fullnumdu lands svæði, hefur mun hærri skatta en við. Stundum er raunar samtím- is kvartað yfir því, að skattar séu hér of hóir og að lægra hlutfall þeirra _ fari nú en ein- hvern tíma fyrr til tiitekinna verklegra framikvæmda. Slíkur samanburður er algerlega út í hött þegar af því, að nú er var- ið stórfelldu fé, hlutfallslega miklu meira en áður, til ýmis- konar trygginga og tekjuöflun- ar til þess að bæta hag hinna ver stöddu í þjóðfélaginu. Þeg- ar talað er um hag hinna verst stæðu einan út af fyrir sig, þykj ast allir vera sammála um, að hann þurfi að bæta og segjast raunar vilja gera enn betur en gert hefur verið. Jafnframt láta sumir sem það sé hneyksli, að þvílik útgjöld taki sinn hluta ai ríkistekjunum. Þannig rekst eitt á annars horn hjá þeim, sem ráfa um í svartnættisþok- unni. Hagur hinna lægstlaunuðu. Að sjálfsögðu verður að taka tillit bæði til auikinna trygg- inga og lækkaðra beinna skatta á láglaunamönnum, þegar meta á hag hinna lakast settu í þjóð félaginu nú miðað við það, sem áður var. Upphæð hinna svo- kölluðu ráðstöfunartekna varðar hér mestu, og stendur þó á sama hvaða reikningsmáti tekinn er, allar aðferðir leiða til sömu nið urstöðu, þeirrar, að launþegar hafa vissulega fengið sinn fyrri hluta og það vel af hinum stór- auknu þjóðartekjum, sem orð- ið hafa á þessu tímabili. Hækk- un þjóðartekna stafar af auk- inni framleiðslu og hækkuðu verðlagi erlendis á afurðum landsmanna, og hafa þó verð- lagssve'' r verið sitt á hvað, því að -'rstu var verðlagsþró- unin ‘ ístæð, en síðan hag- stæð urn nokkurra ára bil, þang að til á m-ðju síðasta ári. Þjóð- artekjur á mann jukust um þriðjung frá árinu 1949 fram til ársins 1966. Sú þróun er ör- ari en í flestum öðrum löndum. Enda sýna alþjóðlegar skýrslur, að á árívo 1965 urðu þjóðar- tekjur á m-nn hérlendis með þeim allra ’iæstu í heiminum. Hefði slíkt f:I skamms tíma ver- ið talið '•’-röksögu líkast. Á þessu sanv' tímabili hafa ráð- stöfunarte’- kvæntra fjöl- skyldumanna í fjölmennustu launastétturum. þ.e. alls al- mennings, aukist um 47%. Þess- ar tölnr ■"’n, svo að ekki verð- ur um . t, að verkalýðurinn Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.