Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRlL 1967. Jðnas Péfursson alþm.: Framsýn forusta Sjálfstæðismanna í lánamálum Afrakstur síldveiðanna hefur hefur dreifst um allt land Herra forsett Gott fcvöld. MÆLT mál íslendinga geymir fjölda talshátta. Einn er: Að sækja vatnið yfir lækinn. Er þá gjarna um það að ræða, sem ekki heyrir undir hagræðingu, sem nú er mjög um talað. — Það er í ótal efnum nokkur hætta á að við sækjum vatnið yfir læk- inn. Hið einfalda, óbrota líf, sem leitar ánægjunnar í daglegum störfum, er ekki einkenni dags- ins í dag. En þvi miður er margt af því, sem telja verður tízku- fyrirbæri í ætt við þetta: að sækja vatnið yfir lækinn. Orku og fjármunum er eytt til að leita að elnhverri fullnægju, sem raunar aldrei fæst, eða a.m.k. ekki svo. sem ætlað var. Og hefði betur náðzt við bæjarlæk- inn. Hraðinn, sem nú er orðinn á öllu, setur okkar í hættu. Við þurfum að huga ögn betur að, hverju fram vindur, flýta okk- ur lítið eitt hægar. Nú vilja flest fyrirbæri gleymast fljótt, líka þau, sem gildi hafa lengur en í dag. Það virðist enginn tími nú orðið til að safna í minninga- sjóð. f stað þess að staldra við og rísla við minningasjóðinn, sem líkja má við lækinn, sem getur svalað þorsta okkar, þá er um við á hlaupum eftir svölun langt yfir lækinn. Við erum arftakar þjóðar, sem u*m aldir átti þrár. sem ekki varð fullnægt. f velsæld nútímans er aftttr á móti býsna auðvelt að láta ýmislegt eftir sér. Og þá er nofckur hætta á öfgum. En ég held að þau einfcenni þessa tíma bila líði hjá. Að hin gegndar- lausa kröfupólitík til hinna mis- skildu lífsgæða eigi sitt gönu- skeið, sem nú sé að renna. Það eru alþingisbosningar í vor, eftir tveggja kjörtímabila stjórn undir forustu Sjálfstæðis- flokksins Má því telja eðlilegt að spurt sé líkt og I kvæði Jón- asar: Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? Ég ætla ekki að fara að rifja upp ástandið í þjóðfélaginu við uppgjöf vinstri stjórnarinnar. Það hefir svo oif+ verið gert. En það er vert að gera sér nokkra grein fyrir breytingum tímabils- ins, drepa á nokkra þætti þjóð- málanna til glöggvunar. Landbúnaðarmál. Við skulum líta til landJbúnað armálanna. Efling lánasjóðanna, með lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins er eitt farsæl- asta spor, sem stigið hefir verið í land'búnaðarmiáluím. Lánsfjár- veitingar hafa síðan stóraukizt. Stofnlánadeildin vex að eigin fé og verður brátt hinn öflugasti sjóður. Framsóknarmenn börð- ust hatramlega á móti þessari löggjöf, á móti 1% framlagi af verði framleiðslunnar frá bænd- um gegn jöfnu framlagi úr ríkis- sjóði auk 0.75% álags frá neyt- endum. En með þessu fæst afl þeirra hluta er gera skal — fjár- magn. Svo hatramlega börðust framsóknarmenn á móti 1% gjaldinu frá bændum, að þeir felldu Pál á Refstað í Vopnafirði úr stjórn Stéttarsambands bænda, af því að hann átti fram- sýni og evnurð til að láta 1 jós fylgi sitt við málið. — En nú eru framsóknarmenn þagnaðir út af þessu máli. Nú, þegar árangur af framsýni forustu Sjálfstæðis- manna í lánamálum bænda, verð ur áþreifanlegri með hverju ár- inu sem líður 1 sífellt vaxandi sjóði Stofnlánadeildar og þar með getu til stuðnings margvís- legra þarfa landbúnaðarins. Og nú er vaxandi skilningur al- mennt fyrir gildi sjóðsmyndana til að undirbyggja stofnlána- kerfi. Má þá nefna, auk Stofn- lánadeildar landbúnaðarins: Fiskveiðasjóð, sem var raunar fyrirmynd 1 þessum efnum, Iðn- lánasjóð, Húsnæðislánasjóð, jafn vel Atvinnuleysistryggingasjóð, sem nú er orðinn hinn öflugasti fj ár f estingarlánas jóður. Ég vil minna á stórlega réttan hlut í verðlagsmálum bænda. Það dylst engum bónda, sem man tímana fyrir 1960. Sérstaklega á þetta þó við sauðtfjárbænd- urna. Um það verður ekki deilt. Enda hafa þess sézt menjar í góð um sauðfjársyeitum. Þar hefir ríkt meir; bjartsýni síðustu árin, en áður var. Ég vil minna á öfluga við- leitni að rétta hlut minni bænd- anna með auknum ræktunar- stuðningi upp að 25 ha túnstærð og með aukaframlagi, 5 millj. kr á ári í 5 ár til að lyfta smærri búunum. Ef ekki næst verulegur árangur með þessum aðgerðum, þá er það ekki sök ríkisstjórnar eða landbúnaðarráðherra, sem haft hefir forustu um þessi mál. bænda Landgræðsla og gróðurvernd hef ir verið stóraukin á þessum ár- um með auknu fjármagni og bera sandatúnin í Austur-Skafta fellssýslu m.a. glöggt vitni þar um. Framleiðsluaukning i landbún aði hefir verið mikil í aðalfram- leiðsluhéruðunum. Hún st.afaði m.a. af hagstæðu árferði 1964 og 1965. Þegar verr árar eins og 1966, segir það til sín i minni framleiðslu. En landbúnaðar- framleiðslan mun hafa orðið um 3% minni 1966 en 1965. Hinar miklu framkvæmdir í landbún- Jónas Pétursson aði að undanförnu í ræktun, 1 byggingum, í vélvæðingu er mik il trygging fyrir framtíðina að ekki liggi eftir hlutur þessa þátt- ar framleiðslustarfseminnar í landinu. Ný vegalög. f upphafi núverandi kjörtíma- bils voru samþykkt ný vegalög. Með þeim var stofnaður vega- sjóður og vegamálin þannig skil in frá fjárlögum og framkvæmd- ir byggðar á sjálfstæðum tekju- stofnum. Vegalögin nýju mörk- uðu merkileg tímamót. Stór- felld aukning hefir orðið á því fjármagni, er til vegamála hefir gengið, og stórfellá átök verið gerð í vegamálunum. En fram- undan eru þó ennþá stærri átök. Hin gífurlega aukning á bíla- eign annarsvegar og hins vegar stóraukin þörf viðskitpaþjóðfél- ags á greiðum og öruggum sam- göngum, ekki sízt á landi, gera þetta óumflýjanlegt. Ég vil sér- staklega minna á að með vega- lögunum nýju voru sýsluvega- sjóðirnir mjög efldir og hefir orðið gjörbreyting á afstöðu þeirra til að leysa sin verkefni. Kaupstaðir og kauptún fengu hlutdeild í vegasjóðnum. En framundan hlýtur að bíða að taka stór erlend lán í vegakerf- ið. Varanlegt slitlag á fjölförn- ustu vegina verður ekki lagt án þess, að árlegar tekjur vega- sjóðs geta þá gengið í miklu stærri mæli til uppbyggingar malarveganna, sem auðvitað verða um langa framtið enn aðal samönguæðar í okkar viðáttu- mikla landi. Enda sýnir reynzla síðustu ára að góða vegi má gera á þann hátt með þeim tækj um sem nú er völ á. Með gerð varanlegra vega á mestu um- ferðarleiðunum losnar fjármagn, sem nú þarf að verja i vonlaust viðhald á þessum vegum, sem verja miá til annarra hluta. Samgöngumálin eru ein hinna stóru mála bæði strjálbýlis vg þéttbýlis. Og þótt tamara sé ið festa augun á ólöknum verkefn- um skulum við ekki gleyma stórfelldum framkvæmdum i vegamálum að undanfömu. Má þá nefna Keflavíkurveg, Stráka- göng, Múlaveg, Ennisveg, vegi eftir Vestfjarðaráætlun og brúar gerðir 1 Austur-Skaftafellssýslu. Síldveiðar og sildariðnaður. Þegar fjármálaráðherra gerði grein fyrir framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar árið 1967, fylgdi ítarleg skýrsla um þjóðar framleiðslu, verðtoætaráðstöfun o. fl. um nokkur undanfarin ár. Vöxtur þjóðarframleiðslu hefir verið mjög mikill, á 5 ára tíma- bili meira en 5% að meðaltali árlega. Vöxtur þjóðartekna þó enn meiri vegna hagstæðra við- skiptakjara, þ.e. vegna hækk- andi verðlags á framleiðsluvör- unum erlendis. Hér valda mestu um síldveiðarnar fyrir Austur- landi á undanförnum árum. En þessar veiðar hafa orðið svo miklar vegna hinna nýju fiski- skipa, sem aflað hefir verið til landsins með fullkomnasta tæknibúnaði og vegna rann- sókna og síldarleitar og stór- bættrar aðstöðu í landi til mót- töku. Undirstaða þessa er stefna ríkisstjórnarinnar til atbafna- frelsis, sem leysti úr læðingi þau öfl atorku og sjálfsbjargar, sem allar þessai athafnir bera vott um og greitt hefir verið fyr- ir að þau öfl fengju notið sín. Og enn er mikill floti stórra síld- veiðiskipa í smíðum, sem koma á þessu og næsta ári. En þótt meginhluti verðmætasköpunar síldveiðanna hafi farið fram á svæðinu frá Raufarhöfn og aust- ur og suður um til Djúpavogs, þá hefir blóðrás viðskiptalífsins dreift afrakstrinum meira og minna um allt land. Er sérstök ástæða að leggja áherzlu á það, hversu öll þjónustustarfsemi og verzlun í landinu hefir blómgazt vegna síldveiðanna undanfarin ár. Þær raddir heyrast, að of langt sé gengið nú orðið í upp- byggingu síldariðnaðarins á Aust urlandi. Ég vil berr’a hér á fróð legar upplýsingar, sem fylgja greinargerð með frumvarpi Sjálf stæðismanna um fiskimálaráð, m.a. um vinnslugetu síldarverk- smiðja á Suðvestur- og Vestur- landi, á Norðurlandi til Langa- ness og á Austurlandi sunnan Langaness. Vinnslugeta i tonnum er þessi: Suður- og Vesturl. 17. síldaverksm. Afköst 5995 eða 6000 tonn á sólarhr., Norðurland 15 síldarverksm. Afköst 6725 eða 6700 tonn á sólarhring, Aust urland 14 síldarverksm. Afköst 5600 eða 5630 tonn á sólarhring. Hver vill á annan deila, þegar þessar tölur eru athugaðar? Við skulum ekki láta okkur detta í hug að ekki eigi sér stað ein- hver vafaatriði, sem nefna mætti mistök í athafnalífi landsins. Og þótt þau eigi sér vafalaust stað í sjávarútvegi sem öðrum at- vinnugreinum, verðum við að muna hver undirstaða sú at- vinnugrein er — að muna að síld veiðarnár síðustu árin hafa ver- ið undirstaða hinnar auknu vel- gengni — m.a. vegna þess að stjórnarstefnan hefir rétt örf- andi hönd. Nýting náttúruauðlinda. Nú er um það bil ár liðið frá því, er Alþingi samþykkti samn- inginn um Áiverksmiðjuaa í Straumsvík. Vafalaust er fle3t- um í fersku minni er flestir stjórnarandstæðingar börðust á móti þeirri löggjöf. Alþýðubanda lagsmenn óskiptir, en nokkur sneið kloifnaði þó út úr fram- sókn. En það er athygliisvert að stjórnarandistæðingar halda nú þessu máli lítið á lofti. Stofnun álverksmiðju i Straumsvík byggist á nýtingu vatnsorku úr Þjórsá. Engum get ur dulizt sem rennir hug að verð mætum landsins, að náttúrugæð um íslands, að orka fallvatn- anna er einn okkar dýrmætastl auður. En því aðeins að menn kunni að. nota hann. Við megum ekki óttast að nýta náttúruauð- inn, þótt við hefðum margir kos ið fremur að hann hefði að þessu sinni getað komið meir að liði strjálbýli okkar, þeim landssvæð um, þar sem fólk hefir fjölgað hægt eða íbúatala staðið í stað. Það kemur síðar. Raforkan er vaxandi þáttur í lífi þjóðarinnar. Við eigum að ganga ótrauðir I það að hagnýta þennan náttúru- auð, að þessu sinni í Þjársá, síð- an áfram í öðrum fallvötnum 1 ört vaxandi mæli. Ég minni á str j álbýliss jóðinn, Atvinnu jöf n- unarsjóðinn, sem einnig var stofnaður með lögum frá síðasta Alþingi, sjóð til að styðja strjál- býli landsins, sem í þessum skiln ingi eru allar byggðir aðrar en Reykjavík og nágrenni hennar. Sjóð, sem auk verulegs stofn- framlags úr ríkissjóði, í 10 ár fær tekjur sínar frá Straumsvíkur- verksmiðjunni þegar hún er tek in til starfa. Á þann hátt á Straumsvíkurverksmiðjan að styðja alla byggð í okkar landL Mætti það lengi verða munað 1 sveit og við sjó um þvert og endi langt fsland, hverjir lýstu traust á land og þjóð í þessu máli. Búrfellsvirkjun, Álbræðsla 1 Straumsvík og kísilgúrverk- smiðja við Mývatn, sem núver- andi ríkisstjórn hefir beitt sér fyrir, eru tákn fiamsýni. Við er um með þessum framkvæmdum, eins og þjóðskáldið Matthías orðaði það: að fella stein við stein og styðja hverir annan. Framundan eru stór átök. Og áfram verður haldið. Sjálf stæðismenn óttast ekki stór átök. Án erlendis fjármagns verða þau ekki gerð. Framund- an eru stór átök í vegamálum, 1 raforkuframkvæmdum, á at- vinnusviði, en bæði raforkan og samgöngurnar eru þar frumskil yrði. En í strjálbýlismálunum er mikilvægast að fólkið í hinum strjálu byggðum trúi á sig sjálft. Eigi frumkvæði að at- höfnum, skipi sér saman í sterk- ar heildir eins og t.d. í sveitar- stjórnarmálum, beiti fjárhags- orku sinni að þýðingarmestu verkefnunum. Austfirðingar eiga t.d. ekki að hika við að axla nokkra byrði í byrjun til að mynda raforkufyrirtæki, Austur landsvirkjun, sem yfirtæki alla raforkuvinnslu og aðaldreifi- kerfi á Austurlandi og áfram- haldandi orkuöflun með virkjun í Lagarfossi. Dreifing raforku um sveitir landsins hefir verið eitt af við- fangsefnunum á undanförnum kjörtímabilum. Og mikdð hefir á unnizt. En til þess að örar mætti ganga dreifingin upp að 2 km. vegalengd væri hyggilegast að njóta beinnar og óbeinnar að- stoðar Strjálbýliissjóðsins. Þann- ig er hægt að ná því marki að þeim framkvæmdum verði lokið 1970. Góðir áheyrendur. „Hin Ieiðin" heillar ekki. V:ð þurfum að halda áfram að starfa með athafnaþránni, með sköp- unargleði fólksinis, — með sól og sumri, fyrir landi og þjóð til að nýta auðæfin í mold og miðum, fossum og hverum, en leitast jafnframt við að flýta okkur með hraða, er farsæld fylgir. Slík er viðleitni Sjálfstæðismanna. Til þeirra hluta treystum við á stuðning fólksin*. Fermingargjafir Skrifborðsstólar margar gerðir. Svefnbekkir nýjar gerðir. Svefnsófar nýjar gerðir. Kommóður ný gerð. Spegilkommóður með læsingu. Skrifborð ísl. og dönsk. Snyrtiborð. Vegghúsgögn. Sent heim á fermingarílaginn. Húsgagnaverzlunin BUSLOÐ við Nóatún — Sími 18520.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.