Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 13
MOF/iUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1967. 13 Sannleikur málsins er sá, að samkvaemt 6. gr. þess frumvarps, greiðir ríkissjóður 75% stofn- kostnaðar hafnargarða, dýpkana á aðalsiglingaleið, að og ffá höfn, og hafnarsvæða innan marka sem ákveðin eru af ráðu- neytinu, í stað 40% áður. Stofnkostnaður annara styrk- hæfra hafnarmannvirkja, verði 40%, eins og hann hefur verið hingað til. Ég spyr með hvaða hugar- fari hefur háttvirtur form. Framsóknarflokksinsí lesið frum varp þetta. Að mínu viti, er frumvarp þetta til mikilla hagsbóta, fyrir hafnarframkvæmdir í landinu. Það er nú til athugunar i sjáv- arútvegsnefndum alþingis og vonandi vinnst tími til _ að af- greiða það á þessu þingi. Afkoma sjómanna. Það fer ekki á milli mála, að afkoma landsmanna fer eftir því hvernig að atvinnuvegunum er búið, og þá ekki hvað sízt undirstöðu atvinnuvegunum. Ég sýndi hér áðan hvernig var að vélbátaflotanum búið, þegar Framsókn hafði að mestu ráðið um 10 ára skeið, eða árið 1938. Það mun ekki fjarri sanni. að þá munu góðar meðaltekjur há- seta á vélbátaflotanum hafa numið um 2 þús. krónum á ári, en það jafngildir miðað við neyzluvísitölu ársins 1938 og 1966, 45.704.00. Samkvæmt nýj- asta hefti Hagtíðinda eru meðal- tekjur sjómanna, þ.e.a.s. háseta árið 1965 kr. 290 þús., en meðal- tekjur allra kvæntra manna á aldrinum 25—66 ára árið 1965, kr. 248 þús. Meðaltekjur sjómanna 1938 hafa því verið um 16 af hundr- aði miðað við tekjur þeirra 1965. Ég held að þesar tölur tali sínu máli. Ef nokkuð líkar aðstæður væru nú fyrir hendi. yrðu mikl- ar lífsvenjubreytingar að eiga sér stað með þjóðinni. Framsóknarflokkurinn hefur nú nýlega haldið sitt 14. ársþing, og haldið upp á 50 ára afmæli flokksins. Hefur að vonum verið gert mikið úr þessum tímamót- um í málgagni flokksins, en við lestur samþykkta þeirra Fram- sóknarmanna, hefi ég ekki getað varizt þeirri hugsun, að í trúar- legum efnum er talað um að menn geti frelsast. jafnvel hér á jörðu, og fengið fyrirgefningu synda sinna. Mér virðist þeir Framsóknarmenn ætli nú að reyna að telja landsmönnum trú um að eitthvað svipað þessu hafi gerzt með flokk þeirra. og nú ætli beir að bæta ráð sitt og lifa og stjórna sem réttlátir menn eftirleiðis, og hætta að veita Framsóknargæðingum forgang þar sem þeir gætu komið bví við En hver trúir því? Mín vissa er. að nógu margir Islendingar muna beirra valdatíð og forði því að ofstjórn Framsóknar hefii innreið sína aftur hér á landi. Þ°ir munu fylkja sér um SjáUstæðisflokkinn.. svo áfram verði haldið með unpbvggingu, til farsældar fyrir land og lýð. Trvggja með því áframhaldandi v°lmegun og réttlátt stjórnar- far í landinu, minnugir þess. að aðalkosturinn við-frjálsa stjórn- skinan þjóðarinnar er sá að ein- staklingurinn fer að hugsa sjálf- ur. Bandarísk könn- unarvél fórsf Bandarísk könnunarflugvél af gerðinni SR—71 hrapaði til jarð- ar í eyðimörkinni um 20 km. NA frá Las Vegas í gær. Báðir flug- mennirnir komust lífs af. en fundust ekki fyrr en mörgum klst. síðar. Flugvél þessi er talin arftaki U-2 njósnavélarinnar og er þetta í annað skiptið á tveim- ur árum, sem slík vél ferst. Hún getur flogið með 3200 km. hraða á klst. Fréttamenn, sem komu á staðinn rétt eftir að flugvélin féll til jarðar. sögðu að brak úr henni væri dreift yfir tveggja km. svæði. Ekkert er enn vitað um orsakir slyssins. Af sýnipgu Royal Shakespeare Company á „Staðgenglinum" veturinn 1963-1964. - LEIKLIST Framhald af bls. 11. fyrir í dag. En þeir sýna okkur þessi vandamál í spegli einstakl- ingsins, ekki einhverrar heildar, smærri eða stærri. Þeir höfðu enga lausn á hraðbergi og vanda málin eru nú önnur en verk þeirra njóta ekki minni hylli í dag en fyrst, er þau voru sett á svið Er það kannski vegna þeirrar skarpskyggni seaa kannski relst í því að skynja hina mismunandi speglun sama vandamáls hjá ýmsum einstakl- ingum, að verk þeirra lifa enn? Ekki má þó gera lítið úr rétt- mæti maigra peirra mála, sem heimildaleikhúsið hefur barizt fyrir Það stefnir t.d. að þeirri hugarfarsbreytingu að gera menn þess meðvitandi, að þeir séu ábyrgir fyrir misgjörðum hvai sem er í heiminum, ef þeir taki ekk afstöðu gegn þeim, jafnvel pótt þeir fái sýnilega engu áorkað. Þetta er höfuðinn- tak US‘ og Peter Weiss hefur kallað stefnu sína: „Veginn til allsherjarábyrgðar“ (Der Weg zur universalen Verantwortlic- hkeit). Það er sjálfsagt, að leikhús taki virkan þátt í skoðanamótun manna um sem flest málefni. Ekkert mælir á móti því. að raunverulegir atburðir séu meg- inuppistaða einhverra leikhús- verka, og reynt sé að fá fólk til að taka einhverja sérstaka af- stöðu til þeirra, ef hægt er að gera þetta betur en í rituðu máli, kvikmyndum eða sjón- varpi. .Mutter Courage" eftir Brecht og „Ó, þetta er indælt stríð“ (sem fjalla á ólíkan hátt um þrjátíu ára stríðið og heims- styrjöldina fyrri) fá okkur til að efast um að hægt sé að gera þessu efni betri skil en á leik- sviði. Þær heimildir, sem Hocbhuth notar í ,Staðgengilinn“, eru eng an veginr. á almannafæri og fæst ar til á kvikmyndum. Hins vegar er efni ,US“ allt sótt í atburði, sem alli' áhorfendur eru nauða- kunnugir og megi taka nokkurt mark á skrifum hinna betri gagn rýnenda ' Englandi (sem flestir eru annars á sama máli o-g Brook um styrjöldina í Víetnam og skeytingarleysi fólks í Vestur álfu), vinnur sýningin málstaðn- um fremur ógagr, en gagn, með því að draga undan mikilsverðar staðreyndir um atferli N-Víet- nam og skæruliða Víetkong og láta líta svo út, sem Bandaríkja- menn slái á útrétta samnings- hönd kommúnista, og vekur því tortryggni á því sanna, sem Brook fjallar um. Ef þetta er rétt, þá er miklu erfiði og góð- um hæfileikum á glæ kastað. Weiss, Hoshhuth, Kipphardt og fleiri rithöfundar komu eigin- lega af stað þeirri skriðu heim- ildaleikrita, sem nú hefur verið og er að ríða yfir leikhús Evr- ópu Þetta er að vísu tízkufyrir- brigði. en mörg afkvæmi þess eru svo athyglisverð, að þessi tegund leikhúss hefur greinilega unnið sér varanlega sess. Bar- átta heimildaleikhússins hefur Vaktamenn Nokkrir vaktmenn óskast til starfa í Hvalfirði á næstunni. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m. merkt: „Vaktmenn“. Tvöfalt gíer — tvöfalt glLr í Gluggaþjónustunni, Hátúni 27 fáið þér tvöfalda einangruna.- glerið, bæði belgískt og austur-þýzkt með ótrúlega stuttum fyrirvara, og einnig allar þykktir af einföldu gleri, Hamrað gler, fallegt mynztur. Sjáum um ísemingar á öllu gleri. GilEgf€je&|)|£lfi£aSi!'2IEl Hátúni 27 — Sími 12880. Siónvarpsloftnet fyrir rás 5 — 12.5 dB — 7 — 12,5 dB — 10 — 12,5 dB — 10 — 10,5 dB — 10 — 9 dB — 5-8 — 12 dB — 5-12 — 5,5 dB Kapall 200 MHZ 9,8 dB Kapal án festingar. Blanarar rás 6 og 10 Blanarar rás 6 og 10 LMK Greinibox úti og inni. Tenglar inngr. og utanal. TRANSISTOR útimagnarar rás 5 — 20 dB — — 7 — 20 dB — — 5-6 — 20 dB — -5-10 — 20 dB TRANSISTOR INNIMAGNARAR Rás 10 — 34 dB — 10 — 28 dB — 5-6 — 34 dB L.M.K. Fm. 18 dB Útvarpsloftnet L.M.K. FM. Rafidjan hf. Vesturgötu 11 — Sími 19294. borið ótvíræðan árangur með því að fá aukið og viðurkennt hlutverk leikhússins sem félags- legrar stofnunar. Framleiðni heimildaieikhússins hlýtur að vera að nálgast hámark, en áhrifa þessarar stefnu á aðra leikritun og ekki síður áhorf- endur sýninga af annarri ge.'ð, er þegar tekið að gæta miog. Áhorfendur eru allt í einu al- mennt farnir að krefjast ein- hverrar dýpri merkingar, oftast félagslegrar. af leikritum, — jafnvel þeim sömu, sem þeir nutu áður hugsunar- og dóm- greindarlaust. _ Örnólfur Ámason. LANDSHAPPDRÆTTI sjalfstæoisflokksins VINNINGAR: 5 GLÆSILEGAf BIFREItílR AO VERÐMÆTI ELLEFU HUNDRUtí ÞÚSUND VEfíÐURÞÚ S/f HEPPNI ? VERÐUR ÞÚ S» HEPPHl ? VERÐUR ÞÚ SA HEPPHI ? VERtíUR ÞÚ SA HEPPHI ? VERtíUR ÞÚ SA HEPPHI? DREGIÐ 23. MAI 1967

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.