Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIf), PIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1067. Ernrr Snorrason: Um nauðsyn þess, að menn að- gæti mikilvægi kenni setningarinnar ÞAÐ er eitt megin hlutverk skóla að göfga nemanda sinn og gera honum kleift að horfa hiklaust inn í framtiðina, að gera andar- drátt hans djúpan og öruggan í óendanlegu rúminu. Þetta er grundvallarhugsjón og tilgangur skóla: að göfga manninn. En sé skólinn í vafa um hvern- ig hetta me.ai verða, hættir hann sjálfkrafa að vera skóli. Því að sú stofnun sem nefnir sig skóla, en getur ekki miðlað nemendum sínum af jákvæðri reynslu og gætt þá hugrekki til frekara, en kallar samt til sín unga menn og konur. hún stelur tíma þessa hins sama fólks: stelur ef til vill þeim tíma úr lífi þess, er vænlegastur er til þroska Fæðir síðan af sér illa upplýst fólk. sem er í þeirri góðu trú, að bað hafi fengið góða menntun, en hefur ef til vill ekki einu sinni fengið forsmekk að henni. Og l'ifir siðan tö dauða illa upplvst tilfinningasnautt og óhæft að skynja eða skilia það, sem fram fer f kringum það. Hversu mikill sannleikur er ekki í því fólginn, að öll dýrð heimsins. öll bekking mannanna er einskis virði, ef kærleikann varvtar. Þsnnig er oft farið um skóla er býr yfÍT mikilli þekk- ingu og lærdómi en vantar kær- leikann. Hann er einskis virði. Því kærleikurinn, tilfinningin. meðaumkunin, samkenndin með öllu, sem lifir, kemur í fvrstu röð; er sá hornsteinn. er öll hin æðri menntin er á byggð. En fyrir þeim, sem ekki skilur. hvernig betta megi enn vera á þessari öld ruvlines og hraða, því mjög er það tiðkað þessa stund- ina að afsaka öll siðferðileg svik, upngiöf og undanlátssemi með því. að öld okkar sé svo ólík öðrum að enginn samanburður komizt að. skal reynt að vísa á leið til betri skilnings á þessu miög svo mikilvæga atriði, sem öld okkar virðist hafa vanrækt, en það er gSái kennisetningar- innar (dngmasj. Skýrast mun þetta hafa komið fram í hinni kristnu kenninvu. Og enda þótt menn leeei ekki mikið udð úr gildi kristindAmsins ætti þó mik- ilvaegi kennisetningarinnar að gera orðið t'eim ljós fyrir mann- lega framtíð. II. E'-=e>ðin um kennisetningar (dogmatíkinj var unnhaflega, þ. e. í frumkristninnf. fræðin una hin trúarleeu hugtök svo sem synd heilaga brennineu, frelsun o.s.frv. Kennisetninain var f hu va hinna kristnu kirkfufeðra eit.th.vað til að brevta eftir. Allar miðaldírnar og fram á hennan dae hefur hí»3 verið með hinnm kaþóhTcu; Útlessinoar og skýr- ingar kirkjunnar á Biflíunni. Lúther g*”ði samning við diöf- ulinn og áleit, að hann slyppi þannig við kennisetninguna. sem auðvitað var misskilningur. TJnd- anfart alls tnannlegs verknaðar er einhver ho°sun. sem ákveður síðan verknaðinn. Þessi huvsun er nefnd kennisetning. Ehki: til þess að vera einfalt mál fUkið heldur aðeíns til að unnt sé a.ð hasla sér völl á bví svæði hu«sns. þar sem ve'-Vnaðiirinn hefst. Skv-i-t skal tokíð fram. að bessi notkun á hugtakinu (dogma) kenniset.ning er ekki þnfnndar þessarar greinar, þvf að Sören Kierkegaard notar hugtak betta í þessarl merkingu fyrir rúmlega hundrað árum. Þegar því er haldið fram, að enginn maður sé án kennisetn- ingar, mætti eins segia. að engin þjóð sé til án kennisetning- Ernir Snorrason ar. Lýðræðislönd Norður-Evrópu hafa að vísu lifað í þeirri trú, að kennisetningin sé aðeins við lýði í einræðislöndunum; að hjá þeim ríki frelsi eða frjáls breytni. En augljóst er. að þetta er mjög barnalegur hugsunarháttur, og þótt þetta sé aðalforsenda allra almennra umræðna, ber æ minna á því, að þessu sé haldið á lofti. Kennisetning getur líka verið hið ruglingslega, óskipulega; skoðun- arleysi. En þegar að verknaðin- um kemur að lokum fæðist kennisetningin eða réttara sagt kemur hún skýrt í Ijós, — algjör og verður aldrei aftur tekin. Verknaðurinn er minnismerki kennisetningarinnar, og hann stendur um aldur og ævi. Allar vorar minnstu hugsanir og jafnvel þær gerðir, er vér í einúmi gerum og virðast ekki mikilvægar. koma örugglega fram í verknaði vorum að lokum. Undan því er ógerlegt að komast. Hið illa hugarfar, sem ekki veld- ur neinum verknaði í augnablik- inu, er víst með að laumast að oss er sízt varir og taka af oss völdin. Af slíkri vizku. sem í þessum kafla hefur verið reynt um að fjalla, er Biblían full. Þessi staðreynd hefur verið ljósari fyrr á tímum, vegna þess að fram- kvæmdin var einfaldari og skýr- ari og átti sér færri rótaranga. Hversu ófrjó er ekki sú af- staða, sem einna algengust er nú á dögum ekki sízt meðal þeirra, er menntaðir vilja kallast, til list ar og lífsins að vera í einu og öllu óvirkur áhorfandi, en mjög vandlátur, sem hæðir gjarnan það er illa fer og fleira, hvað ákvarðast af viti og þekkingu. Frumleiki er efstur á blaði af því. sem leitað er hjá listamönn- um, en hugtak þetta er notað yfir það er óskiljanlest er. Frum- leg hugsun. sem ekki er klædd í afkáralegan búning. er fyrir fram fyrir borð kastað. Hin velmenntaði nútímamað- ur, sem lifir í hinu velmenntaða, meon’nsarþjóðfélasi íslenzka. lif- ir við fögnuð mikinn og gleðst yfir vizku sinni og fróðleik, eins og barn af heimahlaðí af bláma fjallanna í fjarska. Og nægilega er hann skynsamur að leggja aldrei í fíallsferð því að hann kann að forðast vonbrigði brns- ins. m. Eins og fyrr segir, sagði Kierkegaard, að maðurinn væri mhöt FOLK \a/t SAMAN HEftr. Tl HTafn (^itmlaug^on kenningarleg vera (et dogma- tisk Væsen). Það sem hann átti við var, að allir lifðu eftir ein- hverri kennisetningu, — gerðu sér einhverja kennisetningu til að lifa eftir. Nú er það svo, að oft er talið, að kennisetning sé eitthvað, sem bindi, — að maður, sem lifi eftir kennisetningu sé takmarkaður eða jafnvel vondur maður. Með því að segja, að allir lifi eftir kennisetningu, undir- strikar Kierkegaard að undan- fari alls mannlegs verknaðar sé einhver hugsun, sem virðist liggja í augum uppi. Misskiln- ingurinn stafar hér í upphafi frá því, að menn einskorða hugtakið kennisetning við lagaboð kirkju eða stjórnmálakerfis. Það sem vinnst við að færa hugtakið kennisetning þannig út. er að lögð er áherzla á. að ekki er til maður án kennisetningar. eins og oft virðist álitið, — eða kannski frekar, að maður sem ekki lýtur boði kennisetningar kirkju eða ríkis, lýtur öðrum kennisetning- um, sem eru ef til vill enn hættú- legri. Slíkur maður gefur mynd- un kennisetningar á vald til- viljunar, sem er háskalegra en fyrrnefnda dæmið. En kenni- setningin ákvarðar ekki aðeins verknaðinn heldur einnig dóm manna um hann. Hér má taka sem dæmi mann, sem myrðir til fjár og annan mann sem drepur i stríði í nafni föðurlandsins. Verknaðurinn er sá sami, en kennisetningin. hugsunin á bak við verknaðinn er ólik, og á- kvarðar algjörlega dóm manna um hann. Það eihkennilega við allt þetta þvaður um kennisetningu og ekki kennisetningu er að öllum er þetta vel Ijóst, en faestir lifa eða starfa eftir þvi. Menn gera ekki hreint fyrir sínum dyrum og af því stafar mikill moðreyk- ur og óhamingia. Það er rétt eins og andúð hafi misst merkingu stna eða menn ekelli beinlinis skollaeyrunum við því. T. d. aetti Framhald á bls. 26. Bob Dylan: Frumdrög að eftirmæium Fæðingarborg mín geymir engar minningar nema þokulúðrana hráslagalegan suddann og klettafjöllin engar tilfinningar hef ég borið yfir hæðir superior vatnsins borgin sem ég aldist upp í er sú sem hefur látið mér eftir mínar erfðu sýnir það var ekki rík borg foreldrar mínir voru ekki ríkir það var heldur ekki fátæk borg og foreldrar mínir voru ekki fátækir það var deyjandi borg (það var deyjandi borg) járnbraut sneiðir grundina og sýnir hvaðan foreldrar mínir og vina minna höfðu tekið saman föggur sínar og flutt norður Hibbing til suður Hibbing gamla norður Hibbing í eyði nú þegar dauð og gamla dómhúsið úr steini sem er í þann veginn að falla saman löngu yfirgefið með brostntxm giuggum og andvarp sprunginna veggja truflað af ítroðnum mosa gamli skólinn sem mamma gekk í rotinn og skjálfandi en enn á lífi stendur kaldur og einmana án handleggja svo að meira að segja máninn læðist framhjá úfnum hússkrokknum og læzt ekki taka eftir honum hundar spangóluðu í kirkjugarðinum þar sem jafnvel Iegsteinamir höfðu gefið upp andann og eina hljóðið var vindurinn sem lék kuldalega um há stráin og múrsteinar sem hrundu við minnstu glettur golunnar .... þar var sem skúrir styrjaldar skildu landið eftir sprengt og sprungið og allir fóru til suður Hibbing til að endurreisa borgina en norðlægir vindar óðu ákaft og enn ákafara og árin liðu en ég var ungur og tók því á rás og linnti ekki sprettinum og ég er Iíklega enn á hlaupum en leið min heíur tekið ýmsum stakkaskiptirm því ég hef reikað urn sem flóttamaður í andlegum skilningi og líkamlegum skilningi oft hefur ótti horfið og móður fallið og draumar orðið að víkja ég veit að ég mun mæta Norðrinu kalda aftur — en með öðrum augum í annað skiptið og ég mun silast eftir strætunum og reika út við borgarmörkin hitta gamla vini ef þeir eru enn á kreiki rabba við gamla fólkið og unga fólkið hlaupandi — já .... en ég nem staðar á stundum og faðma hi ð horfna og elska það — því nú hefur mér lærzt að vonast aldrei eftir því sem það getur ekki gefið mér (Jón Bragi Bjarnason þýddi úr frummálinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.