Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1967. - RÆÐA BJARNA Framh. af bls. 1 hefur fengið meira en sinn fyrri hlut til eigin ráðstöfunar, auð- vitað nokkuð misjafnt eftir stétt- nm og aðstæðum. í þessu sambandi tjáir ekfci að vitna til þess, að kaupmátt- ur tímakaups vissra launaflokka verkamanna hafi lækkað á fyrri hluta viðreisnartímabilsins, þvi að um afkomuna kemur fleira til en tímakaupið eitt. Það er engin ný.iung, að menn hafi bæði viljað og þurft að bæta kjör sin með löngum vinnu- tíma. Eitt af því, sem háttvirt- ir stjórnarandstæðingar höfðu á móti viðreisnarstjórninni í fyrstu, var, að hún mundi af- nema eftirvinnu og þar með gera lífskjör verkamanna ó- bærileg. Hrollvekja háttvirts þingmanns Sigurvins Einarsson- ar um þetta efni á fyrsta ári við- reisnarstjórnarinnar hljómar enn í eyrum manna um land allt. Annað mál er, að vinnu- tími hér er of langur og hefur verið leitast við að fá hann styttan. Nokkur árangur í því hefur þegar náðst, þó að betur megi ef duga skal. Aðalatriðið í þessu sambandi er, að eftir að júnísamkomulagið 1964 var gert, þá hefur tekist að bæta svo mjög kaupmátt tímakaups- ins, að Efnahagsstofnunin tel- ur, að samvegið verkamanns- kaup hafi að meðaltali hækkað að kaupmætti skv. vísitölu fram færslukostnaðar um tæp 25% eða sem næst fjórðungi frá ár- inu 1963 til ársloka 1966. Athuganir Kjararannsóknar- nefndar staðfesta. svo l-»ngt sem þær ná, þessa niðurstöðu Efna- hagsstofnunarinnar. Af stórauknum heildartekj- um, hefur stærri hluta verið varið handa þeim ver settu en áður fyrr var gert. Að því leyti má til sanns vegar færa, að kvartanir hinna tekjuhæstu séu ekki út í bláinn. Þeirra hagur hefur að vísu síður en svo ver- ið skertur, því að hann er einn- ig mun betri, en ekki í sama hlutfalli og áður. Með þessu hef- ur tekist að ná þjóðfélagsum- bótum, sem allir töldu sig stefna að, en aldrei hefur fyrr lánast í jafn ríkum mæli og á allra síðustu árum. Fyrir okk- ur Sjálfstæðismenn er boðorð- ið um „Stétt með stétt“ lífs- regla, sem við leitumst við að láta móta athafnir okkar. En stafa örðugleikar nú ekki einmitt af því, að launþegar hafi fengið of mikið í sinn hlut og atvinnurekendur of lítið? Bezta svarið við því er það, að frystihúsin hafa aldrei haft betri afkomu en árið 1965. Þrátt fyrir stórbættan hag verka lýðsins var þess vegna þá ekki meira tekið af þessum atvinnu- rekendum en þeir gátu vel und- ir risið. Enda er þess einnig að geta að eitt af verkum við- reisnarstjórnarinnar er lagfær- inga skattalaga svo, að af at- vinnurekstri þarf sízt að greiða hærri skatta en hérlendis. á- reiðanlega, þegar til alls er lit- ið mun lægri beina skatta hér en víðast annars staðar. Þessi skattalagabreyting er einmitt eitt af því, sem ríkisstjórnin var á sínum tíma ávítuð harðast fyrir, og það af sumum þeirra, sem nú telja hana hafa leikið atvinnurekendur of illa. í öllum lýðfrjálsum löndum telja verkalýðsfélögin það skyldu sína að fylgjast með hag atvinnurekenda og gæta þess, að þeir taki ekki meira en verka lýðurinn telur góðu hófi gegna í sinn hlut. Þetta á jafnt við, þar sem verkalýðsflokkar, hálf sósíalistar eins og á Norður- löndum ráða, eins og í Banda- ríkjunum. þar sem auðvaldið er talið mun voldugra. Slíkir starfshættir eru jafn eðlilegir á íslandi og í öðrum löndum, enda samþykktu atvinnurekend um án atbeina eða milligöngu rík isstjórnarinnar á s.L sumrL á- reiðanlega með hliðsjón af út- komu ársins 1965, að hækka kaup verkamanna um 3% %. Þetta sýndi mat atvinnurek- enda á aðstæðum þá. Þvi fer fjarti, að ég gagnrýni það mat, en ég itreka, að það sýnir skoð- un þeirra á sinni eigin getu, þegar þessir samningar voru gerðir. Það er þess vegna ger- samlega rangt að ásaka ríkis- stjórnina fyrir, að þessir at- vinnurekendur hafi ekki safnað stórfé, sem þeir gætu geymt í handraðanum til að vera betur viðbúnir öruggum tímum. Verðfall á útflutningsafurðum og markaðsmál. Síðan á miðju s.L ári hefur hraðfrystur fiskur farið lækk- andi í verði, nú þegar yfir 10% og óttast framleiðendur, því miður að því. er virðist, ekki að ástæðulausu. að lækkun kunni að verða mun meiri. Á síðasta ári tóku síldarlýsi og síldarmjöl einnig stórkostlegum verðsveiflum, þannig að síldar- lýsi lækkaði um 3714% frá því að það var hæst á árinu og síld- armjöl um 25%, og er þó rétt að geta þess, að lækkunin frá því verði, sem Iagt var til grundvallar um vorið var nokkru minni eða 29% og 15%. Hvar sem væri mundu þvílíkar verð- lækkanir á aðalútflutningsvöru þjóðar vera taldar alvöruefni og raunar meira en það. Hér er um að ræða atvik, sem engin íslenzk stjórn getur ráðið við. Markaðsverð erlend- is er utan valdsviðs okkar, og er þó einnig í þessu efni rétt að hugleiða skammsýni stjórn- arandstæðinga. Þeir láta eins og þessar verðlækkanir skipti ýmist litlu máli eða mundu vera vel viðráðanlegar, ef ann- ari efnahagsstefnu hefði verið hér fylgt. Ekki hafa þeir þó einu sinni haft tilburði í þá átt að gera grein fyrir með hvaða undrum það hefði átt að verða. Samtímis tala þeir með ýtr- ustu fyrirlitningu og stöðugum aðvörunum um þátttöku fslands í hinum miklu markaðsbanda- lögum, sem nú starfa hér í álfu. Rikisstjórnin þarf engrar á- minningar við um að gæta fyllstu aðgæzlu í þeim efnum, því að slíka aðgæzlu hefur stjórnin sannarlega sýnt. Fram hjá hinu verður ekki komist til lengdar, að ein af orsökunum fyrir hinu lága verði á síldar- lýsi og því, að háar sölur á ís- fiski nýtast ekki sem skyldi, er, að við erum utan þessara fríð- inda af vera þar. Þessi vandi blasir nú þegar við og fer fyr- irsjáanlega vaxandi. Algjör misskilningur er, að fram úr honum verði ráðið með því einu að treysta því, að ein- hvern tíma síðar muni aðrir sjá aumur á okkur. Við erum ekki lengur í hópi þeirra, sem eru taldir þurfa góðverka eða miskunnar við i venjulegum verzlunarviðskiptum, og verðum því hiklaust að skoða kost og löst á þvilíkum samskiptum. Ef við sannfærumst um. að fram á meira sé farið við okkur en við viljum af höndum inna, þá er að hafna samstarfi, en þá tjáir ekki heldur að aumkva sig yfir, að illa sé með okkur farið. Sjálfir verðum við að bera óþægindin af þeirri ein- angrun, sem við kjósum. Fáir mundu nú hafa geð í sér til að ganga um með samskonar betli- bauk og vinstri stjórnin gerði eftir að hún hafði brugðizt lof- orði sínu um að vísa varnar- liðinu úr landi á árinu 1956 Vegna hins góða fjárhags rík- issjóðs og grundvallarstyrkleika atvinnuvega og efnahags þjóð- arinnar í heild var unnt að bregðast við verðfallsvandanum með verðstöðvunarlögunum fyr- ir áramót og lögunum um ráð- stafanir vegna sjávarútvegsins nú fyrir páskana. Þrátt fyrir alla gagnrýnina, þá hafa stjórn- arandstæðingar ekki getað sýnt fram á, að öðrum úrræðum hefði átt að beita en beitt var Enda var hvorttveggi löggjöf- in samþykkt á Alþingi í einu hljóði og höfðu stjórnarand- stæðingar þó á meðan á samn- ingum við atvinnurekendur stóð, sumir en engan veginn all- ir, gert sitt til þess að spilla því að samningar kæmust á. Þótt enginn treysti sér til að greiða atkvæði á móti stjórn- arfrumvörpunum, höfðu fæstir stjórnarandstæðingar dug til þess að greiða atkvæði með heldur völdu þann kost, sem minnst mannsbragð er að; þeir sátu hjá. Vöruútflutningur er rúmlega fjórði hluti af þjóðartekjum okkar og nær verðfallið til rúmlega % hluta af ölum okk- ar útflutningsvörum. Ef hið gíf- urlega aflamagn á síldveiðunum bætti ekki úr skák, þá mundi vandinn vera miklu meiri en hann þó er. Munurinn á aflamagni og þar með arðbæri skapar hinsveg- ar einnig sín vandamál. Að vísu er rangt það, sem haldið er fram af háttvirtum stjórnar- andstæðingum öðru hvoru, að verðbólga hafi vaxið hér meira hin síðari ár heldur en áður, allt frá atvinnuleysisárunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þegar yfir þennan rúma aldar- fjórðung er litið, þá sézt, að vandamálið hefur ætíð verið svipað, verðbólguvöxturinn hef- ur haldið áfram hverjir sem við völd voru, og hvaða úrræðum, sem beitt var. Úrræðin hafa raunar ætíð reynzt hin sömu. Að vinna gegn ofþenslu með því að hamla á móti örri lánsfjár- aukningu, hækka vexti og hafa opinberar framkvæmir ekki svo miklar. að þær hljóti fyrirsjá- anlega að leiða til stóraukins kapphlaups við atvinnurekstur um vinnuafl. Þó að verðbólgan hafi herjað á allar ríkisstjórn- ir og stöðugt skapað örðugleika hafa engir flúið af hólmi fyrir þeim nema vinstri stjórnin í árslok 1958. Berið saman flótta valdhafanna þá og viðbrögðin nú. Ætlan mín er sú, að fleiri en háttvirta stjórnarandstæð- inga grunar muni í vor velja þá, sem vandanum hafa reynst viðbúnir. Ekki skulum við þó gleyma því, að allt hefur þetta tíma- bil verið tími ekki einungis meiri framkvæmda og breytinga í íslenzku þjóðlífi en nokkru sinni fyrr, heldur einnig tími meiri farsældar og gæfu fslend- inga en áður ' sögu þjóðarinn- ar. Þess vegna er sízt ástæða til að æðrast vegna þess, að okk- ur hefur tekizt sumt verr en við sjálfir vildum og vonuðum. Enginn er alfullkominn, en von- in til umbóta liggur í þvi að huga að í hverju okkur hefur yfirsézt. Sjálfur hef ég stundum talað um það, að hin öflugu almanna- samtök, og þá einkum verka- lýðshreyfingin hefði ekki ætíð sýnt næga þjóðhollustu heldur borið fram óraunhæfar kröfur og beitt sínu mikla valdi til pólitískrar togstreytu en hags fyrir sína fjölmörgu þátttakend- ur. Ég skal nú vera manna fús- astur til að játa, að á síðustu árum hefur tekist þjóðhollt samstarf milli ríkisvaldsins, verkalýðshreyfingarinnar og at- vinnurekenda tii að ráða fram úr aðsteðjandi vanda. Með þessu samstarfi hefur auðnast að leysa margt, sem áður virtist lítt leys- anlegt, svo sem skapa meiri vinnufrið, ná raunhæfari samn- ingum og þar með bæta kjör hinna verst settu í raun og veru en ekki með orðunum einum. Verðlagshækkanir reyndust hinsvegar of örar eirikum eftir samningsgerðina 1965. Orsakir hins háa verðlags. Sumir segja, að hið háa verð- lag stafi af óhóflegum verzlun- argróða, og vilja þó þeir stjórn- arandstæðingar, sem siálfir fást við verzlun, hvort heldur félags verzlun eða einkaverzlun, sízt af öllu viðurkenna, að álagning sé of há £ þeim verzlunargrein- um, sem beir þekkja af eigin raun. Þaðan heyrast stöðugir kveinstafir um. að óhóflega sé þjarmað að verzluninni. En fé- lagar þeirra benda á verzlunar- hallir, sem upp hafi risið, og sívaxandi fjölda verzlunar- manna. Sá tölulestur er villandi, því að oft er ruglað saman ým- is konar þjónustustörfum, sem hvarvetna fer fjölgandi, og verzlunarstörfum í þrengri merkingu. En eðlilegt er, að þeim hafi einnig fjölgað á seinni árum, þegar litið er til hinnar stórkostlegu aukningar kaupmáttar og bata á lifskjör- um yfirleitt hjá öllum almenn- ingi. Sem betur fer höfðu menn almennt til hnifs og skeiðar á íslandi einnig á vinstri stjórnar- árunum. Síðan hefur bati lífs- kjara orðið allt að 50%. Þessi gerbylting lýsir sér einkum í aukinni eftirspurn markháttaðr- ar vöru, sem menn gátu áður ekki veitt sér, en þeir nú telja sjálfsagða, ef ekki beina nauð- syn. Útvegun hennar hlýtur að krefjast mjög aukins mannafla. Hin auknu viðskipti krefjast og aukins húsrýmis ekki sízt hér í Reykjavík, þar sem árum sam- an var bannað að byggja venju- leg starfshýsi samtímis því, sem kaupfélagshallir risu upp um allt land. Vafalaust má gera verzlunar- rekstur á íslandi hagkvæmari eins og flest annað, sem hér er að unnið. En skýringin á hinu háa verðlagi hérlendis liggur ekki fyrst og fremst í þessu, heldur margháttuðum kostnaði, sem stafar af jöfnun lifskjara í svo sveiflukenndu og mis- brigðasömu þjóðfélagi og við búum í. Menn fást ekki til að stunda þorskveiðar, ef afkomu- möguleikar þar eru allt of frá- ■brugðnir því, sem er við síld- veiðar. Þess vegna verður að jafna þarna á milli. Bændum eru með gamalli löggjöf og alls- herjarsamþykki ætluð sambæri- leg kjör við aðrar tilteknar stéttir og fékkst þó ekki sæmi- legt öryggi fyrir því í fram- kvæmd fyrr en með viðbótar- löggjöf, sem núverandi landbún- aðarráðherra beitti sér fyrir 1959. Þessu verður ekki náð nema mikið fé sé flutt á milli. Ýmis konar iðnrekstur er hér tollverndaður, það er að segja nýtur hærra verðlags, en ef hann þyrfti að keppa verndar- laust við innflutning á sam- bærilegum vörum utanlands frá. Til þess að halda uppi sjálf- stæðu ríki með menntun, sam- göngum og öllu, sem til þess ■heyrir nú á dögum, verður hver einstaklingur að leggja meira á sig, en þegnar í fjölmennari ríkjum þurfa að gera til þess að standa undir sambærilegum kostnaði. Allt er þetta nauðsynlegt, ef við viljum efla ekki einungis þær einstöku stéttir og héruð, sem af þessu njóta góðs, heldur íslenzkt þjóðernL menningu og sjálfstæði. Ef við viljum ekki gerast ættlerar heldur skila til okkar eftirkomenda þeim arfi, er við hlutum og tókum að okk- ur að ávaxta, þá verðum við að gera okkur grein fyrir hvað það kostar að glopra honum ekki niður. Það kostar mikið í bilL m.a. mun hærra verðlag en ella. Verðlag, sem oft hlýtur að koma illa við ýmsa, ekki síst framleiðendur, er keppa þurfa við erlendan varning, hvort heldur á útlendum eða innlendum markaði. En þegar til lengdar lætur, þá borgar þessi kostnaður sig betur en nokkur önnur útgjöld, sem við leggjum á okkur. Meira máli varðar samt hitt, að þau verð- mæti, sem um er að tefla og við þurfum að inna af höndum, eru i eðli sínu ósambærileg og fánýt miðað við það, sem við mundum glata ef við legðum ekki lengur á okkur að halda uppi sérstakri menningu, marg— greindu þjóðfélagi með sæmi- legu jafnvægi og sjálfstæðu ríki. Ef menn átta sig ekki á af hverju hærra verðlag hér en með nágrannaþjóðum stafar, þá fá menn og heldur ekki sikilið hvað gera þurfi til þess, að það verði okkur ekki að óeðli- legum farartálma. Vandinn verður ekki leystur nema rEk- ið annist um millifærslu fjár til að halda nauðsynlegu jafn- vægi og hlýtur að hafa í för með sér meiri ríkisafskipti en út af fyrir sig eru æskileg. En þau mega aldrei verða meira en óhjákvæmilegt er. Ætíð þeg- ar vafi leikur á hvort velja beri leið frelsis eða ófrelsis ber að velja frelsisleiðina, hafna rík- isforsjá og höftum. Á meðan við erum svo háðir sveiflum vegna afla og verðlags, sem raun ber vitni, þá er ógerlegt að segja fyrir um það hverjum úrræð- um þurfi að beita á hverri stundu, en frelsið mun lengst af reynast bezta leiðarstjarnan. Jafnframt ber að keppa eftir að draga úr óvissu og sveiflum og verður það ekki síst gert með því að skjóta fleiri stoðum und- ir efnahaginn; hagnýta allar auðlindir landsins. Stórvirkjun og stóriðja. Óskiljanlegt er, að nokkur sá, sem þekkir til á íslandi og kann að meta kosti þess og galla, skuli neita því, að nýta beri öll landsgæði. En ekki er lengra síð- an en tæpt ár, að hér á Alþingi voru háðar harðar umræður um það, hvort við þyrftum á þvi að halda að hefja stórvirkjan- ir nú þegar eða hvort. við ætt- um áð bíða óákveðinn tíma með upphaf stóriðju á íslandi. Þá héldu sumir góðvil.iaðir menn því fram, að út af fyrir sig gætu þeir verið með stórvirkj- unum og stóriðju. en þeir töldu ekki tímabært að ráðast i það þá vegna þenslu í framkvæmd- um og velgengni atvinnuvega. Við hinir, sem ekki vildum bíða, játuðum, að þenslan kynni að skapa nokkra erfið- leika í bili en af koma ætti 1 veg fyrir atvinnuleysi, þá væri of seint að hefja undirbúning iðju eftir að atvinnuleysisvof- an væri komin á kreik. Nú hljóta menn að spyrja eftir reynslu þess eina árs með öll- um þeim verðsveiflum, sem orð- ið hafa, og óstöðueleika veður- fars og gæftaleysis að undan- förnu: Var of snemmt hafist handa um stórvirkjun og unu- haf stórið’u? Eða mátti þetta ekki seinni vera? Von er að spurt sé. Jafnframt vek ég athygli á því, að sum- ir, sem mest hömuðust á móti samningi um álbræðslu, þó að við blasti, að synjun þeirrar samningsgerðar hlyti að tefja stórlega virkjun Þjórsár, eru nú farnir að saka stjórnina um, að hún hafi látið stórvirkjanir dragast of lengi úr hömlu. Fkki er samræmingu fyrir að fara hjá þessum herrum. Öfundsvert hlutskipti. Ég skal játa það, að ég sá ekki í fyrra fyrir verðfallið á íslenzkum afurðum né kom mér til hugar óstöðugleiki veðurfarsins á þessum vetri. En alveg eins og ég vissi. að háttvirtir stjórnarandstæð- ingar gerðu allt of mikið úr örðuigleikum atvinnurekenda á árinu 1965, þá vissi ég af reynglunni, að verðlag á ein- hæfri útflutningsvöru er ó- víst og að afli og veðurfar hafa verið stöðugum breyt- ingum undirorpin. Þessi sígilda reynsla hlýtur að kenna öllum þeim, sem sjá vilja og skilja, að íslandi er lífsnauðsyn á því að fá fleiri stoðir undir velmeg- un sína og að nýta þarf öll gæði landsins ti'l þess að við getum haldið áfram að inna af höndum þær skyldur, sem fylgja því að vera íslending- ur. Þær skyldur eru okkur velkomnar, en við fullnægj- um þeim ekki nema við skilj um hverjar þær eru. Þá mun um við einnig halda áfram að bæta land okkar á þann veg, að það verði um alla framtíð talið öfundsvert að hafa lifað á upphafsórum hins endurreista lýðveldis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.