Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1067. 3 -• ,v^: : f - áíÍ*i*í 9**9+.u . f~' :cr ■*** =*^fr • • ♦ ■ ^ 4 *«** % m % * w*. **<,, ^v< ■' _ "" ' :í - •>:•’ ^ Séð yfir nokkurn hluta athafnasvæðis Fjarðasíldar á SeyðisfiiOi. ' .v , S&WC4.X. r'- 'V v • % t FJARÐASÍLD, ný síldar- verksmiðja á Seyðisfirði FRÉTTARITARI og ljósmyndari blaðsins á Seyðisfirði, fóru að skoða framkvæmdir við hina nýju síldarverksmiðju, sem Fjarðasíld er að reisa á Ölfueyri við Seyðisfjörð. Eyrarnar, það er Ölfueyri, Hánefsstaðaeyrar og Þórarinstaðaeyrar eru, eru elzti verzlunarstaður við Seyðisfjörð, og gömul verstöð frá því að ró- ið var á opnum bátum, og litl- um þilfarsbátum. Þá var þægi- legra að stutt væri á miðin, en Eyrarnar eru 5 km. utan við nú- verandi kaupstað, sem alltaf er að flytjast innar með firðinum. Vestdalseyrin er til dæmis aiveg komin í eyði, og verið er að grafa nýja höfn inn í leiruna fyrir botni fjarðarins. Nú eru öll íbúðarhús byggð fyrir botni fjarðarins. öfugt við það sem áð- ur var, þegar smábátaútgerð var aðalatvinnuvegurinn. í>á var byggðin dreifð út með firðinum báðumegin, því þægilegt var að stutt væri til sjávar, í uppsátrin og sjóhúsin. Á Eyrunum standa ennþá nokkur gömul 'hús, sem ekki hafa verið notuð til íbúðar í nokkur ár. Ef til vill verða einhver þeirra aftur tekin í notkun, þeg- ar svona stór atvinnuveitandi er kominn á staðinn. Einnig breyt- ast aðstæður að því leyti, að nú er komið rafmagn á staðinn. Rafmagnsveitur ríkisins lögðu háspennulínu út eftir, en söltun- arstöðin >ór og Fjarðasíld kost- uðu hana að mestu með háum stofn- og fjarlægðargjöldum. Einnig breytast aðstæður hvað samgöngui á landi snertir, þar sem búið er að leggja nýjan veg að söltuna-stöðinni Þór, og von- ir standa til, að fljótlega verði vegaframkvæmdum framhaldið, svo að nýr vegur fáist alla leið að Fjarðasíld. Ég hitti Ástvald Kristófersson, bróður Péturs Blöndal, fram- kvæmdastjóra Fjarðasíldar. Þeir eiga í féiagi vélsmiðjuna Stál, sem sér um aila járniðnaðar- vinnu við byggingu síldarverk- smiðjunnar. — Hvar er Pétur? spyr ég. — Pétur er í Reykjavík og hefir verið þar með annan fót- inn síðan byrjað var að vinna að þessu Allar teikningar og áætlanir, sem ekki fylgja inn- fluttum vélum, eru gerðar i Reykjavík og mjög mikill tími hefur varið í viðræður við lána- stofnanir — Hvernig hefir framkvæmd um og verkstjórn verið hagað? — Við komum fljótlega upp hafa unnið að staðaldri 15—20 menn. Verkstjóri er Eiríkur Sig urðsson, sem áður var verkstjóri hjá okkur í Stál. Það er áhuga- mál þeirra. sem að fyrirtækinu standa, að Seyðfirðingar séu þarna aðalverktakar, eftir því sem framast er unnt. T.d. sér Leifur Haraldsson, rafvirkja- neistari hér á Seyðisfirði, un allar raflagnir, sem er mjög mikil vinna, og Steypustöð Krist ins Árnasonar leggur til alla steypu. — — Hve stór er verksmiðj an, og hvað er áætlað að hún kosti? — Verksmiðjuhús og mjöl- geymsla er reist fyrir 10 þús. mála verksmiðju. En áæt.lað er að byrja i sumar með 2 þús. mál- um, sem fljótlega verða aúkin upp í 5 þús. mál, með uppsetn- ingu soðkjarnatækja og gufu- þurrkara. Áætlað er að kostnað- ur fari í sumar upp í 42—43 millj. og er þá gufuþurrkarinn reiknaður með. — Hvað er hlutaf'éð mikið? — Hlutafé mun verða um 25 millj. og meiri hluti þess hefir þegar verið innborgað. Enda hefur þetta verið eina innlenda framkvæmdaféð til þessa. — Það er óvenju mikið og ég minnist ekki að hafa heyrt um fyrirtæki með yfir 50% af stofn kostnaði í hlutafé. Hvernig er afgangi fjárins aflað? — Afgangur fjárins er svo fenginn með erlendum og inn- lendum lánum. Erlendu lánin hafa verið tiltö'iulega auðsótt, en mjög erfiðlega hefir gengið að fá innlent lánsfé, og fram- kvæmdir fyrir þá sö'k tafizt til stórra muna, enda hefir lang- mest af tíma framkvæmdastjór- ans farið > að afla þeirra. — Hvenær hófust bygginga- framkvæmdir? Eiginlegar byggingafram- kvæmdir hófust í júní. Áður var búið að ýta fram og jafna land- ið. Það íyrsta, sem við gerðum, var að reisa hafskipabryggju, og eru aðstæður við hana góðar, eins og reyndar alls staðar hér við Seyðisfjörð. Síðan var reist íbúðarhús fyrir starfsmenn. — Ég held að þetta sé lengsta verbúð sem ég hef séð. — Já, þetta eT norskt hús, flutt inn tilbúið til uppsetning- ar, 64 metrar á lengd. í því eru 16 herbergi fyrir 27 starfsmenn og 2 matráðskonur. Síðan er eld 'hús og matsalur, dagstofa fyrir starfsmenn, 3 skrifstofuherbergi, böð, snyrtiherbergi og geymslur. — Er þetta ódýrara en inn- lend hús? — Kostnaður er sennilega mjög svipaður, en stór kostur, hvað fljótlegt er að reisa þessi hús. Við vorum ekki nema um tvo daga að koma húsinu undir þak, og innrétting gengur líka mjög greiðlega. Síðan hefur þetta rekið hvað annað. Búið er að reisa lýsisgeymi, 3100 rúm- metra, og grunn undir olíu- geymi. Reisa stíflu og leggja vatnslögn, sem er 6 tommu plast rör frá Reykjalundi. Stíflan er gerð fyrir ofan brúna í Sörla- staðaá. Og síðast en ekki sízt, er verksmiðjuhúsið, sem má heita fullgert, og gólf og undir- stöður undir vélar langt komið. — Verksmiðju'húsið mun vera stærsta hús á Austurlandi, hve stórt er það? — Já, verksmiðjuhúsið, sem er norskt stáigrindar'hús, og mjölgeymsla er undir sama þaki, er 104 metra langt og 40 metra breitt og rúmmál alls rúmir 36 þúsund rúmmetrar. Því er skipt að endilöngu í miðju og véla- salur öðrumegin, en mjöl- geymsla hinu megin. í vélasaln- um er sérstakt hús fyrir raf- magnstöflur og stjórnklefa. Úr honum á að vera hægt að stjórna öllum vélum verksmiðjunnar. — Hvaðan eru vélarnar fengr, ar? — Vélarnar eru svo til allar komnar á staðinn. Gufuketill er þýzkur, skilvindurnar enskar, en önnur vinnslutæki dönsk. — Eru nokkrar nýjungar? — Það væri þá helzt gufu- þurrkarinn, sem lítið hefir ver ið notaður hér á landi í síldar- bræðslum og svo ýmislegt smá- vegis í sambandi við vinnuhag tæðingu og nýtin^u hráefnis. — Hvað er þá ógert? — Næst er svo að setja niður vélar og síldargeyma, og ganga frá löndun og síldarflutningi. — Heldurðu að þið fáið svo einhverja síld í verksmiðjuna? — Svo fraþiarlega að síld veiðist fyrir Áustfjörðum, telj- um við það nokkuð öruggt, þar sem hluthafarnir eru svo til all ir útgerðarmenn. þar á meðal báðir heimabátarnir. Reynslan hefur líka sýnt að aukning verk smiðjukosts á einum stað, dreg ur ekki úr hráefnismöguleikum þeirra, sem fyrir eru, heldur eyk ur þá, því bátarnir koma fyrst þangað sem mestir löndunar- möguleikar eru og þá um leið önnur þjónusta greiðust. Við kveðjum Ástvald og þökkum honum fyrir upplýsingarnar. — ★ — Vonandi tekst að ljúka þeim verksmiðjubyggingum, sem nú standa yfir á Austurlandi fyrir síldarvertíð, þar sem bátaflot inn stækkar óðfluga, annars er gamla vandræðaástandið fyrir sjáanlegt með löndunarbiðir og vandræði, ef sæmileg veiði fæst Undanfarin tvö ár hafa ekki orðið stórkostleg vandræði með löndun, þar sem flutningaskipcta hafa tekið toppana. Nú er óvíst, að -flutningaskipaflotinn vesrtJi jafnstór og hann hefir verið wnd anfarin ár, en aðalbreytingin «r hvað veiðiflotinn stækkar stór- kostlega. Það 'hefir oft verið sorg leg sjón að sjá mikinn hluta veiðiflotans bundinn í höfn, sem fljótandi síildarþrær, þegar bezt hefir verið veiðin. Vonandi á sá timi ekki eft>T að koma, að verksmiðjukostur- nn verði svo iítill að bátarnir verði að bíða eftir löndun, þar til varla er orðið líft í þeim fyr- ir ólykt Það virðist vera þetta, sem út- gerðarmennirnir sem standa »6 Fjarðasíld eru að fyrirbyggja, með því ófurkappi, sem þeir ’eggja á að koma verksmiðjunni upp. — S. Guðm. Sveifa- keppni ■ hraðskák í SÍÐAST LIÐINNI viku hðlt Taflfélag Reykjavíkur sveita- keppni í hraðskák. Sveit Hauka Angantýsson fór með sigur af 'hólmi, vann 63 skákir af 88 tefldum og þar með veglegan farandbikar, sem Heildverzlun- in Hekla h.f. gaf til keppninnar. í 2. sæti varð sveit Jónasar Þor- valdssonar, er hlaut 61% vimv ing, en 3. sæti skipaði sveit Jóng Friðjónssonar með 52% vinn- ing. Segja má, að keppni þessi hafi jafnframt verið einstaklings- keppni í fjórum flokkum. Af L borðs mönnum varð Ingvar Ás- mundsson efstur, vann 17% skák af 22 tefldum, en á 2. borði sigraði fyrrv. Islandsmeistari 1 skák, Guðmundur Sigurjónsson, er hlaut 19 vinninga af 22. Næsta keppni fer fram sunnu- daginn 15. maí n.k. og hefst keppnin kl. 2. e.h. að Freyjugötu 27. Spænskur styrkur handa íslendingi SPÆNSK stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til náms á Spáni skólaárið 1967—’68. Styrk tímabilið er 8 mánuðir frá október 1967 að telja. Styrkur- inn nemur 5000 pesetum á mán- uði, en auk þess fær styrkþegi 3000 peseta við upphaf styrk- tímabilsins og er undanþeginn innritunargjöldum í opinberum kennslustofnunum, sem undir spænska menntamálaráðuneytið heyra. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 15. maí nk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. Fá Irani á sliídent@garði * * nagrenni Parisar Úr verksmiðju- og mjölgeyms luhúsinu. EFTIRFARANDI fréttatilkynn-' ing hefur blaðinu borizt frá menntamálaráðuneytinu: íslenzkum námsmönnum sem stunda nám í Parísarborg, hefur verið tryggður aðgangur að tveimur herbergjum í stúdenta- garði í nágrenni Parísar. Umsóknir um vist í herbergj- um þessum næsta vetur þurfa að berast menntamálaráðuneyt- inu, Stjórnarráðshúsinu við Lækj artorg, fyrir 20. maí nk. Umsókn- areyðublöð fást í ráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.