Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRIL 1067. 11 Ornólfur Arnacon skrifar um Hugieiöingar um heimildaleikhús Af sýningn „Grýlnnnar"1 eftir Weiss í Stokkhólmi. Erlendi fjir málaráöherrann dansar við Salazar. TVEIR meginstraumar nútíma- leikhúss á vesturlöndum í dag eru mjög ólíkir bæði að við- fangsefnum og grundvallarhugs- un. Absúrdista-leikhúsið (nafn, sem notað hefur verið yfir stör- an og misiitan hop höfunda, t.d. Beckett, íonesco, Adamov, Gen- et, Arraoal og jafnvel Pinter, þótt varla geti þeir talizt tilheyra einni stefnu) fæst við að iýsa hinni fáranlegu (absurd) stoðu mannsins í umhverfi sinu og rá- nýti orða hans og athafna, án nokkurra tilrauna til prédikana. Heimilda leikhúsið, ef nota má það nafn yfir ýmsar tegunl.r sviðsfluttnings á völdum helm- ildum eða frásögnum af atburð- um í núlið eða fortíð (Theaire of Facr eða DocumentaTy Theatre, staðreynda- eða heim- ildaleikhús), hefur hins vegar þann höfuðtilgang að breyta af- stöðu áhorfenda til mála og hvetja þá til aðgerða. Mikill fjöldi slíkra heimilda- leikrita hefur verið sýndur í leik húsum Evrópu og Ameríku und- anfarin ár. Frægasta afkvæmi þessara vinnubragða er senni- lega leikritið „Ó, þetta er indælt stríð“ sem varð til út heimild- um um fyrri heimsstyrjöldina á sviði Theatre Workshop undir stjórn Joan Littlewood. Sýning þessa leikhúsverks og fáeinna annarra nefur sannað listrænan áhrifamátt þessarar vinnuað- ferðar, en auðvitað er erfitt að henda nákvæmar reiður á raun- verulegunr árangri sýninga af þessu tagi, þ.e.a.s. hvort um hugarfarsbreytingu er að ræða hjá áhorfendum, eða hvort þeir hafa aðems hrifizt tilfinninga- lega af verkinu „per se“. Hvort segir áhorfandinn að lokinni sýningu á ,,Stríðinu“: „Atriðið, þegar liðþjálfinn er að æfa ný- liðanna, er það skemmtilegasta sem ég hef séð“, eða „stríðið er heimskuleg slátrun manna, sem vita ekki einu sinni, hvort þeir eru að berjast“. Grundvallarskoðun og vinnn- aðferðir heimildáléikhússins eru fengnar frá episka-leikhúsinu, en helzti mótandi og haráttumað m þeirrar stefnu var Bertolt Brecht. Eitt helzta stefnumál episka-leikhússins er að skír- skota til skynsemi áhorfenda fremur en tilfinninga, t.d. með því að minna áhorfendur sífellt á það, að þeir eru að horfa á leikrit, ekki raunverulega at- burði. leikara 1 hlutverkum, ekki raunverulegar persónur. Þetta högg á tilfinningaþráðinn milli leikenda og áhorfenda var uppreisn gegn hefðbundnum leik máta, sem reis hæst í innlifunar- aðfeTð Stanislavskys, og al- mennu hugarfari áhorfenda í leikhúsi Áhorfandanum hættir til að dragast inn í atburðarás leikritsins og dáleiðast svo af innblásnum leik, að efni verks- ins far< algerlega fyrir ofan garð og neðan. Brecht hélt þvi fram, að hlutveTk leikara væri að koma efninu til skila á list- rænan og jafnframt sannfærandi hátf, en ekki að koma áhorfend um í slíka stemmningu, að þeir missi alla dómgreind. Brecht kallaði þessar tilraun- ir til gagnrýnisvakningar á'horf- enda „Verfremdung" eða „Ver- fremdungseffekt" (á ensku alienatior, eða estrangement) og hafa þæT haft geysilega djúptæk áhrif á leiktúlkun og leikritun síðari ára. Eðli „Verfremdung" er að varpa nýju og framandi Ijósi á jafnvel það kunnuglega, sem gerist á sviðinu, svo að áhorfandinn gangi ekki að neinu vísu, heldur horfi gagn- rýnum augum á allt. Til útskýr- ingar „Verfremdung1* segir Brecht: „Til að sjá móðuT sína fyrir sér sem eiginkonu manns, þarf V-effekt. Slíkur effekt fæst t.d. ef maður eignast stjúpföð- ur“. Rússneskir leikhúsmenn, eink uin leikstjórinn Meyerhold, ug Þjóðverjinn Piscator afi heim- ildaleikhússins tóku á 3. tug ald- arinnar að gripa til hjálparmeð- ala, sem áður voru óþekkt í leik- list, svo sem að sýna kvikmynd- ir og skuggamyndir á tjaldi fyrir ofan leiksviðið til að fyila og sanna frásögnina. Brecht bætti ýmsu við af þessu tagi, og eru öll þessi tæknibrögð notuð mjög af heimildaleikhúsi nútím- ans. Mest ber á tveimur aðferðu.n í heimilda- eða áróðursverkm: í fyrsta lagi leikrænum flutningi samvalinna heimilda um at- burði, blaðafrásagnir, viðtala og ummæla. f öðru lagi skopádeilu, sem stundum ber ættareinkenni revíunnar enda oftast í söngva- formi. í einstaka i'ikritum er nær eingöngu annarri þessara aðferða beitt, en oftast eru þær notaðar saman. Svo vill þó til, að þau tvö nýju áróðursleikrit, sem nú er verið að sýna í Evr- öpu og mest er rætt um „US“ hjá Royai Shakespeare Company í London og „Söngur lúsítönsku Grýlunnar“ eftir Peter Weiss, í Stokkhólmi, eTu næstum hre:n- ræktaðir fulltrúax þessara að- ferða, þótt skaponduT befgja verkanna telji Bertolt Brecht »tt föður sinn. „Söngur lúsítönsku Grýlunn- ar“ er póiitísk revía um atburð- ina í Angola árið 1961, er Portú- galar bældu niður uppreisnina þar. Verkið er í 11 atriðum eða númerum eins og fyrra leikrit hans af sama tagi, „Rannsókn- in“ Innan hvers atriðis skiptast svo á raddir kúgaranna, (Grýl- unnar, biskupsins, hershöfðingj- ans), kór innfæddrá og raddir þulanna þriggja (talsmanna Afríkumannanna, sem túlka skoðanir Weiss). Grýlan er auð- vitað ímynd nýlendustjórnar- innar og einræðisins, þ.e.a.s. Salazar. Allt, sem Weiss skrifar, vekur mikla at'hygli, en nokkuð hefur staðið á, að „Grýlan“ verði tekin til sýningar utan Svíþjóðar m.a. vegna hinnar hörðu ádeilu verksins á NATO og nafngreiningar fyrirtækja í Evrópu og Ameríku, sem eiga hagsmuni komna undir yfirráð- um Portúgala í Angola. Þó hef- ur „Berliner Ensamble" í A- Berlín hafnað að sýna „Grýl- una“. „US“ (sem þýðir annaðfhvort „Við“ eða ,,Bandaríkin“) er hins vegar sviðsetn.ing hins fraega leikstjóra Peter Brooks og fluin- ingur heimilda um styrjöldina ’ Víetnam, sem valdar eru til að sýna ranglæti íhlutunar Banda- ríkjanna, og enn fremur hvernig Bretar kæra sig yfirleitt kollótta um þessa vofeiflegu atburði í fjarlægu landi. Brook og RSC hafa fengið hrós fyrir listræn vinnubrögð sín við þessa sýn- ingu í Aldwych-leikhúsinu, en ekki eru menn á einu máli um efnismeðferð með tilliti til heimildanna, val þeirra né áhrifamátt verksins í tilætlaða átt. Martin Esslin. leiklistarsti >i BBS, einm þeirra manna, se»n mest og bezt skrifa um leiklist í dag, sagði t.d. í febrúarhefti þýzka blaðsins „Theater heu:e“. „Brook lýsir því yfir, að „US“ sé hreinræktað heimildaleikiiús, en hann uppsker það með efnís- meðferð sinni, að jafnvel óum- deilanlegustu staðreyndirnar hljóma ótrúlega. Lj,strænt streð hans sviptir sjáifan sannleikann sannfaeringarkrafti sínum. Breeht notaði áletruð spjöld, skuggamyndir af landabréfum línuritum heimildarkvikmyndir, til þess að renna stoðum raun- veruleikans undir skáldskap sinn, en Brook dramatiserar sjáif ar staðreyndirhar svo að þær virðast skáldskapur". Þjóðleikhúsið hefur fyrir löngu ákveðið að taka tí.1 sýning- ar eitt merkasta heimildaleikrit síðari ára „Staðgengilinn" eftir Þjóðverjann Roli Hoohhuth, en frestað því hvað eftir annað. Það er samsett af mörgurr, dramatiskum myndum, sera byggðar eru á heimildum um raunverulega atburði og persón- ur í síðari heimsstyrjöldinni, og eru þær valdar til að deila á kaþólsku kirkjuna, einkum páf- ann (staðgengil Krists á jörðu) fyrir afskiptaleysi hans og þögn við hryðjuverkum nazista f Þýzkalandi og á Ítalíu. Þetta verk er að efnismeðferð nokkuð ólíkt flestum öðrum heimilda- leikritum, en tilgangur þess er hinn sami. Flestir forvígismenn heim- ildaleikhússins eiga það hugar- far sammerkt, sem felst í ákafri og stundum barnalegri bjart- sýni á algiidri betrun féiags- heilda og mannkynsins alls, með afstöðubreytingu til einstakra stjórnmála. Verk Brechts og kenningar byggjast á sama grundvelli. I ritgerðasafni Brechts „Schriften zum Theater" sem kom út 1957, ári eftir da>:ða höfundarins, lætur hann þess m.a. getið, að á þeirri öld vís- indalegra framfara, sem í ná- inni framtíð muni geta hagnýtt nægileg náttúrugæði til að fæða og klæða mannkynið, sé ekki hægt að líta á einstaklingirm sem neitt fórnardýr. Enda fjalla Brecht og helztu lærisveinar hans venjulega um félagsleg vandamál og atburðí með tdlliti til samáhrifa þeirra á fjölda fólks, — en ekki þjáningu neins einstaklings. Þessvegna verða verk þeirra fæst taldir harmleik ir í venjulegum skilningi, heldur frásögn af válegum atburðum. Ég leyfj mér að efast um hugs anlega óhamingju félagsheildar eða þjóðarharm eða þjóðargleðL Eðlislægur mismunur einstakl- inga og samgöngutregða milii þeirra veldur því, að tilfinningar margra manna eru ekki neinn samhljómur eða heild, jafnvel þótt sama böl eða náðargjöf fafli þeim í skaut á sama stað og tíma. Það ætti að vera ljóst af reynslu sögunnai, að hæpið er að telja nokkra eina félagslega stefnu þess megnuga að leysa nema hluta af vandamálum ein- staklingsins. Og öllum er Ijóst, að sé einstaklingurinn ekki ánægður, er heildin það ekki. Þeir, sem halda því fram, að fé- lagslegar breytingar þær, er þeir berjast fyrir af hugkvæmni og jafnvel af listænni fegurð í vinnubrögðum, seðji mannshug- ann varanlega, láta sér yfirsjást þá eiginlega, sem þeir hafa sjálf- ir borið vitni í baráttu sinni. Leggjum við trúnað á það, að þeir hafi svo miklu betri þekk- ingu á eðli „heildarinnar“ en þeir bersýnilega hafa á sjálfum sér? Ibsen og Tjefcov fengust við að lýsa félagslegum vandamál- um, — kannski í ríkara maeli en menn gera sér almennt grein Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.