Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 4
✓ 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. AURÍL 1967. Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra: Göngum gunnreif fram til sigurs Viðreisnarstefnan hefur lagt öruggan grundvöll að framtsðinni ÞAÐ hefir áreiðanlega ekki verið til vegsauka fyrir Al- þingi, eða þingmenn þegar þeir lýsa í ádeiluræðum sín- um, eins og við þessar út- varpsumræður, ástandi og at- vikum í þjóðfélaginu allt öðru vísi en meginþorri manna veit af eigin raun. Þetta hefir hent stjórnar- andstæðinga mjög alvarlega fyrra kvöld þessara umræðna og enn heldur sami sónninn að þessu leyti áfram í kvöld. Nú liggur það í hlutarins eðli að í takmörkuðum ræðutíma er ekki hægt að hrekja allar þær firrur stjórnarandstæðinga, sem fram hafa verið bornar. En þó getur það ekki hafa farið fram hjá hlustendum að talsmenn stjórnarflokkanna hafa haft allt aðra sögu að segja um stjórn- málaástandið í landinu og þróun mála en stjórnarandstæðingar. Þegar formenn stjórnarand- stöðuflokkanna höfðu lokið sín- um lestri mátti helzt skilja að hér væri allt í grænum sjó. Bar þeim samþingsmönnum Eysteini og Lúðvík lítið á millí i hroll- vekjum sínum, og minni spá- mennimir hafa svo höggvíð í sama farið. Ég skal nú taka nokkur dæmi af málflutningi formanna stjórn- arandstöðunnar: E. J. segir: Aðgerðir ríkisstjórn arinnar hafa verkað eins og eit- ur. L. Jós,: í>að á ekkert skylt við stefnu ríkisstjórnarinnar sá hag- vöxtur, sem hér hefur átt sér stað. En Ólafur Jóhannesson sagði: Vissulega er það að kenna stjórn arstefnunni að vissar atvinnu- greinar eiga við erfiðleika að búa. Svona er samræmið. Hagvöxturinn á ekkert skylt við stefnuna en erfiðleikarnir bein afleiðing stjórnarstefnunn- ar. Ólafur Jóhannesson sagði: Stjórnin hefir ekki þurft að glíma við erfitt árferði, engin stjórn hefir búið við aðra eins hagsæld frá náttúrunnar hendi. Einstæð aflabrögð og óvanalega hagstætt verðlag á erlendum mörkuðum. Eins og Sigurður Ingimundar- son benti réttilega á í fyrra- kvöld verður vöxtur þjóðarfram- leiðslu og þjóðartekna á við- reisnartímabilinu alls ekki rak- inn bara til góðæris. Aflabrestur fyrir norðan og óhemju kal- skemmdir fyrir austan segja sína sögu. Enda var hey flutt austur fyrir tugi milljóna. Togaraútgerð á takmiiarkuðum veiðisvæðum með afbrigðum erfið og línuút- gerð að úreltast, naumast hægt að fá verkafólk eða sjómenn til þeirra starfa. Bæði árin 1955 og 1958 voru viðskiptakjör mjög hagstæð, ekki síður en undan- farið. Samt gafst vinstri stjórn- in upp í des 1958. Á árunum * 1961—1963 var verðlag með eðli legum hætti. Árin 1964—1965 voru viðskiptakjörin aftur á móti mjög hagstæð. En síðari hluta árs 1966 dynur yifr stórkostlegt verðfall á útflutningsafurðum. Það veldur hver á heldur, og enn hefir tekirt að mæta hinu gífurlega verðfalli án verulegra skakkafalla vegna skynsamlegr- ar stjórnarstefnu — einmitt skyn samlegrar stjómarstefnu. Eyst. J. segir: Allt stæði nú með blóma ef óstjórnín hefði ekki komið til. Þessu lýsti nú Hermann Jónasson allt öðru vísi þegar vinstri stjórnin gafst upp í desember 1958. Ný verðbólgu- alda er skollin yfir, sagði þessi forsætisráðherra vinstri stjórnar' innar. Við erum að fara fram af brúninni. Og loks upplýsti hann, að ekki væri nokkur samstaða um nein úrræði til bjargar í þeirri sælu ríkisstjórnar vinstri samstarfsins. Og þar með væru dagar hennar taldir. Báðir voru formenn stjórnar- andstöðunnar innilega sammála um, að viðreisnín hefði grafið undan afkomu almennings. Vax- andi samdráttur í iðnaði. Land- búnaðurinn í „úlfakreppu". „Á- lögin eru ofboðsleg. Verðstöðv- unarstefnan bara sjónhverfingar bugaðra manna, lágkúrulegar tilraimir til þess að fela ófremd- arástandið. Skuldir við útlönd höfðu vaxið. Skorin niður fram- lög til sjúkrahúsabygginga. Ekk- ert raforkuver byggt. Mörg fleiri málblóm gat þar að líta og verður kannske vikið betur að áður en Iýkur. Allt var ástandið hrollvekjandi að dómi þessara manna. Ég verð að játa, að þetta er ekki áiitlegur grundvöllur til þess að byggja framtíðina á, ef satt væri. En er þetta þá satt? Er „allt í grænum sjó“ í þjóðfé- laginu? Er það virkilega „hroll- vekjandi" að búa á íslandi i dag? Að þessu skal nú nokkuð vikið — en viðfangsefnið verður að nálgast frá nokkuð öðrum sjónarhóL Auðvitað verður hér ekki brugðið upp nema skyndimynd- um: 1. Það verður ekki hrakið, og má hver einstaklrngur vita nokkuð af eigin raun, að á sið- ustu sjö til átta árum hafa orðið meiri framfarir í efnahag Is- lendinga en á nokkru öðru sam- bærilegu tímabili i sögu þeirra hingað tfl. Á viðreismartímabilmn hefir þ.jóðarauður í raunverulegum verðmætum aukizt um 46—56% eins og forsætisráðherrann upn- lýsti í sinni ræðu. Mest hefir aukningin orðið á vélum og tækj um og mannvirkium. Anknar skuldir viS útlönd, þegar frá er taJinn gjaldevrisvarasjóður og aðrar innstæður. nemur aðeins nokkrum hundruðnm miilióna króna á sama túna sem eisma- myndunm. ankin vevðmæti í iandinu. hafa numið 13 þúsund- um miUjóniim króna. Fjármunamyndun á mann er meiri á tslandi en i nokkru öðru Evrópuríki eða Ameríkuríki. Næst á eftir tslandi koma: Sviss, Bandaríkin, Kanada og Svíþjóð. 2. Vöxtur þjóðarframleiðslu hefir verið mjög mikfll hér á landi á þessum árum, hvort sem miðað er við fyrri tímabil hér- lendis eða önnur lönd. f þessu efni hefir t.d. orðið mikU breyting frá þvi á árunum 1955—196«. Þá var vöxtur þjóð- arframleiðslunnar hægari hér á landi en í nokkrn öðrn landi i Vestur-Evrópn, aðeins 1% að meðaltali á ári Eitt árið, 1957, minnkaði þjóðarframleiðslan jafnvel miðað við næsta ár á undan. Á árnnum 1961—1965 befir þjóðarframleiðsla fslendinga hins vegar vaxið um 5,4% á ári til jafnaðar, sem er meiri vöxt- ur en í nokkrn öðru iðnþróuðu landi Evrópu eða Ameríku. 3. Samkvæmt nýútkominni skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar fyrir árið 1965 var fsland það ár hið þriðja í röðinni af aðildarríkjum stofn- unarinnar í þjóðarframleiðslu á mann, aðeins í Bandaríkjunum og Sviþjóð var framleiðslan á mann meiri. 4. Þennan grundvöll framtíð- arvelmegunar hefir tekizt að leggja á sama tíma og launa- stéttir hafa fengið vaxandi hlut af þjóðartekjum, þar sem ráð- stöfunartekjur kvæntra verka-, sjó- og iðnaðarmanna með börn á framfæri hafa vaxið að meðaltali á viðreisnartímannm um 47% samtímis aukningu þióð artekna á mann að meðaltali 33%. 5. Af hálfu ríkisvaldsins hef- ir svo sérstaklega verið leitazt við að rétta hlut hinna Iægst launuðu. í þvi skyni voru ma. á árinu 1961 sett lög um iauna- jöfnuð karia og kvenna, en með Jéhann Hafstein, dómsmálaráðherra. þeim var ákveðið, að á árnnum 1962—1967 skyldu laun kvenna hækka til jafns við laun karia fyrir sömu störf í almennri verkamannavinnu, verksmiðju- vinnu og skrifstofuvinnu. Við byrjun tímabilsins var yfirleitt 21% munur á lágmarkslaunum karla og kvenna í þessum starfs- greinum, en hinn 1. janúar 1967 var fullum launajöfnuði náð. Eins og félagsmálaráðherra upplýsti í sinni ræðu hafa ótal margar hreytingar orðið á fé- Iagsmálalöggjöfinni, sem hefir jafnan stefnt að þvi, að létta lífsbaráttu þeirra, sem standa höllum fæti. 6. Ank framangreindra lifs- kjarabreytinga, sem flestar eru mælanlegar i tölnm og koma fram í vísitölu, verðnr svo að hafa i hnga önnnr atriði, sem að visn hafa ekki áhrif á vísitölur, en hafa engn að siðnr mjög mikfl áhrif á lífskjorin. Mx: að allt viðreisnartímabilið hef- nr víðast á landinn verið næg at vinna handa öllum. og víða ver- ið beinlínis skortur á vinnuafli. að vegna afnáms innflutnings- hafta hefnr vörnval og framboð komið í st»ð vörnskorts og svartamarkaðsbrasks. svo almenn ingnr getnr betnr nýtt hinar miklu tek.iur. að vegna tollalækkana hefir lækkað verð á ýmsnm vörnteg- amdum, sem áður voru taldar .Júxusvörur" — og ern þvi ekki í vísitölo-TundveP'oum —, en nú ern taldar til sjálfsagðra lifs- þæginda. YOTTAR UM VFXMFGUN Hin margvísulegu lífsþægindi sem þorri íslenzku þjóðarinnar nýtur nú. eru talandi tákn um mikla og vaxandi velmegun hennar. Samanburður við aðrar þjóðir sýnir, að almenningur nýtur 6- víða jafnmikilla lífsþæginda og hér á landi. Eru dæmin talandi og almenningi kunn, þótt ekki vinnst tími til að rekja það fretkar hér. Á fleira er að líta, fLebri hroll- vekjandi staðreyndir, svo að. notuð séu þeirra eigin orð, stjórn arandstæðinga. „Stöðvun allrar framleiðslu landsmanna er ekki langt und- an“, sagði Lúðvík Jósepsson, landbúnaður hefði dregizt sam- an, en Eysteinn Jónsson taldi þessa atvinnugrein vera í úlfa- kreppu. Landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, er búinn að hrekja þessa fyxru. Og Ágúst Þorvalds- son gerði það að verulegu leyti í kvöld, þótt það jrrði kannski óvart hjá þeim bónda. En hann var að lýsa því eins og menn heyrðu, hvað bændur hefðu get- að varið mörg hundruð millj. árlega í framkvæmdir á viðreisn artímanum. Ágúst var að vísu að fárast yfir greiðslum bænda í Stofnlánadeild landbúnaðarins, en ekki er talið eftir samskonar gjald til baendastéttarinnar eða Hótel Sögu. Samræmið er ekki sem bezt. Þannig hafa aðrir stofn lánasjóðir verið byggðir upp, Fiskveiðisjóður með útflutnings- gjaldi og Iðnlánasjóður með gjaldi til hans frá iðnrekendura. Landbúnaðarráðherra sýndi fram á að Stéttasamband bænda hefði sjálft ákveðið að láta semja framkvæmdaáætlun fyrir landbúnaðinn fyrir áratuginn 1961—1970. Á miðju áaetlunar- tímabilinu, eða eftir fimm ár, er yfirleitt komið langt fram úr áætlunargerð bændanna sjálfra. Þurrheyshlöður átti að byggja að stærð 600 þús. teningsmetra á 10 árum, en var búið að byggja á fimm árum 741 þús. tenmgs- metra. Súgþurrkunarkerfi átti á 10 árum að koma upp sem svaraði 200 þús. teningsmetrum, en eftir 5 ár hafði verið byggt sem svaraði 640 þús. tenings- metrum. Dráttarvélar áttu bænd ur að eignast á 10 ára tímabilinu 4000 talsms, en höfðu eígnazt 3000 á 5 ára tímabili viðreisnar- innar. fbúðarhús átfu bændur að eignast 700 talsins á 10 árum, en höfðu eignast 538 hús á 5 ára : tímabHinu. Er að furða þó að setji hroll að formanni hins gamla bændaflokks, Framsókn- ar, þegar svona er að farið? ÞJÓÐARTEKJUR OG FJÁRMAGNSMYNDUN En það eru fíeiri „fjólur" f málflutningi stjómarandstæð- inga. Formaður Framsóknar- flokksins sagði, að það væri ráðsmannanna á þjóðarbúinu að gera grein fyrir, hvað orðið hefði af þjóðartekjunum á undan förnum árum. Auðvitað speglast þær í velmegun fólksins, eirts og ég hefi verið að gera grein fyrir. í raunverulegum vaxandi þjóð- arauð. En stjómarandstæðingar segja, að atvinnuvegimir hafi verið sérstaklega grátt leiknir. Þar er þó fjárrminamyndunm mest. Um þetta em til greinar- góðar upplýsingar, sem birzt hafa fyrst í þjóðhags- og fram- kvæmdaáætluninni fyrir árin 1963—66 og síðan í yfirlitum Efnahagsstofnunarinnar um fjár munamyndunina árin 1962—65. Sé samanburður gerður á milli áranna 1956—1959 annars vegar og 1962—1965 hins vegar, hefir orðið stórmikil aukning fjár- munamyndunar í vélum og tækj um í hverri einustu grein, að raf virkjunum og rafveitu*i undan- tefknum. Er þá miðað við fast verðlag, þ.e. verðlag ársins 1960. f heöd er fjármunamyndun eða verðmætasköpun í vélum og tækjum hér um bil 50% meiri á síðara tímabilinu en því fyrra. Vélar og tæki í landbúnaði em hér um bil 100% hærri, fiski- skip 55% hærri, vélar í iðnaði 38% og ýmsar vélar og tæki, en í þeim flokki eru flestar vinnu- vélanna, 62% hærri. Ástæðan fyrir því. að fjármunamyndun I rafvirkjun og veitum minnka á milli tímabilanna, er að sjálf- sögðu sú, að Steinerímsstöð er I byggingu á fyrra tímabilinu, en Búrfellsvirkjun ekki hafin á þvl síðara. Framkvæmdir við Búr- fellsvirkjun bófust svo á sl. ári — fyrsta stórvirkjunin í fallvötn- um landsins, jafnframt því, sem hafizt er handa um stóriðju, með byggingu álbræðslu við Straums vík. En áður var búið að fram- kvæma virkjunarrannsóknir á 36 stöðum á landinu í miklu stærri stíl en áður og verja til þess á annað hundrað millj. kr. Ef borin er saman fjármuna- myndun í vélum og tækjum fyrr og síðar, og miðað við sama verðlag, þ.e. ársins 1965, ke-mur í ljós, að hún er um það bil helm- ingi meiri á sl. ári einu en tveim árum vinstri stjórnarinnar 1957 og 1958. en þá var hún hæði ár- in 2.279 millj. kr. en 2.100. millj. kr. á sl. ári. Þarna geur formað- ur Framsóknarflokksins m.a. leitað að því, hvað orðið hefir af þjóðartekjunum í tíð viðreisnar. Þetta kallaði Ingvar Gíslason f fyrradag „ár hinna glötuðu tækifæra“. Hin glötuðu tæki- færi eru tvöföld fjármunamynd- un í vélum og tækjum atvinnu- vega. Það er stórvirkjun 1 Þjórsá. Það er stóriðja við Straumsvík. Það er stórskipaböfn í Straumsvík. Það er byggiug Kísligúrverksmiðiu við Mývatn. Það er nýr 50 milli. króna vegur milli Húsavíkur og Mvvatnssveit ar. Það eru byggðaáætlanir — fyrst Vestfjarðaáættun. síðan Norðiirlandsáætlun. og það er lögriöf með str>fnfjárframlöeum og tekiuöflun til framkvæmda á bvggðaáætlunum. þar sem eru löghn um atvinmttöfnunars'óð. Það er unóhaf stálskipas-m’ði 1 landinu. Það er bygerng dráttar- brauta fyrir hrnji r>via skipastól og svona mætti lengi telia. Margendurteknar staðhæfing- ar stjórnarandstæðinga trm dæmalausa verðbólgu, eða óða- verðbólgu í mfklu meira mæli á viðreisnartímabilinu er ýmist blekkinear eða ósannindi. Övé- fengianleeur. fræðileeur og réfrt- ur samanburður staðfee+ír betta. Á árat.n »num 1. jan, 1950 til 1. jan. 1960 er bækkun vísifrölu- framfærsTnkostnaðar að meðal- tali á ári 8.5%. Bækkunin á árs- grundvelli var síðasta hálf3 ár vinstri st’ómarinnar 35 5%. Fn voðinn siálfur var bá framund- an. er sú sfrjórn gafst uno, ef ekki hefði verið tekíð f taum- ana. Frá 1. maí 1964 tö 1. maf 1°65 er lækkun framfaersbnrfst- töl.unnar yfir árið aðeins 4 7%. Þetta eru áhrif júni-samkomu- law og þvf ranet hiá Eðvarði Sifmrðssvni að rikisstiómin hefði svik'ð betfca samknmulag og átti ág sízt von á bví frá bnn- um. Það er læ«sta hækkun vW- tíílu á ársomndvelli að meðaltali aljt frá 1950. Ennþá miimi hækk un er svo frá 1. mnf 1Q66 til 1. marz nú. eða 2 6%. Oe alls er hækkun vi'itöhi framfærrtu- knotnaðn-r á ári frá 1. rnaf 1QQ4 eða i’ndanfarin 3 ár og þar til nú 6.5%. ARt eru betta eðl’leear stað- revndir begar haft er í hnga. »ð allar ráðstafanir núverandj riVis stiómar haía fyrr og siðar v’ð b»ð miðast eins og lýst var yfir að vinna gegn vexti verðbólgunn ar öðru var ekki lofað. Ölafur Jóhannesson saaði verð stöðvun blekkíneu og snurði hvers vegna henni hefði ekki r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.