Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20 APRÍL 1367. 8 Magnús Jónsson fjármálaráðherra: Sjálfstæðisflokkurinn boðar áfram- hald frjáslyndrar efnahagsstefnu Alvarlegar afleiðingar verði stjórnarstefnunni hafnað ÞESSAR útvarpsumræður m nú á enda. Talsmenn ■tjórnarflokkanna hafa með akýrurn rökum dregið upp mynd af mesta framfaratíma bili í sögu þóðarinnar og bent jafnframt á þau margvíslegu viðfangsefni, sem nú þyrfti að beita samstilltum átökum svo að auðið verði að treysta betur það velferðarþjóðfélag, sem við nú lifum í. Það er eftirtektarvert, að stjórnar- andstæðingar hafa ekki gert tilraun til þess að hrekja þær tölulegu stareyndir, sem bent hefir verið á, heldur stað- bæft í einum kór, að allt hið góða, sem gerzt hafi síðustu árin, hafi orðið án tilverknað- ar ríkisstjómarinnar, en allt bið slæma hafi verið hennar sök. Geta hlustendur naumast kom hst hjá því að álykta, etf þeir á annað borð taka eitthvert marfk á orðum forustumanna stjórnar- andstöðunnar, að annað hvort hljóti ráðherrarnir að vera fá- bjánar eða illmenni, eða þá hvor tveggja, því að þeir virðast hafa lagt sig fram um það undanfarin átta ár að vera þjóðinni til ó- þurtftar og reyna að hagnýta sem verst hinar góðu gjafir máttar- valdanna. >au ummæli eins Framsóknarþingmannsins, að þessi ár mætti kalla ár hinna glötuðu tækifæra, eru raunar einkennandi fyrir ræður allra háttvirtra stjórnarandstæðinga í þessum umræðum. Það eina, sem stjórnarandstæðingar hafa vendi lega forðast að minnast á nema í þokukenndum upphrópunum, er hvernig hefði átt að nota het ttr tækifærin og eftir hvaða leið þeir ætla að leiða þjóðina inn í land hinna miklu fyrinheita, þar sem bíða betri lífskjör fyrir laun- þega, betri hagur atvinnuveg- anna, nóg húsnæði fyrir alla, minni skattar, meiri framkvæmd ir, nóg lánsfé, lægri vextir og engin verðbólga, svo nokikuð sé tíundað atf dýrðarlýsingunum. Stjórnarflokkunum hugkvæm- tet ekki að halda því fram, að ekki hafa eitt og annað mátt bet ttr fara í þeirra stjórnartíð, en enginn réttsýnn og góðviljaður rnaður getur neitað því að á fliestum sviðum þjóðfélagsins hafa á síðustu árum orðið meiri framfarir en áður hafa þekkzt og við búum nú í betra þjóðfélagi og við jafnari og betri lífskjör en nokkru sinni áður. Að sætta fjármagn og vinnu. Skifting arðsins af þjóðarbú- tnu er grundvallarágreiningsefn- ið hér á landi sem víðast annars ataðár, og það er því flestum viðtfangsefnum brýnna að finna úrræði til friðsamlegrar lausnar þess vanda. Það skiptir megin- máli, að allir aðilar finni, að réttar leikreglur séu notaðar og ekki reynt að falsa staðreyndir. Ég efast um, að nokkur ríkis- atjórn hafi lagt sig meir fram «m að sætta fjármagn og vinnu 1 þjóðfélaginu, enda aldrei verið lagt eins mikið kapp á að afla hlutlausra upplýsinga um grund- vallaratriði efnahagsmálanna. Því ber vissulega að fagna, að verulegur jákvæður árangur hef- ir orðið af þessari viðleitni. For- ustumenn álhritfaríkustu hags- munasamtaka launþega og fram- leiðenda hafa sýnt lofsverðan skilning á mikilvægi skynsam- legra viðbragða um kröfugerð á síðustu árum og reynslan hefir þegar sannað, að með nýjum vinnubrögðum er hægt að stuðla að betri lífskjörum almennings. Þetta nýja andrúmslotft í sam- skiptum atvinnurekenda, laun- þega og ríkisvalds hetfir tryggt lengri samfelldan vinnufrið en áður. Því miður hafa ýmsir stjórn málamenn, sem hafa viljað telja sig sérstaka vini bænda og verka manna, og sumir hafa látið ljós sitt skína hér í þessum umræð- um og fordæmt ríkisstjórnina fyrir dýrtíðarstefnu, beinlínis lagt sig fram um að spilla þess- um samstarfsvilja forustumanna stéttasamtakanna, sem er þó for- senda þess, að hægt sé að ráða við verðlbólguna. Sú saga er ljót, ef hún væri öll sögð, og jafnvel á opinberum vettvangi hafa tals- menn stjórnarandstöðunnar lýst furðu sinni og sárindum ytfir því, hversu forusfumenn stéttartfélag- anna hafi verið vinsamlegir við ríkisstjórnina. Auðvitað hafa forustumenn þessara samtaka ekki verið að ganga erinda ríkis stjórnarinnar heldur hafa þeir áttað sig á því, að ný vinnulbrögð hentuðu betur hagsmunum um- bjóðenda þeirra. Ríkisstjórnin lætur sér það svo í léttu rúmi liggja, hvort einhverjir telja sér henta að halda því fram, að í sambandi við samningagerðir þessar hafi hún verið neydd til að fallast á umibætur í húsnæðis- málum eða atvinnumálum. Allir vita, að þar var um vandamál að ræða sem ríkisstjórnin hefði orð- ið að leysa, en kjarni málsins var að hagsmunasamtökin gerðu sér grein fyrir því, að kröfugerðar- stefna síðustu áratuga hetfir ekki leitt til þeirra hagsbóta, sem að var stefnt heldur varð að finna raunhæfari úrræði. Alðgerðir gegn verðbólgu. Allir fordæma verðbólgu í orði, en því geta menn þá ekki samein azt um að vinna gegn henni? Ætli skýringin sé ekki fyrst og fremst sú, að þótt verðbólga sé mein- semd, þá getur verið töluvert sársaukafullt að skera þá mein- semd burtu og slíkar aðgerðir kosta pólitísk óþægindL Það er t.d. vægast sagt barnaleg fullyrð- inig að halda því fram, að að- gerðir, sem allar þjóðir með svip- að hagkerfi og við, beita gegn verðbólgú eigi ekki við á Is- landi. Hvaða furðuverk halda þessir menn að efnahagskerfi okk ar sé. Vitanlega er orsök þessar- ar fullyrðingar sú, að í þjóðfélagi sem ólgar atf athafnavilja er ó- vinsælt að takmarka útlán og hatfa háa vexti. Og atf því að kosn ingar eru í nánd og fjárhags- örðugleikar eru hjá mörgum vegna erfiðrar vertíðar og verð- falls afurða er jafnvel gengið svo langt að leggja til, að atflað verði fjár til ríkisframkvæmda á þessu ári með því að láta Seðla- bankann leggja fram allt féð, sem væri saman og hella olíu á eld verðbólgunnar. Þá voru önn- ur viðbrögð stjórnarandstöðunn- ar í Finnlandi, sem nýlega átaldi ríkisstjórnina þar harðlega fyrir að leysa fjárhagserfiðleika ríkis- sjóðs þar með lántöku hjá Seðla- baraka Finnlands. Það er engum efa bundið, að stefna ríkisstjórnarinnar í fjár- málum og peningamálum hefir unnið gegn verðbólgu. Hitt er annað mál, að kenna má ríkis- stjórninni verðbólguna að því leyti, að alltaf er hætta á verð- bólgu á miklum framkvæmda- og velmegunartímum. Bf hér hefði ríkt atvinnuleysi þá væri verðbólguvandinn minni. Þá má með nokkrum rétti saka ríkis- Magnús Jónsson, fjá rmálaráðherra. stjórnina um það að hafa ekki haft meiri hemil á framkvæmd- um, en það skal fúslega játað, að hún hefir heldur viljað tefla á tæpt vað en skapa atvinnuleysi einis og ýmsar þjóðir beinlínis skipuleggja til baráttu gegn verð- bóigu. Einnig á þessu sviði stang ast ádeilur stjórnarandstæðinga harkalega á. Þeir átelja óhæfi- lega þenslu^í framkvæmdum en strax og dregur úr yfirvinnu og hinni miklu etftirspum etftir vinnuafli, en þessi eftirspurn er einmitt þensluvaldurinn, þá er óskapazt yfir minnkandi vinnu. Á fáum sviðum hefir verið jafn rækilega reynt að villa fólki sýn en í umræðum um verðbólguna og orsakir hennar. Það er talað um skattheimtu ríkisins sem verðbólguvald, þótt skattarnir komi jafnan eftir á til að mæta verðhækkunum. Við heyrum oft sagt og síðast í þess- um umræðum oftar en einu sinni að nær væri að verja fé ríkis- sjóðs til einna eða annarra um- bótamála, heldur en ausa því í verðbólguhítina, og er þá átt við niðurgreiðslur og útfliutnings- styrki. Hér er um grundvallar- misskilniníg að ræða. Það væri ekki hægt í senn að stöðva verð- bólgu og halda ölliu þessu fé, nema þá með stórfelldri kjara- skerðingu, því að mikið atf því er til komið vegna verðbólgunn- ar, og er hér því aðeins um milli- færslur að raeða. Þá er nauðaynlegt að gera sér grein fyrir því, að verðbólga stafar af ýmsum ástæðum, svo sem mismunandi gjaldþoli og framleiðni atvinnuveganna. Það er ekki verðbólgan, sem hefir valdið vandrsöðum togara og minni báta, heldur allt annað. Það má ekki skrifa aHa erfið- lei'ka á reikning verðbólgunnar. Meðal fárra skynsamlegra at- hugasemda stjórnarandstöðunn- ar í þessum umræðum voru þau orð Jóns Skaftasonar í fyrra- kvöld, að það hefði átt að fqrðp ast verðbólguáhrif hinnar miklu hækkunar síldarafurðaverðs með því að taka kúfinn í verðjöfnun- arsjóð. Þetta er vissulega rétt, en hver fæst til _að geyma sína jóla- köku hér á íslandi. Sigldi ekki allur síldarflotinn í höfn af því að smávægileg tilfærsla var gerð á verði síldar í salt og bræðslu. Þar var þó ekki einu sinni um það að ræða að taka neitt af síldarverðinu. Og var ekki máligagn Jóns Skaftasonar þá að venju háværast allra í að fordæma ríkisstjórnina. Traustur efnahagur. Stjórnarandstæðingar halda því fram að viðreisnin hafi nú beðið skipbrot. Því fer víðs fjarri. Einmitt erfiðleikarnir nú verið á haldið. Hvenær halda menn að hefði áður verið auðið hér á landi að mæta stórfelldri lækkun á verði meginhluta út- flutnings þjóðarinnar, án þess að grípa samstundis tH viðskipta- hatfta og jafnvel skömmtunar, og greiða hundruð milljóna króna til að lækka vöruverð og tH að- stoðar úttflutningsframleiðslunni án þess að leggja á nýja skatta. Er þetta ekki Ljósust sönnun þess, hversu traustum fótum við stöndum etfnahagslega. Verðstöðvun í eitt ár er fram- kvæmanleg án kjaraskerðingar. Verðstöðvunin er engin kosninga beita heldur raunhæf aðgerð til þess að mæta erfiðleikum at- vinnuveganna sökum verðfalls sem varla er hugsanlegt að geti orðið varanlegt, þar eð verðlag í flestum löndum er almiennt hækkandi. í framhaldi af verð- stöðvuninni þarf að marka þá stefnu í verðlags- og kjaramál- um er sé í samræmi við greiðslu getu atvinnuveganna. fslendingar búa nú við betri lífskjör en flestar aðrar þjóðir, og áreiðanlega eru allir sam- mála um að neyna að tryggja þau lífskjör. Þar skiptir meginmáli að halda uppi sem arðbærastri framleiðslu og auka framleiðni atvinnuveganna þannig, að hver vinnandi hönd afkasti sem mestu. Þetta hafa atvinnurekendur skil ið, enda hetfir fjármunamyndun í vélum og tækjum aukizt geysi- lega síðustu árin. Er brýn nauð- syn að þjónustustofnanir atvinnu veganna, haldi uppi leiðbeining- arstarfsemi varðandi vélvæðingu og margvíslega hagræðinigu í rekstrL Gerbreytt um stefnu 1960. Árið 1960 var gerbreytt um stefnu í efnahagsmálum þjóðar- innar. Horfið var að frelsi í við- skiptum og framkvæmdum í stað hatfta og rákiseftirlitskerfis, sem hafði leitt til stöðnunar í hagvexti og lakari lífskjara en í mörgum nálægum löndum. Þjóð in var furðu fljót að taka við sér etftir hin lamandi rfkisatfskipti. Lítfsþróttur og framtak var leyst úr læðingi og fram'kvæmdir á öHum sviðum jukust ár frá ári. Með endurskipulagningu og mik illi eflingu stofnsrjóða atvinnuveg anna og fyrirgreiðslu við ýmsar framkvæmdir stuðluðu stjórn- völdin að því að beina fjármagni að nauðsynlegum framkvæmd- um en að öðru leyti var hugviti og framtaki einstaklinganna og frjálsra félagasamtaka fengið það hlutverk, sem pólitískar nefndir áður höfðu að meta það, hvað væri hagkvæmt og nauð- synlegt. Vitanlega hefir ekki fé alltatf verið varið skynsamlega, en hverjum dettur í hug að hin- ar pólitísku nefndir hafi verið trygging skynsamlegra ráðstaf- ana. Staðreyndin er sú, að síð- ustu árin hefir stærri hluti þjóð- artekna farið til fjármunamiynd- unar en hjá flestum öðrum þjóð- um og langmest hefir aukning verðmæta verið í framleiðslu- atvinnuvegunum. Oft er talað um, að öll ógæfa statfi atf bygg- ingum verzlunarhalla. AUt er þetta orðum aukið. Fjárfesting I verzlunarhúsum og þá einnig meðtaldir olíugeymar, gistihús og ýmsar þjónustubyggingar nem ur aðeins 5% atf fjármunamynd- uninni. Sagt er í átölutón, að fjár veitingar ríkissjóðs til verklegra framkvæmda hafi dregizt mjög saman. Á þenslutímum er nauð- sanna, hversu skynsamlega hetfir synlegt, að opinberar fram- kvæmdir séu hóflegar, svo að fé og vinnuafl sé ekki óeðlilega dregið firá afcvinnuvegunum. Engu að síður hafa fjárveitingar ríkisins til verklegra fram- kvæmda hækkað að meðaltali um 128% frá árinu 1956 miðað við fasta byggingarvísitölu. fbúða byggingar hafa aukizt verulega og var á sl. ári fjártfest í ibúða- byggingum um 1700 millj. kr. Með gerð framkvæmdaáætl- ana hefir atf stjórnvalda hálfu verið fylgzt með þróuninni og jafnframt með sérstakri fjár- öflun tryggt að nauðsynlegar framkvæmdir yrðu ekki út und- an. Formaður Framsókn arflokiks- ins sagði í þessum umræðum, að ríkisstjórnin hefði gefizt upp við gerð frámkvæmdaáætlana. Þetta er rangt. Vinna er þegar hafin við enn ná’kvæmari áætlanagerð en hægt var að koma við þegar fyrsta langtímaáætlunin var sam in, en talið var rétt að bíða fram eftir árinu að ganga frá henni vegna óvissunnar í verðlags- þróun útflutningsframleiðslunn- ar, sem vitanlega hefir úrslita- þýðingu varðandi það fjármagn, sem tH ráðstöfunar verður. Fyrsta skipulega byggðaáætlun- argerðin hetfir verið hatfin. Einn hv. Framsóknarmanna lýsti hér í umræðunum áhuga Framsóknar flokksins á þessu máli. Þar kem- ur fram, eins og á mörgum öðr- um sviðum, hvað Framisóknair- menn verða miklir umbótamemn, þegar þeir eru ekki í ríkisstjórn, því að á samstjórnarárum Sjáltf- stæðisflokksins og Framisóknar- flokksins flutti ég ásamt fleiri þingmönnwm Sjáifstæðiisflokka- ins þing eftir þing frumvarp um ráðstafanir til byggðajatfnvægis, en þetta merkilega mál komst fyrst á rekspöl etftir að Fram- sóknarmenn voru famir úr stjórn. Gerbreyting hetfir orðið til batnaðar í skatta og toUamálum á viðreisnartímabilinu og heildar skattheimta hins opinbera' atf borgurunum er hér nú minni en í flestum nálægum löndum, bein ir skattar miklum mun lægri og söluskattur lægstur hér á Norð- urlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.